Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 13 Auk þess nefnir Jónas í bréfi að hann sé að yrkja Hulduljóð. 1842 Út kemur í ViðeyStjörnufræði eftir G.F. Ursin, í íslenskri þýðingu Jón- asar. Þar birtast fyrsta sinni fjölmörg nýyrði Jónasar sem festast fljótt í málinu. Jónas yrkir Magnúsarkviðu í minn- ingu Magnúsar Stephensen dóm- stjóra að beiðni Ólafs sonar hans, og þáði fyrir ríflegust ritlaun ævi sinnar. Jónas ráðinn fastur starfsmaður Bókmenntafélagsins til þess að rita Íslandslýsinguna. Ásamt honum er ráðinn til verksins Jón Sigurðsson. Í hlut Jónasar átti að koma nátt- úrufræði og landafræði, en Jón skyldi skrifa um sögu og hag þjóðarinnar. Heldur um sumarið austur á land, ekki síst til þess að rannsaka silf- urberg í Helgustaðarhlíð í Reyð- arfirði. Þar gerir Jónas merkar upp- götvanir. Ferðin er svallsöm og Jónas á köflum illa haldinn. Heldur til Kaup- mannahafnar 27. október með skipi frá Eskifirði. Var það hinsta kveðja hans við Ísland. 1843 Jónas vinnur að út-gáfu á Uppdrætti Ís- lands eftir Björn Gunnlaugsson, gamlan kennara sinn. Sjötti árgangur Fjölnis kemur út um vorið og á Jónas langstærstan hlut í ritinu, m.a. alls 16 kvæði, bæði frumort og þýðingar, m.a. eftir Heine, Goethe og Schiller. Um sumarið flyst Jónas til smá- bæjarins Sorø á Sjálandi, ca. 70 km vestan við Kaupmannahöfn. Þar býr hann um veturinn á heimili vinar síns Japetusar Steenstrups við nátt- úrurannsóknir og skriftir. Vinnur m.a. að miklu riti um eldgos og jarð- skjálfta á Íslandi frá landnámstíð. Jónas yrkir fjölda kvæða í Sorø, m.a. Dalvísu, Sláttuvísu, Illan læk eða Heimasetuna, Kossavísu og Ég bið að heilsa! (Nú andar suðrið …). 1844 Jónas flytur um voriðaftur til Kaup- mannahafnar, nokkuð skyndilega því Steenstrup er kallaður til utanfarar með Friðriki krónprinsi. Snýr ekki aft- ur til Sorø. 1845 Yrkir síðasta vetursinn meira en nokkru sinni, m.a. Enginn grætur Íslending, Annes og eyjar, Leiðarljóð til Jóns Sigurðssonar og gengur frá Ferðalok- um. Vinnur af miklum krafti að end- urreisn alþingis og á sæti í öllum veigamestu nefndum sem starfa að málinu. Í apríl flytur Jónas í St. Pederst- ræde frá íbúð í Larsbjörnstræde þar sem hann hafði búið mánuðina á undan. Aðfaranótt 21. maí hrasar Jónas í stiga í ganginum í St. Pederstræde á leið til herbergis síns og fót- brotnar. Morguninn eftir er hann fluttur á Friðriksspítala þar sem hann andast 26. maí eftir að drep hafði komist í fótinn og breiðst út. Útför hans er gerð 31. maí og hann grafinn í Assistenskirkjugarði í Kaupmannahöfn. Páll Valsson tók saman. Árið 1959 stjórnaði Haraldur Bessason fundi á Fort Garry- hótelinu í Winnipeg með Jósep Thorson, fyrrum ráðherra í Kanada, og tveimur vestur- íslenskum aldavinum Jóseps. Í þessari stórskemmtilegu en síðbúnu fundargerð enduróma sögurnar sem karlarnir skiptust á. Sama leiftrandi frásagnargleði og í Bréfum til Brands. Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is Haraldur Bessason Dagstund á Fort Garryen mært í sömu mund kónginn.Og þótt búið sé að sanna vís- indalega að banameinið hlýst af fót- broti og að brjóstveikin hafi stafað af því að Jónas forkælist í hrakför um eyðimörkina Nýjabæjarfjall, þá virð- ist Megas í gríni eða kannski bara einhverjir langdrukknir menning- armenn í höfuðborginni hafa komið þeirri hugmynd inn hjá alþjóð að „Jónas hafi ekki verið allur þar sem hann var séður“, og hafi gert það sem nú er kallað „að kaupa vænd- isþjónustu“, smitast fyrir vikið af herfilegum kynsjúkdómi og legið marineraður í sífilis lungann úr sín- um efri árum. Ekkert bendir til þess að þetta hafi verið rétt, en þessi fran- sóssaga er meiriháttar stykki í ímyndarpúsli Jónasar og varpar á hann þeim gangsterblæ sem kannski hefur meira en nokkuð annað haldið minningu hans á lofti meðal þeirra sem nú eru yngri en fimmtugir. Helstu hetjur íslensks samtíma eru fíklar, glæpamenn og auðmenn. Með brennivínið og fransósinn að vopni lendir Jónas í tveimur fyrstu flokk- unum. Það tryggir honum traustan sess í allraguðahofinu nú á upphafs- árum 21. aldar þegar ringlaður al- menningshugurinn hringsólar um óöldina í miðbænum, handrukkanir, fíkniefni og óhóflegt ríkidæmi fá- einna fjármagnseigenda. Svarti Jónas Skáldskapur Jónasar og raunar heildarverk hans allt er meira og betur rannsakað en nokkurt annað heildarverk íslenskrar ljóðsögu. Við höfum fyllri upplýsingar í höndunum um flest kvæði Jónasar en nokkurs annars íslensks skálds fyrri alda. Og raunar er það svo að við höfum margar mismunandi túlkanir á kvæðum hans í höndum, ögrandi greiningar sem vísa okkur leið inn í ný híbýli. Á bak við hlera koma í ljós óvænt bæjargöng sem liggja inn í búr og baðstofur annarra tímabila bókmenntasögunnar, svið hugsunar þar sem fæstir héldu fyrsta kastið að íslenskt skáld hefði borið niður. Ef skáldskapur Jónasar væri veglegur bær væri ein skemman tileinkuð klassískri hefð elegíunnar þar sem Ísland, farsælda frón trónar á stalli sem frumlegt innlegg í langa röð sem teygir sig aftur til latneskrar fornaldar. Við finnum Jónas fyrir í endurreisnarham í kammersi þar sem tersínur Gunnarshólma hljóma í senn eins og nýlatneskt glæsikvæði og rómantískt goðmagnaljóð. Og við sjáum hann í eldaskála við fótskör margvísra kvenna sem leiða hann inn í Edduhefðir sem verða honum svo inngrónar að þær verða að sjálf- sögðum tjáningarmáta fyrir nútíð- arfólk. Hvar sem borið er niður hafa góðir menn og konur búið til fyrir okkur skilningsleiðir og göngustíga. En við fylgjum engu að síður ímynd- inni og hún er svört. Er þetta ekki kvæði um þyngslin sem koma yfir hann? Hinn þungi Jónas, svarti Jón- as. Það er okkar skáld. Fullt með fransós. Bjarti Jónas Þetta er hins vegar Jónas fyrir full- orðna. Til að gera hann smekklegri fyrir börn og bjartsýnt fólk var fyrir löngu þróuð skilningslína sem um skeið átti meira gengi að fagna sem ímynd. Þetta er myndin af sólar- manninum Jónasi. Margir sem komnir eru af léttasta skeiði kannast vel við hreiminn í þessari björtu rödd sem færði sólina og vorið inn í huga Íslendinga. Að heyra Ég bið að heilsa! sungið af Karlakór Reykja- víkur og Guðmundi Jónssyni heitn- um í klassískri upptöku frá árinu 1957 í Óskalögum sjúklinga á hverj- um einasta laugardagsmorgni sjö- unda og áttunda áratugar 