Morgunblaðið - 17.01.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
GREINING Kaupþings hefur
hækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið
2007. Í síðustu spá bankans sem birt
var í október sl. reiknaði greining-
ardeildin með 0,2% samdrætti, en
nú hljóðar spáin upp á 3,4% hag-
vöxt. Kynnti deildin nýja spá sína á
morgunverðarfundi sem Kaupþing
efndi til í gær undir yfirskriftinni
„Efnahagshorfur að vetri.“.
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður
greiningardeildar Kaupþings, sagði
breytinguna á spánni helgast af
þremur ástæðum.
„Í fyrsta lagi virðist sem lands-
menn hafi endurheimt bjartsýni en
væntingavísitalan tók kipp núna fyr-
ir jól þannig að það dregur ekki eins
hratt úr einkaneyslu og við gerðum
ráð fyrir,“ sagði Ásgeir, en vænt-
ingavísitalan í desember sl. mældist
139,2 stig og sögulega hefur bjart-
sýni neytenda aldrei verið meiri.
Í öðru lagi nefndi Ásgeir að aukn-
ing ríkisútgjalda og skattalækkanir
hefði verið meiri en gert var ráð fyr-
ir. Áætlar deildin að kaupmáttur
launafólks aukist um rúm 5% nú í
upphafi árs vegna skattalækkana en
ríkisútgjöld aukist um 30 milljarða.
„Í þriðja lagi gerir Greiningar-
deild ráð fyrir að stóriðjufram-
kvæmdir hefjist í Hafnarfirði, sem
telur líklega eitthvað um 130 millj-
arða,“ sagði Ásgeir en í máli hans
kom jafnframt fram að þrátt fyrir
að nægilegt eldsneyti væri til að
halda hita á hagkerfinu út árið 2007,
væri líklegt að verðbólga léti á sér
kræla á nýjan leik.
„Sú hætta er fyrir hendi að efna-
hagslífið nái ekki að lenda eftir há-
flug síðustu missera og þensla og
verðbólguþrýstingur verði viðvar-
andi. Það geta ekki talist sérstak-
lega góðar fréttir fyrir heimili
landsins sem munu horfa á eftir
stórum hluta af kaupmáttaraukn-
ingu sinni í verðbætur og vaxta-
gjöld. Ennfremur veikir þetta sam-
keppnisstöðu atvinnulífsins,“ sagði
Ásgeir.
Greiningardeild Kaupþings endurskoðar efnahagsspá sína frá því í haust
Spá 3,4% hagvexti árið 2007
Morgunblaðið/Sverrir
Fundur Kaupþing efndi til morgunfundar í gær um endurskoðaða spá sína.
„MIKIL spurn
eftir íslensku
skuldabréfum
breytir áhrifum
þeirra stýri-
tækja sem
stjórnvöld hafa
til að bregðast
við þenslunni,“
sagði Ingólfur
Helgason, for-
stjóri Kaupþings banka, á fundi
bankans í gær.
„Háir vextir styrkja tiltrú manna
til skemmri tíma að gengi krón-
unnar haldist sterkt og því sé óhætt
að taka lán í erlendum myntum
Með öðrum orðum ýta vaxtahækk-
anir undir væntingar um lágan
fjármagnskostnað í stað þess að slá
á væntingar – sérstaklega þegar
vaxtahækkunarferlið er að hefj-
ast,“ sagði Ingólfur sem hvatti jafn-
framt eindregið til varkárni á
næstu misserum.
Vaxtahækk-
anir ýta undir
væntingar
Ingólfur Helgason
● SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ sér ekki
ástæðu til að aðhafast nokkuð
vegna samruna fyrirtækjanna Senu
og Concerts. Þetta kemur fram í
ákvörðun eftirlitsins sem birt var á
heimasíðu þess í gær.
Frá því var greint í októbermánuði
síðastliðnum að Sena hefði keypt
ráðandi hlut í tónleika- og umboðsfyr-
irtæki Einars Bárðarsonar, Consert,
sem hann stofnaði árið 2000. Til-
kynnt var um kaupin til Samkeppn-
iseftirlitsins í desember.
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
segir að athugun þess hafi leitt í ljós
að ekki sé ástæða til að aðhafast
vegna kaupanna. „Er í þessu sam-
bandi vísað til þess að ekki virðist
vera skörun á starfsemi félaganna
sem hefur í för með sér röskun á
samkeppni,“ segir í ákvörðun Sam-
keppniseftirlitsins.
