Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 B 19 Aðstoðarmenn í blikksmíði Blikksmíði ehf. óskar eftir aðstoðarmönnum í blikksmíði. Upplýsingar gefur Jón í símum 893 4640 og 565 4111. Rafvirki / rafveituvirki Hitaveita Suðurnesja hf. óskar eftir að ráða rafvirkja/rafveituvirkja í rafmagnsdeild á starfsstöð HS í Hafnarfirði. Í starfinu felst m.a.: ● Viðhald og viðgerð á dreifikerfi, línum og götulögnum ● Nýlagnir, tengingar og frágangur ● Önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur: ● Sveinspróf í rafvirkjun eða rafveituvirkjun ● Sjálfstæð vinnubrögð ● Góð framkoma og lipurð í mannlegum sam- skiptum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði og á heimasíðu fyrirtækisins: www.hs.is. Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Umsóknir skulu berast þangað eigi síðar en föstudaginn 26. janúar 2007. Hitaveita Suðurnesja hf. (HS hf.) er hlutafélag í eigu 10 sveitarfélaga og ríkissjóðs. Hlutaféð í árslok 2005 var tæplega 7,5 milljarðar og ei- gið fé 13,8 milljarðar. Hitaveita Suðurnesja var stofnuð með lögum frá Alþingi sem staðfest voru 31. desember 1974. Á árinu 2001 sameinaðist Hitaveita Suður- nesja Rafveitu Hafnarfjarðar í HS hf. og árið eftir sameinuðust Bæjar- veitur Vestmannaeyja fyrirtækinu. Í september 2003 keypti HS hf. Vatnsveitu Reykjanesbæja, í september 2004 rafveituhluta Selfoss- veitna og desember 2005 Vatnsveitu Garðs. HS hf. framleiðir heitt vatn og raforku í orkuveri sínu í Svartsengi þar sem uppsett afl er 45 MW í raforku og 150 MW í varma. Þá er hafin framleiðsla á 100 MW í raforkuveri á Reykjanesi ásamt því að hafin er framkvæmd að orkuveri 6 í Svartsengi. HS hf. annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, á Álftanesi, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg og um síðustu áramót var íbúafjöldi þessa svæðis tæplega 54.000. HS hf. annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum (um 21.300 íbúar) og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum (um 20.400 íbúar). Starfsstöðvar HS hf. eru 5, þ.e. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, Árborg og í Svartsengi. Hjá HS hf. starfa um 128 starfsmenn. Leikskólakennarar og annað starfsfólk óskast í leikskólann Garðaborg, Bústaðavegi 81. Garðaborg er lítill 2ja deilda leikskóli með rótgróna námskrá. Aðaláhersla er lögð á frjálsan leik, heimspeki og umhverfismennt. Verið velkomin í heimsókn í Garðaborg eða hafið samband í síma 553-9680 eða 693-9826. Við leitum að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Leikskólasvið Radisson SAS 1919 Hótel býður alla hefðbundna hótelþjónustu og að auki öðruvísi upplifun. Það kemur til með að skapa sér sérstöðu meðal hótela í Reykjavík en í því eru 88 mjög smekklega hönnuð herbergi sem eru allt frá venju- legum eins manns herbergjum upp í glæsilegar svítur. Fyrir fólk í við- skiptaerindum er fundaraðstaða fyrir allt að 18 fundarmenn. Á hótel- inu er nútímalegur veitingastaður og bar, þar sem njóta má stemn- ingar miðborgarinnar. Ef þig langar að taka þátt í að starfa hjá nýju og fersku hóteli og upp- fylla væntingar gesta okkar, þá ertu velkomin/n í hópinn. Eftirfarandi starf er í boði: ● Birgðavörður í hlutastarfi. Storekeeper on 50% basis. ● Aðstoðarmanneskja í bókhaldsdeild í fullu starfi. Innkaup, bókun á lánardrottnum og af- stemmningar. Senda skal inn umsóknir og ferilskrár á ensku fyrir 18. janúar 2007. Tölvupost: aleksandra.babik@radissonsas.com Radisson SAS 1919 Hotel Pósthússtræti 2, 101 Reykjavik 1919.reykjavik.radissonsas.com www.kaffitar.is Kaffitár hefur með frumkvæði og forystu lagt sitt af mörkum til fjölbreytileikans í kaffilífi þjóðarinnar. Megin áhersla Kaffitárs er að gera vel við kaffibændur sem og viðskiptavini sína - og að gera alltaf betur. Grundvöllur þess er vitanlega ástríða okkar að finna og framleiða hið allra besta úrvalskaffi og leyfa öðrum að njóta þess. Kaffibarþjónn: Starfið/starfssvið: Óskað er eftir starfsmönnum á kaffihús okkar í Reykjavík, um er að ræða fullt starf og helgar/hlutastörf. Starfið felst í framleiðslu á kaffidrykkjum, veitingum og sölu á úrvalskaffi og kaffivörum. Hæfniskröfur: Við leitum að áhugasömum og þjónustuljúfum einstaklingum með metnað og frumkvæði. Kaffitár leggur sig fram við að þjálfa og fræða starfsfólk sitt þannig að hver og einn sé svo vel verki farinn að öruggt sé að bestu eiginleikar kaffisins komist til skila. Skriflegum umsóknum má skila með tölvupósti á lilja@kaffitar.is eða á kaffihús Kaffitárs. Frekari upplýsingar veitir Lilja Pétursdóttir í síma 696-8805. Kaffitár ehf., stofnsett árið 1990, rekur kaffibrennslu og kaffihús í aðalstöðvum sínum í Njarðvík. Auk þess má finna kaffibúðir/ kaffihús í Bankastræti, Kringlunni, í Þjóðminjasafninu í Reykjavík, Listasafni Íslands og í Leifsstöð. Kaffitár er reyklaus vinnustaður án vínveitinga. -leggur heiminn að vörum þér Vagnar og Þjónusta ehf., Tunguhálsi 10, er fyrirtæki sem sérhæfir sig í nýsmíði á vörukössum og viðhaldi. Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða járniðnaðarmenn eða menn vana járnsmíði. Við leitum eftir sjálfstæðum og duglegum einstaklingum. Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar: ,,Járn -19437”. Sundlaugarvörður Sjálfsbjargarheimilið óskar eftir að ráða sund- laugarvörð til starfa í sundlaug. Stöðuhlutfall 100%. Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar mikilvægir svo og frumkvæði í starfi. Góð sundkunnátta nauðsynleg. Laun taka mið af kjarasamningi SFR – stéttar- félags í almannaþjónustu við fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Upplýsingar um starfið veitir Þórdís Richter skrifstofustjóri í síma 5500311 eða á netfangi richter@sbh.is. Í maí sl. tóku fulltrúar Sjálfsbjargarheimilisins á móti viðurkenningu úr hendi formanns SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, en heimilið hafði lent í fjórða sæti í kjöri um „Stofnun ársins”. Fimm stofnanir sem urðu efstar í kjörinu eru „Fyrirmyndarstofnanir SFR” og fengu sérstaka viðurkenningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.