Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Steindór Árna-son fæddist á Vopnafirði 10. júlí 1953. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 29. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Krist- jánsson, f. 1.12. 1895, d. 29.8. 1969, og Stefanía Sig- urbjörnsdóttir, f. 24.5. 1918, d. 10.6. 1998. Systkini Steindórs eru Sig- urveig, f. 8.2. 1949, Sigurbjörn, f. 29.4. 1950, Kristjana, f. 28.11. 1951 og hálfbróðir, sammæðra, Þórarinn Sigurbjörnsson, f. 3.10. 1945. Steindór kvæntist árið 1973 Guðrúnu Báru Magnúsdóttur, f. 13.4. 1955, dóttur Magnúsar Pét- urssonar, f. 5.8. 1931, og Þórdísar Guðmundsdóttur, f. 27.8. 1931. Synir Steindórs og Báru eru: A) Guðlaugur Magnús, f. 7.8. 1972, kvæntur Bergey Eddu Eiríks- dóttur, f. 9.11. 1977, börn þeirra eru Guðrún Bára, f. 14.10. 1996, Aron Smári, f. 17.9. 1999, og Kar- stýrimaður á Steinunni SF, en flytur síðan til Eyja aftur vorið 1974. Þá liggja leiðir hans og Sveins saman á ný er Steindór ræðst sem stýrimaður á m/b Valdimar Sveinsson VE og var það upphafið að löngu og farsælu samstarfi þeirra félaga, Steindór varð síðar meðeigandi Sveins í út- gerðinni. Samstarf þeirra varði allt til ársins 1992 en þá kaupa Steindór og fjölskylda útgerðina og reka hana þar til fjölskyldan selur útgerðina til Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum vorið 2000. Þá hófst nýr kafli hjá Steindóri. Hann og Magnús sonur hans festa kaup á skóbúð Axels Ó í Vest- mannaeyja haustið 2000 og árið 2005 er fyrirtækið stækkað með kaupum á Skóbúð Selfoss. Öll fjölskyldan hefur tekið virkan þátt í þessum rekstri. Steindór var félagi í Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Verðandi og einn- ig félagi í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja. Árið 1993 gekk Steindór í félagið Akóges í Eyjum og var mjög virkur félagi þar all- ar götur síðan og átti sæti í stjórn félagsins og varð formaður þar árið 2002. Útför Steindórs verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. en Eir, f. 29.10. 2003. B) Stefán Þór, f. 26.5. 1978, unnusta Þórhildur Rafns Jónsdóttir, f. 2.4. 1976, sonur þeirra er Logi Snær, f. 14.6. 1999. Steindór ólst upp á Vopnafirði til 15 ára aldurs. Sjó- mannsferil sinn hóf hann árið 1969 er hann réðst sem há- seti á m/b Kristínu VE. Þaðan lá leiðin á m/b Sigurfara VE. Haustið 1971 hóf Steindór nám við Stýrimanna- skólann í Vestmannaeyjum. Um vorið og sumarið 1972 á milli bekkja í Stýrimannaskólanum réðst Steindór sem stýrimaður til Sveins Valdimarssonar á m/b Sæ- borgu VE. Síðan tók við seinni veturinn í Stýrimannskólanum, en vegna eldgossins á Heimaey í jan- úar 1973 fluttist skólinn til Reykjavíkur og útskrifaðist Stein- dór þá um vorið sem stýrimaður. Að loknu námi flytur Steindór ásamt fjölskyldu sinni til Horna- fjarðar og Steindór ræðst sem Elsku pabbi, mikið er sárt að þurfa að kveðja þig svona. Veikindi þín voru þér erfið þessa tvo mánuði sem á þeim stóð en hverja mínútu barðist þú af dugnaði og bjartsýni en því miður dugði það ekki til. Ég settist niður og fór að rifja upp minningar um þig og kom þá margt í hugann minn. Æskuárin voru mér góð, þrátt fyrir að þú værir mikið á sjó. Þú byggðir fyrir mig dúfnakofa sem við fjölskyldan erum mikið búin að hlæja að eða þegar ég tók myndina af dúf- unni sem var flogin þegar ég smellti af. Þú innréttaðir þvílíkt herbergi fyrir mig í kjallaranum heima og ekki kipptir þú þér upp við það á unglings- árum mínum þó að um hverja helgi væru allir vinirnir heima að skemmta sér áður en haldið var á ball. Þegar ég var 19 ára fór ég að róa með þér á Valdimari og vorum við saman á sjó í fimm ár. Það var góður og lærdóms- ríkur tími sem við áttum saman þó þú værir ekki oft ekki eins ljúfur á sjón- um eins og heima fyrir. En líf okkar tók miklum breytingum árið 