Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIN þrjú ár hefur atvinnumálafulltrúi verið starfandi hjá Blindrafélaginu. Þetta er mjög fjölbreytt starf sem segja má að sé enn í mótun. Helstu viðfangsefni atvinnumálafulltrúa eru:  Aðstoð við fé- lagsmenn Blindra- félagsins í atvinnu- leit. Þetta á jafnt við um leit að framtíðarstörfum, tímabundnum störfum og sum- arstörfum fyrir námsmenn.  Aðstoð við fé- lagsmenn sem eru í vinnu en eiga í erfiðleikum vegna þess að þeir eru að missa sjón.  Aðstoð við félagsmenn sem hyggja á nám, starfsendurhæf- ingu eða starfsþjálfun.  Undirbúningur og milliganga um gerð vinnusamninga ör- yrkja.  Að skapa jákvæð viðhorf hjá fyrirtækjum og stofnunum til þess að ráða blinda og sjón- skerta starfsmenn í vinnu.  Kynningar í fyrirtækjum, hjúkrunarheimilum, skólum, ökuskólum, vernduðum vinnu- stöðum o.s.frv.  Kynningar á vinnustöðum fyrir samstarfsmenn um hvaða atriði fólk þarf að hafa í huga varð- andi samskipti við blinda og sjónskerta. Þegar litið er til baka til síðustu þriggja ára er ekki hægt að segja annað en að töluverður árangur hafi náðst. Flestir sem leitað hafa eftir aðstoð við atvinnuleit hafa fengið atvinnu við hæfi. Einnig hafa félagsmenn fengið ráðgjöf varðandi starfsendurhæfingu, nám og námsskeið. Það er mikilvægt fyrir blint og sjónskert fólk eins og alla aðra að vera virkt og leggja sitt af mörkum til þjóð- félagsins. Aðgangur að mennta- kerfinu ætti að vera sjálfsagt mál, allt frá grunnskóla og þangað sem hugur hvers og eins stendur til. Allir ættu að geta notið sín á sínu sviði hvar sem er í atvinnulífinu. Að fá að njóta sín í starfi á góðum og upp- byggilegum vinnustað byggir upp sjálfs- traust, bætir heilsuna og eykur lífsgæði. Það virðist hafa komið mörgum á óvart að heyra um tækninýjungar og tölvumál blindra og sjónskertra. Með stækkunarfor- ritum, stórum tölvuskjám, tal- gervlum og blindraletursskjáum reynist auðvelt fyrir þennan hóp að vinna við tölvur. Mun fleiri eru sjónskertir en blindir og þarf oft ekki að breyta miklu á vinnustað til að aðlaga umhverfið að hinum sjónskerta. Oft nægir að auka lýs- inguna eða jafnvel minnka hana. Það er margsannað að við réttar aðstæður getur blint og sjónskert fólk náð sömu afköstum og staðið sig jafn vel í starfi og aðrir. Er- lendar rannsóknir sýna að fatlaðir eru traustir starfsmenn, skipta sjaldnar um vinnu og taka færri veikindadaga en ófatlaðir. Einnig hafa rannsóknir sýnt að þau fyr- irtæki sem hafa fatlaða starfs- menn í vinnu hafa mjög jákvæða ímynd út á við. Atvinnumálafulltrúi hefur tekið þátt í kynningum í fyrirtækjum, skólum og stofnunum á vegum Blindrafélagsins. Þar er félagið kynnt og sagt frá getu og mögu- leikum blindra og sjónskertra á vinnumarkaði. Sagt er frá þeirri reynslu að vera sjónskertur og al- veg blindur og hvernig á að að- stoða og umgangast fólk sem þannig er ástatt fyrir. Kynnt eru ýmis hjálpartæki og sýnt er bæði stækkað letur og blindraletur. Einnig gefst fólki tækifæri til að reyna sjálft með hermigleraugum hvernig því gengur þegar sjón er skert. Atvinnumálafulltrúi vonast til að heyra frá sem flestum sjón- skertum og blindum. Einnig eru aðrir sem áhuga hafa hvattir til að hafa samband; fyrirtæki, stofn- anir og hverjir þeir sem vilja afla sér upplýsinga eða fá til sín kynn- ingu. Fleiri fatlaðir gætu haft lífsviðurværi af launuðu starfi Brynja Arthúrsdóttir bendir á að atvinnumál blindra séu í brennidepli » Blindrafélagið stefnir að því að auka þátttöku blindra og sjónskertra í atvinnulífinu. Brynja Arthúrsdóttir Höfundur er atvinnumálafulltrúi Blindrafélagsins. Sagt var: Giskað er á að um 600 manns hefðu kosið. RÉTT VÆRI: Giskað er á að um 600 manns hafi kosið. Eða: Giskað var á að um 600 manns hefðu kosið. EINNIG VÆRI RÉTT: Giskað er á að um 600 manna hefðu kosið í betra veðri. Gætum tungunnar NÚ UM áramótin sameinuðust Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, rannsóknarstofnun UST og