Fréttablaðið - 06.04.2009, Side 46
34 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT 2. þjaka, 6. þys, 8. sunna, 9.
atvikast, 11. tveir eins, 12. skjálfa, 14.
steintegund, 16. tónlistarmaður, 17.
aska, 18. stansa, 20. bókstafur, 21. gort.
LÓÐRÉTT 1. löngun, 3. í röð, 4. planta,
5. fiskur, 7. möttull, 10. skammstöfun,
13. fljótfærni, 15. baklaf á flík, 16. hug-
fólginn, 19. tvíhljóði.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. hrjá, 6. ys, 8. sól, 9. ske, 11.
ll, 12. titra, 14. kvars, 16. kk, 17. sót, 18.
æja, 20. sé, 21. raup.
LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. rs, 4. jólarós, 5. áll,
7. skikkja, 10. etv, 13. ras, 15. stél, 16.
kær, 19. au.
Nýjasta tískulögga landsins, Karl
Berndsen, getur verið nokkuð sátt
þessa dagana. Samkvæmt nýjustu
mælingu Capacent Gallup er þátt-
urinn hans, Nýtt útlit, sá vinsælasti
á Skjáeinum. Ekki nema von að
Snorri Ásmundsson hafi vísað til
Karls í aprílgabbi sínu eins og frægt
er orðið. Það sem vekur einnig
nokkra athygli er að viðtals-
þáttur Sölva Tryggvason-
ar, Spjallið, virðist ekki
hafa hlotið náð fyrir
augum áhorfenda Skjá-
seins þrátt fyrir að gestir
hans hafi verið
athyglisverðir
að undanförnu.
Og ögn meira af fjölmiðlum.
Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár-
stjóri Rásar 1 og 2, sagði í samtali
við Fréttablaðið á laugardaginn
að vegna fjölda áskorana, meðal
annars á Facebook, hefði hún end-
urskoðað ákvörðun sína um að slá
af spurningakeppni fjölmiðlanna.
Þetta vakti óneitanlega athygli
því samkvæmt þessari ágætu
samskiptabók höfðu rúmlega sex
hundruð skrifað undir slíka áskor-
un. Þetta er „aðeins“ minna
en hjá þeirri síðu sem
vildi söngkeppni Fram-
haldsskólanna á RÚV
því þeir voru orðnir,
samkvæmt síðustu
mælingum,
rúmlega níu
þúsund.
Erpur Eyvindarson slær ekki slöku
við og hefur sent frá sér myndband
við nýtt lag sem ber hið skemmti-
lega heiti Lýríski jónumangarinn.
Aðalleikari myndbandsins er eng-
inn annar en Amitabh Buchanan,
indverska stórstjarnan. Reyndar
er myndbandið brot úr kvikmynd
kappans sem heitir
Coolio og þar er
Amitabh í hlut-
verki marxísks
stéttleysingja,
sem hefur aug-
ljóslega kveikt í
hinum pólitíska
Erpi.
- fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Fyrir jól voru tæplega 500 manns
í Prjónajónu, en um tvö þúsund
hafa bæst við síðan þá,“ segir Jóna
Svava Sigurðardóttir um prjóna-
klúbbinn Prjónajónu sem hún
stofnaði á Facebook fyrir um einu
ári. Ríflega 2.600 félagar eru nú í
hópnum sem deila sameiginlegum
áhuga sínum á prjónaskap í máli
og myndum.
„Það er rosalegur áhugi á
prjónaskap og það var mikið talað
um það í fréttum þegar kreppan
kom. Ég held að það sé mjög hollt
fyrir mann að prjóna, það er svo
gott fyrir sálina. Ég ólst upp við
þetta því mamma var einu sinni að
prjóna fyrir Álafoss svo hún fékk
ekki frið fyrr en ég fékk prjóna,
fimm ára gömul. Amma og lang-
amma voru líka rosalegar hann-
yrðakonur svo þetta er mér í blóð
borið,“ segir Jóna Svava, sem er
heimavinnandi um þessar mund-
ir og segist því hafa nægan tíma
fyrir prjónaskapinn. Sjálf hefur
hún prjónað heimferðarsett
fyrir ungabörn um árabil eftir
pöntunum.
„Þetta er svo skemmtilegt form
því á síðunni geta allir sýnt hvað
þeir eru að gera. Það hrúgast inn
myndir frá fólki af því sem það
hefur gert og það er gaman að sjá
fjölbreytileikann,“ segir Jóna, sem
þýddi nýverið enska uppskrift af
svokallaðri Pinwheel-peysu, eða
hringpeysu, sem hefur slegið í
gegn. Aðspurð segist Jóna hafa
tekið eftir því að garn hafi hækkað
í kjölfar kreppunnar. „Vissar teg-
undir af garni hafa hækkað mikið,
svo sem Lanett-garn og einband.
Það fer samt mikið eftir búðum og
það fer eftir tegund af garni hvort
þú sparar með því að prjóna flík
sjálfur.“ - ag
Prjónaæði í kreppunni
GOTT FYRIR SÁLINA Jóna Svava Sigurð-
ardóttir er stofnandi Facebook-hópsins
Prjónajónu þar sem ríflega 2.600 félagar
deila áhuga sínum á prjónaskap.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GLÆSILEGUR AFRAKSTUR Handverk
Jónu Svövu er ekki amalegt.
„Við vildum nostra aðeins meira við hana og erum
því hættir við að frumsýna á Cannes-hátíðinni.
