Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 28
daglegt líf
28 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
ÍSLANDS MÁLNING
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður
Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517 101 við hliðina á Bónus
T
aka þarf á átfíkn og syk-
urfíkn með öðrum hætti
en megrun. Skyndilausn-
ir heilla marga, en aðeins
til skamms tíma. Við höf-
um því fengið til okkar marga kúnna,
sem eru búnir að fá sig fullsadda á
öllum megrunarkúrunum og eru nú
loks tilbúnir að prófa leið til langvar-
andi árangurs. Mottóið okkar snýst
nefnilega ekki um að ná sem flestum
kílóum á sem stystum tíma, heldur
snýst markmiðið fyrst og fremst um
að umbreyta lífi fólks í smáum og við-
ráðanlegum skrefum. Þetta á að vera
veganesti, sem dugir fólki ævilangt.
Við trúum því nefnilega að öll hegðun
snúist fyrst og síðast um góðar eða
slæmar venjur, sem alltaf má breyta
til batnaðar,“ segja þær Helga Berg-
steinsdóttir og Guðfinna Sigurð-
ardóttir Hansen, sem hafa vakið at-
hygli í Dubai fyrir vinsæl átta vikna
heilsunámskeið, sem þær halda á Fa-
irmont-hótelinu, fimm stjörnu glæsi-
hóteli þar í landi.
Fjögur ár eru liðin síðan þær sneru
bökum saman í þessum efnum og
hafa námskeiðin fengið jákvæða um-
fjöllun í fjölmiðlum ytra. Þær stöllur
hittust þó af tómri tilviljun á heilsu-
ráðstefnu í Dubai því hvorug vissi af
hinni ytra þótt þær væru skóla-
félagar úr Garðabænum og hefðu út-
skrifast á sama tíma sem stúdentar
frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Leiðinleg hreyfing óboðleg
Þær segja að námskeiðin séu þau
fyrstu sinnar tegundar, en hvert
námskeið skiptist í þrjá hluta. Guð-
finna sér um líkamlegu þjálfunina,
sem hún segir fyrst og fremst fjöl- breytta og skemmtilega enda sé fólk
fljótt að láta sig hverfa sé það neytt
til að stunda leiðinlega hreyfingu.
„Eftir átta vikna námskeið á fólk að
hafa kynnst fjölbreyttri hreyfingu og
ætti þá að geta gert upp hug sinn um
hvað því passar í framtíðinni,“ segir
Guðfinna, sem búið hefur í Dubai í
tæp fimm ár eftir að sænskur eigin-
maður hennar var ráðinn sem flug-
stjóri hjá Emirates Airlines.
Kúnnarnir, sem greiða sem svarar
sextíu þúsund krónum fyrir nám-
skeiðið, eru fólk sem annaðhvort hef-
ur aldrei stigið inn í líkamsræktarsal
eða fólk sem er búið að prófa alla
mögulega og ómögulega kúra, án ár-
angurs, og kemur því á námskeiðin
með vonleysisglampa í augum og lé-
legt sjálfstraust, að sögn Guðfinnu,
sem hefur margþætta reynslu af
þjálfun. Eftir að hafa stundað nám í
sálfræði við Háskóla Íslands sá Guð-
finna gullið tækifæri í því að sameina
sálfræðina og líkamsræktaráhugann.
Hún rak líkamsræktarstöðvar hér á
landi og flutti svo til Svíþjóðar þar
sem hún var aðalkennari í Aktiver-
um-stöð Jónínu Benediktsdóttur í
Helsingborg í mörg ár og síðar gerð-
ist hún framkvæmdastjóri fyrir aðrar
sænskar stöðvar áður en þau hjónin
tóku sig upp og fluttust til Dubai þar
sem þau nú búa ásamt tveimur ung-
um sonum.
Sektarkennd og aukin vanlíðan
Helga fluttist á hinn bóginn til
Dubai fyrir sjö árum með þáverandi
egypskum eiginmanni, en hún tók
BA-próf í sálfræði í Stokkhólmi og
fór síðan í Íþróttaháskóla Stokk-
hólms þaðan sem hún lauk BA-prófi í
íþrótta- og næringarfræði auk þess
sem hún hefur lært svokallaða NLP-
tækni, sem snýst einkum um hugar-
ástand.
„Við fórum til Dubai til að freista
gæfunnar. Við bjuggum fyrst með
átta Filippseyingum í pínulitlu rými
og borðuðum hrísgrjón í öll mál því í
reynd var enga vinnu að hafa í fyrstu.
Ég var því á leiðinni heim þegar kí-
rópraktor í Dubai setti sig í samband
við mig og bauð mér að endurhæfa
sjúklingana sína,“ segir Helga.
„Offita og óheilbrigði á oft rætur
að rekja til andlegrar vanlíðunar og
streitu. Fólk borðar til að auka vellíð-
anina, en sú vellíðan endist oft ákaf-
lega stutt með þeim afleiðingum að í
kjölfarið siglir bæði sektarkennd og
aukin vanlíðan. Alltof oft leitar fólk í
skyndimegrunarkúra þar sem þján-
ingin virðist vera nauðsynlegur hluti
af ferlinu. Við trúum því að megrun-
arkúrar og skyndilausnir virki alls
ekki, heldur hlýtur hið endanlega
markmið að fela í sér jákvæða lífs-
stílsbreytingu með því að fórna
slæmum venjum fyrir góðar. Hjá
okkur á fólk að njóta þess að breyta
um mataræði og lífsstíl. Þar er ekki
vænlegt til árangurs að þvinga hug-
myndum upp á fólk sem því líkar ekki
við. Ég trúi því að allir verði að fá að
hafa sínar sérþarfir og því er ekki til
sá megrunarkúr, sem hentað getur
öllu fólki.
Allir þátttakendur byrja á því að
koma í einkaviðtöl þar sem útbúnir
eru sérsniðnir matarlistar fyrir
hvern og einn. Þetta er sérstaklega
mikilvægt í Dubai þar sem við erum
að vinna með fólk hvaðanæva úr
heiminum. Ég hef líka komist að því
að fólk svarar fæði á mjög mismun-
andi hátt því að því sem einn þyngist
af léttist annar af. Eitt mikilvægasta
hlutverk mitt lýtur að því að finna út
hvað virkar fyrir hvern einstakling,“
segir Helga, sem fer svo með hópana
sína út í næsta stórmarkað til að
kenna að versla „rétt“ inn og lesa
„rétt“ úr innihaldslýsingum. Auk
þess hefur Helga nú síðastliðið hálft
annað ár boðið skjólstæðingum sín-
um upp á heimsendan hollan mat
fimm sinnum á dag sem hún segir að
pottþétt sé að fólk léttist af.
Tilfinningarnar skipta sköpum
Annar mikilvægur þáttur nám-
skeiðsins er að kenna fólki að ná
stjórn á tilfinningum sínum í gegnum
NLP-tæknina. „Hver hugsun leiðir
til ákveðinna tilfinninga sem aftur
leiða til ákveðins hugarástands. Til-
finningarnar eru því ein mikilvæg-
asta orsök þess að fólk borðar óhóf-
lega, en með huglægri þjálfun og
auknu sjálfstrausti má kenna fólki að
ná árangri og njóta lífsins til fulln-
ustu. Mikilvægt er að skilja orsök
ofáts til að geta hjálpað fólki því öll
hegðun byggist á góðum og slæmum
venjum. Það má því segja að nám-
skeiðið okkar gangi út á það að hjálpa
fólki að breyta þeim venjum, sem
standa í vegi fyrir því að það nái ár-
angri,“ segir Helga að lokum og bæt-
ir við að þær stöllur hafi áhuga á að
setja upp námskeið í þessum anda
hér heima, sé áhugi fyrir því.
Glæsihótel Heilsunámskeið Helgu og Guðfinnu eru haldin á Fairmont-hótelinu, fimm stjörnu lúxushóteli í furstadæminu Dubai.
Snýst um góðar og slæmar venjur
Garðbæingarnir, skóla-
systurnar, einkaþjálf-
ararnir og eróbikkkenn-
ararnir Helga Berg-
steinsdóttir og Guðfinna
Sigurðardóttir Hansen
hittust af tilviljun úti í
Dubai fyrir fimm árum
og reka þær nú í samein-
ingu vinsæl heilsunám-
skeið fyrir líkama og sál í
furstadæminu. Jóhanna
Ingvarsdóttir hitti þær í
jólafríinu.
Heilsufrömuðir Guðfinna Sigurðardóttir Hansen og Helga Bergsteinsdóttir reka saman vinsæl heilsunámskeið í
furstadæminu Dubai sem vakið hafa athygli þar í landi.
Lyfta Líkamlega þjálfunin þarf að
vera fjölbreytt og skemmtileg, seg-
ir Guðfinna Sigurðardóttir Hansen.
Tilfinningastjórnun Hver hugsun leiðir til ákveðinna tilfinninga, sem aft-
ur leiða til ákveðins hugarástands, segir Helga Bergsteinsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TENGLAR
.....................................................
www.8weeks.net
helgamarin@hotmail.com
join@mbl.is