Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorsteinn Mika-el Einarsson
fæddist á Grenivík
23. ágúst 1924.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri á gaml-
ársdag síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Einar Guðbjartsson,
f. 9. nóv. 1897, d. 13.
nóv. 1927, og Guð-
rún Stefánsdóttir, f.
31. des. 1899, d. 14.
mars 1990. Fóstur-
foreldrar Þorsteins
frá 11 ára aldri voru Elín Björg
Guðbjartsdóttir, f. 24. des. 1891, d.
28. feb. 1994, og Sigurður Jóhann-
esson skósmiður, f. 4. maí 1892, d.
30. sept. 1981. Eftirlifandi bróðir
Þorsteins er Matthías Einarsson, f.
10. júní 1926, kvæntur Jóhönnu
Pálmadóttur. Einnig voru systkini
hans: Friðrikka Jóhanna, f. 18.
mars 1918, d. 8. apríl 1982; tvíbur-
ar sem dóu í frumbernsku; Alda, f.
25. feb. 1922, d. 28. des. 1988; Ein-
ar, f. 28. apríl 1928, d. 9. ágúst
1984. Fóstursystir Þorsteins er
Sigurlína Sigurðardóttir, f. 15.
jan. 1919.
Þorsteinn kvæntist 29. júní 1946
Önnu Gunnlaugsdóttur, f. 15.
mars 1926. Foreldrar hennar voru
Gunnlaugur Friðfinnsson, f. 20.
Pála, Birnir Mikael og Arngrímur.
4) Ingibjörg, f. 7. maí 1954, gift
Róberti Pálssyni. Þeirra börn eru:
a) Karen Sif í sambúð með Sigurði
Hólm, þeirra dóttir er Sveina
Rósa, b) Daði, c) Sveina Rún sem
lést mánaðargömul árið 1993.
Einnig eignaðist Ingibjörg soninn
Inga Viðar árið 1974 sem lést sam-
dægurs. 5) Þórhildur, f. 13. mars
1958 gift Páli Pálssyni. Þeirra
börn eru: a) Eva, gift Gunnari
Jónssyni, þeirra dóttir er Emma
Ósk, b) Páll Þór og c) Haukur. 6)
Elín Rún, f. 12. des. 1969, gift
Bjarna Tómassyni, þeirra börn
eru Davíð og Anna Líf.
Þorsteinn flutti til Ólafsfjarðar
11 ára gamall. Þegar hann var að-
eins 14 ára hófst hans sjómanns-
ferill sem stóð alla hans starfsævi.
Hann byrjaði sem háseti á opnum
bátum og leitaði sér síðan mennt-
unar og lauk vélstjóra- og stýri-
mannsprófum. Hann var vélstjóri
um árabil, síðan stýrimaður og
skipstjóri um tíma. Lengi starfaði
Þorsteinn við útgerð Sigvalda
Þorleifssonar og einnig sem tog-
arasjómaður hjá útgerðarfyr-
irtækinu Sæberg. Vegna heilsu-
brests þurfti hann að hverfa frá
togarasjómennskunni. Þá keypti
hann sér trillubát, Sigga Árna
ÓF-10, og reri á honum meðan
heilsan leyfði.
Sjómennskan var hans líf og
yndi og fylgdist hann vel með líf-
inu við höfnina allt fram á síðasta
dag.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
sept. 1894, d. 19. feb.
1927, og Gunnhildur
Gunnlaugsdóttir , f.
10. maí 1902, d. 16.
júlí 1972. Börn Þor-
steins og Önnu eru:
1) Gunnlaugur Einar,
f. 6. apríl 1946,
kvæntur Jónasínu
Dómhildi Karls-
dóttur. Börn þeirra
eru: a) Anna Lilja, í
sambúð með Róberti
Má Þorvaldssyni,
þeirra dóttir er Rut
Marín. b) Þorsteinn
Mikael og c) Helgi Pétur. 2) Sig-
ursveinn Hilmar, f. 2. mars 1948,
kvæntur Valgerði Kristjönu Sig-
urðardóttur. Börn þeirra eru: a)
Gunnlaugur, kvæntur Gerði Ell-
ertsdóttur, börn þeirra eru Örn
Elí og Sunneva Lind. b) Þorsteinn
Sigursveinsson, hans dætur eru
Valgerður Kristjana og Álfheiður
Birta. c) Freygerður, gift Her-
manni Herbertssyni, þeirra dætur
eru Hanna Karin og Hildur Heba.
3) Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f. 17.
des. 1951, gift Guðbirni Arngríms-
syni. Þeirra dætur eru: a) Anna
Hilda gift Guðmundi Jónssyni,
þeirra synir eru Ívar Örn, Guðjón
Breki og Guðbjörn Máni. b) Gunn-
laug Björk, gift Birni Frey Björns-
syni, þeirra börn eru Hugrún
Ég hugsa til elskulegs pabba míns
með ást og söknuði því með hlýju
sinni og umhyggju umfaðmaði hann
mömmu mína, okkur börnin sín og
barnabörn.
Ég er almættinu óendanlega
þakklát fyrir hann pabba minn því
með sinni hæglátu framkomu kenndi
hann mér svo margt. Hann kenndi
mér að það þarf ekki að hafa mörg
orð um hluti heldur segir hlýja og
virðing gagnvart öðrum meira en
þúsund orð. Að mannkærleikur gerir
alla að betri manneskjum og heiminn
að betri stað fyrir börnin okkar.
Ég mun hlýja mér við minning-
arnar og segja börnunum mínum og
barnabörnum sögur af honum afa.
Hvað ég hlakkaði alltaf til þegar
hann var að koma af sjónum, þegar
mamma hélt veislu þegar hann kom í
land og þegar hann horfði á mömmu
með blik í auga og sagði: „Þessi
manneskja.“ Og þegar ég horfði á
hann pabba minn sofa og hugsaði
hvað það væri nú gott að hafa hann
heima.
Það er gott að eiga fjársjóð af góð-
um minningum og varðveita þær í
hjarta sér.
Ef líkja má ævinni hans pabba við
sjóferð má segja að af og til hafi gefið
á bátinn en oftast var stafalogn og ég
er viss um að pabbi hefði sagt að
hann hafi fiskað vel og gert góðan
róður.
Einu sinni var pabbi minn ungur
drengur sem horfði út á hafið og
lagði af stað í lífsins ólgusjó. Nú er
hann farinn í sína hinstu ferð og við
sem eigum líf okkar samtvinnað
hans lífi horfum á eftir honum með
söknuði og óendanlegu þakklæti fyr-
ir allt.
En við sjáum hann í huga okkar
með kímið augnaráð, silfurgráa hár-
ið og stóru hendurnar sínar, hann
Dodda skó, brosa og veifa eins og
þegar hann sigldi út á fjörðinn á
Sigga Árna ÓF-10.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þórhildur (Tóta).
Ég hef leitað að orðum en átt erfitt
með að finna þau. Ég hef eiginlega
uppgötvað að orðin verða ansi fátæk-
leg á stundum sem þessum. En það
er kannski dálítið í anda pabba míns
því hann var ekki maður margra
orða.
Pabbi minn var sá besti, hann var
mikill rólyndismaður sem hugsaði
fyrst og fremst um fjölskylduna sína
og auðvitað sjómennskuna því sjó-
maður var hann mikill. Hann var
kærleiksríkur, umhyggjusamur og
umfram allt góður faðir.
