Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 9
vinnu, og reyndar þjónustu út fyrir sveitarfé- lagið. Vanræksla á almannasamgöngum þýðir, að flestar fjölskyldur þurfa að reiða sig á tvo eða jafnvel þrjá bíla til að komast leiðar sinnar. Þessar aðstæður bjóða upp á amerískan út- hverfislífsstíl: Félagslega einangrun, orkusól- und, og þann „konformisma“, eða einsleitni, sem steypir alla í sama mótið. Þjóðvegurinn klýfur sveitarfélagið í tvennt. Þeir sem staldra við, geta gleypt í sig skyndibitann og fyllt á tankinn í miðbæ Mosfellinga, áður en þeir bruna burt. Samt eru dalirnir báðir, Mosfells- og Reykja- dalur, náttúrudjásn, og árnar sem um þá renna, eins og æðakerfi í lifandi líkama. Og í Reykja- dalnum leynist lítið þorp, sem er með bæði sögu og sál. Þetta er Álafosskvosin, sem hýsir óvið- jafnanlegar minjar um iðnsögu þjóðarinnar. Þarna stóð vagga ullariðnaðarins, þar sem afl Varmár var nýtt til að leysa handaflið af hólmi. Þarna er að finna hið eiginlega hjarta sam- félagsins, sem geymir sögu þess. Varmá er á náttúruminjaskrá, og það er þetta samspil náttúru- og mannvistarminja, sem gefa staðnum sérstakt gildi. Um skeið stefndi í, að staðurinn yrði niðurníðslunni að bráð. En hann hefur gengið í endurnýjun líf- daganna. Hann hefur ómótstæðilegt aðdrátt- arafl. Hann býður upp á sérstaka atvinnu- starfsemi og umhverfi, sem laðar að gesti og gangandi, ekki síst erlenda ferðamenn. Þetta er eitt af því fáa, sem Mosfellsbær hefur af að státa, og ætti að hlú að og lyfta upp. En það er nú öðru nær. Átökin, sem hafa staðið á milli bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ annars vegar og íbúa Kvosarinnar og félaga í Varmársamtökunum hins vegar, hafa að undanförnu vakið athygli alþjóðar. Um hvað snýst þetta? Það er gamla sagan: Fjár- festar og verktakar, sem keypt hafa land Helgafells, vilja reisa með hraði nýtt hverfi með þúsund íbúðum. Þetta nýja hverfi, með áætlaðri umferð upp á tíu þúsund bíla á dag, þarf að komast í vegasamband við þjóðveginn. Tillögur bæjarstjórnar um tengibrautarmannvirki með hljóðmúr gengur svo nærri hverfisvernduðum bökkum Varmár og íbúum Kvosarinnar og at- vinnustarfsemi þeirra, að það er með öllu óvið- unandi. Tilraunir Varmársamtakanna til að koma vit- inu fyrir bæjarstjórnarmeirihlutann og til að fá hann til að fara að lögum og reglum um um- hverfismat og til að virða grundvallarsjónarmið um íbúalýðræði, hafa því miður ekki borið ár- angur til þessa. Við höfum náð árangri með því að leita ásjár lögfræðings. Öll eftirgjöf hefur verið þvinguð fram. Bæjarstjórnarmeirihlutinn lætur alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta; hann tekur ekki tillit til rökstuddra breyting- artillagna; og hann fer ekki að reglum um kynningu framkvæmda og samráð við íbúa. Samtökin hafa neyðst til að kæra bæjaryfirvöld til úrskurðarnefndar skipulags- og bygging- armála og til Skipulagsstofnunar og umhverf- isráðherra. Í upphafi veifaði bæjarstjórinn ráðherrabréfi með úrskurði um, að tengivegsmannvirkið, eða sá hluti þess, sem hafði verið hannaður, þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Fyrir atbeina nýrra laga með uppruna í EES-samningnum hefur sá áfangasigur unnist, að framkvæmdir hafa verið stöðvaðar, og að umhverfismat verði að fara fram. Í öllum þessum málarekstri hefur verið sýnt fram á, að bæjaryfirvöld hafa í reynd hunsað gildandi samskiptareglur við íbúa- og almannasamtök og farið rangt með staðreyndir í yfirlýsingum sínum og fréttatilkynningum. Að hafa eftirlit með sjálfum sér Þessi málarekstur hefur líka leitt í ljós brota- lamir og veilur í löggjöf og stjórnsýslu um nátt- úruvernd. Svo á að heita, að skylt sé að leita umsagnar Umhverfisstofnunar vegna fram- kvæmda, sem hætta er talin á, að geti spillt svæðum á náttúruminjaskrá. Mat á því, hvort náttúruminjum sé stefnt í hættu vegna fram- kvæmda, kallar á atbeina sérfræðinga, sem starfi sjálfstætt og á faglegum forsendum. En lögum samkvæmt er hið faglega mat einungis ráðgefandi. Það er ekki bindandi. Það er sveit- arfélagið sjálft, sem oftast er framkvæmdaað- ilinn, eða sá aðili, sem telur sig hafa hagsmuna að gæta af framkvæmdunum, sem hefur sein- asta orðið. Sveitarfélagið telur sig ráða því, hvort og þá í hvaða mæli, framkvæmdaað- ilanum þóknast að taka tillit til umsagnaraðila. Margir eru á móti þessari túlkun laganna, m.a. sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun. Ríkjandi túlkun er í vafa. Endanleg niðurstaða bíður dómsúrskurðar. Eftir stendur, að ríkjandi lagatúlkun býður heim réttaróvissu og jafnvel rangtúlkun á upphaflegum markmiðum löggjaf- arinnar. Í fyrsta lagi er boðið upp á augljósan hagsmunaárekstur. Sá sem hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta er orðinn dómari í sjálfs sín sök. Og sveitarfélagið er um leið orðið eftirlits- aðili með sjálfu sér. Þetta þýðir líka, að óbreyttu, að gildandi lög- gjöf um náttúruvernd er í reynd óvirk, þegar á reynir. Í skjóli þessarar augljósu brotalamar í löggjöfinni geta aðgangsharðir fjárfestar, verk- takar eða aðrir framkvæmdaaðilar, sem og sveitarfélög, sem hafa beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta, farið sínu fram í trássi við vilja íbúa og almannahagsmuna. Meðan þetta viðgengst, er um tómt mál að tala um íbúa- lýðræði. Það er þá bara orðin tóm, þegar á reynir. Endurskoðun gildandi laga um nátt- úruvernd er því brýnt verkefni fyrir nýkjörið alþingi. Morgunblaðið/ÞÖK og út um allar þorpagrundir. Öll er þessi ofvirkni Höfundur er fyrrverandi formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar. » Þetta þýðir líka, að óbreyttu, að gildandi löggjöf um náttúruvernd er í reynd óvirk, þegar á reynir. Í skjóli þessarar augljósu brotalamar í löggjöfinni geta aðgangsharðir fjárfestar, verktakar eða aðrir framkvæmdaaðilar, sem og sveitarfélög, sem hafa beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta, far- ið sínu fram í trássi við vilja íbúa og almannahagsmuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ómótstæðilegt „Varmá er á náttúruminjaskrá, og það er þetta samspil náttúru- og mannvistarminja, sem gefa staðnum sérstakt gildi. Um skeið stefndi í, að staðurinn yrði niðurníðslunni að bráð. En hann hefur gengið í endurnýjun lífdaganna. Hann hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl.“ skínan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.