Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 43 ✝ Sigrún RakelGuðmundsdóttir fæddist á Hrauni í Grindavík 9. maí 1916. Hún lést á sjúkradeildinni í Víðihlíð, dval- arheimili aldraðra, að morgni gaml- ársdags. Sigrún fluttist 3ja vikna gömul með for- eldrum sínum, Agnesi Jónsdóttur, f. 1875, d. 1968, og Guðmundi Guð- mundssyni, f. 1884, d. 1977, að Ís- ólfsskála í sömu sveit og ólst þar upp. Systkini Sigrúnar voru 10. Jó- hanna Guðleif, f. 1900, d. 1984, Magnúsína, f. 1904, d. 1994, Árn- fríður, f. 1906, d. 2002, Jón Hafliða- son, f. 1908, d. 1990 og Lilja, f. 1909, d. 2000, voru börn Vilhjálms, fyrri manns Agnesar. Alsystkini Sigrúnar voru Valgerður Guðrún, f. 1912, Sólrún, f. 1913, d. 2001, Guðmunda Hannesína Helga, f. 1918, d. 2003, Jón Valgeir, f. 1921 og Ísólfur, f. 1922, d. 1994. Eftirlif- andi systkini Sigrúnar, Valgerður og Jón, búa bæði í Grindavík. Árið 1949 giftist Sigrún Guð- steini Ágústi Einarssyni, hrepp- stjóra í Grindavík og forstjóra Hraðfrystihúss Grindavíkur, f. 1899, d. 1973. Þau áttu eina dóttur, Guðrúnu Björk, dósent við ensku- deild Háskóla Íslands, f. 1954, maki Börkur Hansen prófessor við Kennaraháskóla Íslands, f. 1954. Þau eiga tvö börn, þau eru: 1) Silja Hrund, f. 1975, sambýlismaður Jón 1974, Jón Oddur Sigurðsson, f. 1984, og Gunnar Örn Arnarson, f. 1992, en stjúpbörn hennar eru Hildur Arnardóttir, f. 1976, og Sæ- mundur Örn Arnarson, f. 1980. 3) Kristín, f. 1958, gift Guðbirni Elís Guðmundssyni, börn þeirra eru Guðmundur, f. 1977, Veigar Örn, f. 1981, og Thelma Björk, f. 1987. 4) Vagn, f. 1960, d. 1973. 5) Haukur, f. 1962. Sigrún hóf kennaranám þeg- ar hún var 17 ára, á undanþágu vegna ungs aldurs, og lauk kenn- araprófi árið 1936. Hún var heim- iliskennari í Grafarholti í Reykja- vík veturinn 1936, en kenndi svo við barnaskóla Grindavíkur á ár- unum 1937–87. Hún sótti fjölda námskeiða í sambandi við kennslu og var formaður kennarafélags Grindavíkur um árabil. Sigrún var farsæll kennari og með árunum varð hún mjög hæfur sérkennari barna með lestrarerfiðleika. Að manni sínum látnum árið 1973 tók Sigrún við hreppstjórastarfinu, fyrst kvenna á Íslandi til að gegna því embætti, og gegndi því fram til ársins 1976 þegar Grindavík varð kaupstaður, en var auk þess stefnu- vottur um margra ára skeið. Í fjölda ára var hún í barnaverndar- og áfengisvarnarnefnd Grindavík- ur, og var formaður leikvall- arnefndar. Hún tók virkan þátt í kvenfélagi Grindavíkur allt frá því hún hóf störf sem kennari og var m.a. lengi í stjórn félagsins, og vann að ýmsum málefnum á þess vegum, s.s. húsmæðraorlofi. Hún var gerð að heiðursfélaga kven- félagsins og Lionsklúbbs Grinda- víkur. Einnig tók hún virkan þátt í félagi aldraðra í Grindavík. Síðan í mars á sl. ári hefur Sig- rún búið á sjúkradeildinni í Víði- hlíð, dvalarheimili aldraðra. Útför Sigrúnar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Gunnar Þórarinsson, börn þeirra eru Björk Lísbet, f. 2001, Börk- ur Dúi, f. 2005 og óskírður sonur, f. 2006. 2) Guðsteinn Haukur, f. 1976, kvæntur Bryndísi Böðvarsdóttur, dóttir þeirra er Rakel Eva Kristey, f. 1998, en Al- exander Ingvarsson, f. 1991, er stjúpsonur Hauks. Stjúpdóttir Sigrúnar er Ólöf, f. 1926, var gift George Edward Champion, f. 1922, d. 2001, og er búsett í Winscombe í Eng- landi. Börn þeirra eru tvö: 1) Den- ise Kristín, f. 1949, búsett á Íslandi, gift Erni Ásbjarnarsyni. Dætur þeirra eru Tinna Ýrr, f. 1978, og Tanja Dögg, f. 1985, en stjúpsynir Denise eru Ásbjörn Sírnir, f. 1970, og Starkaður Örn, f. 1972. 