Morgunblaðið - 06.01.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 06.01.2007, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Auðunn Gests-son fæddist á Kálfhóli á Skeiðum 24. febrúar 1913. Hann lést á Kumb- aravogi á Stokks- eyri 26. desember síðastliðinn. For- eldrar hans, bænd- ur á Kálfhóli, voru Valgerður Auð- unsdóttir (1885– 1945) og Gestur Ólafsson (1884– 1972). Systkini Auð- uns eru: Kristín, f. 1915, búsett Reykjavík, Guð- munda, f. 1918, búsett í Reykja- vík, Þórður (1920–2002) bóndi Kálfhóli, og Björgvin, f. 1924, múrarameistari, búsettur Selfossi. Eiginkona Auðuns (1946) var Kristín Alda Guðmundsdóttir (1920–1998). Þeirra börn eru: 1) Guðleif Selma Egilsdóttir, 1942, Grindavík. Maður hennar var Jón Sigurbergur Kortsson, 1939, bif- vélavirki Hveragerði. Börn þeirra: 1,1 Eyvindur 1961 verk- fræðingur í Sviss (Kona hans var Lorýa Björk, 1962, þeirra börn Stefanía Kristín 1986, sem á son- inn Logan Smára 2003, og Katrín Þóra 1988). Maki Eyvindar er Be- rit Widing. 1,2 Kristín Auður 1962, skrifstofumaður, maki er Sigurður Marísson 1959, hugbún- aðartæknifræðingur (þau eiga Ólaf 1987 og Petrúnu 1989); 1,3 Yngvi Karl 1963 forstöðumaður Geldingalæk, maki Kristín Sigfús- dóttir 1963, forstöðumaður (börn þeirra Þóra Björg 2003 og Þór- bergur Egill 2006); 1,4 Lilja Sól- Alex Andra og Sævar Andra, 1992). Maður Birnu er Sigurður Frímann Emilsson 1967, vélstjóri (sonur þeirra Ívar Óli 1997); 4,2 Óskar 1977 verkamaður Selfossi. Síðari kona Gests Ólafs er Anas- tasía Auðunsson húsfreyja, f. 1972 í Rússlandi (börn þeirra Gestur Andrei 1996 og Lísa Björk 2001). 5) Guðrún 1953 saumakona Reykjavík; með fyrri manni sínum Jóni Guðmanni Jónssyni á hún 5,1 Magnús 1973, múraranema Reykjavík. Kona hans er Hulda Björk Grímsdóttir (börn þeirra Kristófer Arnarson 1994, Sigrún Kara 1999 og Grímur Guðmann 2003); 5,2 Fanný Guðbjörg 1981 háskólanemi Reykjavík, maki Bjarni Kristjánsson. Maður Guð- rúnar er Jón Sigurpáll Salvarsson 1954, fiskiðnaðarmaður Reykja- vík. 6) Ingileif 1954 sjúkraliði Sel- fossi. Maður hennar Sigmundur Stefánsson 1953, deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg; börn þeirra: Þór 1974, skrúðgarð- yrkjumaður og steinsmiður Reykjavík (Með Drífu Heim- isdóttur á hann Þórdísi Önnu 1992). Kona Þórs er Guðrún Rannveig Stefánsdóttir 1977 (dóttir þeirra Sif 2002); 6,2 Linda Björk 1980 kennari Selfossi, mað- ur hennar Stefán Þór Hólmgeirs- son 1971 húsasmiður (dóttir Eva 2005). 7) Ragnar Alexander Þórs- son 1958, ólst upp á Kálfhóli frá þriggja ára aldri, leiðsögumaður Hveragerði. Auðunn var bóndi á Kálfhóli til 1979, að hann fluttist að Selfossi og vann við húsasmíðar fram á ní- ræðisaldur. Auðunn verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11, en jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði. rún 1964, matvæla- fræðingur Danmörku, maki Ni- gel Richardson 1963 kennari (dóttir Guð- björg Esther 1983, í sambúð með Bjarna Víði Pálmasyni nema, f. 1981, þeirra barn Helga Lilja 2003); 1,5 Ingibjörg Guðmunda 1972 líf- fræðingur, maki Hlynur Snæland Lár- usson 1973 rekstr- arstjóri (dóttir Selma Fönn 2004); 1,6 Ólöf Guðrún 1976 talmeinafræðingur í Danmörku, maki Lasse Flensted-Jensen 1978, stjórnmálafræðingur. 2) Gestur 1945, dó vikugamall. 3) Valgerður 1947, húsfreyja Húsatóftum, mað- ur Guðjón Vigfússon 1936 bóndi. Börn þeirra 3,1 Auðunn 1966 íþróttakennari og endurskoðandi, kona hans Harpa Rós Björgvins- dóttir íþróttakennari og nuddari 1966, í Hveragerði (börn Glódís 1993 og Guðjón Helgi 1997); 3,2 Gestur 1972, umhverfisverkfræð- ingur Reykjavík, (með fyrri konu sinni Kristine Helen Falgren á hann Elvu 2000); maki Heiðrún Pálsdóttir fulltrúi 1969 (sonur Auðunn Páll 2006); 3,3 Vigdís 1975 stærðfræðingur og starfs- maður Landbúnaðarháskólans Hvanneyri. 