Ég á margar fallegar minningar
um hann enda var ég mikil pabba-
stelpa. Hann kallaði mig oft lukku-
skotið sitt því þegar ég fæðist eru
systkini mín sum orðin fullorðin og
sjálf farin að eiga börn. Þá var hann
líka hættur að dvelja langdvölum í
öðrum landshlutum á vertíð og hafði
loks tíma til að sinna fjölskyldunni
eins og hann vildi. Hann sinnti þó
sjómennskunni alla tíð og margar af
mínum minningum tengjast því, t.d.
dvaldi ég mörgum stundum með
pabba í vélasal Sólbergsins þegar
hann var að taka olíu. Einnig man ég
oft eftir mér sitjandi á kambinum að
bíða eftir að skipið kæmi inn fjörð-
inn. Ég man líka eftir spenningnum
þegar pabbi var að koma heim úr
siglingu því hann sá alltaf til þess að
allir fengju eitthvað. Hann tók ekki
nærri sér að kaupa kjóla á mömmu,
föt á alla krakkana og eitthvað fleira
spennandi. Auðvitað keypti hann
líka kók í dós og útlenskan lakkrís og
þá var mikið sport að rölta út í bæ
með útlenskar gersemar og sýna að
pabbi væri komin heim frá útlönd-
um!! Eitt sinn setti ég í gleraugna-
hulstrið hans áður en hann fór út á
sjó lítið merkispjald sem hafði verið
bundið um vínflösku – þar var það í
mörg ár. Pabbi hafði reyndar sett ut-
an um það límband því það rispaði
svo gleraugun hans .
Minningarnar eru margar, pabbi
að bera mig um allan bæ á háhesti,
pabbi að dansa við mömmu og síðar
mig á eldhúsgólfinu og auðvitað raul-
andi, pabbi að pota í bumbuna mína
til að athuga hvort ég væri orðin
södd. Litlar minningar úr daglegu
lífi sem skipta mig svo miklu í dag.
Systkini mín gera oft grín að því
hve ég var seig að fá pabba til að
borga fyrir mig enda sá hann alltaf
til þess að ég kom heim úr ferðalög-
um með meiri pening en ég hafði far-
ið með í upphafi. Ég fékk kannski
pening hjá afa til að fara með í ferða-
lagið, síðan keypti ég alls konar
hluti, pabbi borgaði og ég fékk af-
ganginn!!!
Mamma og pabbi áttu sextíu ára
brúðkaupsafmæli í fyrra. Þau voru
ástfangin alla tíð og báru mikla virð-
ingu hvort fyrir öðru og óska ég þess
að mitt hjónaband verði eins farsælt
og þeirra. Þegar ég gifti mig leiddi
pabbi mig inn kirkjugólfið þó honum
þætti það frekar erfitt. Hann var
ekki mikið fyrir athygli og því er ég
óendanlega þakklát fyrir að eiga
þessa minningu um hann.
Einnig dansaði ég við hann í brúð-
kaupsveislunni við lag sem mamma
hafði samið – sú stund mun verða í
huga mínum alla tíð.
Eins og ég var mikil pabbastelpa
voru börnin mín álíka mikil afabörn
enda voru þau honum mjög mikils
virði. Hann spurði um þau daglega
og vildi fá vita hvernig gengi hjá okk-
ur í Mosfellsbænum. Undir lokin
hafði hann áhyggjur af því að hann
fengi ekki að sjá þau þegar við kæm-
um norður um áramótin því hann átti
bókaðan tíma á spítalanum hinn 28.
desember. Það fór nú svo að hann
var orðin mjög veikur þegar við
komum en gleðisvipurinn á andlitinu
leyndi sér ekki þegar hann sá þau í
dyragættinni.
Eins og áður sagði var pabbi sjó-
maður í húð og hár. Eftir að hann
hætti sem togarasjómaður keypti
hann sér gamla trillu sem hann
nefndi Siggi Árna ÓF-10.
Á sumrin reri hann og naut þess
að sigla út fjörðinn, helst sem lengst
og moka inn afla. Eftir að heilsan gaf
sig fylgdist hann samt vel með og fór
margar ferðir á bryggjuna á hverj-
um degi.
Það var eiginlega táknrænt að
sama dag og pabbi lést trónaði
gamla trillan hans efst á toppi ára-
mótabrennunnar.
