Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 45
Hann var á hinum ýmsu skipum og
togurum sem háseti, vélstjóri, stýri-
maður og skipstjóri og reri síðast
einn á sínum eigin bát. Eftir að hann
hætti sjósókn, hafði látið kvótann og
lagt bátnum í hinsta sinn ákvað hann
að báturinn færi á brennu nú á gaml-
árskvöld – já, þeir kvöddu sama dag-
inn Doddi mágur minn og báturinn
hans. Doddi var mikill gæfumaður í
sínu einkalífi. Hann kvæntist sinni
góðu konu, Önnu Gunnlaugsdóttur,
mikilli myndar- og hagleikskonu sem
lifir mann sinn. Börnin þeirra sex
bera foreldrum sínum gott vitni, öll
mikið fyrirmyndarfólk. Já, hópurinn
þeirra er orðinn stór, þegar talin eru
börn, barna- og barnabarnabörn,
alls um fimmtíu manns með tengda-
börnum.
Doddi var einstakur fjölskyldufað-
ir, kærleiksríkur og hlýr og bar fjöl-
skylduna mjög fyrir brjósti.
Margar góðar samverustundi höf-
um við hjónin átt með þessum góðu
hjónum, bæði heima og heiman. Allt-
af var jafn vel tekið á móti okkur, af
myndarskap og rausn og við þökkum
hverja stund sem gefin var og vott-
um fjölskyldunni allri okkar dýpstu
samúð.
Ástvinir höfði halla,
af hvörmum falla tár.
Guð mun styrkja ykkur alla,
öll hann græðir sár.
(Höf. ók.)
Jóhanna María Pálmadóttir.
Elsku hjartans frændi.
Fallega brosið þitt tók ávallt á
móti mér þegar ég snaraði mér út úr
bílnum þegar ég kom með ömmu og
afa í heimsókn til þín og Önnu á
Ólafsfjörð þegar ég var lítil snudda.
Ég gleymi ekki stóru höndunum þín-
um sem tóku á móti mér þegar þú
tókst mig í fangið, þéttingsfast af
væntumþykju. Ég man að við sátum
ófáar stundir saman á stéttinni við
húsið og töluðum saman á meðan afi
og amma drukku kaffið inni hjá
Önnu. Hjá þér og Önnu leið mér allt-
af vel. Svo er nú svo skrítið eftir að
ég varð eldri og flutti suður og afi og
amma féllu frá, þá var eins og ég
hefði ekkert að gera norður, þó svo
að ég ætti marga ættingja og vini
fyrir norðan, eins og þig og Önnu.
Það er alveg furðulegt að fólk skuli
þurfa að kveðja þetta líf til þess að fá
mann til að setjast niður og hugsa
um þann látna og rifja upp þessar
yndislegu minningar sem maður átti
um viðkomandi. Svo fer maður að
hugsa, af hverju fór ég aldrei norður
og heimsótti Dodda og Önnu eftir að
ég varð eldri?
Hef ég virkilega ekki tíma til að
heimsækja ættingjana?
Eða er nóg að hitta þá við ferm-
ingar, skírnir og jarðarfarir?
Guð minn almáttugur, hvað ég
skammast mín.
Elsku Doddi minn, ég bið þig að
fyrirgefa mér heimsku mína.
Elsku Anna og fjölskylda ég bið
ykkur innilega afsökunar á fram-
komu minni.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði.
Elsku Anna og fjölskylda, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Friðrika Jóhanna.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 45
✝ Anna Þorbjarn-ardóttir fæddist á
Eyrarbakka 26. ágúst
1914. Hún lést á Dval-
arheimilinu Ási í
Hveragerði 31. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Önnu voru
Andrea Elín Páls-
dóttir, f. 24. sept-
ember 1872, d. 28.
janúar 1950, og Þor-
björn Hjartarson, f. 5.
október 1879, d. 22.
september 1956.
Systkini Önnu voru
Hjörtur Þorbjörnsson, f. 6. ágúst
1905, d. 3. júní 1932, Geirlaug Þor-
bjarnardóttir, f. 19. september
1907, d. 13. mars 1996, Sigurður
Þorbjörnsson, f. 14. ágúst 1911, d.
6. október 1978, Pálína Björgólfs-
dóttir, f. 29. desember 1896, d. 2.
des. 1962, og Björg Björgólfs-
dóttir, f. 12. maí 1899,
d. 9. mars 1964.
Anna ólst upp á
Eyrarbakka og eftir
barnaskóla fór hún til
Hafnarfjarðar, stund-
aði nám við Flens-
borgarskóla og lauk
þaðan gagnfræða-
prófi. Starfaði síðan
við verslunarstörf
o.fl. Árið 1957 flutti
hún til Hveragerðis
og bjó þar með Teiti
Eyjólfssyni þar til
hann lést 1966, þá hóf
hún störf hjá Ostagerðinni og síð-
ar hjá Kjörís. Árið 1979 flutti hún
á Selfoss, þar sem hún bjó síðan.
Síðustu árin dvaldi hún á Dval-
arheimilinu Ási í Hveragerði.
Anna verður jarðsungin frá
Eyrarbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Elsku föðursystir mín, Anna
Þorbjarnardóttir, hefur nú kvatt
okkur 92ja ára að aldri, síðust
systkina sinna frá Akbraut á Eyr-
arbakka.
Fyrstu bernskuminningar mínar
eru frá Akbraut, amma að prjóna í
stólnum sínum í horninu í baðstof-
unni, afi að drekka kaffi í eldhús-
horninu og ég að fara í fjósið með
Önnu og Laugu og drakk volga
mjólk á meðan þær mjólkuðu. Þótt
þær sinntu öllum þessum bústörf-
um fannst mér þær alltaf jafn fínar
og flottar og ég er viss um, eftir að
hafa gengið með þeim hluta lífs
míns, að þær hafa ekki farið í fjósið
með ómálaðar varir. Mikil og góð
vinátta var með þeim systrum alla
tíð, en Lauga lést á Sólvangi í
Hafnarfirði hinn 13. mars 1996.
Þegar Anna var að alast upp á
Eyrarbakka var þar mikil leiklist-
ar-, söng- og dansmenning. Hún
tók virkan þátt í öllu þessu, söng í
kirkjukór Eyrarbakkakirkju um
árabil og lék með Leikfélagi Eyr-
arbakka. Ég man eftir hvað hún
fékk góða dóma og þótti glæsileg í
hlutverki í Lénharði fógeta.
Ein lítil telpa í fjölskyldunni var
að segja okkur frá sinni framtíð-
aráætlun og sagði, „þegar ég verð
stór ætla ég að verða fegurðar-
drottning“, þá var mér hugsað til
minnar barnæsku þegar ég óskaði
þess að verða eins og Anna frænka,
svo góð og svo falleg.
Það var ekki algengt á þessum
tíma, unglingsárum Önnu, að stúlk-
ur fengju svokallaða framhalds-
menntun. Anna fluttist tímabundið
til systur sinnar Bjargar, sem bú-
sett var í Hafnarfirði og lauk námi
frá Flensborgarskóla. Frá þessum
árum átti hún góðar og skemmti-
legar minningar, bæði frá skólan-
um og frá því hún var með frænd-
fólki okkar í Hafnarfirði.
Anna var ekki heil heilsu frá því
hún fékk berkla ung að árum og
dvaldist þá á Vífilsstöðum um
margra mánaða skeið. Alltaf hélt
hún þó reisn sinni, alltaf jafn glæsi-
leg, vel tilhöfð og fallega klædd. Þó
vissum við, sem næst henni voru,
að hún var oft sárþjáð.
Þegar Anna flutti á Selfoss bjó
hún í tæpt ár hjá okkur fjölskyld-
unni á Ártúni 15. Þá kom best í ljós
hin einstaka skapgerð hennar,
heiðarleiki á allan hátt, hlýja og
væntumþykja til allra. Allt hið góða
og fallega höfðaði sterkt til hennar
og á sama hátt miðlaði hún kær-
leika og fegurð til annarra. Þá átt-
um við frænkurnar margar
skemmtilegar og ógleymanlegar
samverustundir, spjallandi um lífið
og tilveruna, uppvaxtarárin og
samfélagið á þessum tíma í hennar
sveita- og sjávarplássi.
Anna var mjög trúuð og áttum
við þar samleið eins og í mörgu
öðru. Biblían hennar var lesin og er
hún orðin mjög slitin eftir margra
ára notkun, biblíumyndir frá barn-
æsku sinni notaði hún sem bóka-
merki. Anna var „barn ljóssins“ svo
hlý og kærleiksrík og vönduð var
hún sem tær perla. Hún hafði allt
til að bera sem prýðir sanna trú-
fasta konu og þá kemur upp í hug-
ann vers úr Biblíunni Lúkas 11:36
Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi
myrkur í honum, verður hann allur í birtu,
eins og þegar lampi lýsir á þig með loga
sínum.
Nú er komið að kveðjustund og
elsku frænka mín sest við Guðs
dýrðarstól þar sem sólin hnígur
aldrei til viðar. Hún kveið ekki
vistaskiptunum því hún vissi að
himnarnir eru hásæti en jörðin fót-
skör og á efsta degi reisir Guð okk-
ur upp til eilífs lífs og endurfunda.
Við fjölskyldan erum svo þakklát
fyrir samfylgdina í gegnum árin.
Þakklát fyrir hvað hún gaf okkur af
sínu andlega ríkidæmi og það
ásamt minningum um yndislega
frænku mun auðvelda okkur lífs-
leiðina.
Síðustu árin dvaldi hún á Dval-
arheimilinu Ási í Hveragerði og
viljum við senda stjórnendum og
starfsfólki bestu kveðjur og þakk-
læti fyrir hlýhug og frábæra
umönnun.
Guð blessi minningu góðrar
konu.
Elín Sigurðardóttir.
Anna nú máttu gefa mér ís!
Þetta er það fyrsta sem kemur upp
í hugann, þegar ég sit hér á nýárs-
dag og horfi um öxl. Ég var ekki
gamall þegar ég man eftir mér í
eldhúsinu hjá Önnu í Hveragerði,
þá vann hún hjá Kjörís og átti allt-
af ís í frystinum. Mér hefur verið
sagt að einu sinni hafi ég setið
heima og verið að tala við hana í
leikfangasímann minn, þá hafi þessi
setning komið fram: „Anna nú
máttu gefa mér ís.“
Eftir að hún flutti frá Hvera-
gerði til Selfoss vorum við fjöl-
skyldan svo lánsöm að hafa hana
búsetta hjá okkur um skeið, eða á
meðan hún beið eftir að fá íbúðina
sína í Vallholtinu. Eftir að hún var
flutt og mamma var við nám í
Fóstruskólanum kom hún á hverj-
um degi og sá um heimilið og þá
naut ég góðs af því hvað hún var
góð í stærðfræði og dönsku. Við
fjölskyldan áttum eftir að fara víða,
en alltaf þegar ég kom á Selfoss
var farið í smáspjall og þeginn ís.
Einnig var hún dugleg að heim-
sækja okkur, sérstaklega til Ísa-
fjarðar.
Á jólunum voru þær systurnar
Anna og Lauga alltaf hjá okkur eða
við vorum öll í Vík, hjá afa og
ömmu. Aðfangadagur hófst með
kortaútburði og síðan var farið að
huga að hvenær ætti að sækja syst-
urnar. Þetta var viss þáttur í hátíð-
inni og mér er alltaf minnisstætt að
í hvert skipti sem Anna var sótt,
hvort það var á jólum eða í annan
tíma, þá lét hún aldrei bíða eftir
sér, alltaf tilbúin og beið á stiga-
pallinum upppuntuð og flott og á
sama stað stóð hún og vinkaði þeg-
ar henni var ekið heim.
Allar stundir með Önnu frænku
voru skemmtilegar. Hún var sér-
staklega léttlynd og gat hlegið dátt.
Aldrei kíkti ég inn til hennar smá-
stund, það var alltaf löng stund, því
hún hafði sérstakt lag á því að gera
umhverfið afslappað og þægilegt.
Minningarnar mun ég geyma í
hjarta mínu. Hjálpsemi, viðhorfum
hennar og umhyggju fyrir öðrum
mun ég aldrei gleyma.
Takk fyrir allt.
Jón Þór Birgisson.
Elsku föðursystir mín, Anna
Þorbjarnardóttir, hefur nú kvatt
okkur 92ja ára að aldri, síðust
systkina sinna frá Akbraut á Eyr-
arbakka.
