Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Um tímabundna ráðningu er að ræða til a.m.k. eins árs. Laun eru samkvæmt kjarasamningum SÍB og bankanna. Góð störf og árangur er metinn að verðleikum. Nánari upplýsingar veitir starfsmannaþjónusta SPRON (550 1200) og Geir Þórðarson, framkvæmdastjóri Netbankans (550 1800). Umsóknir óskast sendar á starfsmannathjonusta@spron.is, fyrir 22. janúar nk. Netbankinn leitar að markaðsstjóra Staða markaðsstjóra er laus til umsóknar. Markaðsstjóri er jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra. Netbankinn (nb.is-sparisjóður hf.) er eingöngu starfræktur á Netinu. Hann hefur það á stefnuskrá sinni að vera frumkvöðull í þróun fjármálaþjónustu á Internetinu og veita viðskiptavinum sínum ávallt hagstæðustu kjör í bankaviðskiptum. Netbankinn er dótturfélag SPRON. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði markaðsmála eða önnur sambærileg menntun • Umsækjendur þurfa að hafa frumkvæði, skipulagshæfileika og ríka þjónustulund ásamt hæfni í mannlegum samskiptum • Starfsreynsla í banka eða reynsla af fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga er æskileg • Góð tölvukunnátta og góð þekking á Internetmálum Helstu verkefni • Þjónustuþróun, vöruþróun, almannatengsl, gerð markaðsáætlana og skýrslugerð • Samskipti og samningar við auglýsingastofur, auglýsingamiðla og samstarfsaðila • Skipulagning, markmiðasetning og stjórnun sölumála • Þjónustustjórnun og rekstrar- og starfsmannamál í fjarveru framkvæmdastjóra F í t o n / S Í A Vodafone leitar að rauðu, traustu og kraftmiklu starfsfólki! Vodafone óskar eftir að ráða starfsmenn á tæknisvið. Um er að ræða lifandi störf í öflugum hópi sérfræðinga og tæknimanna. Við leitum að fólki með góða samskiptahæfileika og vilja til að leggja sitt af mörkum til að ná metnaðarfullum markmiðum Vodafone. Viðkomandi aðilar þurfa jafnframt að vera tilbúnir að tileinka sér nýjungar í fjarskiptaheiminum. Símstöðvadeild Starfslýsing Starfið felur í sér rekstur og þróun miðlægs hluta fjarskiptakerfis Vodafone. Má þar nefna símstöðvar, talhólf, frelsiskerfi, SMS-kerfi, GPRS-kerfi o.fl. Hæfniskröfur Þekking og reynsla af vinnu við ofangreind fjarskiptakerfi er mjög æskileg, en ekki skilyrði hafi viðkomandi BS gráðu í tölvunarfræði eða rafmagns-, verk- eða tæknifræði. Radíó og þráðlaus aðgangur Starfslýsing Starfið felur í sér rekstur á radíókerfum Vodafone, sem staðsett eru víða um landið, svo sem GSM-búnaði, örbylgjukerfi og endurvarpa. Unnið er í nánu samstarfi við aðrar rekstrar- og uppsetningareiningar félagsins. Hæfniskröfur • Rafeindavirkjun og/eða rafmagnstæknifræði. • Reynslu af rekstri fjarskiptakerfa. Nánari upplýsingar veitir Kristín Guðmundsdóttir hjá Hagvangi, kristin@hagvangur.is, sími 520 4700. Umsóknir óskast útfylltar á www.hagvangur.is fyrir 22. janúar 2007. Við sem störfum undir nýju merki Vodafone ætlum okkur að gera viðskiptavinum kleift að nýta tímann til hins ýtrasta, því hvert augnablik er dýrmætt. Gríptu augnablikið og lifðu núna. Aðstoðardeildarstjóri Sjúkraliði með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun Vegna skipulagsbreytinga á hjúkrunardeild er laus til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra í 80-100% starf nú þegar eða eftir nánara sam- komulagi. Sjúkraliðar - hópstjórar Okkur á Grund langar að bæta við þann góða hóp sjúkraliða sem þegar er starfandi við heim- ilið. Ýmsir vaktamöguleikar í boði, m.a. styttri vak- tir, kvöld- og helgarvaktir. Starfshlutfall sam- komulag. Starfsfólk í aðhlynningu Okkur vantar einnig starfsfólk í aðhlynningu, bæði heilsdags- og hlutastörf. Allar nánari upplýsingar veitir Helga Jóhanna Karlsdóttir starfsmannastjóri, virka daga frá kl. 8.00-15.00 í síma 530-6165, netfang helga@grund.is. Við hvetjum áhugasama að koma til okkar og skoða heimilið en á Grund búa 240 heimilis- menn á dvalar-og hjúkrunardeildum þar sem færni heimilisfólks er nokkuð breytileg. www.grund.is Húnaþing vestra Umhverfis- og garðyrkjustjóri Húnaþing vestra leitar að áhuga- sömum og framsæknum einstak- lingi til að sinna starfi umhverfis- og garðyrkjustjóra. Starfssvið: Umsjón með skipulagningu og hirðingu opinna svæða. Umsjón með skipulagi sorphirðu og en- durvinnslu. Umsjón með skipulagi umhverfismála og gerð umhverfisáætlana. Umsjón með starfi nefndar um Staðardagskrá 21 í Húnaþingi vestra. Umsjón með rekstri vinnuskóla. Önnur verkefni á sviði umhverfismála. Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun á sviði skrúðgarðyrkjufræða, umhverfisskipulags eða annað sambærilegt nám. Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar. Sjálfstæði í vinnubrögðum. Skipulagshæfileikar og frumkvæði við lausn verkefna. Stjórnunarreynsla er æskileg. Umsóknarfrestur um starf umhverfis- og garðyrkjustjóra í Húnaþingi vestra er til og með 1. febrúar nk. Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skrifstofu Húnaþings vestra, Klapparstíg 4, 530 Hvammstanga. Nánari upplýsingar veita Skúli Þórðarson sveitarstjóri í síma 455 2400 og á netfang- inu skuli@hunathing.is og Ólafur H. Stefánsson, forstöðumaður tæknideildar, í síma 455 2400 og á netfanginu bygginga- fulltrui@hunathing.is . AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.