Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 B 5 Krókháls 5a • 110 Reykjavík • Sími: 588 7700 • Fax: 588 8700 • www.radning.is • radning@radning.is Áhugasömum er bent á að leggja inn umsókn á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar www.radning.is og sækja þar um starfið. Umsjón með starfinu hefur María Jónasdóttir, maria@radning.is SÖLUMAÐUR Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar nk. Um framtíðarráðningu er að ræða. Ráðið verður fljótlega í starfið. Mjög þekkt og rótgróin fasteignasala í Reykjavík óskar eftir metnaðarfullum og öflugum sölumanni. Helstu hæfniskröfur: • Haldbær reynsla af sölu eða sambærilegu starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Góð þjónustulund • Frumkvæði og metnaður • Heiðarleiki og áreiðanleiki Krókháls 5a • 110 Reykjavík • Sími: 588 7700 • Fax: 588 8700 • www.radning.is • radning@radning.is Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar nk. Fyrirspurnum um starfið er eingöngu svarað hjá Ráðningarþjónustunni. Áhugasömum er bent á að leggja inn umsókn á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar www.radning.is og sækja þar um störfin. Umsjón með starfinu hefur Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, sigrunedda@radning.is Sölumaður á fyrirtækjasviði Afgreiðsla í verslun Dynjandi ehf. óskar eftir að ráða sölumann á fyrirtækjasvið og starfsmann í afgreiðslu. Dynjandi er brautryðjandi á sviði öryggismála á vinnustöðum en fyrirtækið var stofnað árið 1954 og hefur sérhæft sig í að kynna og út- vega viðurkenndan öryggisbúnað, persónuhlífar og vinnufatnað fyrir starfsfólk í íslensku atvinnulífi. Fyrirtækið sérhæfir sig jafnframt í sölu og þjónustu á háþrýstihreinsidælum, rafstöðvum og mótorrafsuðuvélum sem og uppsetningu á varaaflsvélum ásamt ýmsum öðrum vörum. Starfssvið í afgreiðslu: • Sala, afgreiðsla og ráðgjöf í verslun • Aðstoð á lager Starfssvið sölumanns á fyrirtækjasviði: • Heimsóknir til viðskiptavina • Sala og ráðgjöf • Gerð tilboða Hæfniskröfur: • Mjög góð samskiptahæfni • Reynsla af sölustörfum æskileg • Þjónustulund og sjálfstæði í starfi • Jákvæðni og drifkraftur Kerfisstjóri/ Umsjónarmaður tölvukerfa Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu kerfis- stjóra/umsjónarmanns tölvukerfa lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2007. Umsóknargögn og allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: http://iceland.usembassy.gov/vacancies.html                         NEMENDASKRÁ SKRIFSTOFUSTJÓRI Háskóli Íslands er öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðlega vísu. Skólinn leitar eftir háskóla- menntuðum einstaklingi í starf skrifstofustjóra Nemendaskrár. Helstu verkefni Nemendaskrár eru umsýsla og varðveisla gagna um nemendur, miðlun upplýsinga og þjónusta við háskóladeildir og aðrar starfseiningar, nemendur, starfsfólk og aðila utan skólans. Skrifstofustjóri hefur umsjón með skipulagningu og daglegum rekstri Nemendaskrár, fjármálum, innkaupum og starfsmannastjórnun. Þá kemur skrifstofu- stjórinn að þróun nemendakerfis. Umsóknarfrestur er til 29. janúar nk. Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is Nánari upplýsingar veitir Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslusviðs, í síma 525 43560, netfang: thordkri@hi.is Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun Háskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.