Morgunblaðið - 17.01.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 11
FRÉTTIR
Með fráfalli MagnúsarMagnússonar hefurSkotland misst sinnuppáhalds uppeld-
isson.“ Svo skrifar Len Murray, fyrr-
verandi talsmaður Skosku lögfræð-
ingasamtakanna, í minningargrein
um vin sinn í skoska dagblaðið The
Herald í síðustu viku. Eftirmælin um
Magnús í breskum og skoskum blöð-
um eru flest á sömu lund, höfundar
minnast hamhleypu sem allt virtist
leika í höndunum á.
Magnús vakti snemma athygli fyr-
ir listhæfileika sína og skólafélagar
hans við einkaskólann Edinburgh
Academy segja að honum hafi verið
klappað lof í lófa fyrir frammistöðu
sína í hlutverki Little Buttercup í óp-
erunni HMS Pinafore árið 1945 er
hann var á 16. aldursári.
Hann þótti einnig liðtækur í krikk-
et og varð dúx skólans við útskrift ár-
ið 1948. Margir af frægari sonum
Skotlands, á borð við rithöfundinn
Robert Louis Stevenson, höfðu num-
ið við skólann. Að loknu námi þar var
Magnús styrktur til náms við Jesus
College við Oxford-háskóla.
Á þessu skeiði þróaðist áhugi hans
á leikhúsinu og hann réðst í það
metnaðarfulla verkefni að þýða og
setja upp röð íslenskra leikverka.
Hann átti síðar eftir að þýða Njálu
og þrjár aðrar fornsögur í félagi við
Hermann Pálsson, auk fimm verka
Halldórs Laxness, á ensku, svo eitt-
hvað af löngum lista sé nefnt.
Magnús tók aldrei upp breskan
ríkisborgararétt og hélt alltaf tryggð
við rætur sínar. Íslenska var töluð á
heimili foreldra hans í Glasgow,
þeirra Sigursteins Magnússonar og
Ingibjargar Sigurðardóttur, sem
fluttu frá Reykjavík er hann var níu
mánaða, eftir að Sigursteinn tók við
stöðu framkvæmdastjóra Sambands
ísl. samvinnufélaga í Evrópu með að-
setur í Edinborg.
Hóf snemma blaðaskrif
Samhliða námi sínu í enskri tungu
og bókmenntum við Oxford-háskóla
hóf hann sjálfstæð dálkaskrif fyrir
Edinburgh Evening Dispatch til að
ná sér í vasapening, auk skrifa í Isis,
bókmenntatímarit nemenda.
Að loknu fornámi varð Magnús
einn af fáum nemendum í íslenskum
fornbókmenntum við Oxford, þar
sem hann naut mikils áhuga kennara
og fræðimanna. Hann tók hins vegar
viðburðaríkt líf blaðamannsins fram
yfir kyrrsetulíf fræðimannsins og hóf
störf sem fréttaritari hjá dagblaðinu
Scottish Daily Express 1953, þar
sem hann hitti lífsförunaut sinn,
blaðakonuna Mamie Baird. Hún
fylgir honum til grafar auk fjögurra
núlifandi barna þeirra, en að ósk fjöl-
skyldunnar verða aðeins nánustu
vinir og ættingjar viðstaddir.
Magnús komst fljótt til metorða
hjá SDE og varð hluti af einvalaliði
blaðamanna. Magnús þótti geysilega
ákveðinn og kappsamur og gerði sér
lítið fyrir og handleggsbraut frétta-
stjórann í sjómanni. Honum var þó
fyrirgefið því hann var orðinn að-
stoðarritstjóri þegar hann yfirgaf
blaðið 1961 til að hefja störf hjá
Scotsman, einum helsta miðli lands-
ins. Þar stofnaði hann þriggja manna
rannsóknarhóp, líkan hinum fræga
„Insight-hópi“ hjá dagblaðinu The
Sunday Times og fór upplagið í
70.000 eintök árið 1965.
Annar tveggja félaga Magnúsar í
hópnum, David Kemp, segir þá fé-
laga, sem gengu undir nafninu
„Close-Up-tríóið“, hafa skrifað lang-
ar greinar og að þeir hafi stundum
vakað alla nóttina á heimili Magn-
úsar í Glasgow til að ljúka fréttum á
réttum tíma. Tríóið starfaði í nokkur
ár og þóttu greinar þess marka tíma-
mót í sögu skoskra dagblaða.
Hinn félagi hans, Gus Macdonald,
segir Magnús hafa verið afburða
blaðamann, en í Scotsman segir, að
hann hafi gegnt lykilhlutverki í rann-
sóknarblaðamennsku þess.
Magnús skrifaði leiðara fyrir
Scotsman og eru skissugreinar hans
sagðar hafa sýnt eitraða kímnigáfu
og mikla frásagnargáfu.
