Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 17 LANDIÐ Reykjanesbær | Nærri 40% af kærðum líkamsárásum í Reykjanesbæ eru inni á skemmtistöðum eða úti á götu í nágrenni þeirra. Um helgina verður efnt til nám- skeiðs fyrir starfsfólk stað- anna og er vonast til að það dragi úr slysum vegna lík- amsárása vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Lýðheilsustöð efnir til námskeiðsins í samvinnu við Reykjanesbæ. Er þetta fyrsta námskeiðið af þessu tagi sem stofnunin efnir til. Margar árásir Á árinu 2005 var 101 líkamsárás í Reykjanesbæ kærð til lögreglunnar. Flest málin komu upp inni á skemmtistöðunum, 24 talsins, og 16 til viðbótar utan dyra í nágrenninu. Verulegur hluti þessara árása var eftir klukkan fjögur um næturnar en opnunartími er frjáls á skemmtistöð- unum í Reykjanesbæ. Ragnar Örn Pétursson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, segir að ætlunin sé að veita dyra- vörðum og fólki sem afgreiðir áfengi upplýsingar sem það getur nýtt sér í starfi. Markmiðið er að koma í veg fyrir eða draga úr slysum og ofbeldi á veitingastöðum, í tengslum við neyslu áfengis og annarra vímuefna, draga úr áfengisveitingum til þeirra sem þegar eru orðnir ofurölvaðir og þeirra sem ekki hafa náð aldri til áfengiskaupa. Einnig að efla getu og kunnáttu starfsfólks til að koma í veg fyrir ofbeldi og taka rétt á mál- um við þær aðstæður þegar ofbeldi gæti komið upp. Sex skemmtistaðir eru í Reykja- nesbæ og vonast Ragnar Örn eftir almennri þátttöku á námskeiðinu. Ekkert námskeiðsgjald er greitt og starfsfólkið er á launum hjá veitinga- húsunum á meðan á því stendur og er gert ráð fyrir að forvarnarsjóður Reykjanesbæjar veiti þeim styrk til þess. Fræðsla til að draga úr ofbeldi Mýrdalur | Víða má sjá fallegar náttúrumyndanir í snjó, klaka og birtu um þessar mundir. Þannig fellur falleg birta inn í stóran opinn helli sem er í Flúðanefi, vestast í Fagradalshömrum í Mýrdal. Grýlur virðast búa í hellinum, eða að minnsta kosti hanga þar stórir klakaströnglar sem gjarnan eru nefndir kertin hennar Grýlu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Grýlur gera kerti Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Það var svo sannarlega kátt í höllinni um síðustu helgi þegar Kvenfélag Húsavíkur hélt hið marg- rómaða þorrablót bæjarins. Þar með þjófstörtuðu Húsvíkingar þorranum eins og þeir hafa nú gert um all- nokkurt skeið. Var þorrablótið haldið í íþrótta- höllinni þar sem Fosshótel Húsavík er ekki lengur í stakk búið að taka við þeim fjölda sem sótt hefur þorra- blót kvenfélagsins á undanförnum árum. Höllin var sett í sitt fínasta skart og öllu tjaldað til sem hægt var til að gera hana sem hlýlegasta og óhætt að segja að þeim kvenfélags- konum hafi tekist vel til. Matur í trogum Friðrika Baldvinsdóttir, formaður Kvenfélags Húsavíkur, segir að það hafi alltaf verið mikil eftirvænting eftir þessu blóti og færri komist að en vildu á undanförnum árum. Það hafi því verið haft á orði áður að það þyrfti að flytja blótið í íþróttahöllina og sitt sýndist hverjum um þessar breytingar. „Þrjú hundruð og fimmtíu manns sóttu blótið og var ekki að heyra annað en almenn ánægja væri með það. Lýstu margir undrun sinni yfir því hversu vel hefði til tekist með að gera sal íþróttahallarinnar að fal- legum veislusal,“ sagði Friðrika og bætti við, að að sjálfsögðu hefðu blótsgestir komið með matinn í trog- um en allur búnaður var leigður frá veisluþjónustu Bautans á Akureyri. Kvenfélagskonur sáu alfarið um skemmtidagskrána og var ekki ann- að að heyra á gestum en vel hefði tekist til. Veislustjórinn var Guðrún Kr. Jóhannsdóttir sem einnig er kvenfélagskona og Danshljómsveit Kristjáns Svavarssonar lék svo fyrir dansi en þá hljómsveit skipa hús- vískir tónlistarmenn. Kvenfélag Húsavíkur hefur haldið þorrablót í fjöldamörg ár fyrir fé- lagskonur og gesti þeirra. Friðrika formaður segir ekki vera nema fimmtán