Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Frumsýnum 2007 árgerðirnar 5.–10. janúar! Komdu og sjáðu það allra nýjasta í hjólhýsum, fellihýsum og öðru tilheyrandi, að Fiskislóð 1. Við minnum á að við tökum gamla vagninn upp í nýjan. Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 =' > ?@    !  6 6 ;). A B  "#  #  "   6 6 C C D2B !+/( """ "    ! 6 6 D2B E/*& =    # $  " 6 6 FC.B  A+G H+ '    #! $    6 6              &!  !)((+ 12#3  #  /&( I!' J#+"K /&( & 'I /&( !!I @ !#+ " @9; !+# J#+"K /&( :*# J#+"K /&( ;1 J#+"K /&( J!# $ /&( &( .'K&L, ' ' E"KM, $ /&( 1 '$ ' ' /&( 2#  /&( 2+'I ;'/+' /&( !#""#N:"# #-' ;-#&($( /&( O''"# /&( 4  2"5   .P'! /&( ;, J#+"K /&( FI  # J#+"K + , /&( FI  I J#+"K /&( =Q/ # /&( D2B : )  /&( )#,,, '!*  /&( 8'"'!*  /&( 6    7!8! -!"#&L, " "# ' '&( 9:;<   : J#  /&( K  /&( = !    !  "" #  !  "    !# !   " " !   #   "  " "                                                                      #N  'K! ,'' )$+  + ,' E"K  ( ( ( ( ((  ( (( ( ( ( (  ( ((  ( ( ( ( ( (  ( (  ( ( ( ( ( (  (  ( (  (  (  ( ( (   ((   ( N ( ( ( ( N N N N                        N   N N                       N N   N  8 'K!  #" ) ( R !/","#'! ;*   'K!        N  N N N N  '!  '( # ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● JÓN Hjartarson, fyrrverandi kaup- maður í Húsgagnahöllinni, hefur selt 9% hlut sinn í MP Fjárfestingarbanka fyrir um 958 milljónir króna. Eftir því sem næst verður komist eru það bankinn sjálfur og hluthafar í honum sem hafa keypt hlutinn af Jóni. Ef gengið væri út frá verðinu í við- skiptunum væri markaðsvirði MP Fjárfestingarbanka um 10,6 millj- arðar króna. Jón selur 9% hlut í MP Fjárfestingarbanka ● ÚRVALSVÍSITALA OMX Nordic Ex- change á Íslandi hækkaði um 1,4% í gær og endaði í 6.727 stigum og hefur hún hækkað um nær 5% á fyrstu þremur viðskiptadögum árs- ins. Mikil velta var með hlutabréf eða tæplega 35,9 milljarðar króna, þar af voru viðskipti með bréf í FL Group fyrir tæpa 28 milljarða en sú velta er að mestu til komin vegna tilflutnings á hlutum í eigu Baugs Group. Mest hækkaði gengi bréfa Teym- is, eða um 4,5%, og bréfa Straums- Burðaráss, um 2,9%. Mest lækkun varð á gengi bréfa Icelandic Group, eða um 2,7%, og gengi bréfa Atlantic Petroleum, um 1,8%. Enn umtalsverð hækk- un á hlutabréfum Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FL Group, Glitnir og verkfræðistof- an VGK-Hönnun hafa stofnað fjár- festingarfélagið Geysi Green Energy. Tilgangur félagsins er að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálf- bærri orkuframleiðslu víðs vegar um heim. Í upphafi leggja fjárfestar fram 100 milljónir Bandaríkjadala eða um 7 milljarða íslenskra króna með pen- ingum og eignum sem falla að fjár- festingarstefnu félagsins. Fram kemur í tilkynningunni að Geysir Green Energy muni einbeita sér að tækifærum í nýtingu jarð- varma, fjárfestingum í þróun og byggingu jarðvarmaorkuvera, ann- ast yfirtöku á jarðvarmaorkuverum í eigu orkufyrirtækja og taka þátt í einkavæðingu orkufyrirtækja þar sem tækifæri gefast. FL Group mun verða leiðandi hluthafi í Geysi Green Energy en auk Glitnis og VGK-Hönnunar er gert ráð fyrir að hlutafé verði selt til innlendra og erlendra aðila á næstu vikum. Fram kemur í tilkynningunni að talið sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu 50 árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Þá segir að Evrópusam- bandið stefni á 50% aukningu sjálf- bærrar orkuframleiðslu fyrir árið 2020 og Bandaríkin hyggist tvöfalda sjálfbæra orkuframleiðslu á næstu 10 árum, meðal annars með viðamik- illi uppbyggingu jarðvarmavirkjana. Ásgeir Margeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið ráðinn for- stjóri Geysis Green Energy. Fjárfestingarfélag um sjálfbæra orku Morgunblaðið/ÞÖK Samkeppnishæfni Aðstandendur Geysis Green Energy segja að sam- keppnishæfni jarðvarma til raforkuframleiðslu sé mjög mikil. Fjárfestar leggja fram 7 milljarða til félagsins Í HNOTSKURN »Miðað er við að GeysirGreen Energy geti ráðist í fjárfestingar upp á rúman einn