Á þessum tíma var sjónvarpið að
ryðja sér til rúms sem miðill og árið
1964 tók Magnús sér ársleyfi frá
Scotsman til að vera kynnir þáttarins
Tonight í breska ríkisútvarpinu,
BBC. Þættinum var hins vegar fljót-
lega hætt og Magnúsi boðið að vera
kynnir í sjálfstæðu framhaldi hans,
Twenty-Four-Hours.
Magnús kaus hins vegar frekar að
ala upp börnin í Skotlandi og hefja á
ný störf hjá Scotsman. Hann skildi
þó ekki við sjónvarpið heldur fram-
leiddi vikulega þætti um málefni líð-
andi stundar fyrir BBC Scotland.
Árið 1966 varð hann svo kynnir í
Chronicle, þætti um fornleifafræði
og sögu á BBC2, til 1980. Má segja
að orðspor hans sem alþýðufræðara
hafa vaxið með hverjum þættinum,
sem þóttu í alla staði afar vandaðir.
Ári síðar hætti Magnús störfum hjá
Scotsman og varð upp frá því fyrst
og fremst sjónvarpsmaður og rithöf-
undur, sem sérhæfði sig í sögu, forn-
leifafræði og umhverfismálum.
Chronicle höfðaði til fámenns en
tryggs hóps áhorfenda og það var
ekki fyrr en spurningaþátturinn
Mastermind var settur á laggirnar
sem andsvar við þættinum Univers-
ity Challenge á ITV-sjónvarpsstöð-
inni, að Magnús varð að stjörnu í
bresku sjónvarpi og þótt víðar væri
leitað.
Þess má geta að þátturinn var
hugarfóstur framleiðandans Bill
Wrights, sem fékk hugmyndina frá
yfirheyrslum Gestapo, leynilögreglu
nasista, sem tóku hann höndum í
Hollandi í síðari heimsstyrjöldinni.
Tók við af Gordon Brown
Mastermind var upphaflega sýnd-
ur seint að kvöldi en var síðar færður
yfir á besta útsendingartíma. Þegar
mest var horfðu um 22 milljónir
manna á þáttinn en um sex milljónir
um það leyti er Magnús hætti með
hann árið 1997.
Þremur árum eftir að þátturinn
hóf göngu sína varð Magnús rektor
Edinborgar-háskóla. Hann þótti
sýna skörungsskap í því embætti og
koma skikk á samskipti nemenda og
stjórnar, eftir stormasama tíð Gord-
ons Browns, væntanlegs arftaka
Tonys Blairs forsætisráðherra Bret-
lands, í embætti rektors.
Fjölmargar aðrar stofnanir og
samtök nutu krafta Magnúsar, sem
lét sig mikið varða menningararf og
listir á Bretlandseyjum og að sjálf-
sögðu á sögueyjunni í norðri. Hann
sat í stjórn National Museums of
Scotland og vakti athygli er hann
lýsti því yfir að það væri þjóð-
arskömm hvernig búið væri að forn-
minjum landsins. Það er öðrum
þræði þessi ástríða fyrir sögu Skot-
lands sem skýrir þakklæti margra í
garð Magnúsar fyrir að hafa vakið
áhuga almennings á löngu liðinni tíð.
Magnús var sæmdur íslensku
fálkaorðunni og heiðursriddaraorðu
hins breska heimsveldis. Árið 2000
gaf hann út ritið Scotland: The Story
of a Nation, sem var yfir 700 síður, og
var með fleiri járn í eldi eftir það.
Alls gaf hann út yfir 30 bækur, ýmist
einn eða í félagi við aðra, enda sí-
skrifandi alla ævi.
Fjölhæf hamhleypa
Morgunblaðið/Sverrir
Kom víða við Magnús var forseti konunglegu fuglaverndunarsamtakanna
1985 til ’90 og stjórnarmaður félags ungra leikara í Skotlandi 1976 til 78.
Í HNOTSKURN
»Alls tók 1.231 þátt í Mast-ermind árin 1972 til 97.
»Magnús var skipaður heið-ursdoktor við sjö skoska
og enska háskóla.
»Hann verður jarðsunginnfrá Baldernock Church,
norður af Glasgow.
Í dag fer fram útför
sjónvarpsmannsins og
fjölfræðingsins Magn-
úsar Magnússonar.
Baldur Arnarson lítur
yfir glæsilegan feril.
Minningar | 26
STUTTUR þátt-
ur sem gerður
var um Ómar
Ragnarsson og
baráttu hans
gegn Kára-
hnjúkavirkjun
hefur vakið mikla
athygli í Bæjara-
landi eftir að
hann var sýndur
þar í sjónvarpi.
Sigurður Grímsson, kvikmynda-
gerðarmaður, sagði að hann hefði
sett saman þátt fyrir Euroblick hjá
þýska ríkissjónvarpinu ARD, þ.e.
