Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2007, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 7 TÓNLIST Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Meðlimir írsku hljómsveitar-innar U2 eru nú staddir í borginni Fez í Marokkó þar sem þeir vinna myrkranna á milli að lög- um fyrir sína nýjustu plötu. Sem fyrr skipa þeir Bono, Edge, Larry Mullen og Adam Clayton sveitina, en upptökustjórar nýju plötunnar eru þeir Brian Eno og Daniel Lanois sem hafa unnið að nokkrum af bestu plötum U2, svo sem Joshua Tree frá árinu 1987 og Achtung Baby frá árinu 1991. Síðast unnu þeir Eno og Lanois saman með U2 þegar sveitin sendi frá sér plötuna All That You Can’t Leave Behind árið 2000, en sú plata hlaut fremur misjafnar við- tökur gagnrýnenda. Síðast sendi sveitin hins vegar frá sér plötuna How to Dismantle an Atomic Bomb árið 2004, en þeir Eno og Lanois voru á meðal nokkurra upptökustjóra þeirrar plötu. Meðlimir U2 hafa lagt á það mikla áherslu í viðtölum að nýja platan verði gjörólík síðustu tveimur plöt- um. Þeir segja hins vegar að platan sé mjög skammt á veg komin og því sé engin leið að segja til um hvenær hún kemur út.    Bandarískarokksveitin Rage Against The Machine hef- ur sett á lagg- irnar nokkuð sér- staka síðu á Netinu, www.- ratm82407.com. Á síðunni eru ein- ungis tveir „nið- urteljarar“, ann- ar þeirra kemur að núllpunkti nú á mánudaginn, 11. júní, en hinn ekki fyrr en 24. ágúst. Engar upplýsingar eru hins vegar gefnar um hvað muni gerast þessa daga. Þó eru getgátur uppi um að þá muni hljómsveitin annað hvort halda tónleika, eða senda frá sér plötu. Rage Against The Machine var stofnuð árið 1991 og sló rækilega í gegn með laginu „Killing In The Name“ árið 1993. Sveitin sendi frá sér fjórar plötur og naut mikilla vin- sælda en hætti svo árið 2000. Þeir fé- lagar komu hins vegar saman að nýju í apríl á þessu ári þegar þeir spiluðu á Coachella-hátíðinni í Kali- forníu.    Ástralska hljómsveitin Grinderm-an, sem skipuð er Bad Seeds- meðlimunum Nick Cave, Warren Ellis, Martyn Casey og Jim Sclav- unos, mun spila á tónleikum í Kent- ish Town Forum í Lundúnum 20. júní næstkomandi. Strax í kjölfarið munu fjórmenningarnir halda til Bandaríkjanna þar sem þeir munu meðal annars hita upp fyrir banda- rísku rokksveitina The White Stri- pes á tónleikum í Madison Square Garden í New York þann 24. júlí. Næstu daga þar á eftir mun hljóm- sveitin svo halda tónleika í Chicago og San Francisco. Fyrsta plata Grinderman, sem er samnefnd sveitinni, kom út í mars á þessu ári og hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda. Bono Zack de la Rocha, forsprakki R.A.T.M. Grinderman Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Eitt má segja um hljómsveitirnar semhrintu af stað þýsku bylgjunni ááttunda áratugnum – þar á bæhöfðu menn ekki áhyggjur af að ganga of langt í tilgerð. Sjá til að mynda hljómsveitina Popol Vuh sem sótti nafn sitt til helgrar bókar indíána í Gvatemala og gekk eins lagt og unnt var til að flétta popp- guðfræði saman við tónlistina með gervilegum helgiblæ. Eftir stendur þó að þótt við kímum að ímyndinni í dag, umslögin séu nett hallær- isleg og maður fái aulahroll við að lesa laga- heiti stendur tónlistin fyllilega fyrir sínu; þetta tímaskeið rokksögunnar, þegar krát- rokkið blómstraði, er með þeim merkilegustu, svo mikið er víst. Popol Vuh var ólík flestum krátrokksveitum í því að sveitin byggðist nánast eingöngu á hljómborðum og hljóðgervlum, hún var fyrsta þýska sveitin til að nota Moog, þótt þær hafi flestar notað slík apparöt á frumlegan hátt. Höfuðpaur Popol Vuh var hljómborðsleikarinn Florian Fricke, en aðrir í sveitinni léku á hljóðgervil og slagverk. Fyrsta platan, Affen- stunde, sem kom út 1970, var góð og önnur platan, In Den Gärten Pharaos, frá 1971, af- bragð. Sú sem hér er tínd til sem klassík er aftur á móti frá 1981 og heitir Sei still, wisse ICH BIN. Sú skífa var tekin upp undir stjórn hins goð- sagnakennda Klaus Schulze sem var einn stofnmeðlima Tangerine Dream og tók síðan þátt í að stofna aðra sveit álíka, Ash Ra Tem- pel með Manuel Göttsching. Um líkt leyti hafði Schultze lagt hefðbundin hljóðfæri á hill- una og tók til við rafeindatól, tók stafræn hljóðfæri fram yfir hliðræn og því kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hann hafi lagt Fricke lið. Tónlistin á Sei Still, Wisse ICH BIN, sem þýða má sem „Það er hljótt, veit að ég er“, er íburðarmikil í meira lagi, kór frá ríkisóperu Bæjaralands og saxófónleikari leggja sveitinni lið og falla vel að klifunarkenndri tónlistinni, þó saxófónninn sé of sykraður á köflum. Þetta var þó tíðarandinn og ekkert nema gott um það að segja – þegar vel tekst upp, og það er víða á þessari plötu, verður úr heillandi blanda af hljóðgervlahljómi og mannsröddum, í senn framúrstefnuleg messa þar sem raddirnar gæða rafhljóðin hlýju. Popol Vuh lagði upp laupana tveimur árum síðar, síðasta platan var Agape Agape sem kom út 1983, en reyndar var hún endurlífguð nokkrum sinnum upp frá því. Fyrir ekki svo löngu hófust menn handa við að endurvinna og gefa út aftur Popol Vuh-plöturnar allar og Sei Still, Wisse ICH BIN fékk yfirhalningu í leið- inni. Hljómur á henni er orðinn framúrskar- andi og ekki spillir fyrir að fá eitt aukalag sem tekið var upp um svipað leyti en komst ekki inn á plötuna þá fyrir einhverjar sakir. Tilgerðin lifi! POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com Skógláp einkenndist af gríðarlegum hávaða– en áherslan var á að draga fram feg-urðina sem bjó í hávaðanum, gera hávað-ann að listformi. Með hávaða á ég fyrst og síðast við rafmagnsgítara sem voru bjagaðir fram úr öllu hófi, og þeir látnir væla og bergmála svo úr urðu hljóðveggir sem fremstu sveitir stefnunnar lögðu á og mældu um að yrðu svo háir að enginn kæmist yfir nema fuglinn fljúgandi. Til að ná þess- um hljóm þurfti fjöldann allan af gítarpetölum, og vitanlega þurftu gítarleikarar sveitanna að eyða drjúgum hluta hverra tónleika í að glápa niður fyr- ir sig, á petalana, og þannig kom nafn stefnunnar til. Sá munur er þó á skóglápi og annarri tónlist sem vinnur með hávaða að það er í raun ummynd- að, gert að einhverju allt öðru, einhverju áhlýði- legu sem stendur þögninni í raun nær en hávað- anum. Lykillinn að þessu býr mögulega í því að skógláparar skilja melódíuna sjaldnast við sig; undir þyngd hljóðveggjanna býr iðulega vel smíð- að popplag sem Bítlarnir hefðu ekki þurft að skammast sín fyrir. Gítargutl er ekki málið heldur þjónar hávaðinn því hlutverki að „framandgera“ popplagið, fá hlustandann til þess að hugsa þriggja gripa hefðina upp á nýtt og enduruppgötva hana. Fyrir vikið eiga sönglínur og textar það til að drukkna og verða illgreinanleg frá skældum gít- arhljómum. Þannig hljómar gjaldþrot Fánaberar stefnunnar, alltént í huga undirritaðs, voru My Bloody Valentine og Slowdive. Síðasta skífa fyrrnefndu sveitarinnar, Loveless frá 1991, er gjarnan tínd til þegar búnir eru til listar yfir bestu plötur allra tíma (eða tíunda áratugarins). Sagan segir að sérstæður hljómur plötunnar (og fullkomnunarárátta leiðtogans Kevins Shields) hafi kostað svo marga hljóðverstíma að útgáfufyr- irtæki sveitarinnar, Creation, hafi verið á barmi gjaldþrots stóran hluta ferlisins. Síðarnefnda sveitin er minna þekkt en hefur þó haft mikil áhrif, t.a.m. í heimi raftónlistarinnar. Slowdive lokar tímabilinu, sveitin gaf út plötu 1993 og aðra 1995 sem inniheldur þó að mestu nærri hreinræktaða „ambient“-tóna á kostnað rokksins, en á þessum árum hafði amerískt grugg farið sigurför um heiminn og bretapoppið var við það að sprengja tónlistarmarkaðinn