Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ www.toyota.is Toyota á Íslandi Nýbýlavegi 8 200 Kópavogur Sími: 570-5070 Komdu og keyrðu með okkur Toyota á Íslandi er innflytjandi Toyota bifreiða, vara- og aukahluta. Starfsmenn fyrirtækisins byggja gildi sín og viðmið í starfi á The Toyota Way: Stjórnunar-, þjónustu- og mannauðsstefnu Toyota. Gagnkvæm virðing og náin samvinna eru hornsteinar í daglegri starfsemi Toyota á Íslandi. Hverri áskorun er tekið fagnandi hendi og leita starfsmenn stöðugt leiða til að tryggja áframhaldandi framfarir í öllu því sem við kemur starfsemi fyrirtækisins og þjónustu gagnvart viðskiptavinum þess. Vegna aukinna umsvifa óskar Toyota á Íslandi að ráða starfsmann í Þjónustuver. Starfssvið Upplýsingagjöf í síma fyrir allar deildir Innbókanir á verkstæði Tækniupplýsingar til viðskiptavina Önnur tilkallandi verkefni Hæfniskröfur Góð þekking á bílum er nauðsynleg Viðgerðarþekking kostur Góð grunnfærni á tölvur Toyota á Íslandi leitar eftir einstaklingum sem eru metnaðargjarnir, samviskusamir og jákvæðir, liprir í mannlegum samskiptum og með ríka þjónustulund. Leitað er að drífandi starfskrafti með þægilegt viðmót og ríka þjónustulund, sem er fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð. Vinnutími er frá kl. 8-17 og kl. 9-18 aðra hvora viku. Í boði er spennandi framtíðarstarf hjá framsæknu fyrirtæki sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. janúar nk. Áhugasamir sendi umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið atvinna@toyota.is. Nánari upplýsingar veitir Fanný Bjarnadóttir í síma 570-5070. ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 35 70 2 01 /0 7 Strákarnir hjá Bón- og þvottastöðinni ehf. í Sól- túni láta kuldann ekkert á sig fá. Þó að trekk- urinn standi gegnum þvottastöðina og vatnið sprautist í allar áttir taka þeir á móti alsnjóug- um bílum í löngum bunum allan daginn. Fer alveg eftir veðri „Þetta er svona miskalt, það fer eftir veðrinu. En þetta eru harðir strákar og þeir eru vanir að segja að ef fólk sé ekki duglegt þá geti það al- veg eins látið vera að vinna,“ segir Guðjón Eiðs- son, verkstjóri þvottastöðvarinnar. Raunar er það svo að Bón- og þvottastöðin þarf að flytja af því að rífa á húsið þar sem starfsemin fer fram. „Það er verið að leita að nýju húsnæði og eig- andinn, Ari Vilbergsson, vonast til að finna hentugan stað eins fljótt og auðið er,“ segir Guðjón. Ekta bílþvottur Guðjón segir að handþvottur sé besti bíl- þvotturinn og finnst ekki mikið koma til burst- aþvottar. Fyrst er snjórinn sprautaður af og bíllinn tjöruþveginn á felgum og þar sem annars er þörf, svo er hann skolaður og undirvagninn þveginn, þá tekur tjörusvampur og skrúbbur við áður en bíllinn fær bóngljáann á sig. Þegar út er komið hinum megin tekur þurrkun við og hún fer fram með handklæðum. Meira að segja hurðafölsin eru þvegin og þurrkuð. „Þetta er ekta bílþvottur og strákarnir sem vinna hérna gera sína hluti vel hvernig sem viðrar. Þeir eru samhentir og harðduglegir. Ef einhver bíll kemur skítugur út fer hann bara aftur í gegn. Það á bara ekki að fara skítugur bíll héðan, svo einfalt er það,“ slær Guðjón föstu. Og strákunum, sem eru ellefu talsins þegar allir eru mættir, líkar vinnan vel. Reyndar segja þeir að þeim hafi verið kalt svona til að byrja með, en allt venjist. Vinnan haldi þeim heitum enda alltaf nóg að gera. „Hér vinna menn frá átta til sex á virkum dögum og frá níu til fjögur á laugardögum. Þegar mikið er að gera stoppa menn næstum ekki, það er óhætt að segja að þetta sé erfitt starf,“ segir Guðjón. Samt er því svo varið að margir af starfs- mönnum Bón- og bílaþvottastöðvarinnar í Sól- túni hafa unnið þar svo árum skiptir. Þvo og bóna bíla í nístingskulda Handþvottur Það skiptir engu máli hvernig veðrið er, strákarnir þvo, bónaog þurrka bílana. Bílarnir fara ekki héðan fyrr en þeir eru orðnir hreinir. Verkstjóri Guðjón Eiðsson stjórnar vinnunni á Bón- og þvottastöðinni. Morgunblaðið/Golli Harðir Þrátt fyrir snjó og kulda þvo strákarnir alla bíla sem koma á Bón- og þvottastöðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.