Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Umsjónarmaður
óskast
Háskólabíó óskar eftir að ráða
umsjónarmann bygginga og
þjónustu.
Í Háskólabíói fer fram fjölþætt starfsemi: Kvikmynda-
sýningar, tónleikahald, kennsla, ráðstefnur, fundir,
skemmtanir, móttökur, veislur o.fl. Húsnæði bíósins
er stórt og tæknilega flókið og hin margbrotna starf-
semi kallar á fjölþætt hlutverk starfsmanna,
sveigjanleika og jákvætt þjónustuviðmót. Æskilegt
er að starfsmaðurinn hafi reynslu af störfum
iðnaðarmanna og/eða rekstri.
Viðkomandi starfsmaður starfar
undir aðalumsjónarmanni hússins
og stjórn Háskólabíós. Nánari
upplýsingar eru á www.haskolabio.is
og hjá Þorvaldi í síma 893 9050.
Umsóknum, ásamt greinargóðri
lýsingu á fagþekkingu og starfs-
reynslu, sendist fyrir 20. janúar til
skrifstofu Háskólabíós, Hagatorgi,
107 Reykjavík.
Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ.ALLIR SALIR ERUFYRSTA FLOKKS.HASKOLABIO´´ ´ ´SÍMI 22140
Garðheimar leita að
drífandi og samvisku-
sömu starfsfólki
Garðheimar bjóða upp á störf í skemmtilegu
og lifandi umhverfi. Hjá fyrirtækinu starfa um
60 manns. Fólk með áhuga og þekkingu á
garðrækt gengur fyrir.
Garðyrkjufræðingur
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf
bæði úti og inni. Starfið felur í sér umönnun á
úti- og inniplöntum, ráðgjöf til viðskiptavina
auk þess að aðstoða deildarstjóra við
verkstjórn.
Vinnutími er kl. 9-18 virka daga.
Uppfyllingar og framsetning á
gjafavöru
Viðkomandi þarf að vera hraustur, geta unnið
skipulega og hafa gott auga fyrir vöru-
framsetningu.
Vinnutími er kl. 10-18 virka daga.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við
Kristínu H. Gísladóttur starfsmannastjóra alla
virka daga fyrir kl. 13. Vinsamlegast skilið
umsóknum í upplýsingaborð Garðheima eða á
póstfang: kristinhg@gardheimar.is fyrir
föstudaginn 19. janúar.
Hjúkrunarfræðingar
Aðstoðardeildarstjórastaða
Laus er staða aðstoðardeildarstjóra á
móttökudeild á 4. hæð. Starfsemin á
móttökudeildinni er sérstæð því þar eru rými
fyrir skammtímadvöl og biðpláss. Starfsemin
mótast því af teymisvinnu hjúkrunarfræðinga,
lækna og sjúkraþjálfa til að stuðla að sem be-
stri þjálfun og endurhæfingu fyrir þá heimilis-
menn sem dvelja á deildinni.
Eir hjúkrunarheimili rekur fjölbreytta þjónustu
við aldraða, þar eru 9 hjúkrunardeildir, dag-
deild, sjúkraþjálfun, dægradvöl og einnig hei-
mahjúkrun og þjónusta við íbúa í Eirarhúsum
þar sem eru 37 öryggisíbúðir.
Hjúkrunarfræðingum er velkomnir að koma og
kynna sér starfsemina.
Upplýsingar veita:
Hjúkrunarforstjóri, Birna Kr. Svavarsdóttir, eða
deildarstjóri, Kristín Högnadóttir, í s: 522 5700.
Lögfræðingar
Lausar eru til umsóknar tvær stöður lög-
fræðinga í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu. Um er að ræða lögfræðinga á lög-
fræðiskrifstofu og almannatryggingaskrifstofu
ráðuneytisins.
Verkefni eru m.a. þátttaka í undirbúningi laga-
frumvarpa, samning reglugerða, samskipti við
Alþingi, stjórnsýsluúrskurðir, afgreiðsla erinda á
lögfræðisviði og verkefni tengd EES-samningi.