þann hluta þess sem er í Bæjara-
landi, BR. Þátturinn hefði verið
sýndur í síðustu viku og endur-
sýndur í gær og vakið mikla athygli
en þungamiðjan í þættinum hefði
verið Ómar sjálfur og þessi barátta
hans.
„Þetta fékk feikilega góðar við-
tökur og hringt var í okkur til að láta
vita að þetta hefði vakið mikil við-
brögð og fengið mikið áhorf. Áhorf-
endur létu í sér heyra og vildu vita
hvernig þeir kæmust í samband við
þennan merkilega mann,“ sagði Sig-
urður ennfremur.
Ómar vekur
athygli úti
Ómar
Ragnarsson
NÝTT vefsvæði skattayfirvalda verður tekið
í notkun 1. mars næstkomandi og munu öll
rafræn skil skattframtala framvegis fara í
gegnum þann vef. Nýi vefurinn heitir
www.skattur.is en gamli vefurinn,
www.rsk.is, verður áfram upplýsingavefur
fyrir þá sem skila flóknari framtölum. Þetta
var meðal þess sem var rætt á skattstjóra-
fundi á föstudaginn í liðinni viku en það var
fyrsti fundur þeirra með nýjum ríkisskatt-
stjóra, Skúla Eggerti Þórðarsyni, sem tók
við starfinu um áramót.
Rafrænt skattkort innan tíðar
Aðalmálið á dagskrá fundarins var fram-
tíð rafrænnar þjónustu skattstjóra. Í sam-
tali við Morgunblaðið sagði Skúli að sú þjón-
usta myndi bæði breytast og eflast á næstu
árum. Það væri t.a.m. fyrirhugað að menn
gætu sótt um skattkort rafrænt sem síðan
yrði prentað út á viðkomandi skattstofu og
sent viðtakanda í pósti. Þá væri ætlunin að
innan 2–3 ára myndu mun fleiri upplýsingar
birtast sjálfkrafa á skattframtölum laun-
þega. Í raun mætti segja að þá yrði skatt-
framtalið tilbúið fyrirfram og framteljendur
þyrftu ekki að gera annað en að staðfesta
framtalið með rafrænni undirskrift. Til þess
að þetta væri hægt yrði hver og einn fram-
teljandi að ákveða hvort hann samþykkti að
bankar veittu upplýsingar um stöðu á reikn-
ingum. Ef fólk vildi það ekki yrði það sjálft
að setja þessar upplýsingar á skattframtalið
og bætti Skúli við að fólk gæti haft full-
komlega eðlilegar ástæður fyrir því, t.d. ef
það er skráð fyrir reikningum í eigu barna,
félags o.s.frv.
Níu skattstjórar eru í landinu, auk rík-
isskattstjóra. Ein af ástæðunum fyrir því að
ákveðið var að breyta um lén er sú að álagn-
ing opinberra gjalda er í höndum hvers
skattstjóra fyrir sig. Þá inniheldur rsk.is
margvíslegt og flókið efni sem gat haft trufl-
andi áhrif á framtalsgerðina.
Skila á framtölum um nýjan vef
Rafræn skattskil verða framvegis á vefnum www.skattur.is sem verður opnaður 1. mars nk.
www.rsk.is verður upplýsingavefur fyrir fagmenn og þá sem skila flóknum framtölum
Morgunblaðið/Golli
Skattmenn F.v. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri, Bogi Sigurbjörnsson, skattstjóri
Norðurlands vestra, Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri, Jón H. Steingrímsson, for-
stöðumaður þjónustusviðs ríkisskattstjóra, Ingi T. Björnsson, skattstjóri Vestmannaeyja, og
Sigmundur Stefánsson, skattstjóri Reykjaness, á fyrsta fundi með nýjum ríkisskattstjóra.
♦♦♦
RAGNHEIÐUR
Ármannsdóttir
hefur tekið við
störfum sem
framkvæmda-
stjóri þingflokks
Frjálslynda
flokksins.
Ragnheiður er
með stúdentspróf
af náttúrufræði-
sviði stærðfræði-
deildar Menntaskólans við Sund. Hún
stundaði enskunám við Háskóla Ís-
lands og er með BA-próf í frönsku og
spænsku. Einnig hefur hún menntun í
dönsku, þýsku og katalónsku. Ragn-
heiður hefur dvalið við nám og störf í
Danmörku, Spáni, Frakklandi,
Bandaríkjunum og Mexíkó. Hún hef-
ur unnið að tölvumálum, hefur víð-
tæka reynslu af ferðaþjónustu og er
með leiðsögumannsréttindi á
spænsku, frönsku og ensku.
Ragnheiður Ármannsdóttir fædd-
ist í Vestmannaeyjum og bjó þar til
tíu ára aldurs. Hún er búsett í
Reykjavík ásamt manni og tveimur
börnum.
Nýr fram-
kvæmda-
stjóri
Ragnheiður
Ármannsdóttir