4) Gestur Ólafur 1951, húsasmíðameistari Kópavogi. Fyrri kona Sigrún Óskarsdóttir 1953, húsfreyja Selfossi, börn þeirra 4,1 Birna 1972, sjúkraliði Selfossi. (Með Jóni Steingrími Kjartanssyni á hún tvíburana Auðunn Gestsson var höfðingi að eðlisfari. Hann var harðduglegur, vandvirkur og stálheiðarlegur. Sem bóndi var hann stórhuga en gætinn. Hann fór vel með skepnur og tækja- kost og skipulagði öll sín verk þannig að sem minnst færi úrskeiðis. Leið mín á Kálfhól var löng, þangað kom ég frá Þýskalandi aðeins þriggja ára gamall og ílentist þar í ein sjö ár. Það lá því beint við að ég kallaði hann pabba og Kristínu Guðmundsdóttur, eiginkonu hans, mömmu. Auk barna þeirra Auðuns og Kristínar vorum við nokkuð margir aðkomukrakkar sem bættumst við eldhúsborðið á bænum í gegnum tíðina. Auðunn Gestsson og samtíðarfólk hans upp- lifði miklar breytingar á búskapar- háttum sem og á öllum sviðum sam- félagsins og eiga virðingu skilið fyrir framlag sitt. Einkum var fósturmóð- ir mín nýjungagjörn og bar heimilið á Kálfhóli þess glöggt vitni. Gerðist hún einnig víðförul og lagði erlendar stórborgir að fótum sér. Auðunn var bundinn við búskapinn en lagði þó land undir fót til að reisa hús og smíða innréttingar fyrir aðra, enda var hann handlaginn og vandvirkur mjög. Hann meðhöndlaði timbur af virðingu, nákvæmni og þolinmæði. Sem lítill drengur fylgdist ég með honum við hefilbekkinn og það var eins og hann gæti smíðað allt. Þótt Auðunn tæki hlutverk sitt sem hús- bóndi alvarlega gat hann líka verið afburða skemmtilegur. Ekki síst fyr- ir það hve hann var vel máli farinn. Stóryrtar yfirlýsingar um smæstu mál gátu fengið alla til að skellihlæja. Mér er minnisstætt þegar komið var með fyrstu hænurnar á Kálfhól. Auð- unn lét sig hafa það að byggja yfir þær en þótti ekki mikið til þessa fið- urfénaðar koma enda féll það í hlut okkar sem yngri vorum og fóstur- móður minnar að sinna þeim. Oft bölvaði hann þeirri stundu þegar minkurinn kom til landsins. Á ferða- lögum endurspeglaðist fegurð lands- ins í frjósemi þess, í hans augum. Grösug beitarlönd voru honum því meira að skapi heldur en úfið hraun og örfoka land. Það varð því ekki til að bæta það að hann sneri sig á fæti í Landmannalaugum og lagði fæð á staðinn eftir það. Eftir að Auðunn og Kristín brugðu búi fluttu þau á Sel- foss þar sem hann innréttaði sitt eig- ið verkstæði í bílskúrnum þeirra en framan af vann hann við trésmíðar hjá Samtaki hf. Þau hjónin komu samtals fimm börnum á legg og skilja því eftir sig fjölda afkomenda. Þeim öllum sem og vinum og ættingjum Auðuns Gestssonar votta ég virðingu mína í skjóli góðra minninga um fóst- urföður minn. Ragnar Alexander Þórsson. Af mér legg ég iðjutól, óðum styttir daginn, lífsdaganna sígur sól senn í dauðans æginn. Með þessari vísu Bólu-Hjálmars langar mig að kveðja kæran tengda- föður og minn besta vin Auðun Gestsson. Mér er það minnisstætt er við Ingileif vorum að byrja okkar til- hugalíf, en ég hafði heimsótti hana að Skeiðháholti þar sem hún aðstoðaði Diddu og Villa. En þá bregður svo við að Auðunn kemur þangað akandi á Ferguson-traktornum sínum til að líta þennan unga mann sem var að heimsækja yngstu dóttur hans. Það setti að mér dálítinn kvíða að hitta „kallinn“ en þarna við okkar fyrstu kynni finn ég fyrir því hve mikil og sterk ára hans var og að þarna færi vinur í raun. Mér finnst lítið kínverskt máltæki lýsa vel lífsviðhorfi Auðuns, en þar segir: „Jafnvel þó að þú eigir þúsundir akra getur þú bara borðað eina hrís- grjónamáltíð á dag. Jafnvel þó að í húsi þínu séu þús- und herbergi geturðu bara notað átta fet til þess að sofa á.