Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það voru þung skref
sem við stigum yfir
jólahátíðina – hugur
okkar var stöðugt hjá þér og ömmu,
afi minn. Þegar afar kær afi minn
hefur yfirgefið þennan heim er mér
efst í huga mikil eftirsjá, söknuður
og þakklæti fyrir allt það sem hann
hafði að gefa. Ég efast ekki um að nú
þegar að þú lítur til baka ert þú sátt-
ur við þitt farsæla líf. Eitt veit ég líka
að faðir þinn sem þú misstir svo ung-
ur og leist alltaf svo upp til og varst
svo stoltur af, hefur tekið á móti þér
með opnum örmum. Loksins færðu
að kynnast honum betur og vera
með honum, ég veit að hann hugsar
vel um þig.
Afi minn, ég lít á þig sem mesta
viðskiptamann sem ég hef kynnst,
sögurnar þínar af blaðasölu þinni á
ungum aldri og hvernig þú snerir
smágróða upp í ennþá meiri voru al-
veg frábærar. Einnig varstu í átrún-
aðargoðatölu hjá mér því þú varst
með svo lágt númer í stangveiði-
félaginu, ég hélt alltaf að þú næðir
númer 1. Þú sagðir samt að það væri
nú ekkert eftirsóknarvert og varst
held ég alltaf ánægður og stoltur af
númerinu þínu. Það voru góðar
stundirnar sem við áttum með þér á
árbökkunum víðs vegar og veiðisög-
ur þínar voru magnaðar. Ég hef alla
tíð litið svo upp til þín í veiðiskapn-
um. Að fá að fikta í gömlu veiðibox-
unum þínum í Ásenda var oft há-
punkturinn á ferðum okkar til
Reykjavíkur áður fyrr. Einnig sýnd-
ir þú manni alltaf frímerkjasöfnin
þín og svo síðar var gaman að fylgj-
ast með myntsöfnun þinni.
Þakka þér líka fyrir að vera alltaf
tilbúinn að segja manni frábæru sög-
urnar þínar, hvort sem það var af
viðskiptahæfileikum þínum, íþrótta-
sögur úr ÍR, ævintýraferðir til fram-
andi landa, siglingasögur, álfasögur
eða jafnvel sögur af földum gullkist-
um á árbotnum uppi í sveit. Ég held
mikið upp á allar þessar sögur og
mun oft leita til þeirra í huganum.
Hvernig þú sagðir frá var líka magn-
að, þú lifðir þig svo inn í frásögnina
að maður var með þér í huganum og
var sjálfur farinn að trúa á álfa og
huldufólk og hvað það var nú allt
sem að þú sagðir okkur frá. Ég mun
aldrei gleyma sögustundum þínum,
þakka þér fyrir.
Stundir okkar á Spáni saman
gleymast einnig seint, við hittumst
alltaf niðri klukkan 5 og fengum okk-
ur svakalega ísa saman, við reyndum
alltaf að toppa hvor annan með því
að kaupa og borða sem stærstu ís-
ana, frábær tími. Einnig þegar við
komum heim í Ásenda til ykkar þá
fékk maður alltaf ísbikar eða ísblóm
eftir mat, þú varst svakalegur ískall
Magnús
E. Baldvinsson
✝ Magnús EðvaldBaldvinsson
fæddist á Ísafirði
12. desember 1923.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 30. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Hallgrímskirkju 5.
janúar.
og ég hugsa ætíð til
þín þegar ég fæ mér
góðan ís. Á Spáni
kenndir þú manni líka
að ef manni finnst eitt-
hvað gott, af hverju á
maður þá að breyta út
af og fá sér eitthvað
annað? Ég held að ég
sé dálítið líkur þér í
þessu því ég vel mér
nánast alltaf það sama
þar sem ég fer. Það er
ekkert að því og ég
skildi þig vel.