milljarð Bandaríkjadala eða yfir 70 milljarða íslenskra króna. »Talið er að orkuþörf jarð-arbúa muni tvöfaldast á næstu 50 árum. »ESB stefnir að 50% aukn-ingu sjálfbærrar orku- framleiðslu fyrir árið 2020. Í SKÝRSLU Citigroup vegna verð- mats á Kaupþingi banka er rakið sérstaklega hvernig bankinn hefur aukið starfsemi sína erlendis og bent á að stærstur hluti tekna hans muni koma frá Bretlandi og stærstur hluti eigna hans sé í Danmörku; aðeins um einn þriðji tekna, hagnaðar og eigna komi frá Íslandi. Fyrirsögn þessa kafla í skýrslu Citigroup er „Kaupthing – Moving Beyond Ice- land“. Aukinn skilningur Sérfræðingar Citigroup segja að þrátt fyrir mikinn vöxt Kaupþings banka utan Íslands líti markaðurinn enn á bankann sem íslenskan banka umfram allt, að minnsta kosti enn sem komið er. „En alþjóðlegt hluta- fjárútboð í nóvember 2006 ætti að hafa aukið breiddina í hluthafahóp bankans og leiða til aukinnar alþjóð- legar greiningarumfjöllunar og auk- ins seljanleika bréfa bankans á markaði. Allt þetta ætti að auka skilning markaðarins á Kaupþingi og áframhaldandi vexti bankans,“ skrifa sérfræðingar Citigroup. Skýrslu Citigroup má nálgast á vef Morgunblaðsins undir liðnum ít- arefni (www.mbl.is/itarefni). Kaupþing eflist utan Íslands STOFNFJÁRBRÉF í Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef) hafa hækkað mikið í verði á umliðnum mánuðum. Festa lífeyrissjóður seldi 5% hlut í sjóðnum á genginu 8,2 skömmu fyrir áramót. Hver eining stofnfjárbréfa í SpKef er 150 þúsund krónur og var upp- reiknað verð þeirra, þ.e. verðið með áföllnum vísitölubótum samkvæmt uppreiknireglu í lögum um sparisjóði, komið í tæplega 300 þúsund krónur síðastliðið haust. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins fór þá að bera nokkuð á frjálsri sölu á stofnfjárbréf- um í sjóðnum. Þess má geta að um svipað leyti var Exista skráð í Kaup- höll Íslands, en SpKef á um 3% hlut í því félagi. Enginn skipulagður markaður er fyrir viðskipti með stofnfjárbréf og engin opin- ber skrán- ing er á gengi þeirra. Gylfi Jónasson, fram- kvæmda- stjóri Festu lífeyrissjóðs, sem varð til á síðasta ári við sameiningu Lífeyrissjóðs Suður- lands og Lífeyrissjóðs Vesturlands, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að lífeyrissjóðurinn hefði selt 5% hlut í SpKef skömmu fyrir áramótin á genginu 8,2. Söluverð hvers stofnfjár- bréfs var því liðlega 2,4 milljónir króna og hafði því áttfaldast frá síð- astliðnu hausti. Bréf hækka mikið ÞÝSKA efna- og lyfjafyrirtækið Merck hefur í hyggju að selja sam- heitalyfjaframleiðslu sína. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef banda- ríska viðskiptablaðsins Wall Street Journal (WSJ). Sérstaklega er tekið fram í frétt WSJ að Actavis hafi verið á hött- unum eftir samheitalyfjafyrirtækjum á undanförnum árum. Í fréttinni segir að Merck vilji selja samheitalyfjaframleiðslu sína til að geta einbeitt sér að framleiðslu frum- lyfja og efnaframleiðslu. Er því hald- ið fram í fréttinni að söluverðið geti verið á bilinu 4–5,5 milljarðar evra, eða 370–500 milljarðar íslenskra króna. Hlutdeild samheitalyfja- framleiðslu Merck á heims- markaði er um 4%, samkvæmt frétt WSJ. Segir þar að fyrir- tækið sé sér- staklega sterkt á Evrópumark- aði. Segir blaðið að þess vegna sé lík- legt að bandarísk eða indversk fyr- irtæki kunni að hafa áhuga á kaupum. Talsmenn Actavis hafa haft þá reglu að tjá sig ekki um bollalegg- ingar um áform fyrirtækisins. Actavis nefnt vegna sölu Merck Söluverð allt að 500 milljörðum ● BAUGUR Group hefur flutt eign- arhlut sinn í FL Group, 16,25%, til dótturfélagsins BG Capital ehf. BG Capital er skráð á Íslandi og er að fullu í eigu Baugs Group. Eftir við- skiptin er 1,9% hlutur í FL Group áfram í eigu Baugs Group. Fram kemur í tilkynningu til OMX Nordic Exchange á Íslandi að Baugur Group og tengd félög eigi til samans 18,2% af heildarhlutafé í FL Group og er markaðsvirði hlutarins um 40 milljarðar króna. Baugur færir til eign sína í FL Group
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.