Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 B 13 Raftækjaverslun Óskum eftir að ráða hressan og duglegan starfskraft við almenn verslunarstörf allan dag- inn eða eftir hádegi. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir áhuga- sama um rafmagnsvörur, gjarnan eldri en 25 ára. Umsóknir sendist á gloey@gloey.is. Glóey, Ármúla 19. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Starfsmannasvið Álfabakka 16, 109 Reykjavík www.heilsugaeslan.is Reykjavík 14. janúar 2007. Hjúkrunarfræðingar við Heilsugæsluna Árbæ Heilsugæslan Árbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum til starfa við heilsugæsluhjúkrun. Leitað að hjúkrunarfræðingum þar sem starfssvið er í ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæslu og almennri móttöku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heilsugæsluhjúkrun eða búi yfir góðri reynslu í hjúkrun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, alls 15 heilsugæslustöðvar, auk Miðstöðvar heilsuverndar barna, Miðstöðvar mæðraverndar, Lungna- og berklavarnadeildar, Deildar atvinnu- sjúkdóma og ónæmisvarna, Miðstöðvar tannverndar, Miðstöðvar heimahjúkrunar í Reykjavík og Geðheilsu-eftirfylgdar/iðjuþjálfun. Starfsmenn stofnunarinnar eru alls um 700. Sjúkraliði við Heilsugæsluna Árbæ Sjúkraliði óskast til starfa við Heilsugæsluna Árbæ. Um er að ræða 100% starf. Umsækjendur þurfa að búa yfir góðri reynslu og hæfileikum til að vinna sjálfstætt. Sjúkraliði á heilsugæslu- stöð sinnir almennum störfum sem honum eru falin en starfssvið hans mun vera fjölbreytt. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax eða eftir nánara samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Nánari upplýsingar um störfin gefur Ingibjörg Sigmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 585 7800 eða á netfangi Ingibjorg.Sigmundsdottir@arbae.hg.is Umsóknir um störfin, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist til starfsmanna- sviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík, fyrir 29. janúar n.k. Á vormánuðum 2006 voru fræðslu- miðstöðvar á Hallveigarstíg samein- aðar eftir langvarandi undirbúning framkvæmdastjóra, ráðgjafa og eig- enda, segir í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Við sameiningu fjögurra fræðslu- miðstöðva varð til ein rekstrareining sem fékk heitið Iðan fræðslusetur. Innan Iðunnar starfa nú fimm svið; byggingasvið, hótel- og matvæla- svið, málm- og véltæknisvið, prent- tæknisvið og bílgreinasvið. Fræðslu- miðstöð bílgreina sameinaðist Iðunni í desember síðastliðnum og myndaði fimmta sviðið, bílgreina- svið. Þá segir í fréttatilkynningunni að markmið Iðunnar sé að reka sí- menntunarmiðstöð fyrir þær iðn- greinar sem að henni standa. Sú starfsemi sem áður fór fram innan Prenttæknistofnunar fer nú fram á prenttæknisviði. Óbreytt hlutverk Þá segir meðal annars í frétta- tilkynningunni að hlutverk prent- tæknisviðs sé óbreytt frá því sem var. Símenntun, framkvæmd sveins- prófa, utanumhald um nemaleyfis- nefndir og starfsgreinaráð upplýs- inga- og fjölmiðlagreina, auk upplýsingamiðlunar til prentiðnað- arins, eru enn aðalviðfangsefni sviðsins. Sviðsstjóri prenttæknisviðs er Björn M. Sigurjónsson sem áður var framkvæmdastjóri Prenttækni- stofnunar. Á Prenttæknisviðinu sjálfu er markmið að bjóða upp á námskeið í öllum greinum prentiðnaðar á hverju ári auk annarra námskeiða sem viðskiptavinir sviðsins telja þörf fyrir. Í fréttatilkynningunni er minnt á að verkefni af þessum toga sé langtímaverkefni. Verður Prent- tæknisvið Iðunnar Nú um áramótin fluttist fæðingarorlofssjóður frá Tryggingastofnun ríkisins til Vinnu- málastofnunar. Vefsíða Vinnumálastofnunar upplýsir að skrifstofa og meginþjónusta fæð- ingarorlofssjóðs sé nú á Strandgötu 1, 530 Hvammstanga. Allir umsækjendur eiga að skila umsóknum sínum á Hvammstanga auk þess sem umsækj- endur af landsbyggðinni skulu senda skatt- kort sín þangað kjósi þeir að nýta sér þau hjá fæðingarorlofssjóði. Umsækjendur af höfuðborgarsvæðinu eiga að skila skattkortum sínum til Vinnu- málastofnunar, Engjateigi 11, 105 Reykjavík, en öll önnur gögn skal senda á Hvammstanga. Símanúmer fæðingarorlofssjóðs er 582 4840 og fax 582 4850. Nánari upplýsingar, eyðublöð, lög og reglur er að finna á heimasíðu sjóðsins. Á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar um land allt er hægt að nálgast eyðublöð vegna umsókna foreldra um fæðingarorlof. Þar er einnig hægt að fá grunnupplýsingar um greiðslur í fæðingarorlofi eftir því sem við á svo og leiðbeiningar um útfyllingu umsókna. Á vefsíðu Vinnumálastofnunar er vakin at- hygli á að Tryggingastofnun ríkisins annaðist greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi nú um áramótin vegna barna sem fæddust á árinu 2005 og 2006 og ber því að beina öllum fyr- irspurnum vegna þeirra greiðslna til Trygg- ingastofnunar í síma 560 4400. Fyrstu greiðslur fæðingarorlofssjóðs eftir að hann fluttist til Vinnumálastofnunar munu eiga sér stað um mánaðamót janúar/febrúar nk. Morgunblaðið/Ásdís Flutningur Fæðingarorlofssjóður er fluttur frá Tryggingastofnun ríkisins til Vinnumálastofnunar. Fæðingarorlofssjóður til Vinnumálastofnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.