Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 53

Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 53 menning Það varð talsverð hamingja áaðfangadag þegar yngstifjölskyldumeðlimurinn fékk að gjöf sinn fyrsta mynd- disk. Það var nýútkominn diskur með þeim Skoppu og Skrítlu þar sem þær bregða á leik í Húsdýra- og grasagarðinum ásamt hópi barna. Diskurinn er skemmtilegur og höfðar vel til þeirra allra yngstu, með einföldum hreyfingum, dansi og tónlist auk lifandi mynda af dýrum. Samt hugsa ég mig tvisvar um áður en ég set diskinn í tækið fyrir dóttur mína. Af hverju skyldi það vera?    Jú, það er vegna þess að áðuren hægt er að skemmta sér yfir Skoppu og Skrítlu neyðist maður til að horfa á fimm auglýs- ingar. Fremst á mynddiskinn er nefni- lega búið að klína auglýsingum sem ekki er hægt að spóla yfir og sleppa. Georg og félagar, teikn- aðar pulsur og fljúgandi íspinnar er meðal þess sem yngsta kyn- slóðin verður að horfa á í hvert sinn sem þessi annars ágæti mynddiskur er settur í tækið! Þá tekur steininn úr þegar að auglýsingunum loknum er lítið barn látið tilkynna úr hvaða barnafataverslun öll fötin, sem börnin í myndinni klæðast eru, á meðan maður gónir á vörumerki búðarinnar. Ég myndi skilja vel hlutverk auglýsinganna ef diskurinn væri gefins, væri laumað í póstkassann hjá fólki því að kostnaðarlausu. En þegar búið er að greiða fyrir hann úti í búð finnst mér veru- lega brotið á rétti manns sem neytanda að neyðast til að horfa á fimm auglýsingar í hvert sinn sem horft er á diskinn. Ég geri mér grein fyrir að framleiðsla á sjónvarpsefni er ekki ókeypis en er virkilega svo dýrt að gera innan við klukku- stundar langt barnaefni, tekið undir berum himni, að styrkt- araðilar verði að vera í for- grunni. Í 20. grein útvarpslaga er kveð-ið á um vernd barna gegn ótil- hlýðilegum auglýsingum. Þar segir meðal annars að óleyfilegt sé að hvetja börn til þess að kaupa vöru eða þjónustu með því að notfæra sér reynsluleysi þeirra eða trúgirni. Engin lög eru um lög fyrir og eftir barnatíma í sjónvarpi en meðal annars í Svíþjóð eru aug- lýsingar bannaðar í sjónvarpi á þeim tíma sem barnaefni er sýnt. Mér finnst að við verðum að- eins að vakna á verðinum hvað þetta varðar. Finnst okkur sjálf- sagt að öllum barnatíma fylgi auglýsingar frá skyndibitastöð- um, dótabúðum og bönkum? Börn hafa ekki þroska til að lesa milli línanna í auglýsingum og sjá í gegnum sölumennskuna. Ef eitthvað er gert aðlaðandi í sjónvarpi er sjálfsagt í huga barns að leita allra leiða til að eignast það sjálft, ekki satt?    Ég vil þó taka fram að mérfinnast Skoppa og Skrítla ljómandi skemmtilegar og eins árs dóttur minni líka. Þær Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hall- grímsdóttir hafa með vinnu sinni framleitt prýðisgott efni fyrir yngstu áhorfendurnar, bæði á sviði og í sjónvarpi. Því miður eigum við þó trúlega ekki eftir að horfa eins oft á diskinn góða, sökum auglýsing- anna sem ekki er hægt að spóla yfir. Uppáþrengjandi auglýsingar Morgunblaðið/Kristinn Skoppa og Skrítla Sá galli er á mynddiski þeirra að nauðsynlegt er að horfa á auglýsingar áður en fjörið byrjar. AF LISTUM Birta Björnsdóttir » Georg og félagar,teiknaðar pulsur og fljúgandi íspinnar er meðal þess sem yngsta kynslóðin verður að horfa á í hvert sinn sem þessi annars ágæti mynddiskur er settur í tækið! HINN litríki breski söngvari Mika hefur verið útnefndur besti nýlið- inn í könnun breska ríkisútvarps- ins, BBC’s Sound of 2007. Mika, sem er 23 ára, er fæddur í Beirút í Líbanon en býr nú