til tuttugu ár síðan blótið varð opið öllum bæjarbúum og eins og áður segir er ásóknin slík að það hefur verið haft á orði að fara með það í íþróttahöllina miklu fyrr. „Þetta er heilmikið fyrirtæki fyrir fáar konur að græja en við fengum svo frábæra aðstoð hjá öllum þeim sem við leituðum til. Allir vilja gera það sem þeir geta fyrir kvenfélagið og gott er fyrir okkur að finna þann hlýhug til þessa gamalgróna félags sem kvenfélagið er í bæjarfélaginu,“ sagði Friðrika að lokum. Morgunblaðið/Hafþór Sungið Baldur Baldvinsson, Helga Eyrún Sveinsdóttir, Friðfinnur Her- mannsson og Birkir Þór Jónasson sungu á þorrablóti kvenfélagsins. Húsvíkingar þjófstarta þorranum í Höllinni Reykjanesbær | Aðsókn barna í Vatnaveröld, sundmiðstöðina í Reykjanesbæ, jókst um 85% á nýliðnu ári. Er það rakið til þess að börnin fá nú frítt í sund. Grunnskóla- börn fengu frían aðgang í sund í Reykjanesbæ í byrjun síðasta árs og frá því að Vatnaveröldin og nýja innilaugin voru teknar í notkun á vormánuðum var öllum börnum gef- inn kostur á því að fara í sund án endurgjalds. Ragnar Örn Pétursson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, segir að þessi aðgerð skýri mestan hluta þessarar miklu aukningar en aukið skólasund og fleiri sundæfingar stuðli einnig að því sama. Ragnar Örn segir ánægjulegt til þess að vita að aðsókn annarra hafi einnig aukist umtalsvert. Það bendi til þess að foreldrar séu duglegri að fara með börnum sínum í sund. Á síðasta ári voru gestir sundstað- anna liðlega 111 þúsund sem er 32% aukning frá árinu á undan. Þá vekur Ragnar Örn athygli á því að þrátt fyrir að börn fái frítt í sund hafi tekjur af seldum aðgöngumiðum aðeins minnkað um 400 þúsund, eða um tæp 5% frá fyrra ári. Sundferðum barna fjölgar um 85% Grímsnes | Hreppsnefnd Gríms- ness- og Grafningshrepps hefur lýst því yfir að hún muni ekki greiða leigu fyrir afnot af nýbyggðu íþrótta- húsi og sundlaug á Borg, fyrr en mannvirkin hafi verið tekin út og metin. Húsin eru í eigu Eignarhalds- félagsins Fasteignar hf. Framkvæmdum við íþróttahúsið og sundlaugina lauk um áramót og átti sveitarfélagið að greiða leigu fyrir afnotin frá þeim tíma. Fram kemur á fréttavefnum sudurland.is að heimamenn telja frágang mann- virkjanna ekki fullnægjandi. Benda þeir á að veggklæðning springi og molni við festingar á mörkum og körfum. Einnig segja þeir að sund- laugin sé ekki tilbúin til afhendingar þar sem enn eigi eftir að stilla ýmis stjórntæki. Fréttavefurinn hefur eftir fram- kvæmdastjóra Fasteignar að ákveð- in atriði í frágangi verði löguð og menn geti treyst því að byggingun- um verði skilað í viðunandi horfi. Frágangi ekki lokið SUÐURNES LEIGUÍBÚÐARFÉLÖG / FJÁRFESTAR TIL SÖLU ÁTTA EINBÝLISHÚS Á HELLU Höfum fengið til sölumeðferðar 8 steinsteypt einbýlishús með bílskúrum á Hellu sem byggð voru á árunum 2002-2004. Húsin seljast í einu lagi til leiguíbúðafélaga en það eru félög sem hafa leyfi frá Félagsmálaráðuneytinu til rekstur leiguíbúða. Eigninar eru eftirtaldar: Sigalda 1, Sigalda 2, Sigalda 3, Sigalda 4, Sigalda 5, Sigalda 6, Hraunalda 2 og Brúnalda 7. Tvær stærðir eru af húsunum: - Sigalda 1-6 og Hraunalda 2 eru 157,5 m² að stærð og samanstanda þau af forstofu, eldhúsi og stofu sem er eitt rými, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu. -Brúnalda 7 er 178,5 m² að stærð og samanstendur af forstofu, eldhúsi og stofu sem er eitt rými, fjórum svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu. Ýmsum frágangi er ólokið, bæði utanhúss sem innan, og verða eignirnar seldar í því ástandi sem þær eru. Eignirnar hafa verið í útleigu og miðast afhendingartími þeirra við 1. febrúar 2007. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3 - 800 Selfossi - sími 480 2900 - www.log.is Löggiltir fasteignasalar: Ólafur Björnsson hrl. Sigurður Sigurjónsson hrl. og Christiane L. Bahner hdl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.