2) Adri- an Jón, f. 1956, býr rétt hjá móður sinni, ásamt eiginkonunni Anne, og dætrunum Megan Brynju, f. 1989, og Kate Láru, f. 1986. Stjúpsonur Sigrúnar var Einar, f. 1935, d. 1966, kvæntur Guðbjörgu Jóhönnu Vagnsdóttur, f. 1935. Þau Guðbjörg misstu nokkurra daga gamalt sveinbarn árið 1964 en Einar lét eftir sig fimm börn þegar hann dó langt fyrir aldur fram, þau eru: 1) Guðsteinn, f. 1954, kvæntur Erlu Björk Ólafsdóttur, þau eiga synina Einar, f. 1979, og Gísla Birgi, f. 1987. 2) Guðbjörg Elsie, f. 1957, er ekkja Sigurðar Jónassonar og Arn- ar Kjærnested. Börn hennar eru Vilhjálmur Vagn Steinarsson, f. Ég kynntist Sigrúnu Guðmunds- dóttur tengdamóður minni fyrir rúm- lega þrjátíu árum. Ég man vel þegar ég kom fyrst inn á heimili hennar, hve vel hún tók á móti mér, hávaxin og tíguleg með sitt fallega rauða hár. Tók hún mér fljótt sem einum af fjöl- skyldunni. Flest jól komum við Guð- rún með börn okkar til Grindavíkur og vorum þar yfir hátíðarnar. Á að- fangadag var mikið um að vera en þá voru jafnan mætt Vala systir Sigrún- ar, en þær voru mjög samrýndar, og systkinin frá Staðarhóli, Einar, Jón og Sulla, þ.e. systkini Guðsteins eig- inmanns Sigrúnar en hann féll frá 1973. Á þessum stundum var glatt á hjalla enda Sigrún kát og lífsglöð og þau Staðarhólssystkin og Vala sögu- menn góðir. Frásagnirnar tengdust einkum sögu Grindavíkur og upprifj- un á ættum skyldmenna. Þá var Sig- rúnu einkar lagið að gera grín að sjálfri sér. Þetta eru góðar minningar sem ég veit að höfðu góð áhrif á börn okkar Guðrúnar. Sigrún og Guðsteinn bjuggu lengst af á Ysta-Felli í Grindavík, síðar Skólabraut 6. Það hús byggðu þau rétt fyrir miðja síðustu öld og bjó Sig- rún þar fram til þess síðasta. Sigrún var mikil áhugamanneskja um blóm og tré og var garðurinn við Ysta-Fell jafnan fallegur. Það var þó kartöflu- ræktin sem átti hug hennar og hjarta en hún setti niður í um hundrað fer- metra garð alla sína tíð til að vera viss um að eiga nóg af kartöflum fyrir vet- urinn. Þær systur Sigrún og Vala deildu áhuganum á kartöfluræktinni sem var að umfangi eins og fjöldi manns væri hjá þeim í heimili. Sigrún hélt mikið upp á fjólubláa blálands- keisarann sem ég hef reynt að halda við og rækta. Vala var meira fyrir ís- lenskar rauðar. Sigrún ólst upp á Ísólfsskála í stórum systkinahópi. Á uppvaxtarár- um hennar voru skilyrðin önnur en nú þekkjast á tímum allsnægta og of- framboðs. Þessi ár höfðu mikil áhrif á Sigrúnu og systkini hennar en viðhorf þeirra mótuðust mjög af nýtni og hag- sýni. Sigrún fór því vel með alla hluti og gat breytt hversdagsmat í veislu- mat með lítilli fyrirhöfn. Sigrún hafði eigi að síður næmt auga fyrir lífsins gæðum og átti t.d. málverk eftir virt- ustu listamenn þjóðarinnar. Þá ók hún um á Volvo sem að hennar mati voru „gæðabílar“. Sigrún var einnig mikil áhugamanneskja um verslun og viðskipti og reyndi að ávaxta sitt pund sem best. Oft sást hún ekki fyrir í þeim efnum enda skjóthuga að eðl- isfari. Þessi eðliskostur nýttist henni samt vel í kennslu sem hún gerði að sínu lífsstarfi. Í samskiptum við stór- an hóp barna getur verið nauðsynlegt að vera fljótur að hugsa og greiða úr málum á stuttum tíma. Það þurfti kjark og áræði fyrir unga sveita- stúlku að sækja nám fjarri