Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BORGARYFIRVÖLD vilja að sami aðilinn taki að sér rekstur ferjusiglinga og veitingasölu í Viðey og geta þeir sem áhuga hafa gert tilboð í reksturinn fram til 30. janúar næstkomandi, að sögn Örvars Birkis Eiríks- sonar, verkefnastjóra Viðeyjar. Hann segir að borgin vilji með þessu efla starfsemi í Viðey í samvinnu við hugmyndaríkan og kraftmikinn einkaaðila. Hugur standi til þess að samþætta reksturinn, en þetta sé meðal annars hugsað til hagræðingar fyrir gesti. Þeir geti þá fengið allar upplýsingar varðandi veit- ingar og þjónustu í eyjunni á einum stað. „Við erum líka að leita eftir því að rekstraraðili sýni ákveðið frumkvæði og komi með hug- myndir að valkostum á eyjunni, um hvað hann sjái fyrir sér að væri hægt að bjóða upp á til þess að auka afþreyingarmögu- leika fólks í Viðey.“ Örvar segir vonir standa til þess margir verði áhugasamir um reksturinn í Viðey. Reynt að vinna málið hratt Hann segir að farin verði svo- kölluð samningskaupaleið þar sem matsnefnd muni fara yfir þau tilboð sem berist og velja einn til þrjá aðila til frekari við- ræðna. Einn til tveir aðilar geri svo endanlegt tilboð í verkefnið og verði valið út frá þeim. Þessi leið gefi tækifæri til þróunar til- boðanna áður en ákvörðun er tekin. Spurður hvenær nýr rekstr- araðili taki við ferju- og veit- ingarekstri í Viðey segir Örvar að samningar við núverandi rekstraraðila renni út 30. apríl og þessari vinnu ljúki fyrir þann tíma. „Við ætlum að reyna að vinna þetta hratt, en ef mikill fjöldi tilboða berst tekur tíma að fara í gegnum þau,“ segir hann. Reki ferju og veitingasölu í Viðey Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rekstur í Viðey Borgin vill að sami aðilinn sjái um veitingasölu í Viðey og siglingar til eyjunnar en þetta sé m.a. til hagræðingar fyrir gesti. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞETTA eru skelfilegar fréttir og vekur ugg í brjósti að í umferðinni séu menn á ferli sem eru tilbúnir að stefna ekki aðeins eigin lífi og lim- um í hættu heldur einnig annarra með þessum hætti,“ segir Marinó Tryggvason, öryggisstjóri Spalar, sem rekur Hvalfjarðargöngin, en ökumaður sem grunaður er um ölv- unarakstur ók með ofsahraða gegn- um Hvalfjarðargöngin aðfaranótt föstudags. Mældur á hátt í 200 km hraða Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík tóku lögreglu- menn, sem voru að koma úr eftir- litsferð um Hvalfjörð, eftir manninum þar sem hann ók upp úr Hvalfjarðargöngunum á ofsahraða og veittu bifreið hans eftirför. Öku- maðurinn mældist á hátt í tvö hundruð kílómetra hraða á Vestur- landsvegi. Þegar lögreglumennirnir voru á 150 kílómetra hraða höfðu þeir hvergi nærri við ökumanninum og dró enn í sundur með bifreiðun- um. Ákváðu lögreglumennirnir þá að draga úr hraða og kalla eftir að- stoð úr bænum. Lögreglubílar komu á móti úr Reykjavík og var maðurinn á endanum stöðvaður við Álfsnes og færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þegar á stöðina kom reyndist maðurinn, sem er tæplega fertugur, í of annarlegu ástandi, til að hægt væri að taka af honum skýrslu og fékk hann því að gista fanga- geymslur eftir að blóðsýni höfðu verið tekin úr honum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var maðurinn yfirheyrður í gærdag og að því loknu sleppt. Hef- ur hann verið kærður fyrir