Afi minn, þú varst
nákvæmlega eins og ég get ímyndað
mér bestu afa – alltaf svo góðhjart-
aður og alltaf svo hugulsamur. Mað-
ur gat alltaf leitað til þín um allt milli
himins og jarðar. Það skipti heldur
ekki máli hvort maður væri nálægt
þér eða í landi hinum megin á hnett-
inum, alltaf varstu að hugsa til
manns og passa að maður fengi
harðfisk og annað góðgæti frá Ís-
landi, póstköllunum til mikillar
gremju þar sem bíll þeirra, lofkæl-
ingalaus í 40 stiga hita angaði af
fiskilykt. Ég er þér svo þakklátur
fyrir það. Einnig er þið amma fóruð
eitthvað, þó svo að það væri ekki
nema eitthvað innanlands, þá fékk
maður póstkort frá ykkur hvert sem
þið fóruð, ég á gömul póstkort frá
ykkur frá öllum heimsins hornum.
Það var svo gott að fá bréfin og póst-
kortin frá ykkur.
Þú varst ætíð hrókur alls fagnaðar
í fjölskylduboðum og veislum og
verða þær nú ekki þær sömu, ræður
þínar og söngur er okkur ógleyman-
legur, sértaklega ræðan þín í brú-
kaupi okkar.
Hin síðari ár, er við bjuggum er-
lendis, þótti okkur svo vænt um dag-
ana sem þú baðst okkur um að taka
frá fyrir þig og ömmu, þegar við
komum heim, til að gera eitthvað
skemmtilegt með okkur. Þetta voru
hreint frábærar ævintýraferðir sem
enduðu nánast alltaf á góðum ís.
Þakka þér fyrir að vera okkur alltaf
svo góður, afi minn.
Amma, ég veit að missir þinn er
mikill og ég vona að þú finnir styrk í
góðu árunum sem þið afi áttuð sam-
an.
Fyrir langa og farsæla ævi þökk-
um við og kveðjum þig með söknuði.
Guð blessi þig og varðveiti.
Ýmir og Steinunn.
Hann afi Maggi hefur kvatt þenn-
an heim. Minningarnar um hann
streyma fram og ég sakna hans sárt.
Afi var sterkur persónuleiki og
hafði sterka nærveru. Hann var góð-
ur maður, blíður, tilfinningaríkur,
hress, gjafmildur og hugsaði ávallt
vel um sig og fólkið sitt. Afi var með
stórt hjarta og stóra sál og ást hans
til ömmu var öllum ljós. Hann var
vinmargur og mikil félagsvera enda
naut hann þess að vera innan um
annað fólk. Afi minn var einnig hlát-
urmildur og mér finnst ég enn heyra
hláturinn hans þegar ég hugsa til
hans.
Ég man þegar ég var lítil í pössun
hjá ömmu og afa, að afi fékk sér allt-
af ís eftir kvöldmatinn. Við systkinin
fengum auðvitað alltaf ís líka og það
var alltaf spennandi því úrvalið af ís í
frystinum hjá afa og ömmu var svo
mikið. Skrifstofan hans afa heima í
Ásendanum var líka voðalega spenn-
andi og oft sat afi þar tímunum sam-
an. Mér þótti gaman að sniglast í
kringum hann og oft var afi að sýna
mér hina ýmsu hluti sem hann
geymdi inni í skáp eða ofan í skúffu.
Ég man líka eftir því þegar mig lang-
aði svo í sparibaukinn Óskar. Afi var
snöggur að útvega baukinn og færði
mér þennan fína bauk sem enn er til
á heimili mínu.
Ég á margar minningar um afa,
kaffihúsaferðir í Kringluna, afi að
fylgjast með og aðstoða þegar
mamma setti saman kransaköku, afi
með stafinn sinn og pulluna sína, afi
að hlusta á mig syngja á tónleikum,
afi að finna til harðfisk í poka handa
okkur Halla þegar við fórum í heim-
sókn til hans og ömmu, afi að skoða í
litlu bókina sína sem innihélt allar
upplýsingar sem honum var nauð-
synlegt að muna, afi að sýna okkur
nýja bílinn sinn, afi að leiðbeina mér
með garðsláttinn, afi sitjandi við
borðið sitt niðri í Meba og falleg orð
og knús frá afa við sérstök tækifæri.