Þeir vildu fá okkur en við ætlum að vera með allt á
hreinu,“ segir Ingvar Þórðarson, framleiðandi kvik-
myndarinnar Reykjavik Whale
Watching Massacre. Eins og
kom fram í fjölmiðlum undir
lok síðasta árs stóð til að
þessi bátahrollvekja yrði
frumsýnd með mikilli við-
höfn undan ströndum Mið-
jarðarhafsins á frönsku
Rivíerunni. Ingvar segir fag-
mannlegar ástæður liggja
að baki þessari ástæðu,
myndin eigi ekki að vera
nein hrákasmíð held-
ur ætli þeir að huga að
hverju smáatriði. Leik-
stjóri myndarinnar er
Júlíus Kemp en með
helstu hlutverk fara
Helgi Björnsson,
Gunnar Hansson og
fleiri.
Og til þess að allt
sé nú örugglega pottþétt hefur félögunum borist
góður liðstyrkur. Valdís Óskarsdóttir, verðlauna-
klippari með meiru, hefur samþykkt að renna yfir
lokaeintak myndarinnar. „Hún er í Danmörku núna
og við erum bara að bíða eftir að hún komi heim svo
hún geti kíkt á þetta fyrir okkur,“
segir Ingvar en Valdís er að
klippa kvikmynd danska
leikstjórans Thomasar
Winterberg.
R.W.W.M fjallar um hóp
erlendra ferðamanna sem
halda í hvalaskoðun. Sú ferð
á eftir að reynast örlagarík
því skipstjórinn deyr og eng-
inn getur komið til bjargar
nema hópur fólks sem er
fremur illa við hvalaskoð-
unarferðir. - fgg
Hættu við að frumsýna í Cannes
VALDÍS HJÁLPAR Ingvar
Þórðarson hefur feng-
ið Valdísi Óskarsdótt-
ur verðlaunaklippara
til að renna yfir
mynd sína.
„Fólk þarf oftast ráðgjöf vegna
vandræða með samband sitt og
annarra fjölskyldumeðlima við
fuglinn. Við förum þá í gegnum
æfingar og ég reyni að styrkja
tengsl milli páfagauksins og
heimilisfólks. „Í þessari viku fer
ég til að mynda á heimili þar sem
fuglinn er afar hrifinn af stelpu
á heimilinu en vill ekki sjá kær-
astann hennar,“ segir Díana Lind
Monzon páfagaukaráðgjafi en
hún hefur síðastliðin ár aðstoðað
fólk með stærri og smærri páfa-
gauka. Algengara er þó að hún fari
í vitjanir vegna stærri fuglanna.
„Þetta byrjaði með því að í
kringum árið 2000 var ég komin
með ofnæmi fyrir þeim dýrum sem
ég var vön að eiga, köttum, og fékk
mér því fugla. Ég fór að lesa mér
til og var smám saman orðin mjög
flink með þá. Áður en ég vissi af
var ég því farin að skrifa greinar
og ráðleggja öðrum fuglaeigend-
um. Ég varð mér úti um Certified
Avian Specialist-námskeið sem ég
gat tekið á netinu og ég fór svo til
Flórída og fékk að fylgjast með á
stofu hjá dýralækni sem sérhæfir
sig í fuglum.“
Díana Lind segir að símtöl
og vitjanabeiðnir komi í bylgj-
um. Vandamálin geta verið af
ýmsum toga þótt samskiptavand-
inn sé algengastur. „Fuglarnir eru
mjög næmir á líkamstjáningu og
skynja um leið ef fólk er hrætt eða
óöruggt. Einnig skiptir máli hvar
búrið er staðsett, þeir eru kannski
hafðir í búri frammi á gangi og
fjölskyldan er mest inni í stofu. Þá
geturðu setið uppi með fugl sem er
að garga og kalla á fólk og enginn
skilur í þessum látum. Þá er hann
bara að reyna að ná sambandi,“
segir Díana en hún ráðleggur einn-
ig með mataræði og snyrtir jafn-
vel fugla. „Oft eru þeir uppþembd-
ir og árásargjarnir vegna þess að
þeir eru á of orkuríku fóðri og geta
ekki brennt matnum. Þá eru þeir
eins og börn í sykursjokki í barna-
afmælum.“ juliam@frettabladid.is
DÍANA LIND MONZON: HJÁLPAR FÓLKI AÐ MYNDA TENGSL VIÐ PÁFAGAUKA
ALGENGT AÐ PÁFAGAUKAR
GERI UPP Á MILLI FÓLKS
„Mér fannst erfitt að sjá á eftir
henni sextán ára gamalli en ég
er mjög stolt af henni og finnst
hún eiga þetta svo sannarlega
skilið. Þetta kom mér ekkert á
óvart, og aðallega af því að hún
er svo mikill vinnuþjarkur og
ofboðslega sjálfstæð.“
Harpa Helgadóttir, móðir Lilju Rúriksdótt-
ur dansara sem komst inn í Juilliard-lista-
háskólann í New York.
PÁFAGAUKARÁÐGJAFI Í
NJARÐVÍK Díana Lind býr
í Njarðvík og á sjálf fimm
fugla. Hún er með sérstakt
fuglaherbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík
LAGERSALA
3 dagar eftir
KRAKKAR:
Pollajakkar Pollabuxur Flíspeysur
1.500 - Bolir 2 fyrir 500 kr.
DÖMUR & HERRAR:
Öndunarjakkar 6.000-10.000 kr. Öndunarbuxur
Flíspeysur 4.000- Buxur Stuttbuxur
Vindstakkur Regnkápur/jakkar 2.000 kr.
Opnunartímar: Mán til mið: 9-18
íslensk hönnun
og handverk
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454 | www.fridaskart.is
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 1949.
2 Margeir Pétursson.
3 1949.