Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 33
ðuð er haldlaus
Íslands taldi
gjast með þeim,
ins. Lögreglunni
ggja mat á hern-
skynbragð á
telja, að lög-
mati.
a einkennist af
g Guðna Th. Jó-
ðir um ástandið í
tta áratugarins
etlandi og Banda-
fræðingar og
að árás á Ísland
á að reyna að
rt eitthvað væri
hafa … Ímynd-
stríðsins og
ðir Þjóðverja í
með menn í gön-
óns stangast á
eru frá þessum
neðan. Þá hefur
iðin frá hlutleysi,
Ally Who Came in
m töldu hern-
iárás á landið
vélum.
ið 1948 og segir
skum ráðamönn-
ist sem atvik
vað á þessa leið:
ðstæður til hern-
ynni rauði herinn
ka síldarflotanum
ig á annað
kksins kynnu að
leið inn í landið,
llina í Keflavík
aðild Íslands að
varnarsamning
kir stjórn-
lögga grein fyrir
a einnig, að þeir
g varnarmál Ís-
foringja en
jóðarinnar.
hitehead frá við-
ð fulltrúa Banda-
erforingjanna:
a, að líkur væru
avík yrðu fyrir
reynt yrði að
æðilegu sjón-
beita hér fyrir
sta vegna erf-
ríkisráðherra frá
P. Butrick,
r:
kið um þá hættu,
n vonaði, væri, að
r fljótari hingað
undir veðri kom-
na kynni að vera
tshafið og meðan
eirri spurningu,
litið, að hæpið
num, að stríð
ríkjamenn hefðu
stöðum á leiðinni
ni mega svo vera
maður til að
hana yrðu hern-
að taka á. Grunur
vissa, að Rússar
þeir afstöðu
ætu þeir tekið allt
æru því alls ekki
vera láta.
sem gekk í sum-
m borð í rúss-
ði sagt Mr.
ks í Bandaríkj-
kur slík bráð
gæti verið trú-
ekki, og lofað að
æru hér ennþá og
frá því, þegar
og skipstjórinn
nni inn og sagði
yfirmenn þessa
væru enn, í
aldrei nálægt
íslenzkra sjó-
kunna til veið-
eir fengu um
m, a.m.k. ekki
r um stærð skip-
era Liberty-
skip, sem Bandaríkjamenn hefðu látið Rússum í té. Mr.
Butrick sagði, að það mundi sennilega enn vera í eigu
Bandaríkjastjórnar. Ég svaraði því til, að þeir hefðu e.t.v.
lánað þá í þessum sérstaka tilgangi hingað upp til Ís-
lands.“
Hugarburður og veruleiki
Þessi samtímafrásögn Bjarna Benediktssonar hefur yf-
ir sér annan brag en útlistun Jóns Ólafssonar á viðhorfi
Bjarna til hættunnar af sovéska síldarflotanum sumarið
1950.
Íslensk stjórnvöld litu ekki á viðbrögð við sovéska síld-
arflotanum á hafi úti sem lögreglumálefni. Þau bjuggu yf-
ir vitneskju um, að stjórnendur skipa flotans væru í rúss-
neska herflotanum. Þá sáust byssustæði á sovéskum
skipum í fiskiflotanum. Töldu stjórnvöld einfaldlega eðli-
legt, að þeir, sem vildu styrkja varnir Íslands, fylgdust
með ferðum flotans. Bandaríkjastjórn var sama sinnis og
þess vegna var brugðist við á þann veg sumarið 1950 að
senda herskip á vettvang og kanna flotann nánar. Það
hefði að sjálfsögðu ekki verið gert, ef flotastjórnin hefði
talið þessar grunsemdir út í hött.
Heimildir sýna, að sovéska leyniþjónustan undirbjó á
þessum árum skemmdarverk á fjölda herbækistöðva á
Vesturlöndum með sérstakri áherslu á þá flugvell, sem
gátu þjónað bandaríska kjarnorkuflugflotanum eins og
Keflavík.
Íslenska lögreglan kom að málum vegna ótta við, að
innrás Sovéthersins annaðhvort úr lofti eða af sjó, yrði
studd af innlendum Sovétvinum, sem sumir höfðu fengið
hernaðarþjálfun og safnað hér að sér skotvopnum á fjórða
áratugnum. Jón Ólafsson hefur að vísu leitast við að
breiða yfir vopnaburð Sovétvinanna og gera sem minnst
úr honum. Skrásetning lögreglunnar á kommúnistum tók
hins vegar ekki síst mið af þessari hættu, enda byggði hún
afstöðu sína á rökstuddum grun um, að kommúnistar
mundu enn beita valdi, eins og þeir höfðu gert í
Gúttóslagnum og með atlögunni að alþingi 30. mars 1949.
