Morgunblaðið - 17.01.2007, Side 25

Morgunblaðið - 17.01.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 25 HVERNIG samfélag viljum við skapa? Okkar er valið. Í dag búum við yfir 100 ára reynslu og þekkingu á mismunandi hagstjórn í fjölda mörgum lýðræð- islöndum. Samanburð- armælingar segja okk- ur allt um aðbúnað og réttindi þegna þessara landa í dag. Skoðum Ástralíu, Bandaríkin, Bretland, Danmörku, Finnland, Nýja-Sjáland, Noreg og Svíþjóð. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að búa við frjálsan markaðsbúskap og meðaltekjur fólks eru háar. Hagstjórn þessara land er samt mjög ólík og hlutskipti þegn- anna eftir því. Enskumælandi löndin; Bandarík- in, Bretland, Ástralía og Nýja- Sjáland byggja hagstjórn sína á því sjónarmiði að hafa skuli sem minnst afskipti af gangverki þjóðlífsins. Skattar eru þar frekar lágir og vel- ferðarþjónusta takmörkuð. Í Banda- ríkjunum halda menn því fram að besta leiðin til að stuðla að velferð fá- tækra sé að stuðla að hagvexti og að háir skattar lami hagvöxt. Þeir hafa það frá Friedrich Hayek sem hélt því fram fyrir meira en hálfri öld að háir skattar myndu „varða veg þjóða til þrældóms“, hann sagði að háir skatt- ar væru „ógnun við frelsið“. Íbúar Norðurlanda hlustuðu ekki á þessar hugmyndir og fóru sína leið. Norðurlöndunum hefur verið stjórnað meira eða minna af fé- lagshyggjufólki síðan í seinni heimsstyrjöld. Þar er markaður frjáls en þar er það líka póli- tískt markmið að koma í veg fyrir fátækt. Skattar á Norð- urlöndum eru mjög háir og velferðarþjónusta mjög viðtæk. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland flokk- ast undir svokölluð velferðarríki. Ástralía, Bandaríkin, Bretland og Nýja-Sjáland nota um 17% af vergri þjóðarframleiðslu til velferðarmála en Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland mikið meira eða um 27%. Fátækt er mikið minni á Norð- urlöndum en í þeim enskumælandi. Meðaltekjur vinnandi fólks eru hærri á Norðurlöndum. Fjárhaghagsstaða Norrænu ríkjanna er betri en þeirra enskumælandi og afkoma ríkissjóða mikið betri. Ástralía, Bandaríkin, Bretland og Nýja-Sjáland búa við öflugt og sveigjanlegt atvinnulíf „vegna lágra skatta“. Norðurlöndin búa við öflugt og sveigjanlegt atvinnulíf „þrátt fyr- ir hæstu skatta í heimi“. Atvinnu- leysi í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi og Nýja-Sjálandi er um 5% en 6% á Norðurlöndunum (2% í Noregi). Norðurlöndin eyða mjög miklum peningum í rannsóknir og þróun. Svíar eyða í dag 4% af þjóðarfram- leiðslu sinni til rannsókna og þróun- ar á meðan ofannefnd enskumæl- andi lönd nota aðeins um 2% af þjóðarframleiðslunni til rannsókna og þróunar. Styrkur atvinnulífs á Norðurlöndum er greinilega sóttur í almennt mjög hátt menntunarstig. Menntun skapar frelsi og góðar tekjur. Norðurlöndunum tekst einnig vel að halda útgjöldum til opinberrar samfélagsþjónustu samkeppn- isfærum við markaðsrekstur sem al- gengari er á því sviði í enskumæl- andi samanburðarlöndunum. Staða fjölskyldna á Norðurlöndum í lægstu tekjuþrepum er mjög góð ef hún er borin saman við enskumæl- andi löndin, en sá samanburður er þó gallaður vegna þeirrar miklu fá- tæktar sem enn má finna í Banda- ríkjunum. Bandaríkin setja minnst fé allra ofangreindra landa í aðstoð við fátæka og fatlaða. Hvergi er stærra hlutfall fátækra í heimi ríku landanna en í Bandaríkjunum og hvergi stærra hlutfall íbúa í fangelsi. Oftrú Bandaríkjamanna