Fjölskyldan stóð og horfði á Sigga
Árna brenna og hugsaði um pabba
sigla sínu gamla fleyi inn í eilífðina.
Elín (Ella).
Gamlársdagur var skrýtinn hjá
okkur í fjölskyldunni Skó. Við ætl-
uðum öll að vera saman um kvöldið
og fagna 60 ára brúðkaupsafmæli
ömmu og afa, sem var í sumar. Allir
komnir að sunnan, það er svo gaman
þegar við hittumst öll. En þessi dag-
ur var ekki eins og hann átti að vera,
afi Doddi var alltof veikur til að geta
verið með okkur. Við hræddumst öll
framhaldið, vissum hvert stefndi en
enginn trúði því hvað þetta gerðist
hratt. Afi Doddi dó á gamlársdag og
sama dag var trillan hans, Siggi
Árna, brennd á áramótabrennunni.
Síðasti róður þeirra beggja.
Hann afi er dáinn, það er svo ótrú-
legt að segja þetta. Þessi stóri, fal-
legi og góðhjartaði maður var besti
afi sem hægt var að hugsa sér. Svo
ótrúlega góður maður sem var svo
umhugað um að öllum liði vel. Það er
ekki annað hægt en að elska hann og
ömmu Önnu og vera þakklát fyrir
þau bæði. Afi var líka dásamlegur
langafi og börnin okkar fengu svo
sannarlega að kynnast því. Afi var
lúmskur húmoristi, hann var ekki
mjög málglaður en hann átti sínar
stundir og skemmtileg tilsvör. Okk-
ur þótti nú ekki leiðinlegt þegar
hann var að stríða henni ömmu. Við
systurnar erum svo heppnar að eiga
fullt af góðum minningum um afa og
ömmu á Gunnólfsgötunni. T.d. þegar
amma las fyrir okkur Jón Odd og
Jón Bjarna, afi skellihló og við lágum
á dýnum á gólfinu og hlógum að afa.
Þegar við vorum á leið í bústað á Ill-
ugastöðum með Gylfa Ægis í kass-
ettutækinu og á miðri Vaðlaheiði var
stoppað og amma auðvitað með
nesti, heimabakaðar snælur í köku-
dunki. Þegar við spiluðum á spil við
þau og afi kallaði hátt og með til-
þrifum „rommí“ þegar hann vann.
Hin síðari ár brást sjaldan er maður
kom á Gunnólfsgötuna að afi var að
lesa Moggann, örugglega í tíunda
skiptið þann daginn eða að horfa á
fótbolta í sjónvarpinu.
Það er gott að eiga góðar minn-
ingar, þær hugga okkar núna þegar
við kveðjum afa.
Elsku amma og allir í fjölskyld-
unni Skó, við biðjum góðan Guð að
blessa okkur öll, varðveita og styrkja
í sorginni.
Anna Hilda og Gunnlaug Björk.
Nú þegar elsku afi Doddi hefur
kvatt þennan heim langar okkur að
minnast hans í nokkrum orðum.
Hann afi Doddi var svo sterkur og
stór; ég man að þegar ég var lítil
stelpa grobbaði ég mig oft af því að
afi minn Doddi væri með stærstu
hendur í heimi.
Nú þegar ég er orðin fullorðin
minnist ég hans líka fyrir að vera
með stærsta hjarta í heimi.
Hann var alltaf svo góður og ljúf-
ur. Hann var kannski ekki mikið fyr-
ir að tala en hann sagði það sem hann
þurfti að segja.
Undanfarin ár höfum við átt ómet-
anlegar stundir með afa Dodda og
ömmu Önnu því að oft þegar við sát-
um bara fjögur saman í Gunnólfsgöt-
unni fór afi að segja okkur sögur frá
því í gamla daga.
Það var svo gaman að hlusta á
hann segja skemmtilega frá og svo
hlógu hann og amma saman að öllu
því sem þau voru að rifja upp.
Þau voru einstök hjón og hafa allt-
af verið góð fyrirmynd okkar sem
yngri erum, enda aldrei annað að
finna á Gunnólfsgötu en góð-
mennsku og hlýju.