ölvunar- akstur, fyrir of hraðan akstur, fyrir að hlýða ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og fyrir að vera ekki með ökuréttindi í lagi. Ekki fengust upp- lýsingar um það hvort ökuleyfi mannsins hefði verið útrunnið eða hann þegar verið sviptur leyfinu. Má maðurinn búast við ökuleyfis- sviptingu og háum fjársektum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt er hámarksökuhraði í Hvalfjarðargöngum 70 km/klst og er það að sögn Marinós ekki að ástæðulausu. Bendir hann á að mun hættulegra sé að aka hratt í göng- um en á vegum úti því að frákastið, sem hlýst af höggi við árekstur, er mun öflugra innan um steinsteypta veggi heldur en á vegum úti. Að- spurður segir Marinó bestu for- vörnina gegn hraðakstri og ofsa- akstri vera aukið sýnilegt eftirlit á þjóðvegum landsins. Öryggisstjóri Spalar segir aukið sýnilegt eftirlit bestu vörnina gegn hraðakstri Ók ölvaður og á ofsahraða gegnum Hvalfjarðargöngin Í HNOTSKURN »Samkvæmt yfirliti lög-reglunnar í Reykjavík voru um 1.600 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akst- ur í Hvalfjarðargöngunum á síðasta rekstrarári Spalar, þ.e. frá 1. október 2005 til septemberloka 2006. »Á þessu sama tólf mán-aða tímabili fóru 1,8–1,9 milljónir bíla í gegnum Hval- fjarðargöngin. VIÐSKIPTAVINIR Landsbankans voru minntir á það um ára- mótin að þeir þurfa að framvísa persónuskil- ríkjum þegar þeir stofna til bankaviðskipta og jafnframt voru núver- andi viðskiptavinir beðnir um að koma í bankaútibú til þess að hægt væri að uppfæra upplýsingar um þá. Þessi regla er samkvæmt fyrirmælum í lögum frá 2006 um aðgerðir gegn pen- ingaþvætti og varnir gegn hryðjuverkum en þar er m.a. kveðið á um að nýir við- skiptavinir verði að framvísa persónuskil- ríkjum sem gefin eru út af opinberum að- ilum. Ökuskírteini, nafnskírteini og vegabréf duga því bönkunum en ekki nægir að veifa debet- eða kreditkorti. Jafnframt kemur fram í lögunum að bankastofnanir skuli uppfæra upplýsingar um viðskiptamenn sína og er það á grund- velli þess ákvæðis sem viðskiptavinir Landsbankans voru hvattir til þess að koma með persónuskilríki í næsta útibú sem fyrst til að hægt sé að afrita þau, samkvæmt upp- lýsingum frá bankanum. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV), sagði að skammur fyrirvari hefði verið að gildistöku laganna og bankar og sparisjóðir því fengið svigrúm meðan nýir verkferlar voru innleiddir. Sumir við- skiptavinir hafi verið pirraðir á þessari breytingu en lögin væru skýr og það væri því lögbrot af hálfu bankanna að krefjast ekki skilríkja af nýjum viðskiptavinum. Í fyrra gáfu SBV út bækling til að vekja at- hygli á breytingunni og var titill hans: „Ert þú örugglega þú?“ Bæklinginn má nálgast á vefnum www.sbv.is. Ert þú alveg örugglega þú? Guðjón Rúnarsson HREINSUN olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga er lokið og hefur allur bún- aður til dælingar nú verið fluttur í land. Síðasti hreinsunardagur var á fimmtudag og náðust þá um 40 tonn af olíu úr skipinu en það er mun meira en búist var við. Alls hafa ríflega 130 tonn af svartolíu, smur- olíu og glussa verið fjarlægð úr skipinu frá því aðgerðir Umhverfisstofnunar hóf- ust, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni. Að mati UST er hætta á bráðamengun hafs og stranda ekki mikil og bíður það eiganda skipsins að fjarlægja