Morgunblaðið - 06.01.2007, Qupperneq 30
Ég veit ekki hvers vegnavið hjónin erum bæðisvona veik fyrir gömlumhúsum og gömlum hlut-
um. Við ólumst hvorugt upp í
gömlu húsi en aftur á móti áttum
við heima í húsi sem er frá
sautjándu öld þegar við bjuggum í
Frakklandi,“ segir Kristín Cardew
sem býr ásamt manni sínum og
fjórum börnum í litlu gömlu húsi
frá 1890 í Vesturbænum og þar
andar gömlum tíma frá flestu því
sem er innanstokks.
„Þegar við fluttum heim frá
Frakklandi fyrir nokkrum árum, þá
settumst við að á Eyrarbakka í
yndislegu gömlu húsi sem byggt
var við upphaf tuttugustu aldar og
við gerðum það upp. Okkur líður
vel í gömlum húsum og okkur
finnst líka gott að hafa gamla hluti í
kringum okkur. Þess vegna eru
húsgögnin okkar og margir hlutir
hér inni mjög gamlir. Hjónarúmið
okkar er til dæmis tvö hundruð ára,
við keyptum það af ungverskri vin-
konu minni sem er sjötug og býr í
París. Rúm krakkanna okkar
keyptum við í antikversluninni
Fríðu frænku.“
Það er svolítið eins og að fara
mörg ár aftur í tímann að líta inn í
herbergi barnanna, þar sem gömul
trérúm kúra undir súð og uppruna-
legar fjalir eru á gólfinu.
„Þetta er ekki mjög hornrétt hús
og gólfin hérna hallast öll töluvert
en við erum orðin vön því að hlutir
rúlli sjálfkrafa eftir þeim,“ segir
Kristín og hlær.
Ekkert sjónvarp og
helst ekki bíll
Fjölskyldan er nægjusöm og ger-
ir ekki miklar kröfur um pláss.
Börnin fjögur deila tveimur litlum
herbergjum og leikplássið er aðal-
lega inni í hjónaherberginu. „Að
búa svona þröngt krefst þess að
nýta plássið vel. Hvert barn á sinn
gamla kistil þar sem það geymir
sína prívathluti sem það heldur
mest upp á og vill hafa fyrir sig.
Enginn má gramsa í kistli annars á
þessu heimili og niðri við inngang-
inn gerðum við einn lítinn skáp fyr-
ir hvern fjölskyldumeðlim, svo hver
og einn geti haft sína vettlinga, húf-
ur og trefla á sínum stað.“
Fjölskyldan er ekki aðeins
nægjusöm með pláss heldur líka
þegar kemur að nútímaþægindum.
Ekkert sjónvarp er á heimilinu og
þau vilja losa sig við bílinn sem
allra fyrst. „Þegar yngsta barnið
nær þeim aldri að geta verið nokk-
uð sjálfbjarga og tekið strætó, þá
ætlum við að selja bílinn. Mér og
manninum mínum finnst báðum
hundleiðinlegt að vera á bíl en það
verður ekki hjá því komist að vera
á bíl þegar börnin eru svona lítil og
við þurfum að skutla þeim á milli
staða, í skóla, tómstundir og íþrótt-
ir.“
Húsfreyjan steypti gólfið
Kristín segir ótrúlega marga
þekkja þetta hús af ýmsum ástæð-
um. „Sumir hafa komið hingað í
heimsókn til fólks sem bjó hér eða
skoðað það þegar það var á sölu.
Heiðar snyrtir átti heima hér og
Þórunn Magnea leikkona og ein-
hverjir aðrir þekktir einstaklingar.“
Húsið er þrjár hæðir og hver
hæð um fjörutíu fermetrar. Það er
einna líkast dúkkuhúsi sem leynir á
sér og er á einhvern hátt stærra að
innan en utan. Inn af eldhúsinu er
til dæmis leyniherbergi þar sem
krakkarnir mála og teikna og Krist-
ín vinnur verkefnin sín í Háskól-
anum en hún er að læra táknmáls-
túlkun. „Ég steypti gólfið í þessu
herbergi og eyðilagði tímabundið á
mér puttana. Þessu húsi hafði verið
lítið viðhaldið og það var ekki í sér-
lega góðu standi þegar við keyptum
það fyrir tveimur árum. Við þurft-
um að taka allt í gegn og eigum
núna aðeins eftir að taka þakið. Við
breyttum líka innra skipulaginu,
færðum eldhúsið niður í kjallara og
bjuggum til baðherbergi á miðhæð-
inni. Þetta er náttúrlega búin að
vera brjálæðisleg vinna en við höf-
Morgunblaðið/Kristinn
Opnar hirslur Innréttingarnar í eldhúsinu í kjallarnum smíðaði maður Kristínar en hún lagði flísarnar á veggina. Allt leirtauið er ýmist handverk tengdaföður hennar, bróður hans og sonar,
sem allir eru leirkerasmiðir í Frakklandi. Fyrir vikið er eingöngu borðað af leirdiskum á þessu heimili. Glösin lengst til hægri eru öll handblásin og keypt á markaði í Frakklandi.
Sjónvarpslaust heimili
Mæðgur Kristín og Lilja dóttir hennar inni á baðherberginu sem þau hjónin hönnuðu frá grunni.
Hlaðinn veggur Heimilisfaðirinn hlóð fallegan vegg við húsið.
Lítil hús eiga það til að
vera stærri að innan en
að utan. Kristín Heiða
Kristinsdóttir kíkti inn í
eitt slíkt og undraðist.
lifun
30 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