Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Pál Valsson pall.valsson@edda.is sauðdrukkinn úti í hrauni lá Hallgrímsson Jónas og hraut eins og sögunarverksmiðja í Brasilíu mamma komdu ekki nálægt með nefið þitt fína það er nálykt af honum þú gætir fengið klígju. Hann orti um fallega hluti, það er hlálegt og hellti svo bjór yfir pappírinn og yfir orðið gættu þín mamma maðurinn hann er með sýfilis mundu að þegar hann fer skaltu dekka borðið. já hræið af Jónasi er sannarlega sjórekið sjórekið uppá fjörur gullstrandlengjunnar sjáðu mamma manninum honum er illt hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna. Þ essi texti er á fyrstu plötu Megasar sem kom út árið 1972, og þótti trúbadúrinn ekki sýna þjóðskáldinu mikla virðingu, og ég minnist þess að mörgum þótti hrein svívirða að Megas kæmist óvíttur upp með að draga upp þessa ömurlegu mynd af hinu ástsæla og hugljúfa skáldi Jónasi. Rúmum 130 árum fyrr settist hins vegar séra Björn Þorvaldsson niður í sínu kamesi austur í Lónssveit og skrifaði mági sínum bréf, segir m.a. frá því að Þor- valdur frændi hans hefði komið í heimsókn „með þeim vesæla og aumkunarverða Jónasi Hallgrímssyni, um hann má segja og hans hag með allt slag, o tempora o mores! (hví- líkir tímar, hvílíkir siðir). Ég aumkaði frænda að hafa kljáð sér við svo hryggilegan viðbjóð, mann sem enginn þolir að vera nálægt“. Klígjan sem Megas biður mömmu sína að passa sig á er semsé meira en hundrað ára gömul og hefur ekki skánað með tímanum og nályktin litlar ýkjur. Það var nefnilega ekki alltaf talað fallega né virðulega um Jónas Hallgrímsson meðan hann lifði og lapti dauð- ann úr skel. En tími bókmenntanna er af- stæður og þar verða hinir síðustu oft fyrstir. Nú er Jónas kallaður ástmögur þjóðarinnar, listaskáldið góða og hefur fengið ágætan dag helgaðan sér og íslenskri tungu. Mörgum er sjálfsagt í fersku minni allt það fjaðrafok sem varð þegar þessi fyrsta plata Megasar kom út. Margur góðborgarinn hryllti sig yfir söngstílnum og allri fram- göngu Megasar, þótti hann sérlega ófínn og hneykslanlegur, enda hellti hann örugglega bjór yfir pappírinn og orðið, rétt eins og skáldið Jónas. Mér kemur til dæmis í hug að minnsta kosti eitt kvæðahandrit Jónasar sem leggur af nokkurn áfengisilm og þar sem hann krotar aftan á í sífellu og viðstöðulaust tvær athyglisverðar sagnir: Orga, borga … Og sjálfsagt eiga þeir Jónas og Megas það líka sameiginlegt að trúlega var hrollurinn þeim mun meiri eftir því sem ofar var komið í svokölluðum þjóðfélagsstiga. Jónas og Megas urðu báðir í upphafi ferils síns eins konar „enfant terrible“ í þjóðlífinu. En þótt persón- ur þeirra og meint líferni raskaði ró margra samferðamanna voru það orð þeirra og textar sem trufluðu mest. Söngtextar Megasar fóru geysilega í taugarnar á mörgum, gilti þá einu þótt þeir væru meira og minna þrælbundnir og ortir undir ströngustu bragreglum á tím- um þar sem fylkingar tókust hart á um hvort órímað væri ljóð og hatursmenn rímlausra ljóða fylltu gjarnan fjendaflokk Megasar. Formið var ekki málið – það var efnið sem stóð í mönnum. Jónas Hallgrímsson hefur sinn stutta en snarpa skáldferil með því að reiða svipuna yfir valdamönnum samfélagsins í kvæðinu Ís- land farsælda frón, telur þá ekki standast neinn samjöfnuð við frægðarhetjurnar góðu, séu dáðlausir og værukærir og ekki þess verðir að stýra sögufrægu landi. Undan þessu sveið og kvæði Jónasar var af framá- mönnum þess tíma kallað Grafskrift yfir Ís- land. Það vill stundum gleymast hvað Jónas er öflugt ádeiluskáld og gagnrýni hans bein- skeytt og tæpitungulaus. Á sinni fyrstu plötu ræðst Megas sömuleiðis til atlögu við margar helstu goðsagnir íslenskrar sögu og sjálf- stæðisbaráttu. Fyrir utan skáldið Jónas yrkir hann um sjálfan sóma Íslands, Jón Sigurðs- son, sem í túlkun Megasar stikar um nakinn í rauðum slopp og leggur drög að nýju helsi, hann yrkir um óheppilega fundvísi Ingólfs Arnarsonar sem við hörmum og óskum þess innst inni að skip hans hefði aldrei komið að landi, og í laginu Silfur Egils hlakka þeir Egill skalli og Þórólfur bróðir hans yfir því að skerið sé að sökkva. Hliðstæðurnar eru augljósar þótt aðferð- irnar séu ólíkar. Hvor með sínum hætti eru Jónas og Megas að umbylta sögusýn síns tíma. Jónas lyftir upp fornöldinni, gamla tím- anum til þess að hirta samtíma sinn, á meðan Megas bregður spéspeglinum upp að gömlum hetjum og íróníserar þær til þess líka að storka hefðbundnum túlkunum á sögunni. Báðir ögra viðteknum skoðunum og gera það með mjög róttækum hætti. Jónas efast um að við höfum gengið til góðs, en Megas ræðst að sjálfum menningararfinum, grundvelli ís- lensks þjóðernis og sjálfstæðisbaráttu. Meðal annars af þessum ástæðum verða bæði Jónas og Megas strax afar umdeildir, bæði sem listamenn og prívatpersónur. En báðir eiga þeir það líka sameiginlegt að mjög margir átta sig fljótlega á því að ekki er hægt að horfa framhjá hæfileikum þeirra. Það er að sönnu ekkert alltof algengt og kannski skiptir mestu máli í því sambandi að báðir standa Jónas og Megas föstum fótum í ís- lenskri bókmenntahefð í margvíslegum skiln- ingi. Þeir þekkja sína sögu, kunna til dæmis kveðskaparhefðina afturábak og áfram og geta þess vegna breytt henni og umbylt, eða hreinlega hafnað. Báðir eru Jónas og Megas byltingarmenn í bundnu formi. Sú staðreynd hefur án efa flýtt viðurkenningu þeirra, eink- um Megasar auðvitað, svo uppteknir sem Ís- Byltingarmenn í Jónas Hallgrímsson „Það er mikilvægt að átta sig á því að bæði Jónas og Megas eru uppi á örlagatímum í sögu íslensks kveðskapar, og gegna þar hliðstæðu hlutverki, báðir leggja mikilvæg drög að upprisu hans. Þeir eru endurreisnarmenn í góðum skilningi þess hugtaks.“ Jónas Hallgrímsson hefur verið skoðaður frá ólíklegustu hliðum á Jónasarþingi Háskóla Íslands sem lýkur á Þingvöllum í dag. Nánar er sagt frá Þingvallaferð stefnunnar hér á opnunni en í greininni er Jónas skoðaður í ljósi Megasar en þeir eiga ýmislegt sameig- inlegt þótt ótrúlegt megi virðast og eru kannski einungis aðskildir af dauðanum. Jónas og Megas

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.