Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 42
42 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Elín MargrétSigurjónsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. maí 1947. Hún
lést 28. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðbjörg Eiríks-
dóttir, f. 1.11. 1922,
d. 10.4. 2004, og
Sigurjón Bjarnason,
f. 20.5. 1922, d.
28.2. 1995. Systkini
hennar eru Eiríkur,
Sólveig Sigrún,
Bjarni og Erla Sig-
ríður.
Hinn 6. mars 1965 giftist Elín
Birgi Sveinbjörnssyni, f. 23.5.
1937, d. 4.3. 2000. Eignuðust þau
sex börn sem eru: 1) Sigríður
Birna, f. 4.12. 1964, gift Marteini
Arilíussyni. 2) Ingi-
björg, f. 9.4. 1966,
barnsfaðir hennar
er Davíð Krist-
jánsson. 3) Svein-
björn, f. 17.9. 1968.
4) Sigurjón Halldór,
f. 22.3. 1971, kvænt-
ur Maríu Sjöfn
Árnadóttur. 5) Sæv-
ar, f. 21.7. 1973,
barnsmóðir hans er
Jórunn Arna Þórs-
dóttir. 6) Rúnar, f.
17.2. 1976, barns-
móðir hans er
Hólmfríður Björg Þorvaldsdóttir.
Barnabörn Elínar eru tólf og
barnabarnabörnin tvö.
Útför Elínar verður gerð frá
Eyrarbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku mamma mín. Ég veit varla
hvar ég á að byrja því ég á svo erfitt
með að trúa því að þú sért farin. Ég
hef verið hálfdofinn síðustu daga eft-
ir að þú fórst. Síminn hringir og það
ert ekki þú sem hringir. En svona er
þetta blessaða hverfula líf, það gefur
og það tekur. Oft tekur það án þess
að gefa frá sér nokkra viðvörun. Allt
í einu ertu farin jafn snöggt og pabbi
fór á sínum tíma. Mér verður hugsað
til þeirra stunda þegar ég var lítill í
Merkisteini. Þegar ég fékk að leika
mér inni í eldhúsinu hjá þér við bíla-
leik í hveiti á gólfinu. Mér verður
einnig hugsað til þeirra stunda sem
þú áttir með mér og Antoni. Hvernig
þú lékst við Anton og áttir alltaf til
kókómjólkina inni í ísskáp fyrir
hann. Ég minnist að lokum yndis-
legrar stundar sem þú áttir með
mér, Jórunni, Bjössa, Antoni og Júl-
íusi á aðfangadagskvöld og annan í
jólum. Þú varst svo róleg og yfirveg-
uð yfir jólahátíðina. Þú brást mér
ekki í móðurhlutverkinu þrátt fyrir
erfið veikindi þín, því þú gafst mér
það dýrmætasta sem þú áttir sem
var ást og umhyggja. Hana fann ég
alltaf hjá þér. Allar þínar aðgerðir
og hugsanir snerust um börnin þín.
Þakka þér, mamma mín, fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Þakka þér fyrir að vera mamma mín.
Þinn sonur
Sævar.
Elsku mamma, í dag verður þú
jarðsett á Eyrarbakka þar sem þú
átt þér stað við hlið pabba í kirkju-
garðinum. Í lífinu eru ákveðin þátta-
skil sem snerta meira við okkur en
önnur en það eru fæðing og dauði.
Fæðing er tákn upphafs en dauðinn
oft endir. Þú fagnaðir með okkur
börnunum þínum, tengdabörnum,
barnabörnum og langömmubörnum
nú um jólin og áttir þeirri gæfu að
fagna að sjá og gleðjast yfir ný-
fæddu langömmubarni þínu. Við vit-
um öll hve þú elskaðir öll þín börn og
afkomendur. Þú gladdist, hrósaðir
og studdir hvert okkar eftir bestu
getu alla tíð. Það var gott að vera
barn hjá þér því þú sást það besta í
hverju okkar. Dauðinn birtist mér
svo óvænt þegar þú kvaddir. Eins
ótrúlegt og það er því það á víst fyrir
okkur öllum að liggja að deyja.
