Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 5
Jane Austen er ein frægasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið.“ Það hversu oft er vísað til hjúskaparstöðu skáldkonunnar er áhugavert, sérstaklega þegar haft er í huga að það er yf- irleitt ekki gert þegar talað er um aðra rithöf- unda vestrænnar bókmenntahefðar, t.d. höf- unda á borð við Samuel Taylor Coledrige, Charles Dickens, Herman Melville eða Henry James. Þetta leggur Emily Auerbach áherslu á í bók sinni Searching for Jane Austen og spyr síðan: „Hugsum við mikið um það að Milton var þrígiftur þegar við lesum Paradísarmissi? Höfum við mikinn áhuga á því að vita hvort Chaucer átti eiginkonu?“ Leonard Woolf hefur sagt að „hamingju- sömu hjónaböndin í sögum Austen bæti fyrir misheppnað líf hennar og séu hennar eigin dagdraumar“ og John Halperin segir í ævisögu sinni frá 1984 að í flestum tilvikum hafi Jane líklega ekki talið „lífið mikla uppsprettu gleði og að sama skapi hafi hún verið efins um að það endaði farsællega, a.m.k. þar sem hún átti í hlut. Gæti hún hafa verið afbrýðisöm yfir ham- ingjunni sem hún var þvinguð til að skapa fyrir sínar eigin persónur? „Friður“ Jane Austen átti það á hættu að verða tortímingunni að bráð […] en það var afleiðing einveru hennar og kynferðislegra langana.“ Mörgum þykir erfitt að gera sér í hugarlund að Austen hafi lifað tiltölulega fullnægjandi lífi þrátt fyrir að hafa aldrei eignast eiginmann. Og þá er einnig litið framhjá þeirri staðreynd að þó að líf hennar hafi virst „atburðasnautt“ lifði hún augljóslega annasömu og ríku andlegu lífi, því eftir hana liggja nokkrar af merkustu skáldsögum enskra bókmennta. Auk þess bendir ekkert til þess að hún hafi átt í persónu- legum krísum vegna þess að hún var einhleyp. Ég hef lesið margar Jönur Það helst hugsanlega í hendur við ímyndina af elskulegu (og ófríðu) piparmeyjunni Jane Aus- ten að þegar fræðimenn og ævisagnahöfundar tala um skáldkonuna vísa þeir gjarnan til skírnarnafns hennar, tala einfaldlega um hana sem „Jane“. Með því búa þeir til nálægð milli hennar og lesandans sem er venjulega ekki að finna í umræðu um aðra grundvallarhöfunda bókmenntasögunnar. Arnolds Bennet segir um Austen: „Mér líkar vel við Jane. Ég hef lesið margar Jönur. Hún var frábær lítill skáld- sagnahöfundur. En heimur hennar var pínulít- ill. Hún þekkti ekki heiminn nægilega vel til þess að vera mikill skáldsagnahöfundur. Hún hafði ekki metnað til þess að vera mikill skáld- sagnahöfundur. Hún þekkti sinn stað.“ Að sama skapi segir Richard Aldington að Jane hafi ekkert ferðast og að allt fram til árs- ins 1811 hafi hún skrifað án nokkurs konar hvatningar, fyrst og fremst sjálfri sér til ánægju. Edward Said segir svo Jane ekkert hafa látið „þrælahald trufla fallega litla haus- inn sinn. Jane frænka hafi verið einföld, sjálfs- ánægð og algjörlega laus við stjórnmálaskoð- anir.“ Hún var „snotur og snyrtilegur lítill listamaður,“ segir ónefndur gagnrýnandi um hana árið 1920. Er vísað í einhvern annan alþjóðlegan rithöf- und á þennan hátt? spyr Auerbach. „Tölum við um William, Charles, Samuel eða Herman?