Mat- vælarannsóknir Keldnaholti í fyr- irtækið Matís ohf. Fyrri hluta- félagavæðingar ríkisstofnana hafa gengið fyrir sig með ágætum hvað tillit til starfsmanna snertir og má þar nefna Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Flugstoðir ohf. Þar var haft náið samstarf við starfsmenn og stétt- arfélög og allt gert til að tryggja að starfs- menn þægju störf hjá nýjum vinnuveitanda. Hjá Matís ohf. hefur allt annað viðhorf verið ríkjandi, bæði gagnvart starfs- mönnum og stéttarfélögum. Það er engin tilviljun að um 20% starfs- manna framangreindra stofnana hafa hafnað starfi hjá nýju félagi en aðeins um 5% hjá Flugstoðum, að flugumferðarstjórum und- anskildum. Fyrst í lok nóvember voru starfs- mönnum afhentir nýir ráðning- arsamningar og á það þrýst að skrifað væri undir þá sem fyrst. Stéttarfélögin sendu inn at- hugasemdir og bentu m.a. á ráðn- ingarsamning Flugstoða ohf. við starfsmenn sem mögulega fyr- irmynd. Félögunum var vísað á lög- mann fyrirtækisins. Tveir fundir voru haldnir með honum og náðist nokkur árangur. Stéttarfélögin nálguðust þetta verkefni með já- kvæðu hugarfari, starfsmönnum og hinu nýja fyrirtæki til hagsbóta. En frá því 12. desember hefur öllum óskum um fundi og áframhaldandi starf ekki verið svarað, en gengið á starfsmenn einn og einn og lagt að þeim að skrifa undir ófullnægjandi ráðningarsamninga. Föstudaginn 29. desember sendi svo stjórn Matís ohf. þeim starfsmönnum sem ekki höfðu undirritað ráðningarsamning lítið breyttan samning og bréf þar sem þeim er tilkynnt að riti þeir ekki undir samninginn teljist þeir ekki starfsmenn Matís ohf. Helsta ágreiningsefnið, sem ekki fæst rætt, eru þau ákvæði í ráðn- ingarsamningi að starfsmenn fái ekki greitt fyrir yfirvinnu en sinni öllum störfum sem þeim eru falin. Þegar 20% starfsmanna hverfa á brott í einu án þess að verkefni breytist er ljóst að meira álag verð- ur á þeim starfsmönnum sem eftir eru. Hjá öðrum stofn- unum gætu starfs- menn hugsanlega litið fram hjá þessu og treyst því að komið yrði á móts við þá. Vegna framgöngu yf- irstjórnar Matís ohf. er það traust því mið- ur ekki fyrir hendi og kom það berlega í ljós á fundi sem stétt- arfélögin héldu með starfsmönnum. Á þann fund mætti um helmingur starfs- manna þrátt fyrir að til hans væri boðað með dags fyrirvara. Í lögum um opinbera starfsmenn eru takmörk fyrir því hversu mikla yfirvinnu starfsmenn verða að vinna að ósk vinnuveitanda, 20% af dag- vinnu og kemur þá að sjálfsögðu greiðsla fyrir. Engar slíkar tak- markanir eru í þeim ráðning- arsamningum sem verðandi starfs- mönnum Matís ohf. eru boðnir, hvað þá að greiðsla komi fyrir yf- irvinnu. Eftir stendur því að starfs- mönnum Matís ohf. eru boðin verri ráðningarkjör en áður. Ekki verður séð að slíkt hafi verið vilji Alþingis þegar frumvarpið var til umræðu og ekki ætla ég sjávarútvegsráðherra, sem fer með eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu, það heldur, enda er það brot á aðilaskiptalögunum sem gilda um þetta fyrirtæki. Stjórn Matís ohf. er hins vegar á annarri skoðun. Stefán Aðalsteinsson skrifar um nýja ráðningarsamninga starfsmanna Matís ohf. »Eftir stendur aðstarfsmönnum Matís ohf. eru boðin verri ráðningarkjör en áður. Stefán Aðalsteinsson Höfundur er framkvæmdastjóri BHM. Nýir ráðningarsamn- ingar Matís ohf. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SR. MIYAKO Þórðarson, prest- ur heyrnarlausra, fékk viðurkenn- ingu Alþjóðahúss ,,Vel að verki stað- ið“ ársins 2006 fyr- ir lofsverða frammistöðu í mál- efnum innflytj- enda á Íslandi. Til- gangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum inn- flytjenda og fjölmenningar. Sr. Miyako hefur helgað sig þjónustu heyrnarlausra innan kirkjunnar und- anfarin tuttugu og sex ár og er braut- ryðjandi í þjónustu kirkjunnar við fólk með fötlun. Auk þess hefur framlag hennar til aukinna samskipta á milli Íslands og Japans verið mikið. Mér finnst hún vel að viðurkenningu