Elsku mamma, ég trúi því að lík-
ami þinn hafi kvatt okkur í dag en
það sem eftir lifir er ástin sem þú
barst til okkar, minningar um hlýjar
hendur og faðmlag, ómur af fallegu
danslögunum þínum og endalausri
umhyggju. Allt þetta nær út yfir líf
og dauða. Því mun minning þín og
ást lifa með okkur. Líkaminn þinn
var þreyttur og þú varst búin að
taka út þín veikindi. Nú sé ég þig
fyrir mér heilbrigða og káta. Ég
enda þetta á broti af textanum Ra-
mónu en svona sé ég þína nýju til-
veru fyrir mér elsku mamma:
Fjallanna vordrottning, það ert þú,
kát og frísk og fríð, eins og fjóla’ í hlíð.
Fegursta stúlkan sem til er nú,
blóm á hverjum stig brosa’ í kringum þig.
Þín
Sigríður Birna.
Elsku mamma mín, nú ertu farin
til pabba. Þú varst mér og mínum
dætrum alltaf góð. Man ég sem
krakki á Merkisteini bernskuheimili
okkar hvað alltaf var glatt á hjalla og
gestkvæmt. Já, mamma mín, þú
varst mikil húsmóðir og góð móðir.
Ég sakna þín sárt. Guð geymi þig.
Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástablíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
því drottinn telur tárin mín, –
ég trúi og huggast læt.
(Kristján Jónsson)
Þín dóttir,
Ingibjörg.
Elsku mamma, ég sá þig síðast á
jóladag, þú virtist hamingjusöm og
róleg. Þú varst á þeim stað þar sem
þér leið alltaf best, innan um börnin
þín, með barnabörnunum og barna-
barnabörnunum. Margur hefur átt
auðveldari ævi en þú, en þrátt fyrir
veikindi þín voru börnin þín og
barnabörn alltaf númer eitt. Þrátt
fyrir að þú værir oft mikið veik, þá
gleymdirðu okkur aldrei og lést okk-
ur alltaf vita hvað þér þótti vænt um
okkur og hvað þú værir stolt af okk-
ur, stundum um of fannst manni.
Aldrei hef ég getað sætt mig við
sjúkdóminn þinn, sjúkdóminn sem
tók þig frá heimilinu alltof snemma.
Og loksins þegar maður telur sig
vera að ná þeim þroska að geta sætt
sig við hann, a.m.k. að reyna, þá ertu
kölluð burt. Það hryggir mig meir en
orð fá lýst. En ég veit að þér líður vel
núna, pabbi bíður, tilbúinn með
dansskóna og saman getið þið dans-
að eins og þið voruð vön í Merki-
steini, laus við allar áhyggjur og erf-
iðleika.
Elsku mamma, hvíl í friði.
Þinn
Sigurjón Halldór.
Ég vonaði að ég þyrfti ekki að
upplifa þennan dag svona snemma.
Mamma og pabbi farin á nokkrum
árum. Þvílíkur tilfinningastraumur
sem brýst fram eins og stórfljót og
ég fæ ekki neitt við ráðið. Ég er
máttlaus, alveg máttlaus. Þú varst
svo góð, mamma mín. Alltaf hrósaðir
þú mér og lést skýrt í ljós hversu
stolt þú værir af mér, þótt ég ætti
það ekki alltaf skilið. Ég vildi að ég
hefði sinnt þér betur, heimsótt þig
oftar og gert meira með þér. Ég
vona að þér líði vel hvar sem þú ert
og vonandi ertu hjá pabba, vonandi
ertu heilbrigð eða eins og hún Mán-
ey litla mín spurði mig: „Er amma
nokkuð veik á himnum?“ Þú átt skil-
ið hvíld, mamma mín. Ég elska þig
og mun alltaf sakna þín.
Þinn sonur
Rúnar (Rú).
Amma Ella, eða amma í Gula eins
og ég kallaði hana er dáin. Fyrsta
minning mín um ömmu er úr eldhús-
inu hennar á Eyrarbakka. Ég hafði
varla tekið mín fyrstu skref þegar ég
var byrjaður að hjálpa ömmu við
baksturinn og eldamennskuna. Þeg-
ar hún sá ekki til átti ég það til að
setja e-ð aukalega í deigið eða sós-
una og trúði því að ömmu grunaði
ekki neitt, þar til annað kom í ljós.
Nokkrum dögum fyrir andlátið sat
ég í stofunni hjá ömmu þegar hún
fór að hlæja og rifja upp hvað hún
hefði haft gaman af því að leyfa mér
að prakkarast í eldhúsinu.