“ Og hvers vegna er talað um svo virtan kvenrit- höfund sem Jane, Jane frænku eða piparmeyj- una? Hvers vegna þvælist það svona fyrir fræðimönnum og lesendum að Jane Austen var einhleyp? Það að Austen þekkti sinn stað helst í hendur við þá staðreynd að hún skrifaði um heim sem hún þekkti sjálf, innilokaðan kvenna- heim. En þrátt fyrir hefðarstöðu hennar hefur fræðimönnum gjarnan þótt viðfangsefni henn- ar óæðra og ekki eins merkilegt og það sem tengt er sviði karlmanna, s.s. stríði og stjórn- málum. Hugtakið „janeisti“ er að sama skapi ein- stakt, en svo eru þeir kallaðir sem hafa brenn- andi áhuga á skáldkonunni og öllu sem við- kemur henni. Slíkt viðurnefni hefur ekki verið búið til um neinn annan rithöfund. Það hljómar öðruvísi að segja að eitthvað sé shake- speareískt, í anda Dickens, eða byronskt. Skírnarnafn skáldkonunnar gefur til kynna mikla nánd lesanda og höfundar. Þá undir- strikar viðurnefnið af hvaða kyni skáldkonan er og gefur til kynna að kyn lesandans sé hugs- anlega það sama. Baráttan um ímynd Jane heldur áfram og enn veldur raunverulegt útlit skáldkonunnar aðdáendum hennar heilabrotum. Í janúar 2003 birtist enn ein andlitsmyndin af Austen, en hún var máluð af listamanninum Melissu Dring, sem teiknar myndir af sakborningum fyrir lög- reglu í undirbúningi réttarhalda. Dring, sem m.a. vinnur fyrir FBI í Washington, fékk það verkefni hjá Jane Austen Centre í Bath að búa til andlitsmynd af Jane Austen. Dring studdist við mynd Cassöndru auk þess sem hún fékk í hendur höfuðfat svipað því sem Austen bar á myndinni og kjól sem var úr svipuðu efni og Austen hafði eitt sinn keypt í kjól handa systur sinni. Jafnframt yngdi Dring skáldkonuna upp um nokkur ár, en á mynd Melissu á hún að vera 26-31 árs, eins og hún gæti hafa litið út þegar hún bjó í Bath, á árunum 1801-06. Til- gangurinn með myndinni er því ekki síst sá að tengja Bath á áþreifanlegri hátt við ímynd skáldkonunnar, en helsti vandi Jane Austen Centre í Bath hefur löngum verið að Austen líkaði mjög illa veran í Bath og skrifaði nánast ekkert árin sín þar. Melissa segir: „Umfram allt vildi ég ná fram líflegum og gamansömum persónuleika hennar, sem er svo augljós ef dæma á eftir skáldsögum hennar og ummælum þeirra sem þekktu hana.“ Melissa Dring lýsir mynd sinni á eftirfarandi hátt: „Svipur hennar er flókinn og sýnir að hún er að hugsa eitthvað fyndið […] Hún situr hreyfingarlaus en undir húfunni krauma hugmyndirnar, þrátt fyrir að svipur hennar sé einnig friðsæll og dreymandi. Jane var ekki hávær og friður ríkir yfir þessari litlu mynd. Myndin býr því yfir sams konar styrk og hún hafði, er í senn hárfín, óræð og flókin.“ Dring tekur því undir ráðandi hug- myndir um skáldkonuna með því að vinna litla, þögula mynd um litlu Jönu. Það er spurning hversu vel heppnuð þessi andlitsmynd er af Austen. Í fyrsta lagi lítur hún vart út fyrir að vera á þrítugsaldri, heldur nokkuð eldri. Jafnframt er hætta á því að til- raunir til að fanga léttan og kómískan skáld- skaparstíl Austen snúi andliti hennar upp í skopstælingu. Ævistarf rithöfundar býr sjaldnast í svip hans. Þó að hér sé leitað nýrra leiða til þess að endurheimta sanna ímynd Aus- ten festir mynd Dring klisjurnar um Austen frekar í sessi, þótt hér sé horft til kómíska höf- undarins fremur en höfundar ástarsagnanna sem útgáfufyrirtækið Wordsworth reynir að fanga. Tilhneigingin til að vilja skilgreina Jane Austen út frá vel mörkuðum forsendum hefur loðað við hana alveg frá því bræður hennar reyndu að gera úr henni kristilegan dýrling. Margir ævisagnahöfundar, fræðimenn og gagnrýnendur vilja að sama skapi festa niður ímynd hennar. Hún var ófullnægð piparkerl- ing, eða Jana frænka, skapgóður og skemmti- legur höfundur sem sérhæfði sig í teboðum. Hún var íhaldssöm, hún var raunsæ efn- ishyggjumanneskja eða ástarsagnahöfundur sem gaf sig veruleikaflóttanum á vald. Hún var smámunasöm og nákvæm þegar kom að mál- efnum hjartans eða þá að hún er lesin sem ein- faldur greinahöfundur sem vann afbragðsvel út úr formúlum