2000, þegar við hófum saman búðarrekstur og byggðum saman bústað sem er yndisleg minning um þig og þinn dugnað. Við höfum verið mikið sam- an upp frá því, og þú hefur verið dug- legur að annast og umgangast barna- börnin, þeirra tími með þér verður þeim ógleymanlegur. Ekki var mikið mál að fá hjá ykkur pössun og þið dugleg að fara með börnin í bústað- inn. Brúkaupsdagurinn er mér og Bergey minnisstæður, þú stóðst þig eins og hetja og toppaðir allt með því að fá Stebba og Eyfa til að spila í brúðkaupinu því að ég sagði einhvern tímann að það væri draumur minn að fá þá tvo til að spila fyrir okkur og það var bara klárað og farið í málið eins og svo margt annað hjá þér. En ég fékk mikið að vera með þér okkar síðasta sumar saman er við byggðum saman sólhús hjá mér, það hreinlega lék allt í höndunum á þér og var ekki mikið mál þegar ég kom til þín og bað þig um að byggja eitt stykki sólhús, það var bara drifið í því og gert og sá tími verður mér ógleymanlegur. En síðustu dagarnir voru þér erfiðir en nú ertu kominn á stað þar sem þú þarft ekki að þjást meira. Elsku pabbi, þín verður sárt sakn- að. Magnús. Ég bjóst ekki við að þurfa að skrifa þessi orð svo snemma á lífsleið minni. Það er svo stutt síðan þú varst við hestaheilsu og kenndir þér ekki meins. En svona getur lífið verið og verðum við greinilega alltaf að vera tilbúin undir reiðarslag sem þetta. Þú varst mér svo stór og mikil fyr- irmynd og það var ósjaldan sem ég hringdi í þig með spurningar um ým- isleg mál, þá tóku oft við svakalega langar útskýringar sem manni fannst vera svolítið of ýtarlegar, en þannig varstu pabbi minn, þú tókst þér eitt- hvað verkefni fyrir hendur og það var ekki að spyrja að því, það var gert 100%. Það verður gott að ylja sér við allar þær stundir sem við áttum sam- an og á sama tíma leiðinlegt að vita að þær verða ekki fleiri. Við töluðum mikið um það í sumar að ég kæmi með þér á gæsaveiðar á síðasta tímabili og það gat ég svo á endanum ekki, því miður. Síðast töl- uðum við um það á Landsspítalanum að það yrði þá bara að bíða til næsta hausts. Þá óraði mig ekki að það yrðu aðeins þrjár vikur til þess dags er ég kveddi þig. Ég kveð þig nú pabbi minn um leið og ég þakka guði fyrir að þjáningum þínum er lokið. Þinn sonur, Stefán Þór. Elsku Steindór, minningarnar streyma í huga mér. Það er svo margt sem mig langar að skrifa. Þetta eru búin að vera yndisleg ellefu ár sem ég er búin að eiga með þér. Ég hitti þig fyrst á Höfðaveginum, ég var að byrja með Magga og þú komst niður og bauðst mér að koma og borða með ykkur humar, sem mér þótti bestur, en ég þorði ekki að þiggja boðið en oft hefurðu getað strítt mér á því. Alltaf gátum við leit- að til þín ef eitthvað þurfti að gera heima hjá okkur. Þú klipptir fyrir okkur gardínur, flísalagðir, sást um garðinn og smíðaðir það sem þurfti. Það lék allt í höndunum á þér enda öfunduðu vinkonur mínar mig af því að eiga svona tengdapabba. Þú og Bára áttuð útgerð þegar ég kynntist Magga. En í byrjun árs 2000 selduð þið útgerðina og svo um haustið keyptum við saman Axel Ó. Þetta sama ár var ákveðið að byggja bústað á Flúðum og hjálpaði Maggi þér mik- ið með hann. Þið höfðuð þrjár vikur til að reisa hann og loka honum því við vorum að fara saman út til Dan- merkur og ekki var að spyrja að því að það tókst. Svo seinna keyptum við Skóbúðina á Selfossi og mikið ertu búinn að vera duglegur að dytta að báðum búðunum. Minningarnar, þú að slá grasið í bústaðnum á traktornum með barna- börnin sitjandi á til skiptis, spjallið við eldhúsborðið og allt sem þú hefur kennt og gert með okkur og börn- unum. Brúðkaupið okkar Magga í fyrra, þú komst okkur á óvart með því að fá Stebba og Eyfa í veisluna, sólhúsið sem þið smíðuðuð í sumar og öll matarboðin. Þetta eru allt minn- ingar sem ég ætla að geyma