“ Mig langar, Auðunn, að þakka þér hve mikið þú hefur gefið mér í lífi og starfi, ef ég ætti að telja allt það upp sem við höfum verið að bralla saman um dagana þá mundi það verða efni í heila bók. En við eigum með okkur minningar og þær ylja og eiga eftir að veita mér ánægju og gleði um ókomin ár. Ég vil þakka þér og Stínu fyrir alla þá hlýju og ástúð er þið hafið veitt börnum okkar Ingileifar og barna- börnum. Elsku Ingileif, Valgerður, Ólafur, Gunna og Selma, megi guð styrkja ykkur í missi ykkar og megi minning um góðan föður lifa með ykkur og fjölskyldum. Sigmundur. Við andlát afa míns og nafna flýgur eitt og annað um hugann. Minningar um einn minn besta vin og velgjörð- armann. Einnig ýmsar hugsanir um gang lífsins, hamingju, fjölskyldu og hlutverk hvers og eins í samfélaginu. Hvað er það sem veitir hamingju, gleði og öryggi í lífinu? Í orðabókum kemur fram að orðið afi standi fyrir faðir móður eða föður. Í mínum huga stendur þetta litla og látlausa orð fyrir eitthvað miklu meira sem myndi kosta mun ítarlegri og flóknari skilgreiningu. Markast það væntanlega af kynnum mínum af afa mínum og hans stóra hlutverki í mínu lífi. Við náðum saman 40 góðum árum, báðir við góða heilsu. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hafi valdið því hversu hraustur og heilsugóður afi var fram á tíræðisald- ur. E.t.v. hefur íþróttaiðkun í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni eða tveggja daga lögreglunámskeið á fjórða áratug síðustu aldar haft eitt- hvað með þetta að segja. Þó tel ég að annað vegi þyngra. Hann bar sig alla tíð vel og gekk teinréttur svo eftir var tekið. Hann tamdi sér ekki hið svokallaða þúfnagöngulag sem al- gengt var meðal manna, einkum bænda af hans kynslóð. Annað sem ég vil nefna í þessu samhengi er að hann klæddi sig alltaf vel, borðaði ávallt staðgóðan mat, hafði góða reglu á svefntímum og síðast en ekki síst hvað hann var skapgóður. Margar samverustundir átti ég með afa og allar voru þær gefandi. Til hans sótti ég og margir aðrir gleði og uppörvun í amstri dagsins. Afi var vinmargur enda einstakur húmoristi. Hvort sem það var með heimsóknum eða símtölum gáfu samskipti við hann alltaf lífinu lit. Sögumaður var hann einstakur og honum fannst gaman að rifja upp ýmis atvik, eink- um úr fjallferðum og öðrum svaðil- förum. Í upphafi frásagnar var jafn- an nákvæmlega sagt frá tímasetningu atburðar sem og veð- urfari. Þá var staðháttum lýst í smá- atriðum og nálæg kennileiti nefnd. Eftir það var sagt frá atburðinum með skipulegum hætti, af stakri snilld og fullri athygli áheyrenda var haldið með skemmtilegu orðavali og lýsingum. Skemmtileg atvik sem maður upplifði sjálfur virkuðu jafn- vel enn skemmtilegri þegar afi sagði frá þeim. Ekki er nú hægt að minnast afa án þess að minnast á ömmu og samband þeirra. Ólík voru þau, en saman mynduðu þau ákaflega skemmtileg- an heimilisanda sem ég geri ekki til- raun til að lýsa. Þó má nefna að verkaskiptingin á heimilinu var mjög skýr og virtust bæði sátt við sitt hlut- verk. Afi sá alfarið um skepnuhald og útiverk hverskonar. Amma sá um eldamennsku, þvott og annan heim- ilisrekstur af mikilli natni. Má segja afa það til hróss að hann passaði