heimahög- unum á þeim tíma sem Sigrún fór í Kennaraskólann en kennslan varð hennar líf og yndi. Það þekkja þær kynslóðir Grindvíkinga sem Sigrún kenndi á starfsferli sínum. Alla sína ævi var Sigrún heilsu- hraust utan að fá berkla sem ung kona. Hún sá um heimili sitt þar til hún fór á dvalarheimilið Víðihlíð fyrir um átta mánuðum. Hún var níutíu ára þegar hún lést eftir farsælt lífsstarf. Ekki síst voru afkomendurnir henni mikils virði. Blessuð sé minning Sig- rúnar Guðmundsdóttur. Börkur Hansen. Hún amma mín var bæði sterk og sjálfstæð kona. Hún fór sínar eigin leiðir í lífinu, án þess jafnvel að gera sér sjálf grein fyrir eigin afrekum. Hún var einstakur persónuleiki, ein af skemmtilegustu manneskjum sem ég hef kynnst, enda glæsileg að innan sem utan. Hún hafði smitandi hlátur og gat hlegið hjartanlega, ekki síst að sjálfri sér. Hún amma var alltaf til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu og mun minning hennar lifa áfram meðal okkar. Silja Hrund Barkardóttir. Það er erfitt að trúa því að þú sért fallin frá Sigrún. Þú varst alltaf svo hress, bæði líkamlega og andlega, al- veg fram á síðustu stund. Þú ert tengdamamma bróður míns, en þú skilur svo sannarlega eftir spor í lífi mínu líka. Ég kynntist þér fyrst þegar þú varst hætt þínum formlegu störfum en fólk hefur sagt mér að þú hafir alla þína tíð verið frábær kenn- ari og einhvern tíma varstu eini hreppstjórinn í pilsi á landinu. Þú hafðir greinilega áræði til þess að fara ótroðnar slóðir og láta margt gott af þér leiða. Í mínum huga ertu alltaf svo tignarleg og virðuleg, nánast eins og drottning! Þig vantaði sem betur fer aldrei um jól og við önnur hátíðleg tækifæri í lífi stórfjölskyldunnar heima hjá henni Guðrúnu dóttur þinni og Berki bróður. Þú varst alltaf svo glæsileg og glöð á slíkum stundum. Gaman var að geta rætt við þig um alla heima og geima því þú varst svo fróð um svo margt enda víðlesin og með ákveðnar skoðanir á flestu. Mér þótti sérstaklega vænt um það hvað þú sýndir börnunum mínum alltaf mikinn áhuga. Þú vissir greinilega hvað móðurhjartað er meyrt þegar kemur að slíkum þáttum. Þau fallegu og jákvæðu orð sem þú lést falla um þau hlýja mér enn um hjartarætur. Takk innilega fyrir þau Sigrún mín. Samband ykkar Guðrúnar, einka- dóttur þinnar, var mjög einstakt og náið og ég veit að fráfall þitt kemur til með að rista djúpt skarð í lífi hennar og fjölskyldunnar allrar. Hún vakti og studdi þig öllum stundum undir hið síðasta þegar þú þurftir á því að halda. Hún stóð sig eins og hetja eins og við mátti búast af henni. Enn einu sinni gastu verið stolt af þinni heitt- elskuðu dóttur. Ég votta þér Guðrún mín og Börk- ur, börnum ykkar, barnabörnum og stórfjölskyldunni allri mína dýpstu samúð og vona að minningin um heil- steypta og vel gerða konu, sem hún Sigrún var, geti veitt ykkur styrk um ókomna framtíð. Sigurlaug Hauksdóttir. Elsku amma, ég sakna þín meira en orð fá lýst. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem þú kenndir mér að lesa og stafsetja eftir margra ára dvöl okkar fjölskyldunnar í Kanada. Þegar ég dvaldi hjá þér sem barn, unglingur og síðar fullorðinn maður gafstu mér besta veganesti fyrir lífið sem nokkur gat gefið, að elska aðra eins og sjálfan sig. Þú varst ótæmandi þekkingarbrunnur og minni þitt brást aldrei. Það var alltaf hægt að leita til þín með öll heimsins vandamál og allt- af hafðir þú svör og góð ráð á reiðum höndum. Það tómarúm sem hefur nú myndast í hjarta mínu fylli ég nú með öllum þeim góðu minningum sem við áttum saman. Guðsteinn Haukur Barkarson. Sigrún Rakel Guðmundsdóttir þegar staðreyndin er sú að við mun- um ekki eiga fleiri ánægjustundir með þér, ein besta jólagjöfin sem hægt er að gefa börnum sínum. Þakka þér fyrir það. Ég minnist þeirrar stundar er við áttum saman í bílnum í sumar, á leið- inni heim á leið frá Stokkseyri. Þú fórst á kostum í endurminningum þínum og sögurnar sem komu frá þér voru hrein undur. Hve mikið ég vildi nú að ég hefði haft á mér upp- tökutæki til þess að leyfa öðrum að njóta þess með mér er þú sagðir mér þá. Það var engu líkara en ég væri stödd í fallegri, rómantískri mynd sem átti sér upphaf á balli í Glaumbæ. Þegar ung stúlka leit mun eldri mann augum og felldi hug til hans. Upphaf ástar ykkar Birgis blasti lifandi við mér og við brostum báðar yfir þessum leiftrandi minn- ingum. Þú sagðir mér frá þegar þið hófuð sambúð og eignuðust fyrsta barnið ykkar, hana Siggu Birnu. Þú sagðir mér frá lífinu á Eyrarbakka og börnunum sem fylgdu í kjölfar Siggu. Þú sagðir mér frá tvíburun- um sem þú kvaddir í móðurkviði en varst þó svo undurstolt af þeim börnum sem þú fékkst að eiga, svo heilbrigð og falleg. Þú varst svo stolt af þeim öllum með tölu, taldir upp kosti þeirra og sigra. Ekki skorti þig falleg orð, Ella mín, þegar kom að börnum þínum eða barnabörnum og mega þau vera lánsöm að hafa átt móður og ömmu sem elskaði þau svona undurheitt líkt og þú gerðir og gerir. Tíminn á Eyrarbakka var þér greinilega mikils virði og mátti heyra í frásögn þinni mikinn söknuð til þess tíma. Þess tíma þegar börnin þín gátu ráfað um á milli heimilisins og hússins hennar Guggu ömmu og Sigurjóns afa. Þeim tíma þegar ykk- ur var öllum boðið í kótelettur á sunnudögum. Þegar Bjössi bjó sér til fleka og sigldi á vatninu, þegar Kolur stöðvaði Rúnar frá því að hlaupa út á götu, þegar Sævar vék ekki frá föður sínum við skyldustörf sín, þegar Sigga vaknaði á morgn- ana til að koma systur sinni og bræðrum í skólann á réttum tíma svo eitt lítið sé nefnt af því sem ég man eftir í frásögn þinni. Þú minnt- ist þess einnig þegar Sævar var skírður og amma Gugga tók það ekki í mál að hann yrði skírður Sæúlfur og fékk því að ráða nafninu hans á síðustu stundu. Þegar líða tók á ferð okkar fóru sögurnar að nálgast nútíðina enn frekar og hljómur þinn varð pínu sár. Þér fannst þú hafa brugðist svo mörgum vegna veikinda þinna og ekki verið nægilega mikið til staðar fyrir börnin þín. Ég man við sætt- umst á að allir gera bara eins vel og þeir geta, við þær aðstæður sem við glímum við hverju sinni. Já, minningarnar streymdu frá þér þennan fallega sumardag á ferð okkar í bæinn. Það var dásamlegt að sitja með þér í bílnum þennan dag og fá að hlusta á þig, Ella mín, takk fyr- ir að hafa deilt þessu með mér. Ég veit, Ella mín, að þú gerðir eins vel og þú gast í skjóli veikinda þinna og ég er stolt af þér á alla vegu. Anton Þór átti mikið í þér og var ávallt til í að kíkja í heimsókn til hennar Ellu ömmu. Þú varst honum alltaf svo góð og tókst þátt í leikjum hans sem okkur foreldrunum þótti oft á tíðum heldur smábarnalegir. En þú skildir hann svo vel og áttir alltaf til kókómjólk í ísskápnum handa honum og nammi í namm- iskúffunni. Hann tók þér alltaf bara alveg eins og þú varst, elsku Ella mín, og elskaði