Morgunblaðið - 17.01.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 16. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
WHITAKER BAR AMIN UNDIR
BALTASAR KORMÁK >> 15, 33 & 43
MAGNÚS MAGNÚSSON
JARÐAÐUR Í DAG
MINNINGAR
UM ÍSLENDING >> 11 OG 26
Alltaf á mi›vikudögum!
lotto.isPotturinn stefnir í 50 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 80 milljónir og bónusvinningurinn í 29 milljónir sem er sá stærsti frá upphafi.
BÓNUS-
29
MILLJÓNIR
VINNINGUR
Vertu me› fyrir kl. 17, í dagSTÆRSTI BÓNUSPOTTUR FRÁ UPPHAFI
Bagdad. AFP. | Ljóst er að minnst 70
manns, þ.á m. margir stúdentar,
kennarar og aðrir starfsmenn, létu líf-
ið af völdum sjálfsmorðssprengju-
manns og bílsprengju í þekktum há-
skóla, Mustansiriyah, í Bagdad í gær.
Nær 140 að auki særðust. Sprenging-
arnar urðu með stuttu millibili við
anddyri skólans er nemendurnir, að-
allega stúlkur, voru á heimleið.
Nuri al-Maliki forsætisráðherra
gaf í skyn að íslamskir ofstækismenn
og stuðningsmenn einræðisherrans
Saddams Husseins hefðu staðið fyrir
ódæðinu við háskólann.
„Réttlætið mun elta þá uppi“
„Um leið og við fordæmum þennan
andstyggilega glæp ítrekum við að
gerendurnir munu ekki sleppa við
refsingu, réttlætið mun elta þá uppi,
sama hve langan tíma það tekur,“
sagði al-Maliki. Hálfbróðir Saddams,
Barzan Ibrahim al-Tikriti, stundaði
um hríð nám við skólann sem stofn-
aður var á 13. öld. Bræðurnir voru ný-
lega teknir af lífi í Bagdad. | 14
Hryðju-
verk í
háskóla
ÁSTRALSKA múslímakonan Aheda
Zanetti hefur hannað baðföt handa
trúsystrum sem vilja geta farið að
ströndina án þess að hneyksla aðra
múslíma. Fötin nefnast búrkiní, með
vísan til bikiní og búrku, kufls sem
hylur allan líkamann.
Reuters
Búrkiní
er lausnin
TÖLUVERT fjúk var í Austur-
strætinu þegar ljósmyndari Morg-
unblaðsins átti þar leið um í gær.
Á dögum sem þessum borgar sig
að vera vel búinn með hlýja húfu,
vettlinga og trefil, enda virðist
kaldur vindurinn ná að smjúga í
gegnum merg og bein mörgum til
mikillar armæðu.
Morgunblaðið/Sverrir
Skafrenningur í Austurstræti
Eftir Ólaf Þ. Stephensen í London
olafur@mbl.is
GEOFF Hoon, Evrópumálaráðherra
Bretlands, segist hafa skilning á
áhyggjum íslenzkra stjórnvalda af
vörnum landsins
eftir að banda-
rískt varnarlið var
kallað heim frá
Keflavíkurstöð-
inni. Hins vegar
séu herstöðvar
með gamla laginu
úreltar og gagnist
ekki bandalaginu í
verkefnum þess
nú.
„Það er mikilvægt fyrir NATO að
við afleggjum þá hefð að hafa kyrr-
stæðan herafla,“ sagði Hoon í samtali
við Morgunblaðið í gær. Ráðherrann,
sem fer meðal annars með málefni
NATO í brezka utanríkisráðuneytinu,
segist viðurkenna að auðvitað hafi það
verið alvarlegt mál fyrir Ísland þegar
varnarstöðin var lögð niður. „Þetta er
ekki aðeins vandamál fyrir Ísland. Ég
hef átt nákvæmlega sömu samtöl í
Portúgal og öðrum ríkjum. En NATO
leggur í dag áherzlu á hreyfanlegar
sveitir. Hluti af vandamálinu, sem við
verðum að horfast í augu við, er að öll
aðildarríkin telja að þau ættu að hafa
einhvers konar stöðvar eða búnað á
vegum NATO, en það mun ekki
hjálpa okkur mikið í aðgerðum okkar
í Afganistan, Írak eða Afríku.“
Breyttar áherslur
Hoon segist ekki taka undir þær
áhyggjur, sem fram hafa komið m.a. í
Noregi og á Íslandi, að NATO beini
athygli sinni um of til suðurs og aust-
urs, að fjarlægum átakasvæðum.
„Áherzlan er ekki lengur á stað-
bundnar varnir einstakra land-
svæða,“ segir ráðherrann. „Núna
snýst þetta um sveigjanleika og að
geta sent herafla hvert á land sem er.
Þessi sveigjanleiki mun auðvitað gera
okkur kleift að senda herafla til norð-
urslóða ef þörf krefur, rétt eins og til
Afganistans eða Suður-Evrópu.“
Viðræður hátt settra íslenzkra og
brezkra embættismanna um öryggis-
og varnarmál hófust í London í gær.
Herstöðvar
í NATO-
ríkjum nýt-
ast ekki í
Afganistan
Geoff Hoon
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
MARGRÉT Sverrisdóttir hefur
ákveðið að gefa kost á sér í embætti
varaformanns Frjálslynda flokksins,
en kosið verður um embættið á
landsþingi flokksins 27. janúar nk.
„Ég lít svo á að með þessu sé ég að
rétta fram sáttarhönd til að styrkja
flokkinn og forðast klofning,“ segir
Margrét og tekur fram að hún sé
þess fullviss að hægt sé að setja nið-
ur þær deilur sem ríkt hafi innan
flokksins að undanförnu.
Mikilvægt að konur skipi
æðstu stöður til jafns við karla
Aðspurð hvers vegna hún velji að
sækjast ekki eftir formannsembætt-
inu, eins og hún hafi sjálf ýjað að,
segist Margrét
líta svo á að það
þjóni ekki hags-
munum flokksins
að hún fari gegn
núverandi for-
manni.
„Við Guðjón
höfum átt afar
farsælt samstarf
þau ár sem við
höfum unnið sam-
an,“ segir Margrét og segist þess
fullviss að þau muni áfram eiga gott
samstarf.
Að mati Margrétar myndi það
styrkja Frjálslynda flokkinn að stilla
upp konu í annað æðsta embætti
flokksins. Segist hún sannfærð um
að eigi flokkurinn að höfða til
breiðari hóps kjósenda en hann nú
geri sé mikilvægt að konur skipi
æðstu stöður flokksins til jafns við
karla.
Spurð hvort hún telji að hörð
kosningabarátta um varaformanns-
embættið sé framundan svarar Mar-
grét: „Ég lít ekki á þetta sem slag,
heldur tel ég framboð mitt vera kost
fyrir flokksmenn að vega og meta.
Mér finnst ég eiga erindi í varafor-
mennskuna, ekki síst vegna þeirra
málefna sem ég hef staðið fyrir,“
segir Margrét og nefnir í því sam-
bandi mennta- og heilbrigðismál,
sem og málefni þeirra sem eigi undir
högg að sækja í samfélaginu, s.s.
fatlaða og aldraða.
Spurð um væntanlegt þingfram-
boð segist Margrét ætla að óska eftir
því að leiða lista Frjálslynda flokks-
ins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sér framboðið sem
útrétta sáttarhönd
Margrét
Sverrisdóttir
Margrét Sverrisdóttir gefur kost á sér sem varaformaður