Fyrstu bernskuminningar mínar
eru frá Akbraut, amma að prjóna í
stólnum sínum í horninu í baðstof-
unni, afi að drekka kaffi í eldhús-
horninu og ég að fara í fjósið með
Önnu og Laugu og drakk volga
mjólk á meðan þær mjólkuðu. Þótt
þær sinntu öllum þessum bústörf-
um fannst mér þær alltaf jafn fínar
og flottar og ég er viss um, eftir að
hafa gengið með þeim hluta lífs
míns, að þær hafa ekki farið í fjósið
með ómálaðar varir. Mikil og góð
vinátta var með þeim systrum alla
tíð, en Lauga lést á Sólvangi í
Hafnarfirði hinn 13. mars 1996.
Þegar Anna var að alast upp á
Elsku Anna frænka. Það er svo
sárt að sakna en ég er jafnframt
svo þakklát fyrir að geta litið til
baka á allar þær yndislegu stundir
sem ég hef átt með þér. Fyrstu
minningar mínar eru af ykkur
systrum saman, þér og Laugu. Ég
man eftir því þegar ég var ca 4 ára
og þið voruð í heimsókn og ég var
að reyna að muna hvor væri Anna
og hvor væri Lauga. Minningarnar
eru líka góðar um þegar ég var lítil
að koma í heimsókn til þín í Hvera-
gerði, þá vannst þú í Kjörís og áttir
alltaf ís í frystinum.
Mikið var nú gott að eiga þig að
þegar ég stundaði nám við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands, en þá
varst þú flutt í Vallholtið á Selfossi.
Þá var gott að koma til þín þegar
voru eyður í stundatöflunni og fá
kakómalt og ristað brauð. Þú varst
líka alltaf tilbúin að gefa þér tíma
til að sitja og spjalla við mig (ung-
linginn). Við áttum oft góðar stund-
ir saman á þessum tíma. Mér er
mjög minnisstætt þegar við bök-
uðum saman smákökur einu sinni
fyrir jólin. Einnig var mjög gaman
að fá að upplifa þegar þið syst-
urnar, þú og Lauga, voruð að und-
irbúa jólin.
Ekki má gleyma hvað þú varst
glæsileg og flott. Lundarfarið þitt
var einstakt, þú varst alltaf eins, al-
veg sama á hverju gekk, og gerðir
gott út öllu. Ljúfari manneskju hef
ég ekki kynnst.
Í dag kveð ég þig og vil þakka
fyrir allar góðu samverustundirnar
sem ég mun ávallt geyma vel í
huga mínum.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni. Jónsson frá Gröf.)
Jóhanna Þórhallsdóttir.
Anna Þorbjarnardóttir
Fleiri minningargreinar
um Önnu Þorbjarnardóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Guðrún
Hafsteinsdóttir, Sigrún Hann-
esdóttir og Laufey S. Valdimars-
dóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓHÖNNU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Laufásvegi 60,
Reykjavík.
Sophia H. Osvaldsdóttir, Einar Kristinsson,
Davíð H. Osvaldsson,
Anna Guðfinna Osvaldsdóttir,
Guðrún Osvaldsdóttir,
Guðmundur Osvaldsson, Rut Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
ÁGÚSTU JÓNASDÓTTUR,
Lindargötu 5,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimils
aldraðra á Sauðárkróki fyrir einstaka hlýju og góða
umönnun.
Með ósk um farsæld á nýju ári.
Einar Sigtryggsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Marta Sigríður Sigtryggsdóttir, Jón Ósmann Magnússon,
Ingibjörg Hólm Vigfúsdóttir,
Ólöf Helga Pálmadóttir, Margrét H. Pálmadóttir,
Jenný Inga Eiðsdóttir, Ágúst Brynjar Eiðsson,
Svanhildur D. Einarsdóttir, Gunnar S. Einarsson,
Ásgeir B. Einarsson,
Ágústa J. Stoltenberg, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir,
langömmubörn og langalangömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall elskulegs sonar okkar, bróður og
frænda,
VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
trésmíðanema,
Árnatúni 5,
Stykkishólmi.
Guðmundur Valur Valtýsson, Steinunn Dóra Garðarsdóttir,
Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir,
Haukur Páll Kristinsson.