Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. 6. 2007 81. árg. lesbók EITTHVAÐ NÝTT Í NÝHIL? ÞAÐ SEM KRÝNIR SIG NÝTT REYNIST OFT EKKI NÝTT OG ÞAÐ SEM KENNIR SIG VIÐ HIL HEFUR SENNILEGA ENGAN HYL >> 10 Hvor með sínum hætti eru Jónas og Megas að umbylta » 12-13 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Ívikunni kom út bók hjá JPV-útgáfu semá sér ekki marga líka hér á landi. Húnheitir Ljóðhús og er eftir Þorstein Þorsteinsson og inniheldur þætti um skáld- skap Sigfúsar Daðasonar. En hvað er svona sérstakt við bókina? Jú, afar fáar ef nokkur önnur bók þar sem gerð er jafn viðamikil og heildstæð úttekt á ljóðlist samtímaskálds hefur komið út hér á landi. Hér hafa vissulega verið skrifaðar ævisögur um skáld og styttri náms- ritgerðir um ljóðagerð tuttugustu aldar höfunda hafa verið gefnar út en það er afar fátítt að hér séu skrifaðar rúmlega fjögurhundruð síðna bæk- ur um ljóðlist einstakra skálda. En þegar það er gert ber að þakka sér- staklega fyrir og þegar það er gert af jafn mikilli þekkingu og Þorsteinn gerir þá er ekki annað að hægt en hrópa húrra! Þorsteinn hefur verið dyggur lesandi ljóða Sigfúsar í meira en fjóra áratugi eins og kem- ur fram í formála ritsins en hann hefur unnið að rannsókn þeirra frá árinu 2001. Áður hafði hann annast útgáfu á síðustu ljóðabók Sigfús- ar, Og hugleiða steina, og ritgerðasafni hans. Það sem er sérstaklega mikilsvert við þessa bók Þorsteins er að hann hefur allan feril Sigfúsar undir, allar ljóðabækurnar sex sem innihalda 126 frumort kvæði auk þess sem Þorsteinn þekkir önnur skrif Sigfúsar vel. Umfjöllunarefnið er ljóðheimur Sigfúsar, yrkisefnin, formið, stíllinn og skáldskap- arfræðin sem bindur þetta allt saman. Þor- steinn kannar áhrifavalda Sigfúsar og leggur talsverða áherslu á það hvernig Sigfús veitti eigin lífi inn í skáldskap sinn. Þorsteinn leggur ekki strangfræðilegar línur í aðferð sinni við að lesa ljóð Sigfúsar og er miklu frekar eins konar fjölhyggjusinni í þeim efnum. Hann grípur til þeirra vopna sem henta hverju sinni í glímunni við textana. Raunar má sjá í ritinu ákveðna fyrirvara á fræðikenningum á borð við formgerðar- stefnu, nýrýni, sem hann segir alls ekki eiga við þegar kemur að skáldskap Sigfúsar, og þjóðfélagslegan eða hugmyndafræðilegan lestur sem Þorsteinn telur of takmarkandi. Höfundurinn er hins vegar miðlægur í lestri Þorsteins, sennilega fyrst og fremst af þeirri ástæðu að hann telur Sigfús hafa ort talsvert um og út frá eigin lífi. Fyrir vikið eru túlk- unarfræðilegar pælingar talsverðar í bókinni til dæmis um samspil höfundar og lesanda. Um fram allt er Þorsteinn mjög glúrinn túlkandi og það er leitun að ljóðgreiningu sem er jafn skemmtilegur og fjölbreytilegur lestur. Vísað er í fjölmarga höfunda, ekki síst skáld. Hugsunin er skýr og stíllinn tær. Þetta er bók sem maður myndi halda að breytti hverjum lesanda í andríkan ljóðtúlkanda. Húrra! MENNINGARVITINN Jane Austen Ný andlitsmynd af ensku skáldkonunni Jane Austen (1775-1817) hefur vakið mikinn úlfaþyt í fjölmiðlum undanfarið en breska út- gáfufyrirtækið Wordsworth ákvað að lagfæra andlit hennar. Fjallað er um hin mörgu andlit Austen í grein í Lesbók í dag. » 4-5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.