Morgunblaðið - 06.01.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.01.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 21 MENNING NÝÚTKOMIN bók, Mcmillan- útgáfufyrirtækisins, um líf Önnu Frank, gyðingastúlkunnar heims- þekktu, gefur að sögn útgefenda nákvæmustu mynd sem komið hefur fram til þessa af stuttri ævi hennar. Á fréttavef BBC í gær kom fram að bókin er gefin út í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin sextíu ár frá því að dagbókin hennar kom út á prenti. Dagbók Önnu Frank er ein best þekkta og áhrifaríkasta frásögn af ofsóknum á hendur gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Nýja bókin fjallar um líf Önnu áður en hún fór í felur í Amst- erdam. Verkið miðar að því að fylla út í þá mynd sem til er af lífi henn- ar fram að þeim tíma og rekur hvernig hún var svikin og hand- tekin. Hún lést í kjölfarið í Berg- en-Belsen-útrýmingarbúðunum. Langaði að verða rithöfundur Anna og fjölskylda hennar bjuggu við mjög þröngan kost á leynilegu lofti í Amsterdam á tím- um hernáms nasista, frá 1942 til 1944. Dagbókin segir af lífi þeirra í felum og því sem þau lögðu á sig til að finnast ekki. Anna segir einn- ig töluvert frá þrám sínum og von- um, en hana langaði eins og frægt er mikið til að verða rithöfundur: „Mun ég nokkurn tíma skrifa eitt- hvað stórkostlegt?“ spurði Anna í dagbókinni sinni, „mun ég nokkurn tíma verða blaðamaður eða rithöf- undur? Ég vona það, ó, ég vona það svo sannarlega, því skrifin gefa mér færi á að skrá allt, allar hugs- anir mínar, hugsjónir og drauma.“ Hana grunaði auðvitað ekki að með þessum dagbókarskrifum myndi ósk hennar rætast og hún skapa sér þá frægð sem hana dreymdi um. Hvað þá að síðari tímar myndu líta á orð hennar sem „stórkostlegan“ – eins og hún orðar það – vitnisburð um hug- rekki þess sem stendur frammi fyrir grimmilegum örlögum og ómennskri ógn. Það er stofnunin sem rekur hús tileinkað minningu Önnu Frank í Amsterdam sem lét skrá bókina, en markmiðið er að minna á hel- förina og örlög þeirra sem létu lífið í henni í valdatíð nasista. Því þótt Anna Frank væri einungis eins og dropi í haf þeirra milljóna sem fór- ust í helförinni er dagbókin hennar einstaklega vel til þess fallin að ljá þeirri þjáningu sem í helförin fórst andlit – áminning um að á bak við tölur sem telja milljónir eru ein- staklingar sem allir áttu sér vonir og þrár er siðblinda þriðja ríkisins batt enda á. Saga af svikum Anna Frank Ný bók um ævi Önnu Frank HUGMYNDIN um táninga varð til um miðja síðustu öld þegar fólki á milli barnæsku og fullorðinsára gafst í fyrsta sinn tími til hlusta á tónlist, fylgjast með tískunni og eyða tíma í hangs á götuhornum og sjoppum. Um þessar mundir rifjar Þjóðminjasafnið upp stemningu sjö- unda áratugarins eins og hún birtist okkur í myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnús- sona. Framundan er síðasta helgi sýn- ingarinnar „Hátíðar í bæ“ á Veggn- um með myndum bræðranna frá jólaundirbúningi og jólahaldi 7. ára- tugarins og næsta föstudag verður opnuð ný sýning þar sem brugðið er upp myndum tvíburanna af táning- um frá sama tíma með tilheyrandi bítli og sveiflu. Það var þá sem hár- ið reis marga sentimetra upp, túberað og lakkað á stúlkunum en strákarnir létu sitt þó ekki eftir liggja. Tvíburabræðurnir Kristján og Ingimundur voru Reykvíkingar fæddir árið 1931. Þeir voru báðir iðnmenntaðir áður en þeir fóru að fást við ljósmyndun. Á 7. áratugn- um störfuðu þeir við blaðaljósmynd- un. Ingimundur myndaði fyrir Vísi en Kristján fyrir Vikuna og Tímann. Frá 1978–1998 ráku þeir saman ljósmyndastofu sem sinnti marg- þættum verkefnum. Við andlát Kristjáns árið 2003 var Þjóðminja- safni Íslands afhent myndasafn bræðranna til varðveislu. Tyggjó og túberað hár í Þjóðminjasafninu Sveifla Íslenskar meyjar sveifla limum í takt við Bítlatónlist. TURBO DIESEL INTERCOOLER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.