vel. Elsku Bára, Magnús og Stefán, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erf- iða tíma. Með þökkum fyrir allar yndislegu stundirnar. Þín tengdadóttir, Bergey Edda. Elsku besti afi Steindór. Við þökkum þér fyrir allar ferðirn- ar í bústaðinn þar sem við gerðum svo margt saman. Við fórum í pott- inn, slógum grasið á traktornum, spiluðum og grilluðum sykurpúða saman. Eins gleymum við aldrei ferð- unum saman til útlanda og allan ísinn sem þú gafst okkur, hafragrautinn á morgnana og allt spjallið við eldhús- borðið. Elsku afi Steindór, við mun- um alltaf hafa þig í hjarta okkar og vitum að þú passar okkur áfram. Þín afabörn, Guðrún Bára, Aron Smári og Karen Eir. Elsku bróðir, þá hefur þú kvatt þennan heim eftir stutt og erfið veik- indi aðeins 53 ára gamall. Hugurinn leitar til baka á heimaslóðirnar á Vopnafirði þegar þú 15 ára réðst þig sem háseta á bát og sigldir á braut sjómennskunnar sem átti eftir að verða þitt ævistarf. Ungur settist þú að í Vestmannaeyjum þar sem þú eignaðist þína fjölskyldu og rákuð þið eigin útgerð í mörg ár enda varstu fengsæll og farsæll skipstjóri. Fyrir nokkrum árum selduð þið útgerðina og þú komst í land og helgaðir þig öðrum störfum. Alltaf varst þú tilbú- inn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda og var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt lék í höndunum á þér og ber baðherbergið hér í Mosó þess glöggt vitni, því ekki kom annað til greina hjá þér en hjálpa mér við að flísaleggja það síðastliðið sumar. Ég vil að lokum þakka þér allar góðu samverustundirnar sem við átt- um á veiðum í gegnum árin, og minn- ist ég með sérstökum hlýhug sum- arsins og haustsins sem leið, þú ákveðinn að ná settu marki og lagðir hart að þér þá orðinn sárþjáður, þó ekki grunaði okkur hvað fram undan var. Elsku bróðir, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn bróðir Sigurbjörn. Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja Steindór Árnason sem verður jarðsunginn í dag frá Vest- mannaeyjum. Þegar dóttir okkar kynnti okkur fyrir kærastanum sínum fyrir ellefu árum síðan eignuðumst við ekki bara tengdason heldur líka mjög góða vini. Bergey og Maggi byrjuðu að búa eft- ir stutt kynni og fluttu í fyrstu íbúð- ina. Þá var nú ýmislegt sem þurfti að gera og þá var kallað í foreldrana. Og Steindór var tilbúinn í allt. Hvort sem það var að mála, parketleggja, bólstra eða leggja flísar. Bergey þurfti bara að hnippa í hann og þá var hann mættur. Þegar börnin fóru að koma eitt af öðru kom í ljós að Stein- dór var algjör barnagæla og vildu börnin gjarnan vera hjá afa. Vanda- mál voru ekki til hjá Steindóri. Þegar átti að skíra Aron var Bára lasin. Tók þá Steindór að sér að gera kransa- köku og honum tókst það vel eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Við urðum fljótt eins og ein stór fjölskylda og áttu Bergey og Maggi stóran þátt í því. Þau voru dugleg að bjóða foreldrum sínum í mat og þannig þróaðist vinátta sem óx og óx með hverju ári. Við eyddum mörgum jólum og áramótum saman. Steindór fór í gæs á hverju ári og gæsaveisla var orðinn árviss viðburður. Já, minningarnar streyma fram. Brúð- kaupið fyrir ári, þegar Bergey og Maggi ákváðu loksins að ganga í hjónaband. Já, það var sko eftir- minnilegur tími. Bæði undirbúning- urinn og svo sjálfur dagurinn. Ekki má gleyma sumarbústaðnum sem þið Bára byggðuð fyrir nokkrum árum og Steindór var sífellt að laga og bæta. Þar áttum við margar ánægju- stundir. Ef við hjónin brugðum okk- ur af bæ í lengri eða skemmri tíma og Steindór og Bára buðu Bergey og Magga í mat þá var oft hringt í Hann- es bróður Bergeyjar og honum boðið líka, enda var hann farinn að líta á Steindór og Báru sem aukaforeldra. Það er ótrúlegt að fyrir aðeins tveim- ur mánuðum sátum við eldhúsborðið hjá Steindóri og