Morgunblaðið - 17.01.2007, Side 14

Morgunblaðið - 17.01.2007, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is MEIRA en 34.000 manns týndu lífi í ofbeldinu í Írak á síðasta ári og margir voru pyntaðir fyrst. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum en talan er næstum þrisvar sinnum hærri en íraska innanríkisráðuneytið hafði áður áætlað. Gianni Magazzeni, fulltrúi SÞ í Írak, sagði, að 34.452 Írakar hefðu fallið í ofbeldinu og átökunum í landinu, 94 á degi hverjum, á síðasta ári og rúm- lega 36.000 særst. Á síðustu tveimur mánuðum ársins hefðu að minnsta kosti 6.376 manns látið líf- ið og 6.875 særst. Magazzeni sagði, að tölurnar væru byggðar á upplýsingum frá íraska heilbrigðisráðuneytinu, sjúkrahúsum, líkhúsum og öðrum stofnunum. Sagði hann, að þær væru vissulega ekki tæmandi, enginn vissi mannfallið nákvæmlega, en líklega fremur of lágar en háar. Íraskir embættismenn hafa þó oftar en ekki vísað fyrri áætlunum SÞ um mannfall á bug. Langverst er ástandið í höfuðborginni, Bagdad, sem er meginvettvangur átakanna milli súnníta og sjíta. Þar finnast oft tugir manna, sem hafa verið líflátnir eftir hroðalegar misþyrmingar. Óttast margir, að ofbeldið eigi eftir að aukast enn vegna aftöku Saddams Husseins, fyrrverandi forseta, og tveggja samstarfsmanna hans en súnnítum finnst sem sjítar hafi niðurlægt þá með framkomu sinni við dauðamennina. Hundruð þúsunda manna á flótta Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Írak eft- ir innrásina fyrir nærri fjórum árum og þar að auki hefur um hálf milljón manna, þar af nærri 40.000 í Bagdad, verið hrakin frá heimili sínu. Ekki þarf að hafa mörg orð um almenna sam- félagsþjónustu í landinu en víða er hún algerlega hrunin. Um miðjan dag í gær var vitað um 85 manns, sem fallið hefðu í ofbeldisverkum í Bagdad-borg einni, og enn fleiri voru sárir og sumir mjög alvar- lega. Meira en 30.000 manns týndu lífi í Írak á síðasta ári Um hálf milljón manna hefur hrakist frá heimili sínu vegna átaka trúarhópa Í HNOTSKURN » Enginn veit fyrir víst hve margir Írak-ar hafa fallið frá innrásinni í landið í mars 2003. Á síðasta ári voru nefndar tölur allt frá 50.000 og upp í 650.000. » Auk þeirra, sem hafa fallið í átökum ogfyrir hendi hryðjuverkamanna, hafa margir, kannski tugir þúsunda manna, lát- ist vegna lítillar eða engrar læknisþjónustu. Þá eru ótalin þau ör, sem ofbeldið skilur eftir í sálinni, en áætlað er, að drjúgur hluti íbúa Bagdad þjáist af þeim sökum. Kabúl. AP. | Liðsmenn talibana, sem reyna að ná völdum aftur í Afganist- an, hafa notfært sér nýlegan friðar- samning pakistanskra stjórnvalda við ættflokkaleiðtoga í Pakistan og stórhert árásir sínar á bandaríska hermenn í austur- og suðausturhluta Afganistans, að sögn bandarískra herforingja í gær. Karl Eikenberry, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan, sagði að árásum talibana hefði fjölg- að um 200% í desember. Annar bandarískur herforingi sagði að frá því að samningurinn var gerður 5. september hefði árásunum fjölgað um 300%. Eikenberry gagnrýndi ekki frið- arsamninginn við ættflokkaleiðtog- ana við landamærin að Afganistan og kvaðst viss um að bandaríska her- liðinu tækist brjóta talibana á bak aftur. Hann spáði mjög hörðum átökum á svæðinu á fyrstu mánuðum ársins. Talsmaðurinn handtekinn? Talsmaður afgönsku leyniþjónust- unnar sagði í gær að hún hefði hand- tekið meintan talsmann talibana, Muhammad Hanif, í landamæra- bænum Torkham. Hanif er annar tveggja manna sem hafa oft haft samband við frétta- menn í Pakistan og Afganistan og sagst tala fyrir hönd talibana. Hermt er að hann hafi komið skilaboðum frá leiðtoga talibana, múlla Omar, á framfæri við fjölmiðla. Talibanar stórherða hernaðinn YFIRVÖLD í Færeyjum ætla að fjölga lögreglumönnum á vakt í Þórshöfn um helgar sökum vaxandi ofbeldis og mun grófara en áður. Eyðun Berg, formaður í félagi færeyskra lögreglumanna, sagði í viðtali við blaðið Dimmalætting, að þróunin í þessum málum væri slæm og ekki síður hitt, að minni virðing væri borin fyrir lögreglunni en áður var. „Nú ber það ósjaldan við, að okkur er beinlínis ógnað. Það tengist að sjálfsögðu aukinni fíkniefnanotkun,“ sagði Eyðun. Sagði hann, að stemma yrði stigu við þessu, ella mundi það enda með ósköpum. Löngum hefur verið lítið um alvar- leg afbrot í Færeyjum. Þar var síð- ast framið morð fyrir næstum 20 ár- um, 1988, þegar afbrýðisamur, ungur maður skaut unnustu sína. Ofbeldi vex í Færeyjum London. AFP. | Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, varaði í gær við hvers konar tilraunum til að skilja Eng- land og Skotland að. Hann sagði að aðskilnaður myndi vera „fá- sinna“ og „ótrúlegt afturhaldsskref“ 300 árum eftir sameiningu Englands og Skotlands. Þess var minnst í gær að 300 ár eru liðin frá því að þjóðþing Eng- lendinga og Skota voru sameinuð. Af því tilefni kvaðst flokkur skoskra þjóðernissinna, SNP, ætla að herða baráttu sína fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Skotlands. Tvær skoðanakannanir frá því í nóv- ember hafa bent til þess að meiri- hluti Skota og Englendinga sé hlynntur aðskilnaði. Ný könnun, sem breska ríkisútvarpið birti í gær, bendir hins vegar til þess að 56% Skota og 73% Englendinga séu and- víg aðskilnaði. Segir aðskilnað fásinnu Blair varar við sjálfstæði Skotlands Tony Blair GRÝLUKERTI á styttu af Martin Luther King yngri í almenningsgarði í Albany í New York-ríki eftir fimb- ulstorm sem geisað hefur víða í Bandaríkjunum síðustu daga. Að minnsta kosti 40 manns hafa látið lífið frá því á föstudag í beljandi byl í ríkjunum Oklahoma, Texas, Missouri, Iowa, New York og Maine, að sögn banda- rískra fjölmiðla í gær. Flest dauðsfallanna urðu á veg- um af völdum hálku. Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna voru án raf- magns í gær af völdum óveðursins, þeirra á meðal yfir 300.000 manns í Missouri-ríki og meira en 100.000 manns í Oklahoma. Bandaríska veðurstofan varaði við flóðum í nokkrum ríkjum, frá Louisiana til Ohio og Illinois. Ennfremur var spáð nístingsköldum stormi og stórhríð í ríkjunum New Hampshire og Maine. Þá var varað við hálku og ís- ingu víða í suðausturhluta Texas. AP Skæður vetrarstormur vestra ♦♦♦ Jerúsalem. AFP. | Ísraelar og Sýr- lendingar náðu saman um megin- drætti friðarsamkomulags í leynileg- um viðræðum á síðustu tveimur árum, að því er haldið var fram í ísr- aelska dagblaðinu Haaretz í gær. Var fullyrt að skrifstofur Ariel Sharons, fyrrverandi forsætisráð- herra Ísraels, og Ehuds Olmerts, forsætisráðherra, hefðu vitað af þeim en stjórnin vísaði þessu á bug. Dov Weisglass, fyrrverandi að- stoðarmaður Sharons, sagði hins vegar í viðtali við útvarpsstöð hers- ins, að hópur fólks hefði lagt loka- hönd á friðarsamkomulag sem Shar- on hefði aldrei samþykkt. Í frétt Haaretz er því haldið fram, að viðræðurnar hafi átt sér stað á tímabilinu september 2004 til júlí 2006, með þátttöku evrópsks millilið- ar og vitneskju ríkjanna tveggja. Viðræðurnar strönduðu hins veg- ar þegar Ísraelar höfnuðu beiðni Sýrlendinga um að gera þær opin- berar. Yrðu að hætta að styðja Hamas Samkvæmt ákvæðum samkomu- lagsins myndu Ísraelar draga sig frá Gólan-hæðum, sem þeir hernámu af Sýrlendingum í Sex daga stríðinu 1967. Í staðinn yrðu Sýrlendingar að hætta að styðja Hizbollah-hreyf- inguna í Líbanon, Hamas-samtökin í Palestínu og írönsk stjórnvöld. Enn- fremur yrði komið á hlutlausu svæði á landamærum ríkjanna Hittust Ísraelar og Sýrlendingar á laun? Orðrómi um samning neitað Madríd. AP, AFP. | Ástand Fidels Castros, leiðtoga Kúbu, er „mjög al- varlegt“ eftir að hann gekkst undir þrjár misheppnaðar skurðaðgerðir vegna þarmakvilla sem hafa ágerst, að sögn spænska dagblaðsins El País í gær. Blaðið hafði þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum á Gregorio Maranon-sjúkrahúsinu í Madrid. Yfirskurðlæknir sjúkra- hússins, Jose Luis Garcia Sabrido, fór til Kúbu í desember til að skera Castro upp. „Alvarleg sýking í digurgirni, að minnsta kosti þrjár misheppnaðar aðgerðir og ýmsir fylgikvillar hafa orðið til þess að batahorfur einræð- isherra Kúbu, Fidels Castros, eru mjög slæmar,“ sagði El País. Að sögn blaðs- ins varð fyrsta að- gerðin til þess að Castro fékk líf- himnubólgu sem getur verið ban- væn. Hann fékk síðan gallrásar- bólgu, en dánar- hlutfall þeirra sem fá þann sjúkdóm er 80%, að sögn El País. „Enn ein lygin“ Stjórnarerindreki í sendiráði Kúbu í Madríd sagði að frétt blaðs- ins væri „tilbúningur“. „Þetta er enn ein lygin og við ætlum ekki að tala um hana. Ef einhver þarf að tala um veikindi Castros þá er það stjórnin í Havana.“ Garcia Sabrido sagði í viðtali við CNN-sjónvarpið í gær að hann væri ekki heimildarmaður El País. Hann bætti við að allar yfirlýsingar um heilsu Castros, sem kæmu ekki frá læknum hans, væru aðeins vanga- veltur. Skurðlæknirinn kvaðst standa við yfirlýsingu sína frá 26. desember um að Castro væri á bata- vegi og ekki með krabbamein. Castro fól bróður sínum, Raul, stjórnartaumana í júlí eftir að hafa verið við völd í 47 ár. Bandarískir embættismenn hafa sagt að Castro sé með ólæknandi sjúkdóm og eigi í mesta lagi nokkra mánuði eftir. Ástand Fidels Castros sagt vera mjög alvarlegt Þrjár skurðaðgerðir leiddu til fylgikvilla sem hafa ágerst Fidel Castro

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.