Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 51
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Afgreiðsla í kjötborði
Laust starf er við afgreiðslu í kjötborði verslunar Nóatúns Furugrund, vinnutími virka daga frá 9-17.
Afgreiðslustörf
Laus störf í afgreiðslu á kassa í verslun Nóatúns Nóatúni 17, vinnutími virka daga frá 9-17 og 12-17.
Laus störf í afgreiðslu á kassa í verslun Nóatúns Smáralind, vinnutími virka daga frá 11-19
Starfsmaður í ávaxta- og grænmetisdeild
Óskum eftir starfsmanni í ávaxta- og grænmetisdeild verslunar Nóatúns Furugrund,
vinnutími frá 8-16 virka daga.
Sækið um á vefnum www.noatun.is eða sendið í pósti á Kaupás hf.
Bíldshöfða 20, 10 Reykjavík, b.t. rekstrarstjóri Nóatúns.
Spennandi störf í boði!
Í Nóatúni vinnur mikið af hæfileikaríku fólki sem myndar samheldinn hóp og leggur sig fram
við að veita viðskiptavinum Nóatúns fyrsta flokks þjónustu. Fjölbreytt störf eru í boði þar sem
metnaður, fagmennska og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi.
Þú finnur starf við þitt hæfi hjá okkur!
í hópinn
Við bjóðum ykkur
velkomin
Stýrimann/Skipstjóra
Vantar stýrimann sem getur leyst af sem skip-
stjóri á 180 t. bát í Norðursjó. Um er að ræða
vaktskip sem er skráð sem fiskiskip.
Farmanna- eða fiskimannaréttindi eða réttindi
sem gilda fyrir Norðursjó. Aldur skiptir ekki
máli en einhver reynsla sem skipstjóri nauð-
synleg ásamt góðri enskukunnáttu og ein-
hverju hrafli í Norðurlandamáli.
Uppl. á netfangi agvalberg@internet.is eða í
síma 481 1046.
Vaktskip ehf.
Fundir/Mannfagnaðir
Sjálfstæðisfélagið
Garður
Opinn stjórnmálafundur
í Garðinum
Opinn stjórnmálafundur verður haldinn
mánudaginn 8. janúar kl. 20 í Samkomuhúsinu
Garði í Garðinum.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og
Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður flytja
framsögur og sitja fyrir svörum.
Allir velkomnir - heitt á könnunni!
Óska eftir
Frímerki - Mynt - Seðlar
Uppboðsaðili “Nesfrim” kaupi frímerki,
umslög, mynt, seðla, póstkort, minnispeninga,
orður, gömul skjöl og margt fleira.
Staðgreiðsla strax. Opið daglega Mán. - Fim.
10:30 - 15:00 að Austurströnd 8, Seltjarnarnesi,
sími 694 5871 og 561 5871.
Sumarhús/Lóðir
Orlofshús RSÍ
Spánn og Kaupmannahöfn
sumar 2007
Umsóknarfrestur um dvöl í orlofshúsum
félagsins erlendis stendur til og með 7. janúar.
Hægt er að sækja um á orlofsvef RSÍ á veffangi
okkar www.rafis.is eða í síma 580 5200.
Orlofsnefnd.
Félagslíf
Regluhátíð er 13. janúar.
7.1. Áramóta- og kirkjuferð
að Úlfljótsvatni
Brottf. frá BSÍ kl. 10:30.
Fyrsta dagsferð ársins er að
venju í kirkju. Að þessu sinni
verður kirkjan við Úlfljótsvatn
sótt heim. Vegalengd 9 km.
Hækkun óveruleg. Göngutími 3-
4 klst. Fararstj. Pétur J. Jónas-
son. V. 3.400/3.900 kr.
19. - 21.1. Langjökull - jeppa-
deild
Brottf. kl. 19:00. V. 6.900/7.900 kr.
26. - 28.1. Þorrablót
Brottf. frá BSÍ kl. 19:00.
Skráningar í ferðir á skrif-
stofu Útivistar í síma 562 1000
eða utivist@utivist.is .
Sjá nánar á www.utivist.is
Upplifðu Toscana
Dani sem býr í Lucca, Toscana, hefur milligöngu
um leigu og kaup á frábærum orlofsíbúðum.
Elisabeth HJorth
www.danitalia.com - info@danitalia.com
Sími 0039 0583 332066
Húsnæði erlendis
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Raðauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Lands-
samtökunum Þroskahjálp vegna
sjónvarpsfréttar 4. janúar 2007:
„Fréttir síðustu daga af fatlaðri
bandarískri stúlku sem farið hefur
í aðgerðir og fengið hormónameð-
ferðir til að hefta vöxt og eðlilegan
líkamlegan þroska hefur vakið at-
hygli og umræður um allan heim.