ömmu sína undur- heitt, því máttu trúa. Júlíus fær ekki að kynnast þér eins vel og Anton minn hefur fengið, en hann á eftir að fá að heyra sögur af þér og þinni góðmennsku. Það verður skrítið, Ella mín, að geta ekki komið til þín í kjötsúpu eða baunasúpu eða læri. Enginn getur gert eins ljúffenga kjötsúpu og þú gerðir. En ég er þó svo þakklát fyrir að eiga svona yndislegar minningar um þig og heimsóknirnar til þín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast konu sem elskaði af öllu hjarta og var óhrædd við að segja hug sinn. Þakka þér fyrir öll góðu orðin þín, þakka þér fyrir öll góðu orðin í garð þeirra sem ég þekki, þakka þér fyrir að hafa verið börnum mínum frábær amma, frábær vinur og samherji. Ég mun minnast þín með gleði því þann- ig tel ég best að minnast konu sem hefur slíka reynslu að baki sér sem þú hafðir. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Þín vinkona Jórunn Arna. Elsku Ella, margar góðar minn- ingar eigum við systkinin um þig frá árunum góðu á Eyrarbakka. Við nutum þeirra forréttinda að fá að alast upp með þig, Birgi, börnin ykkar og ömmu og afa í næsta ná- grenni. Á þessari kveðjustund minnumst við allra góðu stundanna í Merki- steini. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guði þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Ella, við þökkum þér allt og allt og biðjum guðs engla að geyma þig. Bára, Ragnhildur, Dagný Lind og Kristinn Elís. Ég ætla að skrifa nokkur kveðju- orð um elsku Ellu frænku. Ella var mér meira en venjuleg frænka, ég var svo oft hjá henni og Bigga þegar ég var barn. Alltaf fannst mér gott að vera hjá þeim og heimili þeirra var eins og í ævintýri, iðandi af lífi, fullt hús af börnum, dýrum, gestum og góðum mat og allir fengu að vera eins og þeir vildu. Það átti vel við Ellu mína að hafa heimilið fullt af börnum og dýrum en mamma segir að sem barn hafi hún verið feimin og oft er það svo með feimið fólk og lok- aðar tilfinningar að það nýtur sín best með börnum og dýrum. Ellu var alveg sama um þetta jarðneska drasl eins og hún orðaði það sjálf en lagði þess meira í það að vera til staðar fyrir fólkið sitt. Ég veit að hún átti erfiðar stundir þegar sjúk- dómur hennar ágerðist og varð þess valdandi að hún þurfti að dvelja langtímun saman fjarri því sem henni var kærast, börnunum sínum og heimilinu. Börnin mín voru það lánsöm að kynnast Ellu frænku og fannst þeim gaman að heimsækja hana í Hátún- ið, ég sagði þeim oft sögur um hversu gaman mér fannst að vera hjá Ellu og Bigga sem barn. Ég er þakklát fyrir þá stund sem við áttum saman fyrir jól og þegar ég kom opnaði hún fyrir mér dyrnar og sagði eins og alltaf: „Nei, er það Dagga mín,“ og faðmaði mig. Lífið er stutt og tíminn flýgur, ég man að mamma og Ella ætluðu sér að fara á sólarströnd saman með barðastóra hatta en sú ferð var aldr- ei farin nema í sameiginlegum draumi systranna. Ég veit að Ella mín er ábyggilega búin að hitta Bigga sinn. Elsku Ella mín, góða ferð og vertu Guði geymd. Nánustu aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að gefa þeim styrk í sorg sinni. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Fr. Steingr. frá Grímsstöðum) Dagbjört Ósk Steindórsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- rún Rakel bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: GuðmundsdóttirHulda Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.