vel upp á að ryðjast ekki inn á verksvið ömmu. Þegar heilsu ömmu fór að hraka sýndi afi á sér nýja hlið og leysti helstu heimilisverkin vel af hendi. Þangað til hafði hann haft annað að gera. Nú er komið að kveðjustund. Ég tel mig mikinn gæfumann að hafa fengið svo langan og góðan tíma með afa mínum. Hann reyndist mér alltaf vel. Fyrir það er ég þakklátur. Vertu nú hægur, hækill minn, þó hafir margt fyrir stafni. Kveð ég með þökkum í þetta sinn. Þinn einlægur Nafni. Auðunn Guðjónsson. „Ég segi nú ekki margt og smart, jahahá.“ Afi minn, Auðunn Gestsson, segir þetta víst ekki aftur um leið og hann trommar með fingrunum á eldhús- borðið. Hann hefur lokið lífsgöngu sinni. Lífsgöngu sem hann naut, lífs- göngu sem margir hafa lært mikið af og margir hafa fengið að njóta með honum. Síðustu sporin sem við áttum saman voru þegar hann fylgdi okkur til dyra á Kumbaravogi, þar sem hann bjó síðustu árin og kvaddi þá Auðun alnafna sinn með sínu blíða brosi, sæll og glaður í bragði. Ég var svo heppinn að hafa hann ekki bara sem móðurafa, heldur líka sem mikinn og náinn vin. Ég bjó hjá honum og ömmu í Fossheiðinni á Sel- fossi í fjögur ár meðan ég var í fram- haldsskóla og tvö sumur að auki. Á sumrin smíðuðum við saman hjá Samtaki hf. sem var hinum megin við götuna, þannig að við gátum farið heim í mat í hádeginu og sofnað yfir fréttunum. Við afi áttum sérstaklega vel skap saman, skröfuðum margt, brölluðum ýmislegt og ferðuðumst víða. Það var alltaf gaman þegar afi var í nánd og verður áfram þegar sögur tengdar honum verða rifjaðar upp. Þau hjónin brugðu búi á Kálfhóli á Skeiðum og fluttust á Selfoss þegar afi var 66 ára. Það var voguð ákvörð- un að skipta um starfsvettvang á þeim aldri, en það var eins og með allt hans lífshlaup, hann hafði yfirsýn og stjórn á hlutunum og var ófeiminn við að taka ákvarðanir þegar tími þeirra kom. Sama var upp á teningn- um þegar amma dó og hann hafði ekkert að gera við húsið á Fossheið- inni. Hann seldi og keypti íbúðina á Grænumörk án þess að börnin hefðu nokkuð um það að segja. Maður gat alveg greint smágremju í þeim að fá ekkert að ráðskast með gamla mann- inn, en hann fór sínu fram, hafði stjórn á hlutunum. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig hann tók breyting- um. Hann hafði oftast stjórn á hraða þeirra og stefnu, en brást á jákvæðan hátt við þeim breytingum sem hann fékk ekki ráðið við. Hann hafði sinn þjóðlega grunn að byggja á, mikla manngæsku, ást á landinu og dýrun- um og áhuga á öllu mannlegu. Það er grunnur sem nýttist honum vel og aflaði honum mikillar virðingar. Virðing er ekki eitthvað sem mað- ur getur krafist, heldur nokkuð sem maður öðlast. Með fasi sínu og lífs- viðhorfi ávann afi sér virðingu þeirra sem hann komst í kynni við og veit ég að þeir lærðu margt af honum um það hvernig á að lifa lífinu. Hann kenndi það ekki með predikunum, heldur með því að vera eins og hann átti að sér að vera. Fyrir það vil ég þakka og óska að heimurinn eignist sem flesta hans líka. Gestur Guðjónsson. Elsku afi minn. Nú er komið að kveðjustund, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér með okkur. Þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu og því eru minning- arnar um þig margar. Þegar ég var lítil var ég mikið heima hjá ykkur ömmu, það má segja að það hafi verið mitt annað heimili. Það var svo nota- legt að koma til ykkar, spila við ykk- ur, spjalla og leika sér. Ferðalögin sem þið fóruð með okkur fjölskyld- unni eru mér einnig minnisstæð, sumarbústaðaferðirnar o.fl. Þótt