Samruni Senu og
Conserts heimilaður
%&
< *
&
<#=*#
!"
#
$ ## %
"&
' #
() # * +, -
. /+' #
& -' #, -
0
0 "
1 2$3 4"54'
6
!
)7
" +
8 - (-+
8 -
9:
5
;0<$
=>
=>+++ 3 %3
? %3
" #!$%!
& '
14 * +13 -
()*+$%!
($ -
( 35
,!% -!
.
&
&%
&$!
!!&
&$"
#&!
"%&
"&$
##&
$&
"$&%
!&
&$
%&"
#&
"&
"&!
"%&
&#
# &!
(- 2
3#
- +
='3@#- +A
. 1
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
?3# @#B
=(C
+ "5%-
3#
2
2
2
2
2
2
2
1@3
3# 3
9 - D
1E "$%
#"
'&"
(&
F
F
"=1)
G<
"
'&%
'&"
F
F
HH ;0<1 ##
!!$"
'&
(&"
F
F
;0<.
%
9##
!
""
(&
&
F
F
8H)< GIJ
%%!
"!%#
(&
(&"
F
F
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni,
OMX á Íslandi, hækkaði um 1,0% í
gær og er lokagildi hennar 6.885
stig. Gengi hlutabréfa Landsbank-
ans hækkaði mest, eða um 3,5% og
bréf Actavis um 2,6%. Mest lækkun
varð hins vegar á bréfum Mosaic
Fashions og Flögu, 2,0%.
Hækkun í Kauphöll
DISTICA er nýtt fyrirtæki sem hóf
starfsemi um áramótin og sérhæfir
sig í innflutningi, vörustjórnun og
dreifingu á lyfjum, heilsuvörum,
dýraheilbrigðisvörum og vörum fyr-
ir heilbrigðisþjónustu og rannsókn-
arstofur.
Til síðustu áramóta var þessi
starfsemi hluti af Vistor hf. í Garða-
bæ en Distica hefur nú m.a. tekið
við dreifingu á vörum Actavis á Ís-
landi. Starfsmenn fyrirtækisins eru
um 50 talsins en áætluð velta á
fyrsta starfsári er um átta millj-
arðar króna. Mun það vera stærsta
félag sinnar tegundar hér á landi,
með um 60% af allri lyfjadreifingu á
Íslandi, og hið eina á sínu sviði sem
hlotið hefur gæðavottun samkvæmt
ISO 9001 staðlinum, að því er segir
í fréttatilkynningu sem fyrirtækið
sendi frá sér í gær.
Sérhæfð meðhöndlun
Haft er eftir Gylfa Rútssyni,
framkvæmdastjóra Distica, að
áhersla verði lögð á að bjóða vöru-
stjórnunar- og dreifingarlausnir
fyrir fyrirtæki sem selja vörur er
krefjast sérhæfðrar meðhöndlunar,
til að mynda lyf og aðrar heilbrigð-
isvörur.
Gæðavottunin hafi skilað sér í
markvissri starfsemi og mikilli
ánægju og ávinningi viðskiptavina.
Nýtt lyfjadreifingarfyrir-
tæki veltir átta milljörðum
Lyfjadreifing Höfuðstöðvar Distica
eru á sama stað og Vistor í
Hörgatúni 2 í Garðabæ.
● BREYTINGAR hafa orðið á eign-
arhaldi á Hugsmiðjunni ehf.
Þórarinn Friðjónsson, fram-
kvæmdastjóri
Hugsmiðjunnar,
hefur keypt þriðj-
ungshlut í fyr-
irtækinu af stofn-
anda þess,
Stefáni Baxter.
Jafnframt hefur
Industria ehf.
keypt 20% hlut í
fyrirtækinu af
Stefáni. Aðrir hlut-
hafar eru Trygg-
ingamiðstöðin og nokkrir lykilstarfs-
menn Hugsmiðjunnar.
Undanfarin tvö ár hefur Hug-
smiðjan unnið að sérhæfðum verk-
efnum fyrir Industria sem tengjast
stafrænu sjónvarpi. Stefán Baxter
hefur leitt það starf en mun nú hefja
störf hjá Industria. Frá þessu er
greint í fréttatilkynningu.
Breytingar hjá
Hugsmiðjunni ehf.