á einka- rekna heilbrigðisþjónustu hefur leitt til síhrakandi, lélegrar og rándýrrar þjónustu fyrir allan almenning og samt er stór hópur þar sem hefur engan aðgang að læknishjálp. Ný- buradauði og ævilíkur í Bandaríkj- unum eru í hróplegu ósamræmi við himinhá útgjöld þeirra til heilbrigð- ismála. Deilan um skatta, frelsi og félags- legt öryggi er oft hástemmd og full draumóra. Þar munar í dag mest um frjálshyggjutrú. Kommúnistatrúin er dauð og við þurfum ekki að þrasa við þá lengur, en frjálshyggjutrúin lifir enn góðu lífi, að mestu fyrir gæsku fólks sem ekki nennir að elta ólar við þá einstaklinga sem enn halda merki hennar á lofti. Marx hafði rangt fyrir sér. Það tók heiminn ekki nema 70 ár að full- vissa sig um að ekki var hægt að nota kenningar hans sem stjórn- tæki. Hayek hafði líka rangt fyrir sér og fullyrðing hans um að skattar „vörðuðu veginn til þrældóms“ er sannanlega ekki rétt, en samt eru menn enn að halda þessari vitleysu á lofti. Friedman hafði rétt fyrir sér um það að markaðurinn getur virk- að líkt og lýðræðið, en honum yf- irsást mjög rækilega, miðað við það sem hann hafði fyrir augunum, að markaðurinn og lýðræðið skila þeim samfélögum langmestu sem hafa það fyrst og fremst að markmiði að tryggja íbúum sínum félagslegan og efnahagslegan jöfnuð. Til að skapa sterkt samfélag verða menn að vilja jöfnuð og jöfnuður skapar líka auð- legð. Til þess sjá þetta þurfum við bara að skoða sögu Norðurlanda síðustu 100 árin og bera hag íbúa þeirra landa í dag saman við hag íbúa hinna landanna, sem nefnd voru hér að of- an. Ekkert í þeim samanburði hvet- ur til þess að líta á aðrar fyr- irmyndir en Norðurlöndin ef menn vilja sterkt samfélag með hámarks velferð. Það eru ekki skattarnir heldur fáfræðin sem varðar veginn til þrældóms. Sterkt samfélag í stað draumóra Stefán Benediktsson fjallar um hagstjórn, skattamál og samfélagsgerðir » Til að skapa sterkt samfélag verða menn að vilja jöfnuð og jöfnuður skapar líka auðlegð. Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og 9. maður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í Reykjavík. ALÞJÓÐLEG samkirkjuleg bænavika stendur yfir dagana 14.–21. janúar 2007. Bænavikan er haldin ár- lega um þetta leyti og er þá beðið fyr- ir einingu kristinna manna um heim allan. Það er Alkirkju- ráðið (World Council of Churches) sem stendur að baki vikunni um all- an heim ásamt kaþ- ólsku kirkjunni og bæn- arefni vikunnar kemur jafnan frá einhverjum aðildarkirkna. Efni bænavikunnar kemur að þessu sinni frá Umlazi í Suður- Afríku. Þetta er svæði nálægt Durban sem upphaflega var sett upp sem svæði fyrir svarta íbúa á tímum apartheid. Arfur kynþáttahaturs, atvinnuleysis og fátæktar mótar ennþá samfélagið og þar er há tíðni glæpa og misnotk- unar. Talið er að um helmingur íbúa Umlazi sé smitaður af alnæmisveir- unni. Þögnin getur deytt Fólk sem leiðir ýmis kristin sam- félög í Umlazi hittist nýlega til að ræða hvernig það gæti unnið saman gegn þessum miklu erfiðleikum. Eitt af því sem gerir aðstæður erfiðari er ótti fólks við stimpil ef það segir frá erfiðleikum sínum, hvort heldur er vegna alnæmis, misnotkunar eða nauðgana. Menningin leyfir ekki að málefni er snerta kynlíf á einhvern hátt séu rædd. Þess vegna forðast margir að leita þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða meðal annars hjá kristnum samfélögum, svo sem heimahjúkrunar, heilsugæslu og sál- gæslu. Samstarf leiðtoganna í Umlazi hef- ur miðað að því að finna leiðir til að rjúfa þögnina og hvetja ungt fólk til að tala um það sem ekki má nefna og leita hjálpar því að þögnin getur deytt. „Daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.