Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 37

Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 37 MINNINGAR Elsku amma Hildur. Mér finnst sárt að þú sért ekki lengur hjá okk- ur en samt gott að vita að þú ert á góðum stað núna og líður betur. Þær eru margar stundirnar sem við áttum saman. Allur sá tími sem þú gafst mér er mér ómetanlegur og ég veit að þú átt stóran þátt í því hver ég er í dag. Ég gleymi því aldrei hvað mér leið alltaf vel með þér. Svo sem þegar við vorum inni í eldhús- inu á Sunnubrautinni þar sem þú varst alltaf að baka eða elda dýr- indis rétti á meðan ég sat uppi á borðinu og hlustaði á góð heilræði. Eða þegar við vorum í Heiði, í sum- arhúsi Önnu frænku, ég, afi og þú á pallinum í sólbaði, þar sem þið horfðuð á mig gera skakka flikkið á pallinum sem ykkur fannst næstum fullkomið. Alltaf vilduð þið mér það besta. Alltaf varstu að gera eitthvað, baka, hekla, smíða eða mála og þá stóð ég við hlið þér og hlustaði á allt sem þú hafðir að segja um lífið og húsverkin. Þú varst alltaf svo góð og hlý við mig að því verður varla með orðum lýst. Mér finnst ég hafa verið stóran hluta æsku minnar hjá ykkur afa á Sunnubrautinni. Það er ekki síst ykkur að þakka hve mér þóttu æskuár mín góð og notaleg. Þú varst alltaf að kenna mér eitthvað nýtt og nytsamlegt á hverjum degi. Þín er svo sárt saknað, elsku amma mín. Langaði til að hafa þig alltaf hjá mér, en svona er víst gangur lífsins. Það eru sem betur fer óteljandi góð- ar og skemmtilegar minningar sem ég á um samverustundir okkar með afa gamla. Þú varst svo miklu meira en bara amma fyrir mér. Þín Hildur Jakobína (Bíbí). Frá því ég man fyrst eftir mér hvíldi ævintýraljómi yfir nafninu hennar Hildar, föðursystur minnar. Hún var svo falleg, svo glæsileg og svo mikil reisn yfir fasi hennar að engum duldist. Hún bjó löngum með fjölskyldu sinni fjarri Íslandi, í lönd- um sem voru í barnshuga mínum ámóta fjarlæg og tunglið er nútíma- fólki. Það var því alltaf tilhlökkunar- efni þegar von var á Hildi frænku með fólkið sitt í heimsókn heim í sveitina, Geitaskarð, þangað sem hún átti svo sterkar rætur. Frænd- systkinin, þau Anna, Bjössi, Sigga og Tryggvi, börnin þeirra Agnars, voru því sjaldséðir aufúsugestir. Hún var afar ættrækin og lagði sig fram við að viðhalda og styrkja ætt- arböndin. Ég verð henni og Agnari ævinlega þakklát fyrir að hafa feng- ið að dvelja hjá fjölskyldunni á Sunnubrautinni þegar mig, ungling- inn, vantaði húsaskjól vegna náms í Reykjavík. Þá var fjölskyldan flutt til Íslands aftur eftir áralanga dvöl erlendis vegna starfa Agnars. Þenn- an vetur kynntist ég margvíslegum kostum frænku minnar. Hún hélt vel utan um barnahópinn sinn, fylgdist með viðfangsefnum þeirra og áhugamálum, kenndi þeim að leggja sig fram og hvatti þau til dáða. Allur heimilisbragur á Sunnu- brautinni bar vitni smekkvísi og heimsborgarabrag húsráðenda. Þau hjón voru samhent, þar sem annars staðar. Hjá þeim var ávallt veitt af rausn og glaðværð og gott að sækja þau heim. Heimili þeirra var í huga margra helsti samkomustaður og miðstöð stórfjölskyldunnar og Hildur Sólveig Þorbjarnardóttir ✝ Hildur SólveigÞorbjarn- ardóttir fæddist á Heiði í Gönguskörð- um 31. ágúst 1924 og bjó sín uppvaxt- arár á Geitaskarði í Langadal í A- Húnavatnssýslu. Hún andaðist á Droplaugarstöðum 24. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 3. janúar. óhugsandi að fara suð- ur án þess að koma til Hildar og Agnars. Hildur fylgdist vel með frændfólki sínu og gladdist yfir hverj- um áfanga sem unga fólkið náði í námi og starfi. Meira að segja eftir að hún veiktist og missti málið fylgdist hún með af athygli þegar henni voru sagðar fréttir af ætt- ingjunum. Skarpt augnaráðið og hlýja brosið hennar sýndi að hugurinn var vel virkur þótt hana vantaði orðin til að tjá það sem inni fyrir bjó. Það var aðdáanlegt að fylgjast með hve þétt fjölskyldan stóð saman í veikindum hennar. Agnar og börnin þeirra um- vöfðu hana umhyggju og kærleika og gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð til að gera henni tilveruna sem léttbærasta. Ég sendi Agnari, Hobbu frænku og mínum ástkæru frændsystkinum, þeim Önnu, Birni, Sigríði og Tryggva innilegar sam- úðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur, en öll sjáum við á eftir glæsilegum fulltrúa þeirra sem uxu upp við trú á ræktun lands og lýðs, trúðu á hið góða í manneskjunni og gengu ávallt á undan með góðu for- dæmi. Blessuð sé minning Hildar frænku minnar. Ingunn Ásdís Sigurðardóttir. Minningargrein um Hildi Sól- veigu er hér eins og smásproti af grein á einstöku tré. Glæsilegu tré sem væri stórbrotin ævisaga og minning um kvenskörung. Kaflarnir yrðu t.d.: Óðalsbóndadóttirin úr Húnaþingi; heimskonan; garðyrkju- konan; framkvæmdakonan; þúsund- þjalasmiðurinn; gáfukonan; fjöl- skylduættmóðirin. Auk þess kaflar um öll velferðar- og umönnunar- störfin sem hún sinnti í sjálfboða- liðavinnu af ræktarsemi og hugsjón, auk kór- og safnaðarstarfs í sókn- arkirkjunni, Kópavogskirkju. Og í lokin; ævikvöldið. Allt sem Hildur tók sér fyrir hendur var gert af krafti og dugn- aði. Margir nutu góðs af því sem hún beitti sér fyrir og áorkaði. Þegar hún var tengdamamma mín bjargaði hún oft ýmsum málum, stórum og smáum, sem upp komu hjá okkur. Á Hildur stórt pláss í hjarta mínu fyrir alla hjálpina og auðsýnda elsku til okkar. Hildur vann öll verk sem þurfti til heimilisins. Hvort sem var inni- eða útiverkin, smíðaði jafnvel og lagaði sjálf mest það sem þurfti og mörg verkin og vandamál sem komu upp leysti hún oftar en ekki sjálf. Og alls staðar þar sem hún var og hvar sem er var hún alltaf svo falleg og glæsi- leg. Auk þess að vera uppábúin var hún tignarleg og fögur kona svo af bar. Ég var líka stolt að hún var frænka mín og seinna tengdumst við meira og hún varð amma barna minna, sem ég vona að hafi fengið frá henni góða eiginleika og líka muni hafa hana sem fyrirmynd í dugnaði og góðum verkum. Elsku Agnar, missir þinn er mik- ill. Dag skal að kveldi lofa. Minning Hildar lifir. Nú er komið að kveðju- stund og ber að þakka fyrir allt. Bið guð að styrkja ykkur stórfjöl- skylduna og blessa. Í lokin fylgir úr Varabálki vísu- korn eftir langafa Hildar, Sigurð Guðmundsson, sem bjó á Heiði í Gönguskörðum og seinna fæddist Hildur þar í litla fjalldalnum fagra. Heilræði og reglur andlegs og ver- aldlegs efnis Varabálks eiga vel við Hildi og var greinilegt að hún hafði tileinkað sér í lífinu mörg erindin. Föðurlands þér innræt ást; er hún manns í heimi heiðurs krans, er minnst kann mást minning hans bezt geymir. Helga Lilja Björnsdóttir. ✝ Kristín Jón-asdóttir frá Vogum í Mývatns- sveit fæddist 9. maí 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 1. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Pétur Hallgrímsson frá Grænavatni og Guðfinna Stef- ánsdóttir frá Önd- ólfsstöðum í Reykjadal. Kristín átti átta systkini, í aldursröð voru þau Ólöf, Jón, Stefán, Sigurgeir, Þorlákur, Guðfinna Friðrika, Hallgrímur og Pétur. Eftirlifandi eru Ólöf, Sigurgeir og Þorlákur. Kristín eignaðist eina dóttur, Svanhildi Björk, f. 1947, d. 1993. Eiginmaður Svanhildar var Stef- án Þórhallsson, f. 1944, d. 1995. Son- ur Svanhildar og Þóris O. Þórissonar er Þórir S. Þór- isson, f. 1973. Kona hans er Guðrún Erla Gísladóttir, f. 1972. Sonur Guð- rúnar er Atli Jakob Einarsson, f. 1993. Börn Þóris og Guð- rúnar eru Gísli Fannar, f. 2000, og Svanhildur Björk, f. 2001. Synir Svan- hildar og Stefáns eru Kristinn Agnar Stefánsson, f. 1977, kona hans Eyrún Ósk Ingólfsdóttir, f. 