Morgunblaðið - 06.01.2007, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Frumsýnum 2007 árgerðirnar
5.–10. janúar!
Komdu og sjáðu það allra nýjasta í hjólhýsum, fellihýsum og öðru tilheyrandi, að Fiskislóð 1.
Við minnum á að við tökum gamla vagninn upp í nýjan.
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500
=' >
?@
!
6
6
;).
A B
"#
#
"
6
6
C C D2B !+/(
"""
"
!
6
6
D2B E/*&
=
#
$
"
6
6
FC.B
A+G H+
'
#!
$
6
6
&!
!)((+
12#3 #
/&(
I!' J#+"K /&(
&
'I /&(
!!I @
!#+
" @9;
!+# J#+"K /&(
:*# J#+"K /&(
;1 J#+"K /&(
J!# $ /&(
&( .'K&L, ' '
E"KM, $ /&(
1 '$ ' ' /&(
2#
/&(
2+'I ;'/+' /&(
!#""#N:"# #-' ;-#&($( /&(
O''"# /&(
4
2"5
.P'! /&(
;, J#+"K /&(
FI
# J#+"K + , /&(
FI
I J#+"K /&(
=Q/
# /&(
D2B :
)
/&(
)#,,, '!* /&(
8'"'!* /&(
6 7!8!
-!"#&L, " "# ' '&(
9:;<
: J# /&(
K /&(
= !
!
""
#
!
"
!#
!
"
"
!
#
"
"
"
#N
'K!
,''
)$+ + ,'
E"K
(( (
( (( ( ((
( ( (
(
(
((
(
( (
( (
(
(
(
(
( (
(
( (
( (
(
( ( ( ((
((
( N
(
(
( ( N
N
N
N
N
N
N
N
N
N
8 'K! #"
)( R !/","#'! ;*
'K!
N
N
N
N
N
'!
'(
#
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● JÓN Hjartarson, fyrrverandi kaup-
maður í Húsgagnahöllinni, hefur selt
9% hlut sinn í MP Fjárfestingarbanka
fyrir um 958 milljónir króna. Eftir því
sem næst verður komist eru það
bankinn sjálfur og hluthafar í honum
sem hafa keypt hlutinn af Jóni.
Ef gengið væri út frá verðinu í við-
skiptunum væri markaðsvirði MP
Fjárfestingarbanka um 10,6 millj-
arðar króna.
Jón selur 9% hlut í MP
Fjárfestingarbanka
● ÚRVALSVÍSITALA OMX Nordic Ex-
change á Íslandi hækkaði um 1,4% í
gær og endaði í 6.727 stigum og
hefur hún hækkað um nær 5% á
fyrstu þremur viðskiptadögum árs-
ins.
Mikil velta var með hlutabréf eða
tæplega 35,9 milljarðar króna, þar
af voru viðskipti með bréf í FL Group
fyrir tæpa 28 milljarða en sú velta er
að mestu til komin vegna tilflutnings
á hlutum í eigu Baugs Group.
Mest hækkaði gengi bréfa Teym-
is, eða um 4,5%, og bréfa Straums-
Burðaráss, um 2,9%.
Mest lækkun varð á gengi bréfa
Icelandic Group, eða um 2,7%, og
gengi bréfa Atlantic Petroleum, um
1,8%.
Enn umtalsverð hækk-
un á hlutabréfum
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
FL Group, Glitnir og verkfræðistof-
an VGK-Hönnun hafa stofnað fjár-
festingarfélagið Geysi Green
Energy. Tilgangur félagsins er að
fjárfesta í verkefnum tengdum sjálf-
bærri orkuframleiðslu víðs vegar um
heim.
Í upphafi leggja fjárfestar fram
100 milljónir Bandaríkjadala eða um
7 milljarða íslenskra króna með pen-
ingum og eignum sem falla að fjár-
festingarstefnu félagsins.
Fram kemur í tilkynningunni að
Geysir Green Energy muni einbeita
sér að tækifærum í nýtingu jarð-
varma, fjárfestingum í þróun og
byggingu jarðvarmaorkuvera, ann-
ast yfirtöku á jarðvarmaorkuverum í
eigu orkufyrirtækja og taka þátt í
einkavæðingu orkufyrirtækja þar
sem tækifæri gefast.
FL Group mun verða leiðandi
hluthafi í Geysi Green Energy en
auk Glitnis og VGK-Hönnunar er
gert ráð fyrir að hlutafé verði selt til
innlendra og erlendra aðila á næstu
vikum.
Fram kemur í tilkynningunni að
talið sé að orkuþörf jarðarbúa muni
tvöfaldast á næstu 50 árum og að
hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu
muni aukast á kostnað hefðbundnari
orkugjafa. Þá segir að Evrópusam-
bandið stefni á 50% aukningu sjálf-
bærrar orkuframleiðslu fyrir árið
2020 og Bandaríkin hyggist tvöfalda
sjálfbæra orkuframleiðslu á næstu
10 árum, meðal annars með viðamik-
illi uppbyggingu jarðvarmavirkjana.
Ásgeir Margeirsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóra hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, hefur verið ráðinn for-
stjóri Geysis Green Energy.
Fjárfestingarfélag
um sjálfbæra orku
Morgunblaðið/ÞÖK
Samkeppnishæfni Aðstandendur Geysis Green Energy segja að sam-
keppnishæfni jarðvarma til raforkuframleiðslu sé mjög mikil.
