Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þyrluflugmenn óskast Norðurflug ehf óskar eftir að ráða til starfa þyrluflugmenn á Eurocopter SA365 Dauphin, EC120 Colibri & Bell B206 þyrlur. Lágmarkskröfur til starfsins er að viðkomandi hafi gilt íslenskt eða JAA atvinnuflug- mannsskírteini á þyrlu með blindflugsáritun auk 500 tíma flugreynslu á þyrlu. Æskilegt er að viðkomandi hafi tegundar- réttindi á B206, EC120 og SA365. Einnig er góð tölvukunnátta og þekking á JAR reglum æskileg en ekki nauðsynleg. Umsækjendur eru beðnir að senda ferilskrá ásamt ljósriti af skírteinum og síðustu blaðsíðu í flugbók til framkvæmdastjóra, Sigtryggs Kristóferssonar í kristoff@simnet.is sem jafn- framt mun veita nánari upplýsingar um starfið. Umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Umsóknir óskast sendar inn fyrir 25. janúar 2007. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsækjendur sem ekki uppfylla skilyrði þurfa ekki að sækja um. Öllum umsóknum sem upp- fylla kröfur verður svarað fljótlega eftir að skila- frestur rennur út. Umsóknir til starfa hjá Norðurflugi verður fjallað um á grundvelli þess að umsækjendur eru jafnir óháð kynferði, kynflokki, stöðu, tengsla eða annarra sambanda. Störf í boði Vörumóttaka og tiltekt pantana. GÆÐI Á LÆGRA VERÐI VÖRUHÚS BYKO A L M E N N T L A G E R S T A R F Vinnutími Þrjár vikur í mánuði 8:00-18:00 Ein vika í mánuði 17:00-24:00 S T A R F S L Ý S I N G : A F G R E I Ð S L A O G S Í M S V Ö R U N 5 0 % S T A R F Almenn móttaka, afgreiðsla viðskiptavina og símsvörun. Umsjón með gerð varúðar- og strikamerkja og önnur tilfallandi verkefni. S T A R F S L Ý S I N G : Stundvísi og nákvæm vinnubrögð. Góð hæfni í mannlegum samskiptum. Lipurð, gleði og drifkraftur til að ná árangri. H Æ F N I S K R Ö F U R : Nánari upplýsingar veita Sigurður Pálsson,rekstrarstjóri vörustjórnunarsviðs, í símum 515 4063 og 821 4062 og með tölvupósti siggip@byko.is og Elfa, starfsþróunarstjóri, í síma 5154161 eða með tölvupósti elfa@byko.is. Umsóknir berist fyrir 22. janúar til Elfu B. Hreinsdóttur, Skemmuvegi 2, 200 Kópavogi eða með tölvupósti elfa@byko.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Verðbólga mældist 6,9% nú í janúar og hækkaði vísitala neyslu- verðs um 0,26% frá því í desembermánuði. Mest áhrif til hækk- unar á vísitölunni nú eru vegna matar- og drykkjarvara sem hækkuðu um 2% í verði á milli mánaða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu hagstofunnar. Dýrari opinber þjónusta Verðhækkanir á opinberri þjónustu vega einnig þungt en sá liður hækkaði um tæp 3% nú um áramót. Eins og fram hefur komið hækkuðu gjaldskrár opinberra aðila víða í upphafi árs og má þar nefna gjöld fyrir þjónustu eins og leikskóla og skóladagvist, og ýmis gjöld sem innheimt eru af fast- eignaeigendum, eins og sorphirðu- og holræsagjöld, auk annarra hækkana á almennum gjaldskrám fyrir þjónustu opinberra aðila. Þá hækkaði verð á nýjum bílum um 2,3% á milli mánaða. Útsöl- ur á fötum og skóm sem nú standa yfir hafa áhrif til lækkunar á vísitölunni en sá liður lækkaði um ríflega 12% milli mánaða. Á vefsíðu ASÍ kemur fram að athygli veki að húsnæðisliður vísitölunnar standi í stað milli mánaða og þar af lækki liðurinn reiknuð húsaleiga, sem mælir breytingar á verði og vaxtakostn- aði af eigin húsnæði, um 0,2%, en sá liður hafi hækkað stöðugt síðan í ársbyrjum 2004. ASÍ hefur áhyggjur Mikil verðhækkun á matar- og drykkjarvörum veldur nokkr- um áhyggjum og ýtir enn undir mikilvægi þess að fylgjast vel með þróun á þeim markaði á næstu mánuðum í aðdraganda að- gerða til lækkunar á matvöruverði, segir á vefsíðu ASÍ. Á vefsíðunni er því slegið föstu að ábyrgð opinberra aðila í hækkun vísitölunnar nú sé mikil og fordæmi þeirra til annarra aðila í atvinnulífinu slæmt og ekki til þess fallið að draga úr verð- bólguvæntingum almennings. Verðbólga Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað mest. ASÍ hefur áhyggj- ur af hækkandi neysluverði Morgunblaðið/Ómar Álagður tekjuskattur fyrirtækja árið 2006 vegna tekna á árinu 2005 nam 34,7 milljörðum króna. Þar af nam álagður tekjuskattur á fjármálafyrirtæki 13 milljörðum króna eða tæplega 40% af tekjuskatti fyrirtækja í heild. Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Sexföldun tekjuskatts Álagður tekjuskattur fjármálafyrirtækja hefur rúmlega sexfaldast frá árinu 2004 þegar hann nam rúmum tveimur milljörðum króna. Þessar upplýsingar er að finna á vef RSK sem nýlega hefur birt sundurliðun álagningar á fyrirtæki eft- ir atvinnugreinum. Næst á eftir fjármálafyrirtækjunum kemur atvinnugrein sem nefnist fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis sér- hæfð þjónusta þar sem álagður tekjuskattur nam rúmum sex milljörðum króna. Til hennar heyrir m.a. leiga atvinnu- húsnæðis, starfsemi tengd tölvum og hugbúnaðargerð, endur- skoðun, lögfræðiþjónusta, rekstrarráðgjöf, starfsemi arki- tekta, auglýsingastofa, verkfræðiráðgjöf og starfsemi eignarhaldsfélaga. Aukning í byggingariðnaði Álagður tekjuskattur af starfsemi eignarhaldsfélaga einna nam rúmum 2,2 milljörðum króna. Í þriðja sæti var verslun og ýmis viðgerðarþjónusta með 4,6 milljarða króna í álagðan tekjuskatt, en sú atvinnugrein greiddi um langt árabil hæsta tekjuskatta. Í fjórða sæti kemur byggingariðnaður með 3,5 milljarða sem er mikil aukning frá fyrri árum og í fimmta sæti er iðnaðurinn með tvo milljarða í álagðan tekjuskatt. Þá koma samgöngur og flutningar með einn og hálfan milljarð, sem er mikil aukning frá fyrri árum, og síðan kemur sjávar- útvegurinn með tæpa 1,2 milljarða króna í álagðan tekju- skatt. Fjármálafyrir- tækin með aukinn tekjuskatt Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.