Markmiðið er að sögn foreldra að
auka lífsgæði stúlkunnar en einnig
fylgir sögunni að umönnun stúlk-
unnar verði auðveldari vegna
minni vaxtar.
Þetta mál hefur vakið hörð við-
brögð víða um heim og vakið upp
umræður um siðferðilegan grunn
þeirrar meðferðar sem stúlkan
hefur verið beitt og það viðhorf að
vegna fötlunar megi brjóta gegn
rétti hennar til eðlilegs þroska.
Það mat að réttlætanlegt sé að
beita slíkri meðferð með tilvísan til
fötlunar felur í sér virðingarleysi
við fatlað fólk, lítilsvirðingu við
manngildi hvers manns og brot á
mannréttindum einstaklingsins.
Það er umhugsunarefni í nú-
tímasamfélagi að hvers kyns frávik
frá „fullkomnun“ í fari einstak-
linga teljast til vandamáls og rétt-
lætanlegt virðist vera að bregðast
við með því að fyrirbyggja tilveru
slíkra einstaklinga eða grípa inn í
líf umræddra einstaklinga á óeðli-
legan hátt.
Mannkynssagan sýnir okkur
ótal dæmi um aðgerðir þar sem
einstaklingum sem ekki þóttu
heppilegir var markvisst útrýmt.
Við hryllum okkur yfir slíkum sög-
um en mikilvægt er að við minnum
okkur á að margbreytileiki mann-
lífsins hefur ekki alltaf verið virtur
og við þurfum öll að standa vörð
um manngildi hvers manns óháð
þroska, fötlun, kyni, kynþætti eða
öðrum þáttum.
Landssamtökin Þroskahjálp
leggja áherslu á það grundvall-
aratriði að manngildi hvers manns
sé virt og að við sem samfélag við-
urkennum tilverurétt ólíkra ein-
staklinga með mismunandi þroska
og þarfir sem eðlilegan þátt mann-
lífsins.
Samfélag fyrir alla, þar sem allir
eru velkomnir á eigin forsendum,
ætti að vera baráttumál okkar
allra með hagsmuni samfélagsins
alls að leiðarljósi. Nauðsynlegt er
að við tökum upp umræðu um
manngildi einstaklinga óháð fötlun
og rétt ólíkra einstaklinga til eðli-
legs lífs og þroska og höfnum al-
farið allri afskræmingu og lítils-
virðingu við fólk sem á einhvern
hátt víkur frá hefðbundnum
norm.“
Yfirlýsing Þroskahjálpar
DREGIÐ var í ÞEGAR-happdrætti
KB banka hinn 22. desember síðast-
liðinn. Meðal vinningshafa var Sig-
ríður Hulda Arnardóttir, Reyk-
húsum 1, Eyjafjarðarsveit. Sigríður
vann ferð fyrir tvo til einhvers af
áfangastöðum Icelandair í Evrópu.
Á myndinni tekur vinningshafinn
Sigríður Hulda Arnardóttir við vinn-
ingnum úr hendi Egils Snæs Þor-
steinssonar, sölustjóra Kaupþings
banka á Akureyri.
Dregið í
happdrætti
KB banka
Leiðbeinendur verða: Rósa Björg Helgadóttir, hreyf-
ilistakennari og matgæðingur, Guðfinna Svavarsdóttir
Ölduvinnukennari, Berglind Prunner, leiðsögukona og
kynjafræðingur.
Námskeiðið er haldið til minningar um Margréti
Björgólfsdóttur, sem var frumkvöðull í hollu mataræði
og breyttum lífsstíl. Hún stofnaði m.a. fyrirtæki sem
framleiddu morgungull á 9. áratugnum og framreiddi
hollusturétti á veitingastaðnum Mensan og Á næstu
grösum, á þeim árum.
NÁMSKEIÐ ætlað fólki sem vill breyta mataræði sínu
og lífsstíl verður haldið í janúar í Heilsuhúsinu í Lág-
múla. Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur hefur
veitt styrk til námskeiðsins. Þátttökugjaldi verður því
stillt í hóf.
Í fréttatilkynningu segir m.a.: Á námskeiðinu, sem
byggist á stuttum fyrirlestrum, sýnikennslu og umræðu,
verður fjallað um einfaldar leiðir til þess að breyta og
bæta mataræðið, lífræna ræktun og hvernig má gera
ódýra og holla grænmetisrétti, svo eitthvað sé nefnt.
Námskeið um hollt mataræði og
skapandi lífsstíl í Heilsuhúsinu