ástarsagna. Hver þessara mót- sagnakenndu lýsinga hefur verið álitin ein- kenni á höfundinum, en fáir höfundar hafa jafnítrekað orðið einfölduninni að bráð. En af hverju er Austen svo oft markaðssett sem einfaldur höfundur? Kannski er svarið fyrst og fremst að finna í frægð hennar, en hana má í einhverjum skilningi orðsins sjá sem helstu ógnina við ímynd hennar. Reynt er að höfða til sem flestra með því að einfalda veiga- mikla og flókna eiginleika skáldkonunnar, ólíkt því sem gerist með aðra hefðarhöfunda. Mark- hópur Austen er einfaldlega annar en höfunda eins og Flauberts, Hardys og Tolstoys. Wor- dsworth-útgáfufyrirtækið vill ná til annarra lesenda en þeirra sem sækja í hefðarbók- menntir og gerir það með því að höfða til róm- önsulesenda. Í slíkum hópi selur falleg skáld- kona líklega fleiri eintök og því er púkalegt höfuðfatið fjarlægt og hún förðuð með bleikum kinnalit. Velgengni eða bölvun? Pirringurinn sem mynd Wordsworth- fyrirtækisins vakti sýnir ljóslega baráttu menningarhópa um ímynd hennar. Kannski bera kinnaliturinn og hárlengingarnar á mynd- inni þess vitni að janeistarnir hafi tekið völdin. Bíómyndirnar, Netið og þær fjölmörgu framhaldssögur sem skrifaðar hafa verið á undanförnum árum hafa gert það að verkum að vinsældir hennar eru alltaf að aukast og ör- vænting er farin að grípa um sig meðal þeirra sem vilja frelsa sögur hennar úr höndum ja- neistanna. Þeir sem skrifa um Austen tengjast henni gjarnan sterkum og persónulegum böndum og líkar illa að sjá aðra skrumskæla minningu hennar. Þannig getur janeistunum verið illa við þær fræðilegu nálganir sem er beitt á sögur Austen í enskudeildum háskól- anna, en þeir fá að sama skapi skömm í hattinn fyrir að halda að Austen snúist aðeins um blúndur, skreytta hatta, glæsilega búninga og mikla og rómantíska ást. Báðir hópar vilja skera á tengslin milli hins háleita og þess vinsæla, milli sannra bók- mennta og afþreyingar, en gengur illa. Austen tilheyrir í senn hámenningu og lágmenningu sem gerir það að verkum að það er erfitt að flokka hana. Hún höfðar í senn til lesenda sem lesa ekkert nema rauðar ástarsögur og há- menntaðra fræðimanna sem kunna að meta stílbrögð, persónusköpun og formgerð sagna hennar. Nýjasta dæmið um símótanlega ímynd Jane Austen er kvikmyndin Becoming Jane (2007) sem ætlað er að setja á svið atburði úr lífi skáldkonunnar, m.a. ástarævintýrið sem hún er talin hafa átt með ungum dreng að nafni Tom Leyfroy. Samkvæmt ævisögum var Leyfroy ljóshærður og myndarlegur, örlítið yngri en Austen. Hann var alvörugefinn náms- maður sem lagði stund á lögfræði, en einnig blásnauður. Því var óhugsandi fyrir hann að biðja hennar. Þetta litla ástarsamband verður að skurðpunktinum í lífi Austen í meðförum handritshöfundarins. Í auglýsingu um mynd- ina er varpað fram eftirfarandi spurningu: „Hvernig varð Jane Austen, einföld stúlka úr Hampshire með lítil fjárráð og þrönga heims- sýn, að bókmenntastórviðburðinum Jane Aus- ten?“ Myndin leitast svo við að svara þessari spurningu með því að rekja djúpstæðan skáld- skaparskilning hennar á ástinni til ástaræv- intýrisins með Leyfroy. Með þá reynslu í far- teskinu gat Austen lýst ástinni, segir í auglýsingu myndarinnar, en „það er kunnara en svo að frá þurfi að segja að best er að skrifa um það sem maður þekkir.