Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 25
heilsa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 25 E N N E M M / S ÍA / N M 2 5 4 3 9 Opið mánudaga - sunnudaga 10-21 · Ármúla 42 · Sími 895 8966 ATH! Þú greiðir aðeins fyrir dýrari hlutinn • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Allt það fína frá Kína Tilboð á kínverskum listmunum. Aðeins í takmarkaðan tím a 2 fyrir 1 HVORKI meira né minna en 24.935 kg eða nær 25 tonn hrundu af landsmönnum sem fylgdu ráðgjöf Íslensku Vigtarráðgjafanna, sem manna á milli gengur undir nafninu danski kúrinn, og það hefur áreið- anlega enginn þeirra séð eftir þeim. Samtalan kemur fram í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu. „Að- ferð okkar er einföld en raunhæf,“ segir Kristín V. Óladóttir, hjúkrunarfræðingur og stofnandi Íslensku Vigtarráðgjafanna sem er hluti af alþjóðakeðju sem byggir á sömu hugmyndafræðinni. „Þetta er lífsstílsbreyting, fyrst og fremst hvað varðar mataræðið en leggur líka áherslu á aukna hreyfingu. Fæðið er þannig saman sett að einstaklingur fær úr því öll nauðsynleg næringarefni og rétt magn af fitu, próteinum og kolvetn- um. Það sem ræður úrslitum eru hlutföll fæðuflokkanna á matseðl- inum. Við leggjum áherslu á neyslu ávaxta, 4–5 á dag og grænmetis, 600 g á dag. Annars er allur venju- legur matur á matseðlinu, kjöt, fiskur og mjólkurvörur en vita- skuld á að sneiða hjá og skera niður mettaða fitu og viðbættan sykur. Við ráðleggjum fólki að borða þrjár stórar máltíðir á dag með miklu grænmeti en ávexti og mjólk- urvörur á milli mála. Það skiptir mjög miklu máli að borða reglulega og halda blóðsykr- inum þannig í jafnvægi en þá brennir líkaminn flestum hitaein- ingum, sem er það sem flestir eru að sækjast eftir. Heilsufarslegir fylgikvillar offitu eru margir eins og hár blóðþrýstingur, mígreni, kæfisvefn og bakflæði en þegar fólk grennist hverfa oft þessir kvill- ar. Mataræði eins og þetta hefur samt vitaskuld góð áhrif á heilsu allra, líka þeirra sem glíma ekki við offitu.“ Fólk blómstrar Íslensku Vigtarráðgjafarnir taka mið af Dönsku Vigtarráðgjöfunum en þaðan er nafnið „danski kúrinn“ upprunnið. „Við leggjum samt mikla áherslu á að þetta mataræði er hvorki kúr né megrun heldur lífsstíll. Ég kynntist þessu sjálf í Danmörku fyrir 5 árum, þegar ég þurfti að létta mig, með það góðum árangri að ég ákvað að læra fræðin og miðla þeim hérlendis. Ég byrjaði með lítinn hóp en hann hefur farið sístækkandi og fólk úti um land allt fylgir nú ráðleggingum okkar með góðum árangri. Mataráætlunin er sett saman með aðstoð næring- arráðgjafa og fellur að markmiðum Lýðheilsustöðvar,“ segir Kristín. ,,Maturinn á að vera bragðgóður og mettandi en jafnframt hollur og nærandi. Við teljum ekki kaloríur en vigtum þess í stað allan mat sem við neytum. Þannig erum við með- vituð um hversu mikið við borðum. Aðhald er nauðsynlegt, eins og að halda matardagbók og fá reglulega vigtun og ráðgjöf. Það sem mér finnst mjög gefandi er að sjá hversu miklu lífsstílsbreyt- ing, eins og þessi, getur breytt í lífi fólks, allt frá fermingu og til átt- ræðs. Það hreinlega blómstrar,“ segir Kristín og minnir á að það sé einnig mikilvægt að hreyfa sig sam- hliða til þess að ná góðum árangri. Morgunblaðið/Ómar Grennandi Grænmeti er ekki bara hollt, það er líka eitt af því fáa sem má borða næstum því af hjartans lyst án þess að eiga á hættu að fitna. Landsmenn losnuðu við 24,9 tonn af fitu Lífsstílsbreyting í danska kúrnum MJÓLKUR- og kjötafurðir frá klónuðum dýrum er örugg fæða fyrir fólk að mati Matar- og lyfjaeftirlitsins í Bandaríkjunum (FDA). Hið sama gildir um afurðir af- kvæma klónaðra dýra. Eins og þekkt er hefur klónun verið ákaflega umdeild, m.a. vegna þess að aðferðin hefur verki og ýmiss konar heilsuvandamál í för með sér fyrir flest dýranna sem um ræðir. Sömuleiðis hefur verið rætt hvort afurðir klónaðra húsdýra uppfylla kröfur um matvæli til manneldis. Að sögn forskning.no telur FDA hins vegar nokkuð öruggt að slíkur matur sé ekki skaðlegur heilsu manna og sé í raun jafnöruggur og önnur matvæli sem fólk legg- ur sér til munns á hverjum degi. Aðferðin hafi enga aukna hættu í för með sér sé maturinn borinn saman við önnur matvæli sem framleidd eru í Bandaríkjunum við ónáttúrulegar aðstæður. Naut, svín og geitur Þótt kindin Dolly hafi verið fyrsta klónaða stjarnan meðal húsdýra telur FDA hins vegar ekki öruggt að af- urðir klónaðs sauðfjár séu hæfar til manneldis. Ástæðan er sú að ekki liggja fyrir nægilegar rannsóknir á sauðfé að mati stofnunarinnar. Hins vegar ættu afurðir klónaðra nautgripa, svína og geita að vera öruggar. Rétt er að undirstrika að leiðbein- ingar FDA í þessum efnum eru enn í mótun og því mælir stofnunin með því að framleiðendur haldi sig til hlés enn sem komið er. En hvað þýðir þetta í raun og veru? Klónun er ákaf- lega dýr aðferð við fjölgun dýra svo verði hún notuð við kjötframleiðslu í framtíðinni er líklegast að bændur muni nota klónuð dýr til undaneldis en ekki klóna dýr í þeim tilgangi að slátra þeim. Þannig er ekki líklegt að kjöt eða mjólk muni koma beint frá klónuðum grísum eða kálfum heldur í mesta lagi frá dýrum sem eiga klónaða foreldra. Afurðir klón- aðra dýra í lagi Ekki Dolly FDA telur afurðir klónaðra nautgripa, svína og geita í lagi, en frekari rannsókna er þörf á sauðfé. Morgunblaðið/ÞÖK Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.