Morgunblaðið - 17.01.2007, Page 21

Morgunblaðið - 17.01.2007, Page 21
hollráð um heilsuna | landlæknisembættið MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 21 Við áramót strengir fólk þessoft heit að hefja nýttheilsusamlegt líf sem felstoftar en ekki í því að hreyfa sig meira, borða minna og sinna fjöl- skyldu og vinum betur. Allt er þetta gott og gilt en kapp er best með forsjá. Hverjum manni er nauðsynlegt að fá næga hvíld og góðan svefn. Svefn- inn endurnærir og gefur okkur kraft til að takast á við dagsins gleði og amstur og er nauðsynlegur þáttur heilbrigðra lífshátta. Hann hefur áhrif á það hvernig okkur líður, sam- skipti við annað fólk, starfshæfni og lífsgæðin almennt. Án svefns og hvíldar lifum við ekki af hvað sem öllum sögum líður um fólk sem þarf ekki nema nokkurra klukkustunda hvíld á hverjum sólar- hring. Þrátt fyrir að við eyðum um það bil þriðjungi ævi okkar í svefn hugum við ekki að mikilvægi svefns- ins fyrr en svefnleysi fer að hrjá okk- ur. Þegar svo er komið fer öll hugs- unin að snúast um það á hvern hátt hægt sé að ná góðum svefni. Til eru góð ráð til að ráða bót á svefnleysi og hér eru nokkur sem rannsóknir benda til að gefi góðan svefn.  Vaknaðu á sama tíma á hverjun degi. Að öllu jöfnu er í lagi að sofa lengur þegar vinnan kallar ekki, en ef svefnleysi hrjáir fólk þarf að koma reglu á svefntímann.  Minnkaðu notkun á örvandi efnum eins og nikótíni, koffeini, áfengi og lyfjum (í samráði við lækni).  Það að hafa lítið fyrir stafni eða að leggja þig á daginn getur truflað bæði svefn og gæði hans. Stuttur lúr eða slökun í um 20 mínútur að degi til getur þó bætt líðan.  Hreyfðu þig reglulega þar sem það bætir bæði lengd og gæði svefns. Of mikil þjálfun fyrir svefn gæti þó hugsanlega haft neikvæð áhrif.  Notaðu rúmið fyrir það sem það er ætlað. Rúmið er að öllu jöfnu til að sofa í, hvílast og að eiga góðar stundir með sínum bólfélaga.  Að neyta matar og drykkjar á helst ekki að eiga sér stað rétt fyrir svefn. Hvort tveggja getur haft áhrif á meltinguna þannig að brjóstsviði eða salernisferðir trufli svefninn.  Búðu til svefnvænt umhverfi. Hiti, lýsing og hljóð geta haft áhrif á svefninn og mikilvægt er að þessir þættir séu í lagi.  Leitastu við að leita lausna á áhyggjum eða vandamálum áður en þú leggst til svefns. Það getur hjálp- að að setja á blað þau viðfangsefni sem bíða, helst í lok vinnudags, alla- vega fyrir svefninn.  Mikilvægt er að fara sáttur að sofa. Fáðu aðstoð við að draga úr streitu. Oft finnur fólk sínar eigin leiðir til að draga úr streitu en stund- um getur verið gott að leita til fag- fólks sem hefur yfirsýn yfir fjöl- breyttari leiðir. Íhuga ætti meðferð hjá sérfræðingi. Sérfræðiráðgjöf getur aðstoðað fólk til að greina vandann og leita úrlausna við hon- um. Svefninn er þó ekki allt, við þurfum að finna hvíld og sálarró. Reynum að staldra við í amstri dagsins og njóta samvista við vini og vandamenn. Þó er það ekki síst mikilvægt að horfa gagnrýnum augum á auglýsingar og annað áreiti sem hvetur okkur til að taka þátt í lífsgæðakapphlaupi sem ekki er víst að sé til góðs. Ekki ein- ungis svefn heldur líka slökun fær okkur til að líða betur, hún gefur hvíld, frið og endurnæringu. Svefn hefur áhrif á samskipti og starfshæfni Morgunblaðið/Ásdís Svefn Allir þurfa að hvílast vel til að geta tekist á við amstur daganna. Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkr- unarfræðingur og Anna Björg Ara- dóttir yfirhjúkrunarfræðingur. SÆNSK rannsókn bendir til þess að þeir sem búa við mikinn umferð- arhávaða geti fengið of háan blóð- þrýsting. Í Svenska Dagbladet kem- ur fram að þeir sem hafa búið lengi við slíkar aðstæður og sofa í her- bergi með glugga sem snýr að götu séu í sérstökum áhættuhópi. Niður af bílaumferð, flaut og ískur í bremsum getur verið hvimleitt en yfirleitt venst fólk slíkum hávaða eftir smátíma. Ný rannsókn frá Karolinska institutet í Stokkhólmi bendir þó til þess að líkaminn sé á annarri skoðun. 55 desibel er sá há- markshávaði sem má vera í grennd við íbúðarhúsnæði samkvæmt sænskum reglum en tölur sýna að yfir tvær milljónir Svía búa við meiri hávaða. Rannsókn Karolinska bendir til þess að líkur á háum blóð- þrýstingi aukist með hverri 5 desi- bela aukningu á hávaða. Eftir að hafa búið lengi við umferðarhávaða hefur streita myndast í líkamanum og varnarkerfi líkamans hafa nóg að gera. Þegar þetta ástand er langvarandi getur það haft nei- kvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Í undirbúningi er rannsókn á því hvort umferðarhávaði geti einnig leitt til hjartaáfalla. Forsvarsmenn rannsóknarinnar leggja áherslu á að niðurstöður af þessu tagi séu teknar alvarlega þegar íbúðabyggð er skipulögð. Getur umferðar- hávaði orsakað of háan blóðþrýsting? Morgunblaðið/Árni Torfason Davíð Hjálmar Haraldsson ortiþegar listi Framsóknar í Norðausturkjördæmi varð ljós: Framsóknarmenn gjarna tel ég glópa; gefa skakkt og syngja falskan brag og skringilega heimskir upp til hópa. Höfnuðu þó mútunum í dag. Friðrik Steingrímsson sló á létta strengi: Við öðru búist ekki var með allar þessar kosningar, en færu á lista framsóknar fífl og svín og hálfvitar. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum kom Framsókn til varnar: Orðum raðar afar bratt ei þig heillar flokkurinn. Ef að þetta allt er satt ertu göltur Friðrik minn. Friðrik svaraði að bragði: Framsóknar nú feig er sveit fljótt hún liðast sundur, hvort sem ég er göltur, geit graðfoli eða hundur. Þá Magnús: Nú mér hleypur kapp í kinn kannske er ég bara að vona að flotta vísan, Friðrik minn, fái brátt að verða svona: Fram er boðin fögur sveit, Framsókn liðast ei í sundur, Friðrik ekki gerist geit göltur, foli eða hundur. VÍSNAHORNIÐ Af Framsókn pebl@mbl.is  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Símar 533 4200 og 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST! Er miki› álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmis- kerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA Fjársterkur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Verðhugmyndir eru 80-150 millj. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.