Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Page 1
Ljósmynd/Áróra Laugardagur 14. 7. 2007 81. árg. lesbók ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ ÞJÓÐLAGAAKADEMÍA Á HÁSKÓLASTIGI STARFRÆKT Í SAMVINNU VIÐ KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS » 12 Allir eru Víkverji inn við beinið » 2 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Spessi, slakur og kúl, hvítklæddur meðsvört sólgleraugu. Hvíti stráhatt-urinn á borðinu, svarta taskan ogvatnsbrúsinn, bakpokinn, gemsinn og smádótið draga upp mynd af manni, langt að komnum. Er þetta Íslendingur? Hvers konar nafn er svosem Spessi? Og hvers vegna situr hann þarna í dæmigerðu íslensku mötuneyti, sem vísast lyktar af nýétnum gellum og tólg, svona uppábúinn og heimsmannslegur og í þessari kæruleysislegu stellingu, sem gefur til kynna að honum sé slétt sama um allt það sem venjulegur maður í mötuneyti gæti hugs- anlega látið sig varða? Spessi er spes, Spessi er spes ljósmyndari og sér umhverfi sitt öðrum augum en aðrir ljósmyndarar segir Sigrún Sigurðardóttir, höfundur viðtalsgreinar við hann á miðopnu Lesbókar. Hún rýnir í myndir hans og lýsir höfundareinkennum hans og sérstöðu í ljós- myndun á Íslandi. Fríða Björk Ingvarsdóttir er enn á „stóra rúntinum“ og viðkomustaður dagsins er Münster í Þýskalandi. Ég rétt gjóaði aug- unum á grein Fríðu, og rak í rogastans við setninguna: „Þannig lýsir kanína lífi sínu sem listaverks...“ Ég verð að kíkja á rest. Það er spurning hvort þetta sé einhvers konar orða- leikur, eða jafnvel sjónhverfing. Kanínur geta ekki talað; og ef Sigurbjörg Þrastardóttir hef- ur rétt fyrir sér, þá er það einmitt þetta sem skilur „skynlausar“ skepnur frá manneskj- unni - orðin. Sigurbjörg baðar sig í orðum í dag, stuttum og löngum, merkingarlitlum og stórmerkilegum. „Allt fyrir fegurðina,“ segir hún, þar sem hún skoðar bloggkosningu um fegursta orðið. Í mínum huga er það ekkert spursmál. Dalalæða er fallegasta orðið í ís- lensku máli, bæði hljóðfræðilega og merking- arlega. Það er óendanlega gaman að segja það, en svo er merking þess líka svo yf- irgengilega spennandi. Hún er svöl, en mjúk, og sveipar landið töfraljóma, í morgunskím- unni. Dalalæðan er óræð, hún læðir sér yfir landið, og stundum í sinnið, maður getur lagst svo lágt að fela sig í henni, það er hægt að ganga inn í hana án þess að reka sig nokkurs staðar á fyrirstöðu og verða ósýnilegur rétt eins og lítið skrýtið hús í Wales, sem Halldóra Arnardóttir segir okkur frá annars staðar í Lesbók í dag. Gert út á sjónarmið Dalalæða Hún gerir Borgarfjörðin fallegri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.