í Englandi – heimavöll skóg- lápsins. Af öðrum skóglápsböndum mætti nefna Ride, Lush, Chapterhouse og Seefeel sem störf- uðu þó lengst af með annan fótinn í raftónlist. Plötur Slowdive, svo dæmi sé tekið, voru illfáan- legar í mörg ár en voru endurútgefnar fyrir tæp- um tveimur árum síðan í kjölfar útgáfu „best of“- plötunnar Catch the Breeze. Árið 2002 gaf þýska merkið Morr Music út plötuna Blue Skied An’ Cle- ar þar sem tónlistarmenn og hljómsveitir merk- isins breiddu yfir lög Slowdive (framlag Íslands var flutningur múm á „Machine Gun“ af plötunni Souvlaki). Þetta tvennt er til marks um aukinn áhuga á skóglápi, en á allra síðustu árum hafa rokksveitir sem sækja sterklega í brunn þessarar tónlistar sprottið upp í hrönnum. Nýtt upphaf Byrjum heima. Íslenska hljómsveitin Singapore Sling hefur frá upphafi verið eins konar nýgláps- sveit af þyngri skólanum. Sveitin er þekkt fyrir háværa tónleika sem hafa líkamleg áhrif á við- stadda, en hins vegar hafa þeir skipt feimnislegri sviðsframkomu skóglápsins út fyrir svala, afslapp- aða framkomu. Frændur okkar Norðmenn eiga líka sína nýglápssveit, Serena-Maneesh, sem sæk- ir kannski hvað sterkast í skóglápið gamla – oft á tíðum er hægara sagt en gert að greina hana frá My Bloody Valentine. Frumraun sveitarinnar, samnefnd henni, kom út árið 2005 og er prýðileg skífa sem vakti mikla athygli utan heimalandsins og birtist á mörgum árslistum í fyrra, eftir útkomu skífunnar á heimsvísu. Önnur sveit sem fæst við nýgláp er bandarísk- japanska sveitin Asobi Seksu. Platan Citrus kom út í heimalandinu um þetta leyti í fyrra en Evr- ópubúar þurfa að bíða fram í júlí eftir útkomu hennar. Citrus er falleg plata og kraftmikil – hreinræktuðu poppi er leyft að skína um nokkra hríð áður en bleik glápský hrannast upp og dylja lögin. Fyrir skemmstu kom út plata með hljóm- sveitinni The Twilight Sad sem nefnist Fourteen Autumns and Fifteen Winters og verður einnig að telja til nýgláps. Þá gefur sænska sveitin Douglas Heart út nýgláp hjá Labrador í Stokkhólmi. Þetta eru einungis örfá nöfn og hér er stuðst við fremur þrönga skilgreiningu á nýglápi. Hið sanna er að allt frá síðustu aldamótum (og jafnvel fyrr) hefur skóglápið nefnilega blómstrað í raftónlist. Hinn austurríski Christian Fennesz hefur brætt popp og stafrænan hávaða saman með frábærum árangri, franska sveitin M83 hefur leikið rokk með hljóðgervlum og trommuheilum, og Ulrich Schnauss hefur útbúið eins konar þýskt tilbrigði við skóglápið með rafpoppi sem er eins og sniðið fyrir breiðtjald. Mikilvægasti lærdómurinn sem má draga af endurkomu skóglápsins er þó sá að munurinn á hávaða og hljóði er kannski ekki jafn- afgerandi og var talið lengst af. Læti eru komin til að vera. Glápt á ný Undir lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda bar nokkuð á rokktónlist þar sem áhersla var lögð á draumkenndan og sveimandi hljóm. Tónlistarblöð nefndu tónlistarmennina sem fluttu þessa tónlist „shoegazers“ eða skóglápara – nafnið festist við tónlistina og í dag er hún þekkt í sögubókunum sem skógláp (e. shoegaze). Nú, rúmum tíu árum eftir að síðustu eiginlegu skógláps-plöturnar komu út, er farið að bera nokkuð á þessari tónlist á ný, og vill undirritaður nefna bylgjuna „new-gaze“ eða nýgláp. Asobi Seksu Þetta er ein sveitanna sem fæst við nýgláp og er bandarísk- japönsk. Platan Citrus kom út í heimalandinu um þetta leyti í fyrra en Evrópubúar þurfa að bíða fram í júlí eftir útkomu hennar. » Sá munur er þó á skóglápi og annarri tónlist sem vinnur með hávaða að það er í raun um- myndað, gert að einhverju allt öðru, einhverju áhlýðilegu sem stendur þögninni í raun nær en hávaðanum. Lykillinn að þessu býr mögulega í því að skógláp- arar skilja melódíuna sjaldnast við sig ...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.