flakið. Lokið við hreinsun FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nýja Íbúðalánasjóðs til næstu fjögurra ára. Hákon Hákonarson vélvirki er formaður stjórnarinnar, Gunnar S. Björnsson húsa- smíðameistari varaformaður en aðrir í stjórn eru Elín R. Líndal framkvæmda- stjóri, Jóhann Ársælsson alþingismaður, og Kristján Pálsson, fyrrverandi alþing- ismaður. Elín og Jóhann eru ný í stjórninni en úr henni fara Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð- ingur, og Birkir Jón Jónsson alþingis- maður. Varamenn í stjórn Íbúðalánasjóðs eru Dagný Jónsdóttir alþingismaður, Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, Magnús B. Jónsson sveitarstjóri, Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, og Kristján Guð- mundsson trésmiður. Dagný er ný í vara- stjórninni og kemur hún í staðinn fyrir Kristin H. Gunnarsson alþingismann. Ný stjórn Íbúða- lánasjóðs skipuð ÞAU mistök urðu við gerð áramóta- getraunar fyrir börn í gamlársblaði Morg- unblaðsins að í fyrstu spurningu um sig- urvegara í Stíl-keppni félagsmiðstöðva vantaði sigurvegarann 2006 sem svar- möguleika. Sigurvegarinn var fé- lagsmiðstöðin á Sauðárkróki. Um leið og beðist er afsökunar á þessum mistökum er þessi spurning ógilt og kem- ur hún ekki til með að hafa áhrif á nið- urstöðu getraunarinnar heldur verður horft fram hjá henni. Mistök við gerð barnagetraunar ANDRI Snær Magnason rithöf- undur hlaut frelsisverðlaun Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, sem kennd eru við Kjartan Gunn- arsson, fráfarandi framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins, og Andríki hlaut verðlaunin í flokki félagasamtaka. „Andri Snær Magnason gaf á nýliðnu ári út bókina Drauma- landið þar sem hann beitir hug- myndafræði frjálshyggjunnar í þágu umhverfisverndar. Rök- stuðningur og málflutningur Andra Snæs undirstrikar að frum- kvæði einstaklingsins er forsenda framfara en ríkisafskipti til óheilla í þessum málaflokki eins og öðr- um. Að mati forystu ungra sjálf- stæðismanna eru skrif Andra Snæs vitnisburður um að frjáls- hyggjan og hugsjónin um frelsi einstaklingsins eigi fullt erindi á öllum þjóðmálasviðum,“ segir í rökstuðningi. Um verðlaunaveit- ingu í flokki félagasamtaka segir: „Félagsskapurinn Andríki hefur Verðlaunin eru kennd við Kjartan Gunnarsson, „til að heiðra það mikla starf sem hann hefur skilað til þess að auka frelsi á Íslandi og bera út hugmyndir frjálshyggj- unnar.“ svara í íslensku samfélagi á þessu tímabili.“ Ætlunin er að veita frelsis- verðlaunin árlega einstaklingi og samtökum sem að mati SUS hafa unnið frelsishugsjóninni gagn. um tíu ára skeið haldið uppi öflugri útgáfu þar sem frjálshyggju- hugsjónin er í hávegum höfð. Full- yrða má að frelsi einstaklingsins og hugmyndin um lágmarksrík- isafskipti hafi átt fáa öflugri mál- Frelsisverðlaun SUS kennd við Kjartan Gunnarsson veitt í fyrsta skipti Andri og Andríki verðlaunuð Morgunblaðið/Sverrir Frelsi Frelsisverðlaunin voru afhent í Valhöll í gær. Talið frá vinstri Kjartan Gunnarsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, en verðlaunin eru kennd við hann, Andri Snær Magnason, sem hlaut ein- staklingsverðlaunin, Hörður Helgi Helgason, sem tók við verðlaununum fyrir hönd félagsskaparins And- ríkis, og Borgar Þór Einarsson, formaður SUS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.