Emma Ósk var alltaf svo hrifin af
afa Dodda þrátt fyrir að stundum
hafi liðið nokkuð langur tími milli
þess sem þau hittust. Nú bendir hún
oft á hann á myndunum hérna heima
og segir Doddi – við foreldrarnir ætl-
um að vera dugleg að segja henni frá
hvað hún hafi átt góðan langafa.
Það verður skrýtið að fara á Gunn-
ólfsgötuna og sjá ekki afa liggja í sóf-
anum að lesa Moggann. Við vitum þó
að hann er með okkur á annan hátt
og huggum okkur við að hann er
kominn á góðan stað.
Elsku amma mín Anna og fjöl-
skyldan öll, við skulum vera dugleg
að taka utan um hvert annað og
hugga hvert annað þegar við syrgj-
um elsku afa, sem var langbesti afi í
heiminum.
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu frelsarinn góður gaf.
Ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum.
Þar lífsins tré gróa’ á fögrum ströndum.
Við sumaryl og sólardýrð.
Og stundum sigli ég blíðan byr
og bræðra samfylgd þá hlýt ég
og kjölfars hinna er fóru fyrr
án fyrirhafnar þá nýt ég.
Í sólarljósi er særinn fríður
og sérhver dagurinn óðum líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má,
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á,
svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini ei vita né landið lengur,
en ljúfur Jesús á öldum gengur,
um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi, er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það áður,
því valdi’ er særinn og stormur háður.
Hann býður: Verði blíðalogn!
Þá hinsti garðurinn úti er,
ég eigi lönd fyrir stöfnum.
Og eftir sólfáðum sæ mig ber,
að sælum blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja.
Og hersing ljósengla Drottins syngja.
Velkominn hingað heim til vor.
Lát akker falla ! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
(Þýð. Vald. V. Snævarr)
Eva, Gunnar og Emma Ósk.
Nú er lífsgöngu mágs míns og
kærs vinar lokið. Öll verðum við að
hlíta þeim æðsta dómi að eitt sinn
skal hver deyja og er þá ekki spurt
um stað eða stund.
Þorsteinn Mikael Einarsson, eða
Doddi eins og hann var jafnan kall-
aður, var fæddur á Grenivík 23.
ágúst 1924. Faðir hans, Einar Guð-
bjartsson vélstjóri, var einn af fjór-
um mönnum sem komust af í hinu
hörmulega slysi er vélskipið Talism-
an fórst við Vestfirði árið 1922 og bar
Þorsteinn nöfn tveggja skipsfélaga
og vina föður hans sem fórust í slys-
inu, stýrimanns og skipstjóra þess.
Einar faðir hans lést síðan árið 1927,
líkast til af afleiðingum slyssins, og
stóð móðir Dodda, Guðrún Stefáns-
dóttir, þá ein uppi með fjögur börn
og eitt ófætt en áður höfðu þau hjón
misst unga tvíbura. Þá voru engar
bætur og engir sjóðir sem hægt var
að leita til og veit ég að það var
tengdamóður minni erfitt að þurfa
að flytja úr nýbyggðu húsi sínu og
gerast ráðskona við útgerð föður
síns. Þar ólust börnin upp, nema
Doddi, honum var komið fyrir á bæj-
um þar í sveitinni. Um ellefu ára ald-
ur fer hann til föðursystur sinnar á
Ólafsfirði, ólst þar upp og átti þar
heima ætíð síðan. Hjá Sigurði skó-
smið og föðursystur sinni Elínu eign-
aðist Doddi loks öruggt skjól og at-
læti sem veitti honum gott brautar-
gengi til lífs síns.
Eins og títt er um drengi í sjáv-
arplássum var það sjórinn sem heill-
aði og ungur fór Doddi til sjós og
varð sjómennska hans ævistarf.
Þorsteinn Mikael
Einarsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein.
Minningargreinar