Síðustu daga hafa sögurnar hans
afa af hans yngri árum leitað á huga
minn. Sagan af því þegar hann vann
sem sendill, sagan þegar hann fór
upp á spítala eftir að mamma og
Þurý fæddust, sagan af því þegar
hann fékk sér tattú, sögurnar úr
ferðalögum á vegum úrsmiðafélags-
ins og allar veiðisögurnar hans afa
míns. Ég mun geyma sögurnar hans
í hjarta mínu.
Minningar mínar eru margar og
góðar og það er tómlegt að hafa afa
ekki lengur hérna hjá okkur. Um
hver áramót var það venja að afi
syngi fyrir okkur „Í faðmi fjalla
blárra“ og oftast táraðist hann við
sönginn. Það var alveg ljóst núna um
áramótin að mikið vantaði en lagið
hans afa hljómaði ekki.
Söknuðurinn eftir afa mínum er
mikill en ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast honum svona vel.
Hans verður sárt saknað í samveru-
stundum fjölskyldunnar og okkar
litla og samheldna fjölskylda verður
ekki söm án hans.
Guð, geymdu minn góða afa,
og gleddu hann með kveðju frá mér.
Þú heppinn ert hann að hafa,
í himninum hjá þér.
Elsku amma, mamma, Þurý, Erla
og aðrir aðstandendur, missir okkar
er mikill. Megi okkur öllum vera
veittur styrkur til að takast á við
þessa miklu sorg.
Kristín Ösp Jónsdóttir
Er við nú kveðjum þig, afi, í hinsta
sinn, erum við afar þakklát fyrir þær
fjölmörgu stundir sem við áttum
með þér. Stund með þér, elsku afi
Maggi, var ávallt dýrmæt, margs er
að minnast, svo ótalmargt sem um
hug okkar fer. Góður, skemmtilegur,
margfróður afi þú varst með hjarta
úr gulli, okkar allra besti afi.
Mikill og sár er missir okkar við
fráfall þitt, tár falla og tómarúm fyll-
ir hjörtu okkar. Við trúum því innst
við hjartarætur að þú munir halda
áfram að standa vörð um okkur, fjöl-
skyldu þína og vini sem þú unnir hér
á jörð. Sú hugsun sefar annars sí-
kvikan trega sem eftir situr.
Elsku afi, þó þú sért horfinn sjón-
um okkar og við hittum þig ekki um
hríð er minning þín að eilífu ljós í
myrkri sem mun lýsa um ókomna
tíð. Minning um einstaklega vand-
aðan mann sem okkur áskotnaðist að
eiga sem afa.
Elsku besta amma, megi góður
guð gefa þér styrk í þínum mikla og
sára söknuði við fráfall þíns allra
besta vinar um sextíu ára æviskeið,
okkar yndislega afa Magga.
… drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Ingibjörg, Hrefna,
Þórunn og fjölskyldur.
Þegar þú, afi minn, varst lagður
inn á Borgarspítalann datt mér aldr-
ei í hug að þú kæmir ekki aftur heim.
Ég hélt að þú værir bara eitthvað
ómögulegur út af ömmu og hennar
spítalavist. Það er svo stutt síðan þú
varst hinn hressasti og komst brun-
andi til mín til að líta á yngsta lang-
afabarnið.
Hann afi Maggi var einstakur afi.
Hann var svo ótrúlega skipulagður,
minnugur og nákvæmur. Hann var
höfuð fjölskyldunnar, rausnarlegur
og höfðingi heim að sækja. Afi var
afskaplega félagslyndur og svo var
hann alltaf með bókhaldið yfir verk
dagsins í vasanum.
