Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Sr. Pálmi Matthías- son. Fyrsta barnamessa ársins verður sunnud. 14. janúar kl. 11. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Org- anisti Marteinn H. Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í um- sjón Jóhönnu Sesselju Erludóttur og ung- linga í kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til ABC- barnahjálpar. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Umsjón barnastarfs Magnea Sverr- isdóttir djákni. Kaffisopi eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA: Laugard: Jólin dönsuð út kl. 14. Dansað í kringum jólatré. Gesta- gangur og veitingar. Umsjón Erla Guðrún Arnmundardóttir og Þóra Marteinsdóttir. Sunnud: Messa og barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Erla Guðrún Arnmundardóttir og Þóra Marteinsdóttir. Léttar veitingar eftir messu. Sr. Tómas Sveinsson. Landsspítali háskólasjúkrahús: Foss- vogur | Guðsþjónusta kl. 10.30 Rósa Kristinsdóttir djákni, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11 í lok jólahátíðar. Hulda Sif Ólafsdóttir syngur einsöng. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Rut og Steinunni. Kaffisopi. LAUGARNESKIRKJA: Engin messa í Laug- arneskirkju á morgun. Fyrstu messur nýja ársins verða sunnudaginn 14. janúar kl. 11 og fer þá sunnudagaskólinn einnig af stað og síðan verður fyrsta kvöldmessa ársins þann sama dag kl. 20. SÓLTÚN hjúkrunarheimili: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14 í tilefni 5 ára afmælis Sól- túns. Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörns- son prédikar og þjónar ásamt prófasti sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni, sr. Hildi Eir Bolladóttur og Jóni Jóhannssyni djákna. Ávarp: Anna Birna Jensdóttir. Alt- arisganga. Kvartett. Organisti Aðalheiður Þorsteinsd. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í mess- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Um- sjón Guðmunda og Björg. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína að nýju eftir jól. Stundin er sniðin að börnunum og fá þau öll nýja sunnudagaskólabók, límmiða og poka. Mikill söngur, brúðuleikrit o.fl. Organisti Pavel Manasek. Umsjón hafa leiðtogar sunnudagaskólans. Sr. Sigurður Grétar Helgason. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Helga Steffensen kemur með Brúðuleikhúsið í heimsókn og sýnir leik- ritið Númi eftir Sjón. Kaffi, djús og kex að stundinni lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Org- anisti Magnús Ragnarsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í umsjá Elínar, Jóhanns, Karenar og Lindu. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir messuna. DIGRANESKIRKJA: Tónlistarguðsþjón- usta kl 11. Kjartan Sigurjónsson organisti kirkjunnar leikur valin orgelverk. Formaður sóknarnefndar, dr. Hreggviður Norðdahl flytur ritningarlestra og bænir milli tónlist- aratriða. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Um tónlist- ina sér Þorvaldur Halldórsson. Sr. Svavar flytur stutta innleiðingu að guðspjalli sunnudagsins og þeir Svavar og Þorvaldur verða síðan með stutt spjall um prédik- unarefni dagsins og hvernig guðspjallið talar til okkar í upphafi nýs árs. GRAFARVOGSKIRKJA: Jazz- messa kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kvartett Björns Thor- oddsens leikur. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Undirleikari: Stefán Birkisson. GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholts- skóli: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur séra Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón: Gunnar, Díana og Dagný. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónsta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Þar sem starfsfólk á frí þessa helgi verður ekki guðsþjónusta. Barnastarf hefst sunnudaginn 14. janúar. LINDASÓKN í Kópavogi: Messa og sunnu- dagaskóli í Salaskóla kl. 11. Kór Linda- kirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Keith Reed. Sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson þjónar. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga, ný mynd! Guðsþjónusta kl. 14. Ólafur Jóhann Borgþórsson guðfræð- ingur prédikar. Kirkjukórinn leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Sjá heimasíðu www.seljakirkja.is BOÐUNARKIRKJAN: Samkomur alla laug- ardaga kl. 11. Bænastund alla miðviku- daga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Samkoma sunnu- daginn 7. janúar kl. 20. Umsjón: Anne Marie og Harold Reinholdtsen. Heim- ilasamband fyrir konur mánudaginn kl. 15. Opið hús daglega kl. 16–18 (nema mánudaga). FRÍKIRKJAN KEFAS: Almenn samkoma sunnudaginn 7. janúar kl. 14. Björg R. Pálsdóttir prédikar. Lofgjörð, fyrirbænir, barnagæsla og kaffisala eftir samkomu. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Lof- gjörðarhópur samhjálpar leiðir söng. Fyr- irbænir í lok samkomu. Aldursskipt barna- kirkja 1–12 ára. Allir velkomnir. Bein útsending á Lindinni eða á ww.gospel.is. Samkoma á Omega kl. 20. KFUM og KFUK: Samkoma kl. 20. Guð- laugur Gunnarsson flytur okkur nýárs- boðskap. Fyrirbæn fyrir starfinu á nýju ári. Heitt á könnunni eftir samkomu. Allir vel- komnir. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíð- arsmára 5 kl. 16.30. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónakirkjan: Sakrament- issamkoma verður haldin kl. 11:15 að Ásabraut 2, Garðabæ. Allir velkomnir. Barnafélags-, unglingafélags- og fullorðn- isbekkir í sunnudagaskóla eru í beinu framhaldi. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Guðs- þjónusta verður í Stafkirkjunni á þrettánda degi jóla kl. 14 með Lúðrasveit Vest- mannaeyja. Sr. Kristján Björnsson þjónar. Ekki verður messað í Landakirkju sunnu- daginn 7. janúar en barnaguðsþjónustur hefjast að nýju á nýju ári 14. jan. og mess- ur sama sunnudag eftir hádegi. Prest- arnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir söng. Sunnu- dagaskólar í Hvaleyrarskóla og Strand- bergi á sama tíma. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Barnakórinn og Ung- lingakórinn syngja undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl.11:00. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson leiðir guðsþjónustuna ásamt Jó- hönnu Guðrúnu Ólafsdóttur djákna og sr. Jónu Hrönn Bolladóttur. Jóhann Baldvins- son organisti leiðir lofgjörðina ásamt fé- lögum úr kór kirkjunnar. Sjá www.garda- sokn.is AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Súpa og brauð (kr. 300) eftir guðsþjónustuna. GLERÁRKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr kór Glerárkirkju syngja. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Kvöldguðsþjónusta með léttri tón- list kl. 20.30. Krossbandið, Snorri, Ragga og Kristján, leiða söng. Sr. Arnaldur Bárð- arson þjónar. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Almenn samkoma sunnudag kl. 17. Pétur Reyn- isson talar. Allir velkomnir. EGILSSTAÐAKIRKJA: Ljósahátíð sunnu- dagaskólans kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag 7. janúar kl. 11. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Kirkjukór Selfoss. Organisti Jörg E. Sondermann. Foreldrar fermingarbarns, hjónin Rósa I. Traustadóttir og Guðmundur G. Gunn- arsson lesa ritningartexta. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvött til að koma til kirkju. Barnasamkoma fellur niður en verður haldin næst 14. janúar nk. HVERAGERÐISKIRKJA: Kynningarfundur í Hveragerðiskirkju mánudaginn 8. janúar kl. 20. Upplýsingar og innritun í síma 483 4255, gsm 862 4253. netfang: jon- .ragnarsson@kirkjan.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Guðspjall dagsins: Þegar Jesús var tólf ára. (Lúk. 12). Þorvaldur Halldórsson í Fella- og Hólakirkju ÞORVALDUR Halldórsson tónlist- armaður verður gestur okkar í messunni í Fella- og Hólakirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Þorvaldur mun spila og leiða, ásamt kór- félögum úr kór kirkjunnar, þá söngva sem fluttir verður í mess- unni. Sóknarprestur Fellasóknar, sr. Svavar Stefánsson, þjónar fyrir altari og verður hann með stutt innlegg út frá guðspjalli sunnu- dagsins sem fjallar um Jesús og börnin. Í framhaldi af því munu þeir sr. Svavar og Þorvaldur spjalla saman um efni dagsins og einnig verða kirkjugestir hvattir til að koma fram með athugasemdir og eigið innlegg um þetta íhugunar- efni