Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 56
56 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
LA LA LA LA LA
LA LA LALA LA LA
LA
LA
LA
LA
GETTU HVER
VAR AÐ LÆRA
AÐ SAUMA
HVAÐ
HELDUR ÞÚ AÐ
ÞAÐ SÉ LANGT Í
AÐ HÚN BYRJI
AÐ GANGA?
HÚN ÞARF EKKERT AÐ
DRÍFA SIG! LEYFÐU HENNI
BARA AÐ SKRÍÐA AÐEINS.
EKKI ÝTA Á EFTIR HENNI!
HÚN HEFUR ALLAN
ÞANN TÍMA SEM HÚN VILL
UM LEIÐ OG ÞÚ BYRJAR
AÐ LABBA, ÞÁ NEYÐIST ÞÚ
TIL ÞESS AÐ HALDA ÞVÍ
ÁFRAM ALLA ÆVI!
ÚR
HENGI-
RÚMINU
HVAÐ ÁTTU
VIÐ? ÞÚ ÁTT
EKKERT Í ÞVÍ!
ÉG
MÁ
NÚNA! ÉG KOMHINGAÐ FYRST!
ÉG RÆÐ HVENÆR
ÉG ER BÚINN
ÞÁ KLIFRA
ÉG BARA UPP
Í ÞAÐ TIL ÞÍN
OG HENDI
ÞÉR ÚR ÞVÍ
ÉG HELD
NÚ SÍÐUR!
ÞESSI HENGIRÚM
BYRJA ALLTAF AÐ SÍGA
AF HVERJU BJÓÐUMST VIÐ EKKI BARA
TIL ÞESS AÐ KAUPA HANDA ÞEIM DRYKK
OG SJÁUM HVAÐ GERIST?
VIÐ SKULUM BARA SEGJA AÐ
LÖGREGLUBÍLLINN MINN SÉ
EKKI LENGUR ÓMERKTUR
ÉG HLAKKA TIL AÐ HITTA
DODDA OG LINDU. ÞAÐ ER
SVO LANGT SÍÐAN SÍÐAST
ÉG
VEIT
ÞAÐ ER ORÐIÐ NÆSTUM
ÁR. AF HVERJU TÓK ÞETTA
SVONA LANGAN TÍMA?
ÞAÐ VAR SVO ERFITT AÐ
FINNA DAG ÞAR SEM VIÐ
VORUM ÖLL LAUS
ÆI
ÞAÐ ER BARA EKKI ÖRUGGT
AÐ RÆNA BÍL...
VIÐ ERUM
SLOPPNIR
...ÞEGAR KÓNGULÓAR-
MAÐURINN ER NÁLÆGT
ÉG SÉ EKKI
NEITT! ÉG VERÐ
AÐ BREMSA
JÆJA, ÞAÐ LÍTUR
ÚT FYRIR AÐ ÉG
SÉ HETJAN EINU
SINNI ENN
KATTLIÐUGIR fjöllistamenn Cirque du Soleil á sýningu í Royal Albert
Hall í London á fimmtudag. Þessi fransk-kanadíski sirkus er sá þekktasti í
heiminum en rúmlega sjö milljónir manna hafa sótt sýningar hans.