Mat herforingjanefndar NATO
Hinn 19. september 1950 var Bjarni Benediktsson utan-
ríkisráðherra í Pentagon-byggingunni í Washington og
hitti þar fulltrúa í svonefndri Standing Group NATO, eða
fastanefnd herforingja undir formennsku franska hers-
höfðingjans Pauls Ely, sem hafði orð fyrir nefndinni. Með
Bjarna voru Íslendingarnir Thor Thors, Hans G. And-
ersen, Gunnlaugur Pétursson og Magnús Magnússon. Til-
gangur fundarins var, að „rannsaka í sameiningu innan
ramma NATO með hverjum hætti öryggi og fullveldi Ís-
lands verði haldið uppi. Með öðrum orðum, að rannsaka
hverja þá hættu, sem kann að snúa að Íslandi.“
Ely hershöfðingi kemst svo að orði á þessum fundi í
þýðingu túlks: „Í hugsanlegum átökum í framtíðinni, jafn-
vel enn frekar en í fyrri átökum, hafa samgönguleiðir,
bæði í lofti og á sjó, milli meginlands Ameríku og Evrópu
þýðingu, sem naumast er þörf á að leggja áherslu á hér.
Vegna landfræðilegrar legu sinnar mundi Ísland verða al-
gjör miðdepill baráttunnar um yfirráð þessara samgöngu-
leiða … Landslag eyjarinnar mundi gera bæði loft- og
herafla, sem nægði til að halda uppi þessum samgöngu-
leiðum, auðvelt að hafast þar við.
Að þessu athuguðu verður það augljóst, að Sovétríkin
mundu gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að
minnsta kosti að koma í veg fyrir, að Bandamenn gætu
notað Ísland, ef þeir reyndu þá ekki að ná sjálfir yfirráð-
um í landinu. Þess vegna virðist hættan, sem vofir yfir Ís-
landi vera augljós. En í hvaða mynd mundu þessar árásir
birtast? Þær mundu koma fram sem sprengjuárásir, „nav-
al blockade“ og skemmdarverk, allt í senn, eftir atvikum.
Þær gætu einnig birts [svo!] með þeim hætti, að sendir
væru í lofti eða á sjó „Commando“ flokkar. Með hverjum
hætti, sem þessar árásir kynnu að eiga sér stað, er nauð-
synlegt að gera sér grein fyrir tveimur atriðum í þessu
sambandi. Fyrra atriðið er, að þessar árásir kynnu að eiga
sér stað áður en hernaðaraðgerðir hæfust, á þeim tíma,
þegar menn mundu hafa tilhneigingu til að trúa að friður
ríkti. Og hitt atriðið, sem formaðurinn óskar að leggja á
alveg sérstaka áherslu, er atriði, sem endurtekur sig í öll-
um Sovétaðgerðum á meginlandi Evrópu, og er fólgið í, að
samtímis og sameiginlega er beitt ytri athöfnum og innri
athöfnum, – sem venjulega eru þekktar undir nafninu
fimmta herdeildin. Þessi athöfn, sem miðar að því að grafa
undan réttum stjórnarvöldum, er mikilvægur hluti af
stríðskenningum þeirra. Fimmta herdeildin eða þessi
moldvörpustarfsemi er, samkvæmt því, sem formaðurinn
óskar að leggja áherslu á, ekki aðeins framkvæmd póli-
tískrar kenningar, heldur framkvæmd stríðskenningar.