“ Ekki er óalgengt að leitað sé að lyk- ilaugnablikum þegar fjallað er um ævi stór- skálda, einhverju sem á að hafa mótað þau fyr- ir lífstíð, einhverju sem gerir þau að því sem þau eru. Það er því kannski ekkert sér- kennilegt að sú kenning um Austen spretti fram, sérstaklega þegar haft er í huga að hún skrifaði ástarsögur, að fyrir fund sinn með Leyfroy hafi hún verið einföld stúlka, með lítil fjárráð og þrönga heimssýn, en eftir að hún hitti hann hafi hún orðið rithöfundur sem varð risi í vestrænum heimsbókmenntum. Leik- stjóri myndarinnar og handritshöfundur líta reyndar framhjá þeirri staðreynd að Austen var sískrifandi allt frá því hún var unglingur, alveg fram að tímanum sem hún dvaldi í Bath. Titillinn á myndinni er jafnframt athygl- isverður því hann staðfestir að Jane Austen er líklegast eini alþjóðlegi rithöfundur í heimi sem er þekktur undir sínu fyrsta nafni. Einnig er sú ákvörðun forvitnileg að ráða leikkonuna Anne Hathaway í hlutverk Austen, en það hlýt- ur að mega túlka sem róttækari fegrunar- aðgerð en þá sem Wordsworh-fyrirtækið lét hafa sig út í. Leikkonan Anne Hathaway er íðilfögur og útlit hennar er í algjöru ósamræmi við myndina sem Cassandra teiknaði af systur sinni. Stjörnuímynd Hathaway er jafnframt forvitnileg, en hún er eflaust fyrst og fremst þekkt fyrir leik sinn í hlutverki prinsessu í The Princess Diaries 1 (2001) og 2 (2004). Ímynd Jane Austen á heima á mörgum ósamræmanlegum plönum sem stöðugt rekast á. Hún tilheyrir því sem margir telja vera hæsta svið menningarinnar um leið og sögur hennar eru óþrjótandi uppspretta í dæg- urmenningu nútímans.  1 „How to shift those books if the author is plain Jane“. 23. mars 2007. The Times. http://entertainment.timesonline.co.uk/tol/arts_and_en- tertainment/books/article1555696.ece 2 „Jane Austen: Babe City!“. 23. mars, 2007. The Boston Globe. http://www.boston.com/ae/theater_arts/exhibitionist/2007/ 03/jane_austen_bab.html 3 Claire Tomalin: Jane Austen. A Life. New York: Vintage Books, 1997, bls. 111. 4 Sama, bls. 108. 5 Park Honan: Jane Austen. Her Life. London: Weidenfeld and Nicolson, 1987, bls. 103. 6 Maggie Lane: Jane Austen’s World. The Life and times of England’s most popular author. Carlton Books Limited, 1996, bls. 21. 7 Sama, bls. 109. 8 Emily Auerbach: Searching for Jane Austen, bls. 5. 9 Sama, bls. 27. 10 Jane Austen. Hroki og hleypidómar. Þýð. Silja Aðalsteins- dóttir. Reykjavík: Mál og menning, 1988, bls. 303. 11 Emily Auerbach: Searching for Jane Austen, bls. 32. 12 Þessi orð Anolds Bennet er að finna í Jane Austen. The Critical Heritage. Ritstj. Brian Southam. London/New York: Routledge and Kegan Paul, 1987, bls. 288. 13 Emily Auerbach: Searching for Jane Austen, bls. 30. 14 Jane Austen’s Regency World, nr. 1, janúar 2003, bls. 6. 15 Sama, bls. 9. 16 http://www.telegraph.co.uk/arts/main.jhtml?xml=/ arts/2007/03/02/bfmac102.xml Jane Austen Skurðarrista frá 1869 Ein af tveimur lagfærðum út- gáfum af Austen sem birtust í endurminningum J.E. Aus- ten–Leigh. Hér er skáldkon- an með giftingarhring á fingri. Skurðarrista frá 1870 Þessi lagfærða mynd birtist fyrir framan titilblaðið í endurminningum J.E. Aus- ten–Leigh. Baksvipur skáldkonunnar Vatnslitaskissa sem Cass- andra málaði af systur sinni sumarið 1804. Höfundur stundar doktorsnám í bókmenntum við Háskóla Íslands. Eina upprunalega myndin Vatnslitaskissan sem Cass- andra málaði af systur sinni líklegast í kringum 1810. Þetta er eina upprunalega myndin sem til er af skáld- konunni. Málari FBI Í janúar 2003 birtist enn ein andlits- myndin af Austen, en hún var máluð af listamanninum Melissu Dring, en hún vinn- ur fyrir bandarísku alrík- islögregluna, FBI. Hollywood-Jane Fegurð- ardísin Ann Hathaway leik- ur Jane Austen í kvikmynd- inni Becoming Jane (2007). MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.