árin hafi liðið og við elst minnkaði sam- bandið milli okkar aldrei og alltaf var jafn gaman að hitta þig. Þú hefur ávallt verið mjög gjaf- mildur og á ég marga fallega hluti sem þú hefur gefið mér, bæði sem þú hefur gert sjálfur og keypt. Ég gleymi því aldrei þegar þú gafst mér lítið snyrtiborð sem þú keyptir á antiksölu og einnig þegar þú smíð- aðir dúkkuhúsið handa mér. Þú hafðir alltaf svo gaman af börn- um og spurðir mömmu ósjaldan hvort ég væri ekkert farin að gildna. Það voru því miklar gleðifréttir fyrir þig þegar ég sagði þér að ég ætti von á barni. Þú sagðir síðan við mömmu að þú ætlaðir alla vega að lifa þangað til barnið mitt væri fætt og það gerð- ir þú. Litlu stelpunni minni fékkst þú að kynnast og hafðir alltaf jafn gam- an af því að hitta hana, sagðir að hún væri efnilegur „pífari“. Litlan mín á ekki eftir að muna eftir þér en ég mun segja henni frá þér og sýna henni myndir af ykkur saman. Það veður skrítið að hitta þig ekki lengur heima hjá mömmu og pabba og geta ekki heimsótt þig. En ég á margar góðar minningar um þig sem munu ylja mér um ókomna tíð. Vertu sæll, afi minn. Linda Björk. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn) Auðunn Gestsson er látinn og við hryggjumst, en á sama tíma munum við allar gleðistundirnar sem hann gaf okkur og þær eru ófáar. Við för- um ekki oftar til hans en við hugsum til hans. Munum sögurnar hans, brandarana, glottið, blístrið og hlát- urinn. Auðunn var sögumaður af Guðs náð og komst oft skemmtilega að orði. Það var sumar í kringum 1990 að ég, Auðunn minn, Auðunn heitinn og Kristín heitin kona hans fórum saman vestur á Ísafjörð. Kristín réð ferðatilhögun enda sjálf frá Ísafirði. Tekið skal þó fram að þangað hafði hún þá ekki komið síðan 1964 er hún fór í jarðarför móður sinnar. Þetta hafði þó engin áhrif á einbeitingu hennar við fararstjórn í ferðinni. Gekk ferðin vel framan af eða þar til Kristín ákveður að farið skuli yfir Þorskafjarðarheiði. Við lögðum á heiðina en fljótlega verður leiðin heldur seinfarin. Oft þurfti að stoppa, fara út og flytja björg af veginum því við vorum á óbreyttum Lancer. Ferðin gekk því hægt en þó örugg- lega. Löngu seinna þegar yfir heiðina var komið blasti við okkur skilti og á því stóð: „Þorskafjarðarheiði er lok- uð allri umferð“. Þótti víst nóg að hafa skilti öðrum megin við heið- ina … Þegar þarna var komið fannst Auðuni gamla nóg um og sagði: „Það er MJÖG gaman að vera búinn að fara þessa leið en hana ætla ég sko aldrei að fara aftur.“ Auðunn var af þeirri kynslóð Ís- lendinga sem féll sjaldan verk úr hendi. Á þeim tíma þótti það held ég mannkostur að vera vinnusamur. Þá var ekki búið að finna upp orðið vinnualki. Þessu græddu margir á því hann var líka einstaklega bóngóð- ur. Hver myndi ekki vilja þekkja vinnusaman, bóngóðan mann sem getur líka smíðað, því smiður var hann góður. Þetta kom sér oft vel fyrir fólkið hans og marga fleiri. Auð- unn hjálpaði oft til á mínu heimili og ekki eru mörg ár síðan hann stjórn- aði pallasmíði hjá okkur hátt á níræð- isaldri. Auðunn var líka duglegur að fylgj- ast með fólkinu sínu, hringdi oft (stundum kl. 7 á sunnudagsmorgni), spurði um heilsu, veður og hvernig verkum miðaði. Ef verk voru ekki kláruð strax rak hann á eftir – það var oft góð hjálp. Sérstaklega fyrir mig, en ekki alltaf fyrir nafna hans (manninn minn) sem var kannski á kafi í annarri vinnu en komst ekki upp með annað en að klára verkið strax. Eftir andlát Auðuns hef ég oft leitt Auðunn Gestsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.