Amma var með stálminni og
fannst fátt skemmtilegra en að
minnast liðins tíma, og þá sérstak-
lega þess sem hún átti með Bigga
afa á Eyrarbakka. Hún hafði ein-
stakt lag á að segja sögur af fólki og í
þær blandaðist stundum söngur og
vísur sem hún kunni.
Eftir að ég kom hóf nám við MR
haustið 2003 urðu samverustundir
okkar ömmu fleiri og var það orðinn
fastur liður að kíkja í heimsókn í Há-
túnið. Þar beið amma alltaf spennt
eftir að ég kæmi.
Amma hlustaði mikið á íslenska
dægurtónlist og oft setti hún fallega
tónlist í litla geislaspilarann sinn, þá
jafnaðist ekkert á við það að leggja
sig á beddann sem var í stofunni
hennar og hlusta á prjónana smella
saman, enda amma mikil prjóna-
kona. Undantekningarlaust hafði
hún eitthvað gómsætt á boðstólum,
og var kjötsúpan hennar í miklu
uppáhaldi hjá mér, sem og mörgum
öðrum.
Í dag þakka ég fyrir það að hafa
átt allar þessar stundir í seinni tíð
með ömmu minni í Gula, sem alltaf
var til staðar fyrir mig og ég vona að
ég hafi verið til staðar fyrir hana.
Amma var mikið veik en við höfðum
haft það á orði hve vel hún hafði bor-
ið sig undanfarið og kom andlát
hennar öllum í opna skjöldu.
Ég gæti sagt frá svo mörgu fleira
en læt það ógert, sumt var bara á
milli mín og ömmu og mun svo áfram
verða.
Nú er amma laus úr viðjum erfiðs
sjúkdóms og þó að ég hefði viljað
hafa ömmu svo miklu lengur hjá
okkur trúi ég að nú sé hún loks frjáls
og fari nú á betri stað þar sem vel
verður tekið á móti henni.
Birgir Marteinsson.
Elsku amma, mig langaði að
kveðja þig með nokkrum orðum. Þú
varst alltaf svo góð við mig, amma
mín, og núna þegar þú kveður þenn-
an heim þá sé ég hvað mér þótti
endalaust vænt um þig. Ég man
hvað það var gaman að fara í heim-
sókn til þín og afa þegar þið bjugguð
á Eyrarbakka og síðan á Stokkseyri.
Ég held að ég hafi nú næstum verið
meira hjá ykkur en heima hjá mér
þegar ég var lítill. Ég á svo margar
góðar minningar um þig, amma mín,
og þær ætla ég að varðveita vel.
Núna ferðu aftur til afa sem þú tal-
aðir oft um við mig eftir að hann dó
og ég veit þú verður svo glöð að hitta
aftur.
Í lokin þá langaði mig að þakka
þér amma mín fyrir að hafa verið
svona góð við mig. Þú sagðir svo oft
fallega hluti við mig og ég mun aldr-
ei gleyma því. Takk fyrir allt, elsku
amma.
Þitt barnabarn
Arilíus.
Við fráfall elsku Ellu systur ætla
ég að skrifa nokkrar línur í hennar
minningu. Minningarnar sem ég á
um okkur systurnar kem ég til með
að orna mér við þegar söknuður
sækir að.
Ég man þegar hún Ella mín fædd-
ist hvað mér fannst hún falleg þá og
alltaf síðan. Hins vegar fannst mér
það óþarfi þegar hún eltist hvað hún
lék sér mikið með dúkkur því ég vildi
fá hana með mér út í strákaleiki. Við
systurnar vorum góðar vinkonur allt
okkar líf og þá sjaldan sem okkur
varð sundurorða sættumst við allaf
áður en við sofnuðum á koddanum.
Mamma sagði það líka að ósáttar
mættum við ekki vera.
Ella átti fallegt heimili sem hún
elskaði og sinnti af alúð, sex börn og
góðan mann sem var hann Birgir.
Ella og Birgir áttu vel saman því þau
elskuðu börn, útilegur, dans, tónlist
og dýr. Það var unun að sjá þau
dansa saman og var þeirra helsta
skemmtun að fara á gömlu dansana í
Ártúni og á tímabili voru þau með
danskennslu á heimili sínu.