Reuters
Eintóm liðlegheit
Sendiráð Íslands í Peking opn-aði á dögunum nýja heima-síðu. Axel Arnar Nikulássoner þar sendiráðunautur og
staðgengill sendiherra Íslands í Kína:
„Það var orðið tímabært að end-
urnýja heimasíðuna en sú gamla
hafði verið í notkun allt frá árdögum
heimasíðugerðar,“ segir Axel og kím-
ir. „Búið er að vinna að því að end-
urbæta útlit og uppsetningu vefsíðna
allra sendiskrifstofa Íslands, með
samræmdu útliti og með not-
endavænt aðgengi að leiðarljósi.“
Stefnt er að því að heimasíða
sendiráðsins í Kína verði lifandi mið-
stöð upplýsinga: „Síðan er bæði ætl-
uð til kynningar á Íslandi fyrir kín-
verska ferðamenn og kínverskt
viðskiptalíf, en ekki síður sem upplýs-
ingaveita Íslendinga sem hyggja á
ferðalög, nám eða viðskipti í Kína,“
segir Axel Arnar. „Meðal annars má
finna á síðunni upplýsingar um vega-
bréfsáritanir, tengla á upplýs-
ingasíður opinberra stofnana í Kína,
auk tengla á kínverska vefmiðla, til að
auðvelda aðgengi að upplýsingum um
daglegt líf í Kína. Ekki hvað síst er-
um við með fréttir af viðburðum sem
sendiráðið stendur fyrir, svo Íslend-
ingar sem leið eiga um geta með auð-
veldum hætti fengið upplýsingar um
hvað er á döfinni hverju sinni, og von-
andi tekið þátt í uppákomum þegar
það á við.“
Sendiráð Íslands í Peking annast
forsvar við Ástralíu, Nýja-Sjáland, S-
Kóreu, Mongólíu og Víetnam, en
stærstur hluti starfs sendiráðsins
snýr þó að Kína þar sem umsvif Ís-
lendinga aukast með hverju árinu:
„Að mínu mati hefur sendiráðið leikið
lykilhlutverk við að leiða saman ís-
lenskt viðskiptalíf og kínverskt, eink-
um við að minnka þá hindrun sem
tungumálaörðugleikar og fjarlægð
geta skapað,“ segir Axel. „Fyrir
nokkrum árum var sett á laggirnar
viðskiptaþjónusta við sendiráðið. Þar
hefur skapast mikill þekkingarauður
og hefur þjónustan margsannað sig.“
Íslendingum hefur farið fjölgandi í
Peking, og var þar stofnað Íslend-
ingafélag á síðasta ári. „Bæði náms-
mönnum og viðskiptafólki fer fjölg-
andi, en við áætlum að núna séu 29
Íslendingar búsettir í Peking, en
margir eru búsettir hérna í skemmri
tíma og því töluverðar sveiflur í fjölda
Íslendinga hér,“ segir Axel. „Það er
góð stemning í starfi Íslendinga-
félagsins, og mjög góð mæting á alla
viðburði.“
Árið hefur verið viðburðaríkt hjá
sendiráðinu í Peking og fara umsvif
sendiráðsins vaxandi: „Í desember
fögnuðum við 35 ára afmæli stjórn-
málasambands Íslands og Kína er ut-
anríkisráðherra heimsótti landið.
Ráðherra skrifaði þá m.a. undir yf-
irlýsingu um upphaf fríversl-
unarviðræna milli Kína og Íslands, en
einnig var stofnaður samráðsvett-
vangur íslenskra fyrirtækja í Kína
undir forystu sendiráðsins í desem-
ber,“ segir Axel. „Gangi allt að óskum
verður Ísland fyrsta vestur-evrópska
ríkið til að gera slíkan samning við
Kína og munu samningaviðræður við
kínversk stjórnvöld skipa stóran sess
í starfi sendiráðsins á næsta ári.“
Heimasíða sendiráðsins í Peking er
á slóðinni www.iceland.org/cn.
Alþjóðasamskipti | Sendiráð Íslands í Pek-
ing opnar nýja og endurbætta heimasíðu
Lifandi
upplýsingaveita
Axel Arnar
Nikulásson fædd-
ist á Akranesi
1962 en ólst upp í
Keflavík. Hann
lauk stúdents-
prófi frá FS
1982, BA-gráðu í
hagfræði frá
East Strouds-
burg University í BNA 1986 og MA-
gráðu í stjórnmálafræði frá sama
skóla 1988. Axel Arnar starfaði sem
lögreglumaður og síðar versl-
unarstjóri, starfaði hjá KKÍ og hóf
störf utanríkisráðuneytinu 1995.
Hann hefur verið sendiráðunautur
við Sendiráð Íslands í Peking frá
árinu 2005. Axel Arnar er kvæntur
Guðnýju Reynisdóttur ráðgjafa og
eiga þau þrjú börn.