Og við höfum þegar séð þetta eiga sér stað á ýmsum stöð-
um í Evrópulöndum.“
Spurt um síldarflotann
Í samtalinu við herforingjana víkur Bjarni Benedikts-
son að því, að þá um sumarið hafi verið mikill floti af rúss-
neskum skipum í nágrenni Íslands. Hann segir: „Sam-
kvæmt fregnum, sem við höfum, eitt stórt Liberty skip,
um 10.000 tonn, 3 móðurskip um 3.000 tonn og 3 eða 4,
e.t.v. 400 til 500 tonn. Og við höfum getað talið h.u.b. 40
fiskibáta, en menn halda, að þeir kunni að vera 80–90. Nú
er auðvitað ekkert við því að segja á friðartímum, en á
miklum hættutímum hefðum við haldið, að það kynni að
vera nokkur hætta af þessum rússnesku skipum í ná-
grenni landsins … En e.t.v. var ekkert grunsamlegt við
það, vegna þess að menn búast við, að þau fari um þetta
leyti, a.m.k. fyrir 20. september. Engu að síður höfum við
verið nokkuð órólegir yfir þessu. Og það virðist vera mjög
strangur heragi um borð í þessum skipum.“
Hann minnir á að Bandaríkjamenn hafi þrisvar sinnum
sent herskip á vettvang þá um sumarið og segir: „Við met-
um mikils, að þessi herskip voru send til Íslands, en við
mundum hafa metið það ennþá meira, ef þau hefðu verið
allt sumarið.“
Omar Bradley svarar
Omar Bradley, hershöfðingi í Bandaríkjaher, situr
fundinn og bregst við þessum orðum Bjarna með því að
segja:
„Við vissum um þennan flota, þegar þið sögðuð okkur
frá honum, og tókum ákvörðun um að senda þessi skip
þangað þessar ferðir. En það er erfitt að hafa þessi skip
úti á hafi allt sumarið, þegar þau geta ekki komið inn og
verið í einhverri höfn, sérstaklega þar sem við höfum
skuldbindingar um heim allan og svo mikið lið fast í Kóreu
um þetta leyti, svo að Herforingjaráð okkar taldi, að þeir
hefðu ekki efni á að halda þessum herskipum þarna allan
tímann, en þeir hafa sent þau þangað, eins og þér sögðuð,
í þrjú mismunandi skipti.
Návist þessa flota er eitt af því, sem hefur fengið okkur
svo mikillar áhyggju, að við höfum beðið ykkur að ræða
þetta [það er að hafa herafla á Íslandi] og hugsa um
það … Eitt af því, sem hér kemur til greina, er lega lands
ykkar, sem gerir það mjög freistandi stað fyrir hvern, sem
vildi hefja árásaraðgerðir.“
Hætta af undirróðri
Hér fer ekkert á milli mála. Íslensk stjórnvöld eru ekki
ein um áhyggjur af sovéska flotanum og bandaríska her-
foringjaráðið sendi herskip til að fylgjast með honum án
hvatningar íslenskra stjórnvalda. Vegna aðstöðuleysis fyr-
ir herskip á Íslandi og Kóreustríðsins treysta Bandaríkja-
menn sér hins vegar ekki til þess að láta herskip sín vera
öllum stundum í nágrenni við sovéska flotann.
Á hverju byggja þeir Guðni Th. Jóhannesson og Jón
Ólafsson fullyrðingar sínar um, að breskir og bandarískir
hernaðarsérfræðingar hafi talið innrás útilokaða með öllu?
Eða að ímyndunarafl íslenskra ráðamanna og embættis-
manna hafi ekki verið friðað fyrr en Bandaríkjamenn féll-
ust á að senda tundurspilla til að fylgjast með sovéska
síldarflotanum?
Hvers vegna horfa þeir Jón og Guðni Th. fram hjá
hinum margítrekuðu sjónarmiðum hernaðarsérfræðing-
anna um, að samspil sovéska flotans og flughersins og
Sovétvina í fimmtu herdeildinni á Íslandi skapi mesta
hættu fyrir öryggi lands og þjóðar?
Í samtali utanríkisráðherra Íslands við fulltrúa í Stand-
ing Group í september 1950 kemur fram, að nefndin hvet-
ur íslensk stjórnvöld til að opna augu íslensks almennings
fyrir hættunni af undirróðursöflum („subversive ele-
ments“) og til að auka áhrif íslensku lögreglunnar með því
að setja frekari öryggisreglur og hafa ákveðnari fram-
kvæmd í meðferð á brotamönnum. Ely hershöfðingi segir
nefndina ekki hafa neinar sérstakar hugmyndir um það,
hvernig staðið skuli að því að bregðast við þessum ábend-
ingum, en hafi viljað „undirstrika hættuna, sem stafar frá
hinum kommúnistisku „subversivu elementum“ en það er
hætta, sem er ekki aðeins til á Íslandi heldur einnig í
mörgum öðrum löndum.“
Árangursrík löggæsla
Íslensk stjórnvöld töldu sig knúin til að styrkja lög-
gæslu vegna undirróðursafla, hinna „subversivu ele-
menta“, sem kalla mætti „óvini ríkisins“ innan landamæra
þess. Öryggisþjónusta á vegum lögreglunnar var leiðin til
þess hér á landi eins og annars staðar. Vegna þess hve
mikil hætta var talin á, að reynt yrði að beita fimmtu her-
deild til að ná tökum á flugvöllum landsins, lagði lögregla
höfuðáherslu á að fylgjast með þeim, sem störfuðu á flug-
völlunum.