“ Við undirbúning bænavikunnar veltu leiðtogarnir í Umlazi fyrir sér leitinni að sýnilegri einingu milli kristinna kirkna í ljósi reynslunnar frá kristnum í Umlazi og hvatningarinnar til að rjúfa þögnina sem kúgar og einangrar fólk í neyð sinni. Þau sem unnu efnið völdu text- ann frá Markúsi 7: 31– 37 sem aðaltexta vik- unnar og þemað „Daufa lætur hann heyra og mállausa mæla“. Þessi texti snýst um að heyra, að tala og um þögn. Í þessu sjá þeir leitina að einingu og leitina að kristnu svari við mann- legri neyð. Þess vegna má finna þessar tvær áherslur í öllu efni bænavikunnar 2007. Lestrar og hugleiðingar bænavikunnar hafa ver- ið þýddar og er að finna á www.kirkj- an.is. Bænavikan hefur verið haldin ár- lega hér á landi frá árinu 1968. Undir- búningur hennar hérlendis er í hönd- um samstarfsnefndar kristinna trú- félaga. Aðild að nefndinni eiga: Að- ventistar, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisher- inn, Íslenska Kristkirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóð- kirkjan. Rússneska rétttrúnaðar- kirkjan tekur nú þátt í bænavikunni hérlendis í fyrsta sinn. Alla þessa viku verða haldnar bænastundir og samkomur á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri, þar sem trúfélög sameinast um helgihald. Er bæði um að ræða hádegisbænir og kvöldsamkomur. Dagskrá má finna á www.kirkjan.is. Allir eru velkomnir á samkomurnar til að taka þátt í að hlúa að einingu kristins fólks, einingu sem birtist í fjölbreytni. Eining í fjölbreytni Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir fjallar um alþjóðlega samkirkjulega bænaviku » Allir eru velkomnirá samkomurnar til að taka þátt í að hlúa að einingu kristins fólks, einingu sem birtist í fjölbreytni. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Höfundur er verkefnisstjóri sam- kirkjumála hjá Þjóðkirkjunni og á sæti í samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. TENGLAR .............................................. www.kirkjan.is www.mbl.is/profkjor Kristján Einarsson styður Björn Jónsson í 2. sæti á lista Framsóknarmanna í Suður Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar FRÁ upphafi hef ég gagnrýnt kröfugerð fjármálaráðuneytis í þing- lýst eignamörk bújarða og talið að kröfugerðin væri ekki í anda lag- anna, og alls ekki í anda samstarfs bænda og ríkisvalds um þessi mál á undirbúningstím- anum, en vinna um þessi mál hófst á ní- unda áratugnum. Til- gangur laganna var alls ekki sá að ríkisvaldið ætlaði að vinna og eign- ast lönd bænda. Til- gangurinn var og er m.a. sá að tryggja eignamörk bújarðanna, að hvergi leiki vafi á um eignarrétt jarðeigenda. Hefur sú og orðið raun- in í langflestum til- vikum þegar málin hafa verið til lykta leidd fyr- ir óbyggðanefnd og dómstólum. Ríkisstjórnarflokkarnir og bændur urðu sammála um að allt land heyrði undir sveitarfélög og að bændur hefðu þann afnotarétt af afréttum eins og þeir hafa haft í þúsund ár. Þessi atriði bæði voru sett í lög í upp- hafi þessa máls. Um leið hættu menn að takast á um hálendið, hver ætti það, og með löggjöf var það gert að þjóðarlandi sem við Íslendingar eig- um sem sameign og kallast þjóðlenda. Fagna ber nú