Ella veiktist af geðsjúkdómi sem
var henni þungbær og ekki fyrir
okkur þau heilbrigðu að skilja þær
raunir sem því fylgdu. Síðustu árin
bjó hún í Hátúni 10 þar sem henni
leið vel, ég vil koma þakklæti til
starfsfólksins þar og þá sérstaklega
Guðrúnar Blöndal.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja
um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár
og erfitt sé við hana að una,
við verðum að skilja
og alltaf við verðum að muna,
að guð, hann er góður
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farinn þú sért
og horfinn burt þessum heimi,
ég minningu þína
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Sólveig.
Með fáeinum fátæklegum orðum
vil ég minnast vinkonu minnar, El-
ínar Margrétar Sigurjónsdóttur.
Leiðir okkar lágu saman þegar son-
ur hennar Sævar og dóttir mín Jór-
unn byrjuðu sambúð og eignuðust
soninn Anton Þór. Ella tók á móti
mér með elsku og kærleik og fylgdi
það viðmót til allra sem hún um-
gekkst. Í hennar huga voru allir
jafnir. Ella hafði ekki veraldlega
hluti til að útbýta, en þeim mun
meiri hlýju, aldrei heyrði ég Ellu
hallmæla nokkurri manneskju, við-
horf hennar var að við mannfólkið
værum ólík. Ella kenndi mér mikið
með því heimspekilega viðhorfi sem
hún hafði gagnvart lífinu.
Ella var ekki borin á gullstól í
gegnum lífið. Á yngri árum veiktist
hún af geðsjúkdómi sem tafði för
hennar, aldrei heyrði ég hana kvarta
yfir vanlíðan sinni, en hún bar það í
hljóði. Hún var sannkölluð hvunn-
dagshetja.
Ella var gift Birgi Sveinbjörns-
syni, sem er látinn. Eignuðust þau
sex börn, þau Sigríði Birnu, Ingu,
Sveinbjörn, Sigurjón, Sævar og
Rúnar, sem öll eru fyrirmyndar-
manneskjur og bera af hvert sem
þau koma.
Elsku Ella, þakka þér allt.
Guð blessi sálu þína og varðveiti
minningu þína. Hvíldu í friði.
Börnum, barnabörnum, lang-
ömmubörnum og tengdabörnum
votta ég samúð mína. Friður sé með
ykkur.
„Guð gefi mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem ég
get breytt og vit til að greina þar á
milli.“ (Æðruleysisbænin)
Hafalda Breiðfjörð.
Elsku Ella mín. Um mig fór und-
arleg tilfinning er ég frétti af andláti
þínu í dag. Það er hálfóraunverulegt
að hugsa til þess að við fáum ekki að
sjá þig aftur, heyra hlátur þinn aftur
né enduróm minninga þinna.
Við áttum með þér yndisleg jól og
það var svo sannarlega gaman að
hafa þig hjá okkur, elsku Ella mín.
Við snæddum góðan mat og opnuð-
um gjafirnar í rólegheitum langt
fram á kvöld. Eflaust eftir á að líta
ein bestu jólin sem hugsast getur
Elín Margrét
Sigurjónsdóttir
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
ÁGÚSTU JÓNASDÓTTUR,
Lindargötu 5,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimils
aldraðra á Sauðárkróki fyrir einstaka hlýju og góða
umönnun.
Með ósk um farsæld á nýju ári.
Einar Sigtryggsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Marta Sigríður Sigtryggsdóttir, Jón Ósmann Magnússon,
Ingibjörg Hólm Vigfúsdóttir,
Ólöf Helga Pálmadóttir, Margrét H. Pálmadóttir,
Jenný Inga Eiðsdóttir, Ágúst Brynjar Eiðsson,
Svanhildur D. Einarsdóttir, Gunnar S. Einarsson,
Ásgeir B. Einarsson,
Ágústa J. Stoltenberg, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir,
langömmubörn og langalangömmubörn.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og vinur,
SÆVAR SIGURÐSSON,
Staðarhrauni 31,
Grindavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 31. desember.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn
12. janúar kl. 14.00.
Laufey Vilmundardóttir, Eiríkur Leifsson,
Sigurður Sævarsson, Sigríður Jónasdóttir,
Andri Páll Sigurðsson, Ólöf Sigurðardóttir,
Óliver Berg Sigurðsson,
Kolbrún Einarsdóttir,
Svava Jónsdóttir,
Sævar Sigurðsson,
Anna Egilsdóttir,
Sesar Aron Þorbergsson.