Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 52

Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 52
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Tvær sýningar verða opn-aðar í Listasafni ASÍ viðFreyjugötu klukkan 15 ídag. Annars vegar er um að ræða sýningu Jóhanns Ludwigs Torfasonar, Ný leikföng, og hins vegar sýningu Hlyns Helgasonar, 64 dyr Landspítala við Hringbraut. Pólitísk leikföng Á sýningu Jóhanns eru tölvugerð málverk af skálduðum leikföngum fyrir hina meðvituðu yngstu kyn- slóð. „Þau sýna ákveðnar ímyndir sem eru dúkkur, eða leikföng, sem eru kannski af töluvert pólitískari toga heldur en gengur og gerist,“ segir Jóhann. „Þetta eru alveg ný- uppfundin leikföng af minni hálfu sem byggjast að miklu leyti á kunn- uglegu útliti leikfanga í umbúðum sínum. Þetta gengur út á að það er ákveðinn rammi sem sýnir leik- fangið og umhverfis eru ýmsar upp- lýsingar og börn sem mæla með innihaldinu,“ segir Jóhann. „Þetta er svona hið hefðbundna útlit leik- fanga, en leikföngin sjálf eru öllu óhefðbundnari.“ Barnvæn sýning Aðspurður segir Jóhann sýn- inguna höfða bæði til barna og full- orðinna, enda leikföngin í aðal- hlutverki. „Ég tel þetta hikstalaust vera barnvæna sýningu,“ segir hann. „Auðvitað eru skilaboð í myndunum sem eru kannski dálítið drungaleg og illskiljanleg ungum börnum, og auðvitað pólitískari líka, enda er slíkt langt fyrir neðan þeirra virðingu, en leikföng eru samt alltaf leikföng.“ Jóhann segir að á sýningunni sé brugðið upp ákveðnum spéspegli af samtímanum, hvort sem er hér á landi eða erlendis. „Til að mynda er ég ekkert feiminn við að fjalla um málefni sem koma Íslendingum mjög takmarkað við, eins og dauða- refsingar. Eitt leikfangið er dauða- dæmdur fangi og krakkarnir geta sett niður á sérhannaðan bekk sem fylgir með og dælt í hann eitri,“ seg- ir Jóhann og bætir við að í pakk- anum fylgi líka sprauta, biblía og meira að segja síðasta máltíðin. „Svo er líka boðið upp á að safna öllu genginu, þá er hægt að safna fleiri óbótamönnum og taka af lífi ef mað- ur vill,“ segir hann. „Hinum megin er svo málverk af Arnold Schwarzenegger þegar hann er svona 13 ára gamall og segir „endurskilgreinum takmörk um- burðarlyndis.“ Þetta er myndlist sem tekst á við mjög stórar spurn- ingar.“ Pabba kné ehf. Dúkkurnar í verkum Jóhanns eru ekki allar dauðadæmdar heldur eru þær einnig gæddar ýmsum öðrum eiginleikum. „Ein dúkkan heitir Alfa og það er engin tilviljun. Hún er þannig úr garði gerð að um leið og barnið losar hana úr kassanum eldist hún og á sjö dögum breytist hún í gamla konu sem deyr úr elli. Fötin fylgja með þannig að það er hægt að skipta um föt á hverjum degi, svo þau hæfi aldrinum,“ segir Jóhann. „Þetta fjallar auðvitað bara um lífið okkar sem flestum finnst líða of hratt.“ Hluti sýningar Jóhanns er fólginn í kynningu á fyrirtæki sem nefnist Pabba kné ehf. og Jóhann hefur ný- verið gert samning við um fram- leiðslu á verkunum. „Þetta er fyr- irtæki í menningargeiranum. Ég er náttúrlega að fjalla um markaðs- vörur í þessum verkum og það er hægt að fara með það lengra, yfir í beina framleiðslu þar sem ég er bara í skugganum sem óbreyttur verka- maður fyrirtækisins,“ segir hann. Þeir hafa sett upp fyrirmynd- arskrifstofuaðstöðu sem mögulega má líta á sem innsetningu. Það eru höfuðstöðvar fyrirtækisins á meðan á sýningunni stendur. Tilfinningahlaðin stofnun Sýning Hlyns Helgasonar nefnist 64 dyr Landspítala við Hringbraut, en á sýningunni má sjá ljósmyndir af hurðum Landspítalans, auk kvik- myndar, málverks og teikningar. „Þetta er tilfinningalega hlaðin stofnun fyrir áhorfendur þannig að það sem mér finnst voða spennandi er að áhorfendur horfi á þessar myndir sem eru túlkun á Landspít- alanum, og túlkun á sögu hans,“ seg- ir Hlynur. „Landspítalinn er auðvit- að með þessa 80 ára sögu sem heilbrigðisstofnun, það hafa allir far- ið þarna inn og út í gegnum tíðina og oft með kvíða á leiðinni inn, og sorg eða gleði á leiðinni út. Það eru þær tilfinningar sem mér finnst spenn- andi við Landspítalann,“ segir Hlyn- ur og bætir því við að þar að auki hafi gríðarlegur fjöldi fólks einnig unnið á stofnuninni. Hlynur tók myndir af nokkurn veginn öllum hurðum Landspítalans við Hringbraut, að minnsta kosti öll- um þeim sem einhverju máli skipta, eins og hann orðar það. „Þetta var algjör rútína í framkvæmd, mynd- irnar eru allar teknar 25 skrefum frá hverri hurð. Svo eru þær allar í miðju rammans sem skapar vissa reglu í myndunum sem útilokar eitt- hvert fagurfræðilegt val við gerð myndanna. Myndirnar verða fal- legar bara af því að þetta er svo fjöl- breytt og fjölþætt umhverfi sem er þarna til staðar, en það er ekkert við myndatökuna sem gerir þær fal- legar,“ segir Hlynur sem undanfarin ár hefur verið nokkuð upptekinn við tilraunir til að túlka á listrænan hátt áherslur og áferð borgarinnar. Á síðasta ári nýtti hann sér kvik- myndamiðilinn og skrásetti annars vegar fábreytilegan garð í miðborg- inni og hins vegar dæmigerða stofu í íbúð í Prag. 64 dyr og dauðadæmdar dúkkur Pólistískt Jóhann Ludwig Torfason tekst á við umdeild mál í verkum sínum, svo sem dauðarefsinguna. Morgunblaðið/Kristinn Ólíkir Þeir Jóhann og Hlynur opna hvor sína sýninguna á mjög ólíkum verkum í Listasafni ASÍ í dag Jóhann Ludwig Torfason og Hlynur Helgason opna í Listasafni ASÍ Tilfinningar Jóhann segir flesta tengja Landspítalann við gleði eða sorg. www.homepage.mac.com/ johanntorfason www.tacticalart.net www.asi.is staðurstund Birta Björnsdóttir gagnrýnir fjölda auglýsinga sem fylgja með mynddiskum fyrir börn í Af listum. » 53 af listum Breski söngvarinn Mika er besti nýliðinn í bresku tónlistarlífi að mati hlustenda breska rík- isútvarpsins. » 53 tónlist Ort verður um réttarfar nú- tímans í útvarpsþættinum Orð skulu standa á Rás 1 í dag klukkan 16.10. » 54 útvarp Hljómsveitirnar Dikta og Our Lives halda upp á þrettándann með tónleikum á Grand Rokki í kvöld. » 57 tónlist Útgefendur Britney Spears eru að sögn orðnir langþreyttir á bramboltinu í poppdívunni sem lofar bót og betrun. » 61 fólk |laugardagur|6. 1. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.