Fjárfestar leggja
fram 7 milljarða
til félagsins
Í HNOTSKURN
»Miðað er við að GeysirGreen Energy geti ráðist í
fjárfestingar upp á rúman
einn milljarð Bandaríkjadala
eða yfir 70 milljarða íslenskra
króna.
»Talið er að orkuþörf jarð-arbúa muni tvöfaldast á
næstu 50 árum.
»ESB stefnir að 50% aukn-ingu sjálfbærrar orku-
framleiðslu fyrir árið 2020.
Í SKÝRSLU Citigroup vegna verð-
mats á Kaupþingi banka er rakið
sérstaklega hvernig bankinn hefur
aukið starfsemi sína erlendis og bent
á að stærstur hluti tekna hans muni
koma frá Bretlandi og stærstur hluti
eigna hans sé í Danmörku; aðeins
um einn þriðji tekna, hagnaðar og
eigna komi frá Íslandi. Fyrirsögn
þessa kafla í skýrslu Citigroup er
„Kaupthing – Moving Beyond Ice-
land“.
Aukinn skilningur
Sérfræðingar Citigroup segja að
þrátt fyrir mikinn vöxt Kaupþings
banka utan Íslands líti markaðurinn
enn á bankann sem íslenskan banka
umfram allt, að minnsta kosti enn
sem komið er. „En alþjóðlegt hluta-
fjárútboð í nóvember 2006 ætti að
hafa aukið breiddina í hluthafahóp
bankans og leiða til aukinnar alþjóð-
legar greiningarumfjöllunar og auk-
ins seljanleika bréfa bankans á
markaði. Allt þetta ætti að auka
skilning markaðarins á Kaupþingi
og áframhaldandi vexti bankans,“
skrifa sérfræðingar Citigroup.
Skýrslu Citigroup má nálgast á
vef Morgunblaðsins undir liðnum ít-
arefni (www.mbl.is/itarefni).
Kaupþing
eflist utan
Íslands
STOFNFJÁRBRÉF í Sparisjóðnum
í Keflavík (SpKef) hafa hækkað mikið
í verði á umliðnum mánuðum. Festa
lífeyrissjóður seldi 5% hlut í sjóðnum
á genginu 8,2 skömmu fyrir áramót.
Hver eining stofnfjárbréfa í SpKef
er 150 þúsund krónur og var upp-
reiknað verð þeirra, þ.e. verðið með
áföllnum vísitölubótum samkvæmt
uppreiknireglu í lögum um sparisjóði,
komið í tæplega 300 þúsund krónur
síðastliðið haust. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins fór þá að bera
nokkuð á frjálsri sölu á stofnfjárbréf-
um í sjóðnum. Þess má geta að um
svipað leyti var Exista skráð í Kaup-
höll Íslands, en SpKef á um 3% hlut í
því félagi.
Enginn skipulagður markaður er
fyrir viðskipti með stofnfjárbréf og
engin opin-
ber skrán-
ing er á
gengi
þeirra.
Gylfi
Jónasson,
fram-
kvæmda-
stjóri Festu
lífeyrissjóðs, sem varð til á síðasta ári
við sameiningu Lífeyrissjóðs Suður-
lands og Lífeyrissjóðs Vesturlands,
staðfesti í samtali við Morgunblaðið í
gær að lífeyrissjóðurinn hefði selt 5%
hlut í SpKef skömmu fyrir áramótin á
genginu 8,2. Söluverð hvers stofnfjár-
bréfs var því liðlega 2,4 milljónir
króna og hafði því áttfaldast frá síð-
astliðnu hausti.
Bréf hækka mikið
ÞÝSKA efna- og lyfjafyrirtækið
Merck hefur í hyggju að selja sam-
heitalyfjaframleiðslu sína. Frá þessu
er greint í frétt á fréttavef banda-
ríska viðskiptablaðsins Wall Street
Journal (WSJ).
Sérstaklega er tekið fram í frétt
WSJ að Actavis hafi verið á hött-
unum eftir samheitalyfjafyrirtækjum
á undanförnum árum.
Í fréttinni segir að Merck vilji selja
samheitalyfjaframleiðslu sína til að
geta einbeitt sér að framleiðslu frum-
lyfja og efnaframleiðslu. Er því hald-
ið fram í fréttinni að söluverðið geti
verið á bilinu 4–5,5 milljarðar evra,
eða 370–500 milljarðar íslenskra
króna.
Hlutdeild
samheitalyfja-
framleiðslu
Merck á heims-
markaði er um
4%, samkvæmt
frétt WSJ. Segir
þar að fyrir-
tækið sé sér-
staklega sterkt
á Evrópumark-
aði. Segir blaðið að þess vegna sé lík-
legt að bandarísk eða indversk fyr-
irtæki kunni að hafa áhuga á
kaupum.
Talsmenn Actavis hafa haft þá
reglu að tjá sig ekki um bollalegg-
ingar um áform fyrirtækisins.
Actavis nefnt
vegna sölu Merck
Söluverð allt að 500 milljörðum
● BAUGUR Group hefur flutt eign-
arhlut sinn í FL Group, 16,25%, til
dótturfélagsins BG Capital ehf. BG
Capital er skráð á Íslandi og er að
fullu í eigu Baugs Group. Eftir við-
skiptin er 1,9% hlutur í FL Group
áfram í eigu Baugs Group.
Fram kemur í tilkynningu til OMX
Nordic Exchange á Íslandi að Baugur
Group og tengd félög eigi til samans
18,2% af heildarhlutafé í FL Group
og er markaðsvirði hlutarins um 40
milljarðar króna.
Baugur færir til eign
sína í FL Group