þess- ari komin og samgleðst henni sem starfsfélagi, samlandi og vinur. Ég tel viðurkenningu sr. Miyako táknræna, ekki aðeins fyrir hana per- sónulega heldur fyrir samfélagið í heild, þ.e. þær ástæður sem lágu til grundvallar valinu. Í fyrsta lagi veitir sr. Miyako eink- um íslensku, heyrnarlausu fólki þjón- ustu. Ástæða þess að hún fékk við- urkenninguna er því ekki sú að hún hafi þjónað innflytjendum hérlendis, heldur sú að Miyako, sem er af er- lendum uppruna, hefur unnið mik- ilvægt brautryðjendastarf fyrir ís- lenskt samfélag. Í þessu tilfelli er innflytjandi ekki að þiggja þjónustu heldur að veita þjónustu. Það er mik- ilvægt að hafa dæmi eins og þetta í huga nú þegar umræðan um innflytj- endur stendur sem hæst á Íslandi og sumir reyna að leiða hana í neikvæðar áttir. Í öðru lagi sýnist mér að samskipti ófatlaðra við fólk með fötlun í sam- félaginu gætu verið meiri. Hvað varð- aði heyrnarlaust fólk innan kirkj- unnar þá stofnaði sr. Miyako og heldur enn utan um söfnuð heyrn- arlausra sem er mikilvægur vett- vangur fyrir þá. Ég held að í dag gætu kirkjusöfnuðir almennt haft betri samskipti við heyrnarlaust fólk og sama má segja um samskipti við fólk sem glímir við aðra fötlun. Það á auð- vitað líka við um samfélagið almennt. Ég veit að það er margt gott fólk sem vinnur að meiri og betri sam- skiptum og virkri þátttöku bæði fólks með fötlun og innflytjenda en ég óska þess virkilega að nú þegar væri slíkt sjálfsagt mál og venjulegt fyrir alla í samfélaginu. TOSHIKI TOMA, prestur innflytjenda, Holtsgötu 24, Reykjavík. Þýðingarmikil verðlaun sr. Miyako Frá Toshiki Toma: Toshiki Toma VERULEG hreyfing hefur verið á hugmynd ákveðinna aðila innan FEB að bjóða sér fram. Ekki finnst mér liggja alveg ljóst fyrir hver ávinningurinn yrði af sér- framboði, því litlir flokkar með einn eða tvo menn á þingi hafa ekki reynst mjög happasælir eða áhrifamiklir. Aftur á móti gæti sérframboð orðið sjálfstæð- ismönnum hagkvæmur kostur með því að styrkja pólitíska blað- urskjóðu til framboðs og fengið þannig atkvæðin á silfurfati eftir kosningar, reyndar virðist mér að- alhvatinn um framboð frá sjálf- stæðismönnum kominn. Það sem vantar í íslenska póli- tík er sameining vinstri flokkanna og fá þannig tvo sterka póla til að berjast um völdin, en vinstri flokkarnir hafa ekki þann fé- lagslega þroska sem til þarf, svo Sjálfstæðisflokkurinn nálgast ein- ræðisvald. Eldri borgarar ættu að vera það þroskaðir að láta ekki festa sig á pólitískan klafa og kjósa gegn eig- in hagsmunum. Ég tel hagkvæm- ast að setja sjálfstæðismönnun þann kost að ef þeir lagfæri ekki fjárhagslega afkomu eldri borgara með lágan lífeyri fyrir næstu kosningar verði þeir af atkvæðum þeirra. Ég er ekki viss um að þeir myndu vilja sjá á eftir atkvæðum til Ingibjargar og Steingríms. Það er nauðsynlegt fyrir eldri borgara að standa nú vel saman um bætt kjör og óska eftir stuðningi al- mennings. Ég hef oft gagnrýnt verkalýðs- félög fyrir það að vera með há- launamenn í sinni forustu, því heppilegra væri að samningamenn væru að semja fyrir sjálfa sig um leið og þeir semdu fyrir heildina. Kristján Guðmundsson skipstjóri gagnrýnir það í Morgunblaðinu 27. desember að Félag eldri borg- ara sé aðeins með hátekjumenn í stjórninni, ég er honum sammála og tel heppilegra að í stjórn fé- lagsins væri nokkuð jöfn skipting hátekju- og lágtekjumanna. Ég þekki það aftur á móti að há- tekjumenn vilja einir sitja við katlana og nota oft vafasöm sann- indi til að halda öðrum frá. Rétt er að hafa það í huga að hátekjumenn eru almennt ekkert gáfaðri en lágtekjumenn, en hafa aftur á móti minni þekkingu á kjörum lágtekjufólks. Þar að auki hafa hátekjumenn nútímans flestir fæðst inn í auðinn og þekkja því ekkert til lífsins þar utan. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Framboð Félags eldri borgara Frá Guðvarði Jónssyni:                       mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.