Umsækjendur skulu hafa lokið cand.jur. eða
sambærilegu prófi í lögfræði. Æskilegt er að
umsækjendur hafi þekkingu á löggjöf á heil-
brigðissviði, sviði almannatrygginga og Evrópu-
réttar. Einnig er æskilegt að umsækjendur hafi
reynslu á sviði stjórnsýslu og góða kunnáttu í
ensku.
Launakjör eru samkvæmt samningi Félags
háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðríður
Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri lögfræðiskrif-
stofu, og Vilborg Þ. Hauksdóttir, skrifstofu-
stjóri almannatryggingaskrifstofu, í síma 545
8700.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, Vegmúla 3, 150 Reykjavík,
eigi síðar en 5. febrúar 2007. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið var
stofnað 1. janúar 1970 með lögum um
stjórnarráð Íslands nr. 73/1969. Ráðuneytið
hefur á hendi yfirstjórn, heildarstefnumótun og
framkvæmd heilbrigðismála, almannatrygginga-
mála og málefna aldraðra. Í ráðuneytinu eru um
50 starfsmenn og fjárhagslegt umfang þess er um
40% af útgjöldum ríkisins.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
Reykjavík, 10. janúar 2007.
Jarðskjálftafræðings-
staða á Veðurstofu
Íslands
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða jarð-
skjálftafræðing til að vinna við yfirstandandi
rannsóknarverkefni í jarðskjálftafræði. Verkefn-
ið SAFER (Seismic early warning for Europe
www.saferproject.net) er styrkt af Evrópusam-
bandinu og mun standa yfir til loka ársins
2008. Starfið mun einkum felast í vinnu við
þróun og aðlögun hugbúnaðar til jarðskjálfta-
viðvarana og -úrvinnslu á fyrstu mínútum eftir
stórskjálfta. Starfið mun einnig tengjast vinnu
við önnur Evrópuverkefni, eins og TRANSFER
(www.transferproject.eu) sem fæst við undir-
búning að þróun tsunami viðvörunarkerfis fyrir
Evrópu og VOLUME (www.volume-project.net)
sem fæst við rannsóknir á kvikuhreyfingum í
eldfjöllum. Starfsmaðurinn mun einnig taka
þátt í reglubundnu jarðskjálfta- og eldfjallaeftir-
liti sem fram fer á Veðurstofu Íslands.
Starfið er laust nú þegar. Upphafleg ráðning er
til tveggja ára, með möguleika á framlengingu.
Krafist er doktors- eða meistaraprófs í jarðeðl-
isfræði með jarðskjálftafræði sem sérgrein
og/eða sambærilegrar menntunar í raunvísind-
um auk góðs bakgrunns í tímaraðagreiningu
og forritun. Laun eru samkvæmt kjarasamn-
ingum opinberra starfsmanna. Umsækjendur
sendi umsókn með ferilskrá og nöfnum
tveggja aðila sem geta veitt meðmæli fyrir
15. febrúar 2007 til Veðurstofu Íslands,
Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Vogfjörð
(vogfjord@vedur.is), deildarstjóri á rannsókn-
ardeild eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands.
Öllum umsóknum verður svarað.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Löglærður fulltrúi
Laus eru til umsóknar tvö störf löglærðra full-
trúa við embætti Sýslumannsins á Seyðisfirði.
Miðað er við að ráðið verði í störfin frá 12.
febrúar 2007, nema um annað semjist.
Annað starfið er tímabundið til 1. september
2007.
Lárus Bjarnason, sýslumaður, og/eða Jón
Halldór Guðmundsson, skrifstofustjóri, veita
nánari upplýsingar um störfin í síma 470 2100.
Um launakjör fer eftir kjarasamningi fjármála-
ráðherra og BHM.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin af
sýslumanni.
Umsóknum skal skilað til embættis sýslu-
mannsins á Seyðisfirði, Bjólfsgötu 7, 710
Seyðisfirði, en umsóknarfrestur rennur út
þann 28. janúar 2007.
Reykjavík, 9. janúar 2007.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn