Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Háseta Háseta vantar á 140 rúmlesta dragnótarbát sem gerður er út frá Hafnarfirði. Skiptikerfi er á umræddu skipi og mun viðkom- andi róa tvær vikur í senn og vika í frí. Upplýsingar í símum 840 0841 – Jóhann eða 840 0840 – Arnar. Viltu bætast í okkar góða hóp ? Við leitum að áhugasömum einstaklingum sem vilja starfa við umönnun heimilisfólksins í Skjóli. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, ýmsir vaktamöguleikar. Einnig er laus 40% staða hjúkrunarfræðings á næturvöktum í húsinu. Sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk í umönnun Lausar eru stöður á hinum ýmsu deildum. Vaktir og starfshlutfall samkomulagsatriði. **************************************** Gott starfsumhverfi þar sem góður starfsandi er í heiðri hafður. Bjóðum traust, jákvætt og duglegt fólk velkomið til starfa strax og/eða eft- ir samkomulagi. Áhugasamir vinsamlegast leitið upplýsinga sem fyrst hjá Aðalheiði Vilhjálmsdóttur hjúkrunarforstjóra, (alla@skjol.is) virka daga í síma 522 5600. Í SKEMMTILEGU STARFSUMHVERFI? VILTU VINNA MEÐ BÖRNUM Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur I Fríkirkjuvegi 11 Sími 411 5000 I Bréfsími 411 5009 I www.itr.is I itr@itr.is FRÍSTUNDARÁÐGJAFAR /LEIÐBEINENDUR Á FRÍSTUNDAHEIMILUM Til starfa óskast fólk Í hlutastörf sem hefur náð 20 ára aldri og getur tekið að sér skapandi starf með 6–9 ára börnum á eftirfarandi sviðum: List- og verkgreinum, s.s. tónlist, myndlist, leiklist, smíði, textíl. Íþróttum og leikjum Útivist og umhverfismennt Barnalýðræði og lífsleikni (hópastarf, barnafundir, vinátta og samvera) Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og sækja um störfin á heimasíðu ÍTR, www.itr.is og hjá starfsmannaþjónustu ÍTR, Fríkirkju- vegi 11, í síma 411 5000. . Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Starfsmannasvið Álfabakka 16, 109 Reykjavík www.heilsugaeslan.is Reykjavík 14. janúar 2007. Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir stöður sálfræðinga við nokkrar heilsugæslustöðvar lausar til umsóknar. Um er að ræða ný störf sálfræðinga í grunnþjónustu á heilsugæslu- stöðvum. Störf þeirra munu fyrst og fremst beinast að frummeðferð á börnum og ungmen- num með geðræn vandamál og fjölskyldum þeirra. Ætlunin er að sálfræðingar starfi í teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki innan heilsugæslustöðva og í náinni samvinnu við skóla og félagsþjónustu á svæðinu. Munu þeir taka þátt í uppbyggingu þessarar starfsemi á heilsugæslustöðvunum. Leitað er að sálfræðingum, sem hafa menntun og reynslu af meðferð geðrænna vandamála barna og unglinga. Æskilegt er að þeir hafi reynslu í frumþjónustu. Starfhlutfall getur verið samkomulagsatriði. Laun samkvæmt kjarasamningum Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Nánari upplýsingar veitir Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri, í síma 585 1300 eða á net- fangi: ludvik.olafsson@stj.hg.is og Grétar Guðmundsson, framkvæmdastjóri starfsmanna- sviðs í síma 585 1300 eða á netfangi: gretar.gudmundsson@stj.hg.is. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til starfsmannasviðs Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík, fyrir 29. janúar 2007. Innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, alls 15 heilsugæslustöðvar, auk Miðstöðvar heilsuverndar barna, Miðstöðvar mæðraverndar, Lungna- og berklavarnadeildar, Deildar atvinnu- sjúkdóma og ónæmisvarna, Miðstöðvar tannverndar, Miðstöðvar heimahjúkrunar í Reykjavík og Geðheilsu-eftirfylgdar/iðjuþjálfun. Starfsmenn stofnunarinnar eru alls um 700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.