Báru og ræddum um lífið framundan og Steindór var eins og venjulega að glettast örlítið í Ber- gey, en honum fannst gaman að æsa hana upp. Eitthvað varstu að tala um að þú værir slæmur í baki og þyrftir að láta kíkja á það. Ekki óraði okkur fyrir því að þú værir orðinn illa hald- inn af þeim sjúkdómi sem dregur svo marga til sín. Barnabörnin, sem eru svo stór hluti af lífi okkar, búin að missa afa sinn. Einn hlekkur í keðj- unni sem umvafði þau er horfinn á braut. Núna fylgist þú með þeim ann- ars staðar frá. Við sitjum eftir með minningar um frábæran mann, sem við geymum í hjarta okkar. Hugur okkar er hjá Magnúsi og Stefáni, eiginkonum þeirra og börn- unum Guðrún Báru, Aron Smára, Karen Eir og Loga Snæ, en sérstak- lega hjá Báru sem hefur misst svo mikið. Megi góður Guð blessa og vernda ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Eiríkur og Karen Minningarnar um Steindór mág minn eru orðnar margar eftir tæp 35 ára kynni. Samvera hér í Mosó og á öllum þjóðhátíðunum í Eyjum þar sem við skemmtum okkur ásamt fjölskyldum okkar og alltaf var Steindór höfðingi heim að sækja og hrókur alls fagn- aðar. Útilegur með tjaldvagnana í eftirdragi um landið. Hjólandi um allar trissur í Hol- landi. Í hitabylgju á Spáni liggjandi í eig- in svita, þá naut Steindór sín vel. Keyrandi um Spán á leið til Kiddu og fjölskyldu. Á Flúðum þar sem hann hafði byggt bústað sem varð samverustað- ur fjölskyldunnar á fastalandinu. Þessi minningabrot tengjast að sjálfsögðu einnig Báru því erfitt er að hugsa sér þau hvort án annars. Þau voru búin að vera saman í um 36 ár og gift í 33 ár og undarleg er sú tilviljun að Steindór kvaddi á brúðkaupsdag- inn þeirra. Það má þakka forsjóninni að fyrir átta árum kom hann alkominn í land eftir að hafa verið á sjó frá 15 ára aldri og hafði því meiri tíma með fjöl- skyldunni en áður. Minning um góðan vin lifir. Jarþrúður. Allt of snemma kveð ég þig, elsku frændi. Fréttin um veikindi þín barst mér þegar ég kom að utan í byrjun nóvember því að pabbi vildi ekki vera að hringja í mig út þegar þú greindist með ólæknandi sjúkdóm. Ég man okkar síðasta fund á öðrum degi jóla, þú orðinn mjög veikur en samt hafðir þú smáorku til þess að tala lítillega við mig. Ég er svo glaður að hafa komið til þín þá og hitt þig. Ég man eftir því þegar ég fluttist til Vestmannaeyja haustið 1996 til þess að fara á sjó. Þar kynntist ég þér á annan hátt en bara sem frænda sem ég hitti í fríum hér heima eða í ferð- um okkar fjölskyldna erlendis. Það hafði verið draumur að fara á sjó með Steindóri frænda síðan ég var smá- Steindór Árnason Ég sakna þín mikið afi minn. Takk fyrir allar góðu ferð- irnar í sumarbústaðinn og það var gaman þegar þú komst í heimsókn til mín. Það er gott að nú hefur krabbameinið læknast við að þú hefur kom- ist til himna. Knús, Logi Snær. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA GÍSLADÓTTIR, Kirkjulundi 8, Garðabæ, áður Heiðargerði 90, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 1. janúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 8. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigurður Sigurðsson, Erla Fríður Sigurðardóttir, Ingvar Friðriksson, Fríður Sigurðardóttir, Ari Guðmundsson, Guðmundur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNA SÆMUNDSDÓTTIR, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, áður til heimilis í Miðtúni 2, Selfossi, lést fimmtudaginn 14. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Finnbogason, Sæmundur Þór Guðmundsson, Bára Jónasdóttir, María Erla Guðmundsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Finnbogi Guðmundsson, Sigríður Matthíasdóttir, Svanur Guðmundsson, Kristjana Ólöf Valgeirsdóttir, Sigurborg Svala Guðmundsd., Sigurður Rúnar Ívarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.