Morgunblaðið - 17.01.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 9
FRÉTTIR
SÍÐUMÚLA 11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 575 8500 - www.fasteignamidlun.is
Pálmi Almarsson
lögg. fasteignasali
Sverrir Kristjánsson
lögg. fasteignasali
Brynjar Fransson
lögg. fasteignasali
Þór Þorgeirsson
lögg. fasteignasali
TRAUST, ÞEKKING, FAGMENNSKA OG REYNSLA ERU OKKAR LYKILORÐ
ERUM TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR - 100 ÁRA SAMANLÖGÐ REYNSLA
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Meiri verðlækkun á
útsölunni
Tilboðsdagar
20% afsláttur
af völdum vörum
Síðumúla 3, sími 553 7355
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15
Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545.
Sigurstjarnan Opiðvirka daga kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Ekta pelsar 50% afsláttur
Einnig stórar stærðir. Léttar greiðslur.
Rýmingarsala
XSTREAM
DESIGN
AN
07
01
002
Fjörður • • 565 7100
Símar 561 1525
og 898 3536.
Upplýsingar og innritun
kl. 15-21 alla daga.
Málað með olíu, vatnslitum og akrýl. Teiknun.
HÆSTIRÉTUR hefur stytt gæslu-
varðhald yfir rúmlega fertugum sí-
brotamanni sem héraðsdómur úr-
skurðaði í gæslu til 2. maí á föstudag.
Rennur varðhaldið út 2. apríl sam-
kvæmt dómi Hæstaréttar. Rétturinn
leysti manninn úr gæsluvarðhaldi í
síðustu viku og hnekkti þar með úr-
skurði héraðsdóms, þar sem Hæsti-
réttur taldi ekki að lögreglustjóri
væri bær um að reka málið.
Maðurinn var dæmdur í 5 ára
fangelsi í héraðsdómi í desember sl.
fyrir fjölmörg brot. Hefur hann sætt
gæsluvarðhaldi frá 15. september og
var í gæslu í fangelsinu á Litla-
Hrauni. Maðurinn áfrýjaði 5 ára
fangelsisdóminum til Hæstaréttar
og í kjölfarið fór lögreglustjóri fram
á áframhaldandi varðhald þar til mál
hans yrði tekið til meðferðar. Hæsti-
réttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð-
inn úr gildi á þeim forsendum að for-
ræði málsins hefði færst til
ríkissaksóknara og því væri lög-
reglustjóri ekki bær til að krefjast
gæslu. Samdægurs fór lögreglu-
stjóri með manninn af Litla-Hrauni
fyrir héraðsdóm með endurnýjaða
gæsluvarðhaldskröfu og formlegt
bréf frá ríkissaksóknara um að lög-
reglustjóri færi með forræði máls-
ins. Áður hafði munnleg beiðni rík-
issaksóknara um það verið fyrir
hendi, en það nægði ekki að mati
Hæstaréttar. Féllst héraðsdómur á
nýju kröfuna á föstudag og úrskurð-
aði manninn í gæslu til 2. maí. Kærði
maðurinn þá niðurstöðu til Hæsta-
réttar sem tók málið fyrir og taldi að
stytta ætti gæsluvarðhaldið um fjór-
ar vikur.
Síbrotamaður í
gæslu til 2. apríl
HUGA þarf að sértækum eða sér-
sniðnum úrræðum fyrir þá einstak-
linga, sem erfiðastir eru viðureignar
sökum alvarlegrar persónuleika-
röskunar af völdum neyslu vímuefna
eða af öðrum ástæðum, segir m.a. í
minnisblaði sem dómsmálaráðherra
lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun. Lagt er til að nefnd verði
mynduð sem vinna á tillögur að úr-
bótum á þessu sviði undir for-
mennsku lögreglustjóra höfuðborg-
arsvæðisins.
„Þar komi til álita lokað vistunar-
úrræði fyrir langt leidda einstak-
linga vegna vímuefnaneyslu, sem
óhjákvæmilegt sé að vista nauðuga
og/eða svipta sjálfræði,“ segir m.a. í
minnisblaði ráðherra og einnig að til-
lögur sem nefnd þriggja ráðuneyta
skilaði af sér í apríl 2003 um málefni
alvarlegra geðsjúkra einstaklinga
hafi aðeins tekið á vanda lítils hluta
hóps hinna langt leiddu. „Nauðsyn-
legt er að málefni hópsins alls verði
skoðuð í víðu samhengi og kynntar
tillögur um viðunandi lausn fyrir
þessa einstaklinga.“
Ráðaleysi gagnvart sjúkum
Samkvæmt minnisblaðinu er átt
við einstaklinga sem almenningi
stafar hætta af og „[d]æmi eru um,
að menn standi ráðalausir andspæn-
is einstaklingi, sem hefur verið svipt-
ur sjálfræði vegna alvarlegs geð-
sjúkdóms eða ofneyslu vímuefna“.