Eftir því sem leið á kalda stríðið og umsvif sovéska
sendiráðsins í Reykjavík jukust leitaðist lögreglan við að
koma í veg fyrir, að sovéska leyniþjónustan héldi hér
óhindruð úti starfsemi sinni. Þegar vikið var að því op-
inberlega, að sendiráðið og viðskiptin við Sovétríkin væru
notuð sem skjól fyrir KGB og skynsamlegast væri að
krefjast þess, að starfsmönnum í sendiráðinu við Garða-
stræti yrði fækkað, svöruðu sovésk yfirvöld með hótunum
um að hætta viðskiptum við Ísland. Sannaði sá pólitíski
bægslagangur allur, hve mikla áherslu Sovétmenn lögðu á
að halda hér úti fjölmennu liði.
Hinn 18. nóvember 1990 sagði Morgunblaðið frá því, að
það hefði rætt við Oleg Gordíevskíj og spurt hann um
samband KGB og Íslands, þar sem hann sinnti málefnum
Norðurlanda sérstaklega á löngum starfsferli sínum.
Gordíveskíj var á vegum KGB í Kaupmannahöfn á sjö-
unda áratugnum, síðar var hann sendur af KGB til Lond-
on. Hann flýði Sovétríkin 1985 og er einn hæst setti KGB-
maður, sem hefur opinberlega gefið upplýsingar um starf-
semi KGB. Hann sagðist hafa deilt herbergi í
höfuðstöðvum KGB í Moskvu með Gergel, fyrrverandi yf-
irmanni KGB á Íslandi. Í Morgunblaðinu stóð:
„Það var talað um að KGB hefði tekist að koma á leyni-
legu trúnaðarsambandi við fjóra menn á Íslandi. Ég man
að einn þeirra var í Alþýðubandalaginu og annar í stærsta
stjórnmálaflokki landsins og ég man einnig greinilega að
Framsóknarflokkurinn var nefndur. Að auki hafði tekist
að koma slíku sambandi á við einn þeirra sem stóð
framarlega í íslensku friðarhreyfingunni,“ sagði Oleg
Gordíevskíj og bætti við að um starfandi stjórnmálamenn
hefði verið að ræða. Hann vildi ekki fullyrða neitt um
samband KGB og Alþýðuflokksins. Hann tók fram að hér
væri ekki um eiginlega njósnara að ræða. Vegna smæðar
Íslands hefði útsendurum KGB verið bannað að ráða ís-
lenska uppljóstrara. Þess í stað hefði verið ákveðið að
reyna að koma á leynilegu trúnaðarsambandi (á ensku
Confidential Contacts, innskot Morgunblaðið). Þetta fólk
hefði ekki verið á mála hjá KGB en þegið gjafir við ýmis
tækifæri og ferðir til Sovétríkjanna. Ólíkt því sem tíðk-
aðist annars staðar hefðu fundir þessa fólks og KGB-
mannanna ekki farið fram á veitingastöðum heldur á
heimilum útsendara sovésku leyniþjónustunnar í Reykja-
vík. Hann gat þess að almenna reglan væri sú að KGB-
mönnum væri bannað að hafa samskipti við fulltrúa
kommúnistaflokka í erlendum ríkjum en gerð hefði verið
undantekning hvað Alþýðubandalagið varðaði þar sem
mat manna í höfuðstöðvunum hefði verið það að þar væri
ekki um hreinræktaðan kommúnistaflokk að ræða.
Gordíevskíj sagði að sérstakar reglur giltu um starf-
semi KGB á Íslandi sem mótaðar hefðu verið annars veg-
ar með tilliti til smæðar landsins og þá sérstaklega
Reykjavíkur og þeirrar staðreyndar að Íslendingar hefðu
ávallt rekið fremur vinsamlega utanríkisstefnu í garð Sov-
étríkjanna. Í sovéska sendiráðinu í Reykjavík störfuðu
þrír, hugsanlega fjórir, KGB-foringjar. Útsendarar leyni-
þjónustu hersins, GRU, væru hins vegar fleiri, sennilega
sjö en hugsanlega allt að 11. Þar af væru þrír þeirra
skráðir sem sovéskir stjórnarerindrekar. „Vladímír
Mínkevítsj stjórnar aðgerðum GRU á Íslandi. Hann er
reyndur, þekktur og duglegur leyniþjónustumaður. Ég
veit að hann hugðist flytja sig til Danmerkur en dönsk yf-
irvöld neituðu honum um landvistarleyfi og þá kom hann
til Íslands,““ sagði Gordíevskíj.“
Þessi frásögn ber enn með sér, að störf íslensku lög-
reglunnar og eftirlit hennar með Sovétvinum og sovéska
sendiráðinu í Reykjavík skilaði þeim árangri, að útsend-
arar KGB og GRU beittu öðrum aðferðum hér en annars
staðar, eftir að ljóstrað var upp um þá snemma á sjöunda
áratugnum. Hins vegar fer ekki á milli mála, að sovéskir
leyniþjónustumenn reyndu og tókst eftir þessari frásögn
að dæma að flækja Íslendinga í net sín, eins og ,,eðlilegt“
mátti teljast frá þeirra sjónarmiði.