sunnudagsins, Jesús og börnin. Þannig geta þeir sem vilja lagt sinn skerf til hins talaða orðs í mess- unni. Þetta form gefur okkur tækifæri til að bregða út af vananum og hafa tilbeiðsluna og boðunina með öðru yfirbragði en í hinni hefðbundnu messu. Auk þess gefur það meira svigrúm fyrir almenna þátttöku og virkni hins almenna kirkjugests. Þetta efni, Jesús og börnin, er líka sístætt umfjöllunarefni og snertir okkur öll með einum eða öðrum hætti. Allir eru velkomnir í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn kl. 11 að taka þátt í messunni. Á eftir verður kaffi á könnunni eins og venjulega og djús fyrir þá sem kjósa. Grafarvogskirkja – Jazz-messa JAZZ-messa kl. 11. Á annan áratug hefur verið haldin Jazz-messa á jól- um í Grafarvogskirkju. Dr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson hefur prédik- að og þjónað fyrir altari öll árin. Kvartett Björns Thoroddsens leik- ur. Í gegnum árin hefur verið mikil þátttaka í þessum messum sem eru óvenjulegar um margt. Barnastarfið í Grafarvogskirkju ALLT barna- og æskulýðsstarf hefst frá og með sunnudeginum 7. janúar. Barnaguðsþjónustur verða í Grafarvogskirkju og Borgarholts- skóla kl. 11. Nánar er fjallað um starfið á vef kirkjunnar: www.grafarvogs- kirkja.is Kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju KYRRÐARSTUNDIR eru alla mið- vikudaga kl. 12. Í stundinni er alt- arisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Alfa-námskeið í Breiðholtskirkju Hver er tilgangur lífsins? Hvernig leiðbeinir Guð okkur? Hvað með ei- lífðina? Þessar spurningar eru meðal þess sem fjallað verður um á Alfa-námskeiði sem haldið verður í Breiðholtskirkju í Mjódd næstu þriðjudagskvöld. Alfa er tíu vikna námskeið þar sem þátttakendur koma saman einu sinni í viku og hefst hver samvera með léttum málsverði. Á námskeiðinu er fjallað um grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Alfa-námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að velta fyrir sér mikilvægum spurningum lífsins og er engin krafa gerð um trúaraf- stöðu. Hver og einn kemur á Alfa á eigin forsendum og hafa nám- skeiðin notið mikilla vinsælda á síð- astliðnum árum. Kynningarkvöld fyrir Alfa- námskeiðið verður haldið í safn- aðarheimili Breiðholtskirkju nk. þriðjudagskvöld 9. janúar kl. 20. Námskeiðið hefst síðan á sama stað viku síðar, 16. janúar kl. 19. Hverri samveru lýkur um kl. 22, en einnig er gert ráð fyrir að þátttakendur fari saman einn sólarhring út úr bænum. Frekari upplýsingar eru veittar í Breiðholtskirkju í síma 587 1500 og þar er einnig tekið við skráningum. Sömuleiðis má fá nán- ari upplýsingar um Alfa-nám- skeiðin á heimasíðunni www.alfa.is Foreldramorgnar í Grafarvogskirkju FORELDRAMORGNAR eru alla fimmtudaga kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Alfanámskeið í Grafarvogskirkju KYNNINGARFUNDUR um Alfa- námskeið í Grafarvogskirkju verð- ur fimmtudaginn 11. janúar nk. kl. 19. Skráning fer fram á skrifstofu Grafarvogssóknar í síma 587 9070. Brúðuleikhús í Árbæjarkirkju Á sunnudaginn verður fjölskyldu- guðsþjónusta í Árbæjarkirkju. Líkt og undanfarin ár kemur Helga Steffensen með brúðurnar sínar í heimsókn í upphafi árs. Að þessu sinni er það leikritið Númi eftir Sjón sem boðið er upp á. Við hvetj- um kynslóðir til að sameinast og fjölmenna í guðsþjónustu á sunnu- daginn. Að venju er boðið upp á kaffi, djús og kex að stundinni lok- inni. Fjölskylduguðsþjón- usta í Vídalínskirkju BARNASTARF Garðasóknar hefst á nýju ári með fjölskylduguðsþjón- ustu á sunnudag í Vídalínskirkju kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson leiðir guðsþjónustuna ásamt Jó- hönnu Guðrúnu Ólafsdóttir djákna og sr. Jónu Hrönn Bolladóttur. Jó- hann Baldvinsson organisti og fé- lagar úr kór Vídalínskirkju leiða lofgjörðina. Guðsþjónustan er snið- in að þörfum barnanna hvað varðar biblíufræðslu og boðun. Tókum á móti nýju ári með þakk- læti og eigum stund með hvert öðru í kirkjunni. Að lokinni guðsþjón- ustu er boðið upp á hressingu í safnaðarheimili Vídalínskirkju. All- ir velkomnir. Sjá www.gardsokn.is Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsso
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.