20. aldar hafði varanleg mótunaráhrif á heila kynslóð. Það var stórbrotið að heyra þessu lagi blastað úr risaútvörpum af gerðinni Telefunken eða Philips mitt yfir laugardagshreingerning- arnar á meðan grjónagrauturinn eða saltfiskurinn kraumuðu í pottunum og horfa í leiðinni út yfir úfið haf eða á fjarlæg fjöll þar sem skýjaflókar virtust sem snöggvast víkja til hliðar á meðan lagið var leikið. Auðvitað er þrá og þyngsli í þessu ljóði ef maður vill hafa það svo, en túlkun Karla- kórsins og Guðmundar óperusöngv- ara á lagi Inga T. Lárussonar er ekki á þann veg. Raddir kórsins eru létt- ar, kátar, líkt og trillur sem vagga á bárum eða hross sem hlaupa í haga sér til skemmtunar áður en þau skyndilega nema staðar og sperra eyrun. Frostið er farið úr jörðu, allt er deigt og lint og opið og til í hvað sem er. Farfuglarnir hafa uppi „sælla söngfugla kvak“ og „röðull brosir“, „snjórinn eyðist, gata greið- ist“ og nóg er að gera „nóttu bjartri á“. Vorið er komið. Hinn einfaldi og tæri fögnuður yfir vorkomunni og birtunni var bundinn í orð af Jónasi á þann hátt að kynslóðir leituðu til hans eins og flugur í ljós. Því þegar gætt er að því sér- staklega hafa kvæði Jónasar ótrú- lega margar tilvísanir til sólarinnar og birtunnar. Maður getur raunar svo sem skilið að þeim sem eitthvert púður þótti í Jónasi hafi loks þótt nóg komið af upphafningu birtunnar og sætsúputali í kringum „ástmög þjóðarinnar“. En fyrir vikið verður að víkja megninu af skáldskap Jón- asar til hliðar eða í það minnsta end- urtúlka hann sem afrakstur brenni- víns, þunglyndis og kramar. Hins vegar þarf ekki annað en að slá upp í heildarútgáfu þeirra fóstbræðra Hauks Hannessonar, Páls Valssonar og Sveins Yngva Egilssonar til að sjá birtuspilið blasa við. Og um leið rifj- ast upp ímyndin eins og hún eitt sinn var og er enn í munni Mjólkursam- sölunnar. Þar birtist Jónas sem eins- konar Gandálfur á gangi um landið með ljóðstaf í hendi, ekki hreifur af víni, heldur upphafinn af anda nátt- úrunnar. Hann slær prikinu við grundir og björg svo hjúpur vana og sljóleika hrekkur af náttúrunni. Hann er eins og forvörður sem kemst í renessanshimin á ítalskri fresku og fágar burt gamalt gróm en skilur eftir bláma og ljóma. Þessi Bjarti Jónas var raunar sérstakt dá- lætisefni Halldórs Laxness, sem á efri árum skrifaði frábæra hugleið- ingu um eina helstu uppfinningu Jónasar, íslenskt landslag, í formáls- orðum sínum að bókinni Reginfjöll að haustnóttum eftir Kjartan Júl- ísson frá Skáldstöðum Efri. Hann sá að það var verk þessa töframanns að draga niður gömlu skúmtjöldin og birta landið í nýjum ljóma. Það væri ofsagt að segja að Svarti Jónas og Bjarti Jónas tækjust á. En þótt báðar ímyndirnar hafi margt að sækja til rannsókna og könnunar á skáldskap Jónasar eru þær skemmtilega ósamstæðar og lýsa einskonar geðklofasýn á Jónas Hall- grímsson. Hann verður með öðrum orðum að dæmigerðum sund- urklofnum nútímamanni. Annars vegar fórnarlamb menningarinnar. Hins vegar hið hreina barn náttúr- unnar. Hann er í senn gangster og krútt. og Bjarti Jónas Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.