Sérstaða Jóns
Í upphafi þessarar greinar var vikið, að umsögn Jóns
Ólafssonar um Óvini ríkisins, þar sem hann ber blak af
starfsemi KGB á Íslandi. Þá hefur ályktunum Jóns af
ferðum sovéska síldarflotans verið lýst. Hvort tveggja
skapar Jóni sérstöðu vegna hins furðulega málatilbún-
aðar hans. Hann fullyrðir ranglega, að hernaðarsérfræð-
ingar hafi ekki talið hættu á árás á landið af sjó eða úr
lofti á kalda stríðsárunum. Hann reynir enn á ný að
halda því fram, að menn, sem aðhylltust valdbeitingu í
orði og verki og höfðu svarið Sovétstjórninni ævarandi
trúnað og hlutu frá henni hvers kyns stuðning, hafi ekki
með nokkrum hætti ógnað öryggi Íslands á hættutímum,
þegar engan veginn var útilokað að Sovétherinn seildist
hingað.
Með röngum fullyrðingum, undanskoti á heimildum og
rangtúlkunum kemst Jón að þeirri niðurstöðu, að hér á
landi hafi kommúnistar aldrei myndað neina fimmtu
herdeild – hér hafi aldrei verið nein undirróðursöfl („sub-
versive elements“) og Ísland hafi þannig haft einstaka
sérstöðu meðal Evrópulanda.
Þá ber einnig að líta til þess, að Jón Ólafsson hefur látið
það álit í ljós, trúlega einn fárra manna, sem gegna pró-
fessorsstöðu á Vesturlöndum, að Sovétríkin hafi ekki verið
alræðisríki og jafnframt lýsti hann því nýlega í Lesbók-
inni, að Sovétríkin hefðu ,,afskrifað“ Ísland sem banda-
rískt áhrifasvæði 1943. Hann hafði þó áður skrifað bók,
sem fjallar að miklu leyti um, hvernig Sovétstjórnin seild-
ist markvisst hér til ítaka um áratugaskeið að stríði loknu
með viðskiptum og hvers kyns stuðningi við íslenska
,,vini“ sína!
Rökræður við Jón Ólafsson um það, sem var efst á
baugi í öryggismálum Íslands í kringum 1950, eru til-
gangslausar, ef hann kýs að beita þeim aðferðum að hafa
samtímaheimildir að engu, byggja á eigin hugarburði,
nota fölsk rök og skjóta undan heimildum um eðli komm-
únistahreyfingarinnar og Sovétríkjanna.
Jón Ólafsson hefur að sjálfsögðu fullt frelsi til að hampa
skoðunum sínum, þótt þær standist ekki gagnrýni. Hitt er
dapurlegra, að Morgunblaðið, sem jafnan hefur látið
raunsæi og stuðning við lýðræðið ráða stefnu sinni í ör-
yggismálum íslenska ríkisins, skuli bjóða lesendum að fela
manni, sem staðinn hefur verið að hvers kyns rang-
færslum um þessi mál, að dæma bók um óvini lýðræðisins
í blaðinu. Morgunblaðið mundi aldrei fela fræðimanni,
sem dregið hefði hlut nasista með álíka rangfærslum og
afneitað alræðiseðli Þriðja ríkisins þýska, að dæma bækur
um viðhorf stjórnvalda til hættu af starfsemi nasista hér á
Íslandi á tímabilinu fram til hernáms landsins.
»Er unnt að taka þann fræðimann alvarlega, sem ætlast í fyrsta lagi til
þess að hann fái upplýsingar frá slíkum aðilum um hugsanlega ,,óeðli-
lega starfsemi“ og virðist síðan taka gildan vitnisburð þeirra um, að hún
hafi ekki farið hér fram? Sæmir það virðulegu og lífsreyndu dagblað að
birta slíkan vitnisburð sem baksíðufrétt?
Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
erdeildin