Morgunblaðið - 17.01.2007, Side 19
KOKKUM hugnast alls kyns græjur.
Hver kannast ekki við að hafa ein-
hvern tímann séð eitthvert tæki sem
heillar mjög í versluninni, glansandi
og fallegt, en þegar heim var komið
og tækið góða komið úr umbúðunum
var það sett inn í skáp á svo góðan
stað að það gleymdist um aldur og
ævi. Guardian hefur tekið saman lista
yfir slík tæki sem lent hafa í græju-
grafreitnum, ef svo má að orði kom-
ast.
Wok-hjálpartækin
Það er ekkert endilega wok-
pannan sjálf sem dagar uppi, heldur
allir fylgihlutirnir. Pönnunni var
nefnilega ábyggilega hent þegar í ljós
kom að án kröftugrar gaseldavélar
gæti hin lystuga áferð sem fæst með
alvöru hræristeikingu aldrei náðst og
hráefnið varð einhvern veginn ólyst-
ugt, gufusoðið drull. Hálfhrings-
grindin, bambus-fylgihlutirnir og sér-
hönnuðu wok-sleifarnar eru þess
vegna ábyggilega einhvers staðar í
eldhússkápunum – þó að fólk haldi að
það hafi hent þessu fyrir mörgum ár-
um.
Óskýranlegur
plasthlutur
Þetta gæti verið eggjasjóðari fyrir
örbylgjuofninn eða eitthvað til að búa
til heilsteyptan morgunverð í brauð-
rist, vandamálið er að minnið svíkur
þegar rifja á upp hvort það var. Þetta
virtist svo rosalega góð hugmynd á
sínum tíma en nú orðið tekur þetta
bara pláss í skápnum og bíður þess að
vera hent.
Hinar og þessar kaffivélar
Það er ábyggilega til kaffivél án
glerkönnu af því að hún brotnaði og
það náðist aldrei að kaupa nýja. Að
öllum líkindum leynist líka í skáp eða
geymslu einhver frönsk eða ítölsk
kanna fyrir eldavélarhellu sem var al-
gjörlega nauðsynlegt að kaupa í frí-
inu á sínum tíma en þegar heim var
komið framleiddi hún bara einhverja
fituga, grugguga leðju sem bragð-
aðist eins og úrgangur úr ólöglegri
amfetamínverksmiðju. Þeir sem eru
ginnkeyptir fyrir nýjungum gætu líka
lumað á arabískri kaffigerðarvél sem
safnar bara ryki.
Tilfallandi matargerðar-
minjagripir
Undir þetta falla allir kómísku
pottarnir og tólin sem of auðmýkj-
andi er að hafa til sýnis, þ.á m. hrís-
grjónasuðukarfa, paella-pönnur,
kola-fiskigrill, mexíkóskur sítrónu-
kreistari, framreiðsluskeiðar úr skel
og svo mætti telja. Þetta allt saman
hefur fólk dröslast með heim úr fríinu
við lítinn fögnuð fjölskyldunnar, not-
að einu sinni og uppgötvað að venju-
legir pottar og pönnur eru til ná-
kvæmlega sömu hluta brúklegir.
Safapressa
Á einu pínlega stuttu tímabili var
safapressan lífsnauðsynleg til að
hægt væri að fara eftir stífu líkams-
ræktarprógrammi. Sá tími sem fór í
að tína pínulitlar leifar af sítrónu, gul-
rótum, eplum eða einhverju þaðan af
verra varð til þess að líkaminn
brenndi þúsundum kaloría í reiðikast-
inu sem fylgdi. Eftir að hafa eytt fleiri
klukkustundum í að þrífa draslið til
að fá eitt glas af vel laxerandi vökva
varð allt í einu meira aðlaðandi að
höggva af sér útlim en standa í því
strögglinu.
Hvítlauksverkfæri
Venjulegt fólk – þessir sem gata
filmuna sem strekkt er yfir kvöldmat-
inn og bíða svo eftir að bjalla ör-
bylgjuofnsins klingi – heldur að mat-
seld snúist fyrst og fremst um
hvítlauk. Þessir hinir sömu gefa þess
vegna þeim sem hafa áhuga á mat-
argerð gjarnan einhverjar algjörlega
gagnslausar hvítlaukstengdar græjur
í jólagjöf á hverju ári. Það sem þeir
vita hins vegar ekki er að eina rétta
leiðin til að kremja hvítlauk er með
breiðu hnífsblaði – svo er líka svo gott
að hafa hvítlaukslykt af fingrunum!
Lengi mætti halda þessari upptaln-
ingu áfram og af nógu að taka. Rétt
verður þó að teljast að hætta hér –
kannski væri þó rétt að stofna stuðn-
ingshóp þannig að allir gætu safnað
öllu dótinu úr græjugrafreitnum og
hent því í stóran svartan ruslapoka og
komið honum svo á haugana. Öllum
liði miklu betur á eftir og ekki nóg
með það … hugsa sér allt plássið sem
myndi skapast fyrir nýjar græjur!
Grafreitur græjanna
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 19
EFTIR nokkur ár munu m.a. sjúklingar
sem glíma við sótthita af óþekktum ástæð-
um geta skipt út hefðbundnum lyfjum fyr-
ir tyggigúmmí, að sögn dansks tyggjó-
framleiðanda. Þetta kemur fram á vef
Berlingske tidende.
Tyggjóframleiðandinn Fertin í Vejle í
Danmörku vinnur nú með nýja tegund af
lyfjatyggigúmmíi sem m.a. er ætlað sjúk-
lingum með sótthita og sykursýki 2.
Tyggjóið inniheldur minni lyfjaskammta
en hefðbundnar töflur en talið er að lík-
aminn taki lyfin betur upp í gegn um
slímhimnuna í munninum en í gegn um
magann.
Tyggjólyfjaformið hefur þó verið gagn-
rýnt, m.a. fyrir að vera „undarleg blanda
af lyfjum og sælgæti,“ eins og einn sér-
fræðingurinn orðar það. Aðrir telja að
verkunin verði ekki meiri heldur verði lyf-
in einungis dýrari með þessu móti.
Lyf í tyggjóformi
Morgunblaðið/Sverrir
heilsa