áformum um stofnun landssamtaka jarðeigenda. Rík- isstjórnin er sammála um að ganga til samstarfs og viðræðna við þessi sam- tök sem og önnur sem hagsmuna eiga að gæta um lögin, málsmeðferðina og hvernig hægt sé að milda hörð og harðnandi vinnubrögð kröfugerð- arinnar. Þar verður auðvitað að fara vel yfir þann þátt, hvort breyta þurfi lögunum. Ég fagna sérstaklega þeirri við- horfsbreytingu sem fram hefur komið í viðhorfum fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Fjár- málaráðherra hefur kynnt ríkisstjórninni nokkur atriði, sem við framsóknarmenn erum sannfærðir um að munu milda málið og draga úr deilum og kostnaði. Skiptir þar mestu að nú verður aðdragandi kröfugerðar á ein- stökum svæðum annar, bæði lengri og vandaðri, og með því er unnt að fullyrða að hverfandi lík- ur verða á því, til fram- tíðar litið, að farið verði offari í kröfugerð. Ég vil að bændur og jarðeigendur hafi það al- veg klárt að Framsókn- arflokkurinn og reyndar báðir stjórnarflokkarnir fóru ekki í þessa vegferð til að ná bújörðum af bændum, heldur til að treysta eignar- og afnotarétt jarðeigenda og bænda horft til fram- tíðar, samhliða því að tryggja þjóð- areign á eigendalausu landi og land- svæðum. Um það snerist fimmtán ára yfirferð bænda og ríkisvalds um þessi mál, um ákveðna óvissu og átök um landið, það samstarf hófst hér upp úr 1980 eins og áður sagði. Landeigendur munu í gegnum þessa erfiðu vegferð treysta sinn eignarrétt og geta þess vegna í lok þessarar vinnu staðið öruggir gagn- vart pólitískum vindum og dóm- stólum. Ég fagna því sérstaklega ef þessi vegferð verður nú mildari; óbil- girni á ekki að eiga sér stað í þessu viðkvæma og erfiða máli. Þjóðlendan og eignarréttur bænda og jarðeigenda Guðni Ágústsson skrifar um þjóðlendur Guðni Ágústsson » Fagna bernú áformum um stofnun landssamtaka jarðeigenda. Höfundur er landbúnaðarráðherra. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ ER ánægjulegt að vita að höfuð- borgin hefur loksins aftur eignast borgarstjóra með bein í nefinu. Við á landsbyggðinni höfum ærið að sýsla annað en að skipta okkur af stjórn Reykjavíkur. Samt kemur okkur sumt við sem þar gerist, til dæmis þegar það varðar Háskóla Íslands og það sem þar á bæ er gert, eða ekki gert. Ég sé ekki eftir aurum okkar hér í fá- sinninu til handa æðri menntastofn- unum í Reykjavík. Og víst leggjum við okkar af mörkum í formi skatta langt umfram það sem við njótum. Gott og vel, skútan þarf að vera vel mönnuð en þegar forsjármenn æðstu mennta- stofnunar þjóðarinnar sjást ekki fyrir og velja hörmungarslóð sumra til að aðrir geti notið velgengni er okkur nóg boðið. Það er frábær tillaga Vil- hjálms borgarstjóra að hafa fjár- hættuspilakassa HHÍ í anddyri há- skólans. Þar eiga þeir auðvitað heima ef háskólinn vill á annað borð standa í harki. Til vara er Engey góð lending fyrir áðurnefnda kassa eins og Vil- hjálmur bendir á. Ég er viss um að sums staðar á landsbyggðinni gætu þessir kassar líka sómt sér vel, til dæmis í Seley, Eldey og Kolbeinsey. Eftir stæði að enginn myndi skaðast og umfram allt þjóðin væri bráðvel menntuð hér eftir sem hingað til. MAGNI KRISTJÁNSSON, framkvæmdastjóri, Neskaupstað. Húrra Vilhjálmur Frá Magna Kristjánssyni: Sagt var: Hann fékk mann til hreingerningu hússins. RÉTT VÆRI: … til hreingerningar hússins. BETRA VÆRI ÞÓ: … til þess að gera húsið hreint. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.