Þórarinn
Friðjónsson
LETTNESKT leiguflugfélag,
Latcharter, sem er í eigu Loftleiða-
Icelandic, dótturfélags Icelandair
Group, hefur gert samning við ísr-
aelska flugfélagið Israir um leigu á
tveimur Airbus A320 farþegaflug-
vélum til þriggja ára. Frá þessu er
greint í tilkynningu til Kauphall-
arinnar, OMX á Íslandi.
Í tilkynningunni kemur jafn-
framt fram að Loftleiðir-Icelandic
hefur framlengt leigu á Boeing
767–300ER breiðþotu til hins ísr-
aelska flugfélags til loka þessa árs.
Umfang þessara samninga er um
50 milljónir dollara eða rúmlega 3,5
milljarðar íslenskra króna.
Loftleiðir eignuðust Latcharter á
miðju síðasta ári. Félagið hafði þá
tvær Airbus-vélar í rekstri en sá
floti tvöfaldast með þessum samn-
ingi. Segir í tilkynningunni að gert
sé ráð fyrir að floti félagsins vaxi
enn frekar á næstunni.
Framkvæmdastjóri Latcharter
er Garðar Forberg sem áður starf-
aði hjá Íslandsflugi og Air Atlanta.
Leigja þotur
til flugfélags
í Ísrael
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ spáir
nú að hagvöxtur á þessu og næsta ári
verði meiri en ráðuneytið gerði ráð
fyrir í þjóðhagsspá sinni í október-
mánuði síðastliðnum. Þetta kemur
fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá
sem birt var í gær.
Segir ráðuneytið að mikill sam-
dráttur verði í fjárfestingum í ár við
lok núverandi stóriðjuframkvæmda.
Þá verði samdráttur í einkaneyslu
nokkur vegna veikingar á gengi
krónunnar og aukins aðhalds í efna-
hagsstjórninni.
Ráðuneytið áætlar að hagvöxtur
hafi verið 2,5% á síðasta ári. Þá er
gert ráð fyrir því í hinni endurskoð-
uðu þjóðhagsspá að þrátt fyrir sam-
drátt í fjárfestingum og einkaneyslu
verði hagvöxturinn 2,2% í ár, þar
sem aukinn útflutningur áls muni
segja til sín. Í fyrri spá var gert ráð
fyrir 1,0% hagvextir á árinu 2007.
Vegna áframhaldandi bata í utanrík-
isviðskiptum er nú spáð 3,3% hag-
vexti á næsta ári í stað 2,6% sam-
kvæmt spánni frá því í október.
Í þjóðhagsspánni segir að þótt
verulega hafi dregið úr verðhækk-
unum á fasteignamarkaði á árinu
2006 hafi lækkun á gengi krónunnar
og aðrar kostnaðarhækkanir innan-
lands leitt til þess að verðbólga varð
6,8% milli áranna 2005 og 2006. Spá-
ir ráðuneytið því að verðbólgan á
þessu ári verði 3,8% að meðaltali og
2,3% árið 2008. Í októberspá ráðu-
neytisins var gert ráð fyrir 4,5%
verðbólgu 2007 og 2,5% árið 2008.
Atvinnuleysi eykst
Áætlað er að atvinnuleysi hafi ver-
ið 1,3% að meðaltali árið 2006 og
reiknar ráðuneytið með því að það
muni aukast í 2,0% í ár og enn meira
á næsta ári og verði þá 3,3%.
Vegna skattabreytinga og samn-
inga aðila vinnumarkaðarins er áætl-
að að kaupmáttur ráðstöfunartekna
á mann hafi aukist um 5,2% í fyrra.
Vegna lokaáfanga í lækkun á tekju-
skatti einstaklinga og hækkun per-
sónuafsláttar ásamt lækkun skatta á
matvæli í ár er því spáð að kaup-
máttur muni aukast um 4,6% á þessu
ári og 2,0% árið 2008.
Áætlað er að viðskiptahallinn hafi
verið 22,4% árið 2006. Ráðuneytið
spáir því að hallinn dragist hratt
saman í ár og verði 14,5% og að hann
verði kominn í 7% á næsta ári.
Fjármálaráðuneytið
spáir 2,2% hagvexti í ár
Morgunblaðið/Ásdís
Spá Fjármálaráðuneytið hefur
endurskoðað þjóðhagsspá sína.