Morgunblaðið - 17.01.2007, Page 18
Glaðbeitt kona í gulum kjólmeð rúllur í hárinu bernýsteiktar kleinur ístrákpjakk með rjóðar
kinnar. Prúðbúin frú með sjal yfir
herðar og blúnduhatt í hári snæðir
sviðakjamma við orgel. Þetta eru
apríl- og marsstúlkur dagatals
kennara Grandaskóla en fyrirsæt-
urnar eru sjálfar úr hópi útgefand-
anna.
„Þetta er hluti af fjáröflun vegna
námsferðar okkar kennaranna til
Birmingham í mars,“ útskýrir Birna
Margrét Júlíusdóttir mynd-
menntakennari sem ásamt Erlu
Stefánsdóttur, kennara og ljós-
myndara, stýrði útgáfu dagatalsins.
„Það var kveikjan að þessu hjá okk-
ur. Svo fengum við þá hugmynd að
nota þetta sem sjálfsprottna ímynd-
arherferð fyrir okkur kennarana í
Grandaskóla en Félag grunnskóla-
kennara hefur staðið fyrir slíkri
herferð í fjölmiðlum frá því í haust.“
Hugmyndin er ekki ný af nálinni
að sögn Birnu. „Þetta hefur verið
gert mjög víða. Margir kannast við
dagatal sem slökkviliðið gaf út og
sömuleiðis hinar þekktu „Calender-
girls“ í Bretlandi sem sátu fyrir
naktar. Við tókum hins vegar þann
pól í hæðina að vera í fötunum –
okkur fannst það mun meira spenn-
andi en hitt,“ segir hún hlæjandi.
Togstreita konunnar
Sem fyrr segir stýrðu þær Birna
og Erla, sem tók myndirnar, hug-
myndavinnunni í kringum dagatalið
og fengu svo kennara við skólann til
að sitja fyrir. „Við ákváðum að hafa
bara kvenkyns kennara á mynd-
unum enda fannst okkur það end-
urspegla stéttina best. Þannig gát-
um við líka útvíkkað hugmyndina og
leikið okkur með stöðu konunnar og
þessa eilífu togstreitu hennar milli
starfsins, heimilisins og barnanna
um leið og hún reynir að líta vel út
og halda í þjóðlegar hefðir – vera í
öllum þessum hlutverkum sem kon-
ur taka á sig.“
Auk kennaranna sitja börn sumra
þeirra fyrir á myndunum en að sögn
Birnu voru ekki nokkur vandkvæði
á því að fá kollega hennar til að sitja
fyrir. „Fólk var svolítið hikandi í
byrjun en þegar boltinn fór að rúlla
voru allir til og það komust færri að
en vildu. Þetta var mjög skemmti-
legt verkefni sem lífgaði mikið upp
á vinnuandann hjá okkur enda
höfðu allir ofsalega gaman af þessu
sem tóku þátt í því.“
Birna segir dagatalið hafa fengið
virkilega góðar viðtökur en það má
m.a. nálgast í verslununum Mela-
búðinni, Úlfarsfelli, Illgresi og á
heimasíðu skólans, www.granda-
skoli.is.
Ljósmynd/Erla Stefánsdóttir
Október Vísitölufjölskyldan í hversdagsklæðum bíður í stofunni eftir því að húsmóðirin ljúki áríðandi símtalinu.
Mars Prúðbúin nærist hún á sviðakjamma og sítrónum við gamalt orgel.
Kostulegar
kennaramyndir
Fyrirhuguð námsferð til
Birmingham á Englandi
varð til þess að kennarar
við Grandaskóla ákváðu
að fara óhefðbundnar
leiðir í fjáröflun. Berg-
þóra Njála Guðmunds-
dóttir skoðaði nýútkomið
dagatal þeirra.
Litríkar Birna og Erla stýrðu vinnunni í kringum dagatalið sem kennarar Grandaskóla prýða. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni sem lífgaði mikið upp á vinnuandann hjá okkur.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Desember
Ísbjörn og
orabaunir eru
í forgrunni.
ben@mbl.is
|miðvikudagur|17. 1. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Hver kannast ekki við að eiga
tæki sem nota átti reglulega en
lenti svo inni í skáp og gleymd-
ist um aldur og ævi? » 19
daglegt líf
Góður svefn er nauðsynlegur til
að hægt sé að mæta nýjum
degi. Til eru nokkur góð ráð sem
gagnast til að sofa vært. » 21
svefn
Nýtt lyf gegn offitu er komið á
markað. Það er engin töfra-
lausn og lífsstílsbreyting þarf
að fylgja með. » 20
heilsa