Lagt var til að fulltrúar félags-
málaráðuneytis, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis og dóms-
og kirkjumálaráðuneytis skipuðu
nefnd til að vinna að tillögunum. Yfir
henni yrði Stefán Eiríksson, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Segir þörf á sér-
tækum úrræðum
SJÓMANNAFÉLAG Íslands hefur
samþykkt í atkvæðagreiðslu að segja
sig úr Sjómannasambandi Íslands.
Fara þarf einnig fram atkvæða-
greiðsla í félaginu um úrsögn úr Al-
þýðusambandi Íslands og mun hún
standa yfir alla næstu viku frá mánu-
deginum 22. janúar til föstudagsins
26. janúar, samkvæmt upplýsingum
Birgis Björgvinssonar, fram-
kvæmdastjóra félagsins.
Sjómannafélag Reykjavíkur sam-
einaðist Matsveinafélaginu á síðasta
ári í Sjómannafélagi Íslands. Á aðal-
fundi félagsins milli jóla og nýárs
kom fram eindreginn vilji til þess að
segja sig úr Alþýðusambandi Ís-
lands, að sögn
Birgis. Efnt var í
framhaldinu til
atkvæðagreiðslu
sem stóð yfir í tvo
daga. Greiddu 64
atkvæði og 63
samþykktu úr-
sögn. Í framhald-
inu kom í ljós að
samkvæmt
reglum þarf einn-
ig að greiða atkvæði um úrsögn úr
ASÍ og fer sú atkvæðagreiðsla fram í
næstu viku, eins og fyrr sagði.
Birgir sagði að þeir hefðu gjarnan
viljað vera áfram í Sjómannasam-
bandinu, en það væri ekki hægt að
vera í því án þess að vera í ASÍ eins
og skipulagi Alþýðusambandsins
væri háttað.
Spurður af hverju atkvæða-
greiðslan hefði ekki staðið lengur yf-
ir en í tvo daga, þar sem atkvæða-
greiðslur um kjarasamninga
sjómanna standa iðulega yfir í fimm
vikur til þess að allir sjómenn eigi
örugglega kost á því að greiða at-
kvæði, sagði hann enga þörf á því.
Reglur heimiluðu þetta og það hefði
komið fram skýr vilji á aðalfundinum
um úrsögn úr ASÍ, auk þess sem þeir
hefðu fengið yfirlýsingar frá áhöfn-
um á skipum þess efnis.
Atkvæði greidd um úrsögn
Birgir
Björgvinsson
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur
staðfest að vél N196D lenti á Kefla-
víkurvelli kl. 18.30 á sunnudag og
hafði þar viðdvöl yfir nótt áður en
förinni var haldið áfram til Ný-
fundnalands. Um er að ræða vél sem
norskir fjölmiðlar telja að hafi verið
notuð sem fangaflutningavél Banda-
rísku leyniþjónustunnar CIA en um-
rædd vél lenti í Stafangri á sunnudag
á leið sinni frá Króatíu. Ekki hefur
verið fullyrt að fangar hafi verið í
vélinni og íslenska utanríkisráðu-
neytið telur að svo komnu máli að
ekki hafi verið neitt torkennilegt við
komu vélarinnar. Samkvæmt upp-
lýsingum ráðuneytisins var um að
ræða flugvél í einkaeign sem ekki
þarf yfirflugs- eða lendingarleyfi á
Íslandi. Þótt ekki hafi verið ástæða
til að ætla að eitthvað óeðlilegt hafi
verið á ferðinni stóð ráðuneytið eigi
að síður fyrir athugun á málinu og
komst að því að vélin er skráð í Lex-
ington í Norður-Karólínu í Banda-
ríkjunum. Tveir flugmenn voru
skráðir í vélina og fóru þeir frá borði
og gistu í Reykjanesbæ aðfaranótt
mánudags og héldu síðan flugi áfram
á mánudeginum. Ólíklegt er, að mati
ráðuneytisins, að fleiri hafi verið um
borð. Ráðuneytið hefur ekki upplýs-
ingar um á hvers vegum flugvélin
var og ekki hefur verið ákveðið hvort
eftir þeim upplýsingum verði leitað.
Áfram verður þó fylgst með málinu
og ferðir hennar sérstaklega kann-
aðar.
Biður um upplýsingar
Að sögn Aðalheiðar Sigursveins-
dóttur, aðstoðarmanns utanríkisráð-
herra, verður að koma í ljós hver við-
brögð ráðuneytisins verða ef vélin
hafi verið í fangaflugi fyrir CIA og
haft viðkomu hér. Gert er ráð fyrir
að í dag muni ráðuneytið fá umbeðn-
ar upplýsingar um ferðir vélarinnar.
Staðfest að bandarísk vél
lenti en óvíst með fangaflug