Fyrstu tveimur árum ævi minnar
eyddi ég á heimili ömmu minnar og
afa. Þar dundaði ég mér við ýmislegt
og þótti mest gaman að fara inn í
fataskáp, finna skóna hans afa og
taka úr þeim reimarnar. Afi þurfti að
byrja á því á morgnana að finna
reimarnar og þræða þær í skóna
sína. Afi hafði gaman af þessu og
fannst alltaf gaman að rifja þetta
upp en upp úr þessu hætti afi minn
að ganga í reimuðum skóm og fór að
ganga í mokkasínum. Hann fann ráð
við öllu! Afi minn missti pabba sinn
aðeins sex ára gamall. Hann talaði
alltaf svo fallega og með söknuði um
föður sinn. Þegar ég var unglingur
sagði ég við afa að ef ég myndi eign-
ast son ætti hann að heita Baldvin
eins og pabbi hans. Afi varð því ákaf-
lega stoltur þegar ég lét eldri son
minn heita Baldvin og þeir urðu
miklir mátar.
Alla tíð hefur verið svo ljúft að
koma í heimsókn til ömmu og afa.
Alltaf var einstaklega vel tekið á
móti manni. Afi var svo ánægður
með okkur öll og maður fann alltaf
væntumþykjuna frá honum. Hann
var svo glaður að sjá okkur barna-
börnin sín og langafabörnin. Svo var
hann sjálfur afskaplega duglegur að
rækta tengslin og heimsækja fólkið
sitt. Fyrir jólin sendi hann okkur öll-
um alltaf súkkulaðidagatöl, boðið var
á jólaböll hjá Lions og um páskana
fengu allir páskaegg. Öll vorum við
einstök í hans huga og öllum var gert
jafnhátt undir höfði. Þá fannst hon-
um gaman að segja okkur frá
íþróttaafrekum sínum og frá bænum
sínum, Ísafirði. Jafnvel kom það fyr-
ir að hann söng fyrir okkur og þá var
það sama lagið „Í faðmi fjalla
blárra“. Það er sárt til þess að hugsa
að afi Maggi sé farinn frá okkur.
Hann var svo stór partur af lífi okkar
og tilveru. Fjölskylduboðin verða lit-
lausari án hans en það verður gott að
ylja sér við allar góðu minningarnar
um hann og ég veit að hann mun
vaka yfir okkur.
Margbrotinn og stórkostlegur
persónuleiki er genginn. Afi Maggi,
þín verður sárt saknað.
Elsku amma mín, missir þinn er
mestur og hugur minn er hjá þér.
Þín
Unnur Ýr.
Á ungdómsárunum, á dögum
Kvennaskóla, er mann dreymdi um
lengra skólanám þegar þörf varð
brýn á að vinna fyrir sér og draum-
urinn beið um sinn, þá var Unnur
Benediktsdóttir í hópi minna beztu
vina og ástunduðum við leikfimi og
handbolta í frítímum okkar frá
vinnu. Þá var lífið svo bjart og fagurt
og draumurinn beið eða blandaðist
saman við frítímana með tungumála-
tímum, göngu- og sundferðum svo
og keppnisferðum með ÍR út á land.
Þegar blómgaðist allt menningarlíf
er nálguðust stríðslok var það lífleg-
ur, glæsilegur hópur hraustra og
knárra ungra íslenzkra íþrótta-
manna sem kepptu jafnt hér heima á
Íslandi og á Evrópumótum er sam-
göngur opnuðust á ný eftir stríðið.
Einn þeirra var sá glæsilegi ungi
langstökkvari sem hér er kvaddur,
og var þá augljóst að vinkona mín
Unnur væri hans útvalda eðalfljóð.