1981, og Þórhallur Reynir Stef- ánsson, f. 1980. Útför Kristínar verður gerð frá Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma Stína. Stoltur mun ég bera þig til grafar í dag. Ég skal svo sannarlega halda höfðinu hátt því að þú átt það skilið. Það er svo margt sem mig langar til að segja. Soðinn silungur og karrísósa eru enn í dag einn minn uppáhalds matur. Ég man sérstak- lega eftir sumrinu 1994, en þá kom ég alltaf í Voga í hádegismat, alla virka daga. Það var alltaf silungur í matinn! En hvern einasta dag bragðaðist silungurinn betur og bet- ur. Það jafnast ekkert á við grasam- jólk og slátur. Þú sagðir mér marg- oft hvernig ætti að búa til grasam- jólk. Nokkur grös … smásalt … skvetta af sykri … mjólk … ekkert mál! Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég hef oft reynt þetta, en það kemur aldrei það bragð sem ég vil fá. Það verður aldrei eins og gra- samjólkin þín. Kanilsnúðarnir sem þú bakaðir þegar ég var lítill voru alveg ólýs- anlega góðir. Í minningunni er það líka þannig, að þeir voru alltaf bún- ir. En samt minnir mig líka að þú hafir alltaf verið að baka þá! Það var alltaf jafn gaman að fara með þér í búðina þegar ég var lítill. Þú keyptir það litla sem þig vantaði og svo mátti ég alltaf velja mér ís. Þegar ég varð eldri minntir þú mig á loforð sem ég hafði gefið þér: „Amma, þegar ég verð stór þá ætla ég að keyra þig í búðina.“ Ég stóð við mitt loforð, og eftir að ég fékk bílpróf þá keyrði ég þig oft í búð- ina … og alltaf bauðst þú mér ís. Þegar ég var lítill sagðir þú mér margar sögur. Krummi datt í strokkinn, Loðinbarði, Smjörbiti og Gullintanni eru fá söguheiti sem ég man eftir og sennilega fæ ég aldrei að heyra þessar sögur aftur. Ef ég bara gæti sagt mínum börnum þess- ar sögur á sama hátt og þú gerðir, það væri ómetanlegt. Ég er þakklátur fyrir svo margt annað, amma mín. Ég er þakklátur fyrir það að þú hélst dóttur minni Svönu undir skírn fyrir fimm árum. Að fá að heyra þig nefna hátt og skýrt nafnið „Svanhildur Björk“ í kirkjunni, þegar presturinn spurði um nafn stúlkunnar, er mér ómet- anlegt. Hugsandi til þess að þetta nafn hafðir þú valið á mömmu fyrir svo mörgum árum. Ég er líka þakk- látur fyrir að hafa náð að hitta þig fyrir jólin. Ég veit að þú varst glöð að sjá mig, Kristin og Halla, „strák- ana þína“, og ég veit að þú varst líka glöð að sjá Svönu með okkur. Ég er þakklátur og stoltur yfir því að hafa átt þig fyrir ömmu. Minningarnar um þig eru einstakar, og ég þakka þér fyrir að hafa gefið þér tíma með mér. Ég er viss um að það var vel tekið á móti þér efra, og ég sé þig fyrir mér með bros á vör ásamt mömmu, pabba og systkinum þínum og foreldrum. Ég kvaddi þig á Húsavík fyrir tveimur vikum með því að segja að þegar ég kæmi næst í heimsókn þá mundi ég vilja fá grasamjólk hjá þér. Ég hef sjaldan séð þig brosa jafn mikið og þá. Í dag ætla ég að kveðja þig með sama hætti: Næst þegar ég hitti þig amma (og þú þarft að bíða lengi eftir mér), þá bið ég þig að elda handa mér grasamjólk, og svo skulum við hjálpast að við að baka kanilsnúðana þína. Þórir. Í dag kveðjum við Kristínu í Vog- um, sem lést á nýársdag, eða Stínu eins og ég kallaði hana alltaf. Hún gekk að verkum sínum jafnt úti sem inni og stóð fyrir stóru heimili með rausnarbrag. Hún sagði alltaf að vorið væri sinn besti tími því þegar hún rölti á eftir lambánum fengi hún góða hreyfingu með tilgangi en það var einmitt svo einkennandi fyrir hana að hlutirnir þurftu að hafa tilgang. Stína átti heimili sitt í Vogum alla sína tíð og bjó þar lengstum í sam- býli við bræður sína tvo þá Sigur- geir og Pétur. Þar var líka móðir þeirra Guðfinna sem Stína annaðist af ást og trúmennsku í mörg ár. Í hjarta hennar og heimili var líka pláss fyrir bræðrasyni hennar þá Jónas og Gunnar