í Lundúnum. Honum hefur verið líkt við bæði Scissor Sisters og sjálfan Freddie Mercury. Rúmlega 130 breskir tónlistar- gagnrýnendur tóku þátt í könn- uninni með því að nefna þá nýju tónlistarmenn sem þeim þykir mest til koma. Rokksveitin The Twang frá Birmingham hafnaði í öðru sæti og indí-harðkjarna-reif- rokkararnir í Klaxons lentu í þriðja sæti. Í fyrra var söngkonan Corinne Bailey Rae í fyrsta sætinu en meðal sigurvegara fyrri ára eru 50 Cent, Keane og The Bravery. Fyrsta smáskífulag Mika, Grace Kelly, hefur hlotið mikla spilun og er nú mest spilaða lagið á BBC Radio 2. Mika segist virkilega ánægður með viðurkenninguna. „Þetta skiptir mig miklu máli, sérstaklega þegar litið er til þess fólks sem hefur unnið á undanförnum árum. Það er góður félagsskapur,“ sagði hann. Colin Martin, yfirmaður tónlist- armála hjá Radio 2, fór lofsam- legum orðum um Mika eftir að úr- slitin voru kunngerð. „Það er ekki algengt að nýr listamaður komi fram sem öruggt er að slái í gegn, en það er allt útlit fyrir að árið 2007 verði árið hans Mika,“ sagði hann. Alison Howe, framleiðandi þátt- anna Later … with Jools Holland, sagði að Mika væri „náttúruleg poppstjarna með mikinn karakter, persónuleika og frábær popplög“. Paul Rees, ritstjóri tónlistar- tímaritsins Q fór einnig lofsam- legum orðum um kappann. „Hann hefur útlitið og lögunum hans svip- ar til þess sem maður hefði haldið að kæmi út úr samstarfi Queen og Scissor Sisters,“ sagði Rees. Tónlistartímaritið NME kallaði hljómsveitina The Twang, sem hafnaði í öðru sæti, „bestu nýju hljómsveit Bretlandseyja“ en Klax- ons, sem lentu í þriðja sæti, þykja hafa nýjan og frumlegan hljóm. Tónlistarmenn sem höfðu átt plötu eða lag meðal þeirra 20 vin- sælustu í Bretlandi áttu ekki möguleika á að komast inn á listann, né heldur þeir sem höfðu orðið frægir af einhverjum öðrum ástæðum. Tónlist | Bestu nýliðarnir í Bretlandi voru valdir á dögunum Breskur Líbani útnefndur bestur Flottur Mika segist virkilega ánægður með viðurkenninguna. Bestu nýliðarnir samkvæmt könn- uninni. 1. Mika 2. The Twang 3. Klaxons 4. Sadie Ama 5. Enter Shikari 6. Air Traffic 7. Cold War Kids 8. Just Jack 9. Ghosts 10. The Rumble Strips GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA QUALITY No. 1 í Ameríku Leikarinn Alec Baldwin íhugaði aðfremja sjálfsmorð þegar hann var álitinn slæmur faðir. Baldwin gekk í gegnum erfiða forræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Basinger, en saman eiga þau dótt- urina Ireland. Í viðtali við breska tímaritið GQ segir Baldwin að það hafi reynt veru- lega á taugarnar þegar dagblöð og tímarit sögðu endalaust fréttir um að hann væri ekki góður faðir og máluðu dökka mynd af honum. Líkir hann þessu við það að upplifa martröð. „Ég man eftir því að hafa legið uppi í rúmi og hugsað að ég vildi deyja. Ég vildi hins vegar ekki stökkva út um glugga þar sem þá ætti ég á hættu að lenda á einhverjum og að við yrðum báðir lamaðir til æviloka. Ef það myndi gerast ætti ég á hættu að verða öreigi þar sem viðkomandi myndi eflaust höfða skaðabótamál á hendur mér og þá ætti ég enga pen- inga fyrir dóttur mína,“ segir Baldw- in í viðtalinu. Leikarinn ítrekar í viðtalinu að hann sé góður faðir og geri hvað sem er fyrir Ireland þegar þau eru saman. Hann segist reyna að fara til Los Angeles aðra hverja helgi til að hitta Ireland. Baldwin og Basinger hafa verið svarnir óvinir síðan þau skildu árið 2000 en seint á síðasta ári virtist sem samband þeirra væri ögn að skána. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.