Þau voru glæsileg ung samrýnd
hjón og alltaf virk í öllu félagslífi
Íþróttafélags Reykjavíkur, svo langt
sem líf og kraftar leyfðu. Bæði voru
þau listfeng svo af bar – hún hefur
verið sívirk hannyrðakona alla tíð og
hann var mikill fagurkeri. Hafði
hugur hans staðið til gullsmíðanáms
en úrsmíðin varð ofan á og nam hann
þá iðn hjá meistara sínum Eggerti
Hannah. Hann var atorkusamur og
opnaði sína eigin úrsmíðastofu sem
hefur dafnað í gegnum árin og
seinna hefur Björn Ágústsson
tengdasonur hans og Þuríður kona
hans nú tekið við forstöðu þess fyr-
irtækis sem nú er Meba i Kringl-
unni.
Þau höfðu bæði mikið yndi af ferð-
um og allri útiveru.
Þau reistu sér sumarbústað sem
kúrir í yndislegum hvammi hér uppi
við Elliðavatn og heitir Fagra-
brekka. Þangað var unaðslegt að
koma og þar undu þau hag sínum vel
með dætrunum sínum yndislegu.
Þær eru Erla, f. 1947, og tvíburarnir
Þuríður og Guðrún, f. 1949, sem hafa
alla tíð verið miklir gleðigjafar for-
eldrum sínum og fjölskyldunni allri.
Það eru fallegar minningarmyndir
sem við vinir þeirra eigum af þeim
þar við ræktun brekkunnar sinnar
og landsins í kringum bústaðinn á
þessum fallega stað. Bústaðinn seldu
þau svo er þau keyptu sér einbýlis-
húsið í Ásenda þar sem þau bjuggu
og héldu áfram að rækta sinn unaðs-
reit unz þau fluttu í Hvassaleiti í íbúð
eldri borgara og hafa unað hag sín-
um þar vel, enda gátu þau búið sitt
gamla heimili þar af mikilli listfengi
og höfðingsskap. Hann og þau bæði
hafa alltaf verið miklir höfðingjar
heim að sækja, og er það þeirra ein-
kenni, rausnarskapur og listfengi
húsfreyjunnar einnig. Magnús hafði
mikið yndi af stangaveiði, og má
segja að sú gleði og ánægja við þá
útiveru sem tengdist henni sé einn
meginþráður í samveru allra þeirra
vina. Hann var mikill vinur vina
sinna og vildi rækta vel sinn vinahóp.
Þó svo að Bakkus væri með í hans
för um nokkurt skeið náði hann þó,
og þau hjón bæði saman, að komast í
gegnum þann „purgatorio“-eld með
mennsku og reisn. Þau síðustu tutt-
ugu ár sem þau hafa notið samver-
unnar við okkur öll vini þeirra hefir
Í dag, 5. janúar, er til moldar
borinn einn af mátt-
arstólpum okkar ÍR-inga,
Magnús E. Baldvinsson úr-
smíðameistari.
Við ÍR-ingar eigum hon-
um margt að þakka, ekki síst
fyrir það hve oft og fljótt
hann brást við kvabbi okkar
þegar óvænt vantaði verð-
launagripi eða -merki.
Allt var þetta jafn sjálf-
sagt og ekkert var nógu gott
fyrir félagið.
Á yngri árum keppti
Magnús fyrir félagið og náði
bestum árangri sínum í lang-
stökki, stökk lengst 7,06 m.
ÍR-ingar senda fjölskyldu
Magnúsar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Stjórnendur ÍR.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓHÖNNU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Laufásvegi 60,
Reykjavík.
Sophia H. Osvaldsdóttir, Einar Kristinsson,
Davíð H. Osvaldsson,
Anna Guðfinna Osvaldsdóttir,
Guðrún Osvaldsdóttir,
Guðmundur Osvaldsson, Rut Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall elskulegs sonar okkar, bróður og
frænda,
VALTÝS GUÐMUNDSSONAR
trésmíðanema,
Árnatúni 5,
Stykkishólmi.
Guðmundur Valur Valtýsson, Steinunn Dóra Garðarsdóttir,
Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir,
Haukur Páll Kristinsson.
KVEÐJA FRÁ ÍR