sem komu inn á heimilið með pabba sínum fimm og sjö ára gamlir og voru þar nær öll sín uppvaxtarár. Síðustu mánuðina var hún orðin þreytt enda hafði hún á lífsgöngu sinni upplifað mikla sorg og missi en á aðeins tæpum tveimur árum missti hún ástkæra einkadóttur sína Svönu, bróður sinn Pétur og Stebba tengdason sinn en á milli þeirra ríkti mikill vinskapur. Svana og Stebbi skildu þó eftir þrjá gullmola, þá Þóri, Kristin og Þórhall, sem léttu henni lífsgöng- una. Einnig voru litlu bræðurnir í kjallaranum, synir Gunnars og Dísu, henni til gleði. Þeir sóttu mikið til hennar og voru ósparir á faðmlög og kossa enda reyndist hún þeim sem hin besta amma. Pétur minn fékk líka að kynnast þeirri hlið á Stínu enda átti hún auðvelt með að sýna börnum ást sína. Söngur var hennar líf og yndi og þótt minnið væri að mestu farið og hún komin einni kynslóð aftar og kallaði mig stundum Ernu var það allt í lagi enda langaði mig oft sem barn að heita Sólveig Erna eins og mamma mín. Þá voru lögin og text- arnir allir til staðar. Síðustu vikuna höfum við Dísa setið við rúmið hennar og raulað með von um að hún heyrði í okkur. Líklega hefur það verið misfallegur söngur en við vonum að hún hafi fyrirgefið okkur það og tekið viðleitnina fyrir verkið. Að endingu langar okkur fjöl- skylduna að þakka henni samfylgd- ina og vináttuna og trúum að hún hafi fengið sjónina aftur og sitt svarta hár sem ekki verður fengið úr „Vellatúpu“ í þetta skiptið. Dóttursonum hennar og öllum að- standendum sendum við samúðar- kveðjur. Einnig senda Gunnar, Dísa og fjölskylda samúðarkveðjur og þakka tryggð og vináttu liðinna ára. Þú lést þer annt um litla sauðahjörð, þú lagðir rækt við býli þitt og jörð og blessaðir sem barn þinn græna reit þinn blómvöll, hvert strá, sem augað leit. Þótt þú hvíldist sjálf undir súð var seint og snemma vel að öðrum hlúð og aldrei skyggði ský né hríðarél á skyldu þinnar, tryggð og bróðurþel. (Davíð Stef.) Með virðingu og þakklæti. Sólveig Pétursdóttir. Hún Stína okkar er nú gengin til hvíldar. Sú hvíld hlýtur að vera henni kærkomin, enda var lífsævin annasöm. Snemma þurfti hún að vinna baki brotnu og var sérstak- lega tekið til dugnaðar hennar í hey- skap á yngri árum. Síðar átti það fyrir henni að liggja að sinna stóru heimili af myndarskap í Vogum 2. Ekki einasta gætti hún þess að ætt- ingjana skorti ekkert heldur voru gestakomur tíðar og aldrei nokkrum vísað frá. Hvorki háum né lágum. Alltaf vannst tími til að sinna öðrum og var gestrisni Stínu rómuð. Hún saddi svanga með sætabrauði eða silungi. Slátrið mallaði oft í pottum sem og annar íslenskur sveitamatur. Stína var gestgjafi af guðs náð en kunni síður að þiggja frá öðrum. Eina dóttur eignaðist Stína, Svan- hildi Björk. Ótímabær dauði hennar sem og tveggja tengdasona varð fjölskylduharmur en ekki dugði að gefast upp. Stína sinnti barnabörn- um sínum hugrökk og hjartahlý og hlýtur missir þeirra Þóris, Kristins og Þórhalls að vera mikill nú þegar amma er lögst til hinstu hvílu. Stína annaðist einnig móður sína, bræður, bróðursyni, frændur og frænkur af sérstakri natni og væntumþykju og eigum við fólkið sem bjó í hinum endanum á húsinu henni einnig margt að þakka. Dóttir Jónasar Hallgrímssonar Péturssonar frá Vogum hlaut að verða stórlynd á köflum en viðkvæm einnig og blíð eins og mamman, Guðfinna Stefánsdóttir frá Öndólfs- stöðum. Stína var einnig skapbráð á köflum eins og gengur á blessaðri Vogatorfunni, en fljót að jafna sig eftir að vindhviður blésu. Við nágrannar Stínu munum geyma í hjarta okkar hlýja minn- ingu um vinkonu og systur sem sannarlega hefur glætt líf okkar í mörg ár. Innilegar þakkir fyrir sam- dvölina, traustið og hlýjuna. Fjölskyldan Vogum 4. Kristín Jónasdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.