Morgunblaðið - 17.01.2007, Page 26

Morgunblaðið - 17.01.2007, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús Magn-ússon fæddist í Reykjavík 12. októ- ber 1929. Hann and- aðist á heimili sínu í Blairskaith House í Balmore, norður af Glasgow, Skotlandi, 7. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigursteinn Magnússon, fyrrver- andi fram- kvæmdastjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, SÍS, í Evrópu með aðsetur í Ed- inborg, og Ingibjörg Sigurð- ardóttir, húsfreyja. Magnús tók sér eftirnafnið Magnusson að breskum sið. Systkini Magnúsar voru dr. Sigurður S., yfirlæknir á fæðingar- og kvensjúkdómadeild Landspítalans, Margrét, húsfreyja, og Snjólaug, tónlistarkennari. Snjólaug lifir systkini sín. Magnús kvæntist 30. júní 1954 í Glasgow blaðakonunni Mamie Ba- ird, sem fylgir honum til grafar. Börn þeirra eru: Sally, blaða- maður, f. 11. október 1955, Mar- grét Ingibjörg, sjónvarpsframleið- andi, f. 5. apríl 1959, Anna Snjólaug, útvarpskona. f. 20. maí 1960, Sigursteinn, f. 9. júní 1961, lést af slysförum í maí 1973, og Jón Sigurður, sjónvarpsframleiðandi, f. 30. maí 1965. Að loknu námi við Edinburgh Academy árið 1948 fékk Magnús liggur á fjórða tug ritverka, sem hann ýmist vann einn eða í félagi við aðra. Hann fékkst við þýðingar allt frá háskólaárunum og sneri, ásamt Hermanni Pálssyni, fjórum íslenskum fornsögum yfir á ensku. Að auki þýddi hann fimm ritverka Halldórs Laxness á ensku, auk annarra ritverka. Eftir hann liggja margvísleg fræðirit, m.a. mikið rit- verk um sögu Skotlands sem kom út árið 2000. Magnús gegndi fjölmörgum trúnaðar- og ábyrgðarstöðum um ævina. Hann var rektor Edinborg- ar-háskóla 1975–78, formaður ungra skoskra leikara 1976–78, stjórnarmaður skoska kirkju- og menningarsjóðsins, SCAHT, 1978– 85, forseti konunglegu fuglavernd- unarsamtakanna, RSPB, 1985–90, auk þess sem hann var heið- ursrektor við sjö skoska og breska háskóla, stofnandi skosku nátt- úruverndarsamtakanna, SNH, 1992, og stjórnandi til 1999, svo eitthvað af löngum ferli sé nefnt. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1975, stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1986 og heiðursridd- araorðu hins breska heimsveldis 1989. Þá fékk hann heiðurs- verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2002. Hann ferðaðist reglulega til Ís- lands og sá heimaland sitt síðast í júlímánuði 2006 er hann sótti ætt- armót Laxamýrarættarinnar. Magnús verður jarðsunginn frá Baldernock Church, steinsnar frá heimili hans í skoska bænum Miln- gavie, í dag og hefst athöfnin klukkan 11.30. styrk til náms við Jes- us College við Ox- ford-háskóla, þar sem hann las ensku og bókmenntir. Fimm árum síðar lauk hann tveggja ára framhaldsnámi í íslenskum fornbók- menntum við sama skóla. Magnús fékkst við ýmiss konar ritstörf á háskólaárunum og hóf að þeim loknum störf hjá dagblaðinu Scottish Daily Express árið 1953 og varð þar aðstoðarritstjóri. Hann hóf því næst störf hjá Scotsman 1961 og fór þá fyrir rannsóknarhópi blaðsins, auk þess að verða aðstoðarritstjóri. Þremur árum síðar varð hann kynnir þátt- arins Tonight á sjónvarpsstöð breska ríkisútvarpsins, BBC. Þeg- ar sýningum þáttarins var hætt sneri hann heim úr starfsleyfi frá Scotsman en vann svo samhliða að framleiðslu vikulegra þátta fyrir sjónvarpsstöðina BBC Scotland. Þá varð hann kynnir þáttarins Chronicle á BBC2 árið 1968 og fjallaði þar um sögu og forn- leifafræði. Fjórum árum síðar tók hann við stjórn spurningaþáttarins Mastermind og stýrði honum við miklar vinsældir í áraraðir, eða allt til 1997. Magnús var geysilega afkasta- mikill rithöfundur og eftir hann Ég hef oft velt því fyrir mér hvað er að vera Íslendingur. Er það ekki þegar grannt er skoðað að njóta æv- intýrisins sem eru minningarnar á ís- lensku og meta að verðleikum sjálft landið og landslagið, náttúruna sem hvergi er að finna nema á Íslandi? Magnús Magnússon var óhikað sá Íslendingur sem ég hef kynnst sem mest líktist þeim hugsjóna-Íslending- um sem á sínum tíma efldu mönnum þor og þrek til að standa á eigin fót- um, Íslendingur sem vildi varðveita og vernda þá ættjörð sem hann var fæddur til þótt forlögin höguðu því þannig að hann bjó og starfaði er- lendis alla ævi. Þar kynnti hann Ís- land með þeim hætti að enginn vafi leikur á því að fleiri Bretar vita miklu meira um Ísland og Íslendinga en annars hefði verið. Hann studdi Ís- lendinga einarðlega í breskum fjöl- miðlum í þorskastríðunum, hann þýddi margar Íslendingasagnanna á ensku og þær voru prentaðar í sér- útgáfu í Bretlandi. Þá þýddi hann snilldarvel margar bækur Halldórs Laxness. Magnús var fræðimaður fram í fingurgóma, víðlesinn og lærður, og bjó yfir þeirri náðargáfu að geta skrifað um allt milli himins og jarðar þannig að það varð auðlesið og skemmtilegt. Áhugamál hans voru svo víðfeðm, að ógerningur er upp að telja, en þar skipuðu Víkingatíminn, upphaf Íslandsbyggðar og þjóðarger- semar Íslendinga frá miðöldum, Ís- lendingasögurnar og Eddukvæðin, sérstakan sess. Hann skrifaði þá afar fallegu bók „Landið, sagan og sög- urnar“, sem upphaflega var skrifuð á ensku undir nafninu „Iceland Saga“, hann skrifaði glæsilega bók sem nefnist „Viking Hammer of the North“ um norræna goðafræði og Edduna, hann gerði kvikmyndir um íslenska sögustaði, skrifaði handrit að íslenskri kvikmynd um náttúru- vernd og nú síðast í haust handrit að kvikmynd um stífkrampa sem var banvænn sjúkdómur og landlægur í Vestmannaeyjum og á Suðureyjum, báðar í samvinnu við Pál Steingríms- son kvikmyndagerðarmann. Enn verður að minnast þess að hann var einlægur náttúruverndarmaður og lét ekki bara orðin tala heldur einnig verkin. Sem fyrsti formaður Scottish Natural Heritage, (Samtök um verndun skoskra náttúruarfleifðar) kom hann á samvinnu þeirra og Landgræðslu ríkisins við góðan orðs- tír. Magnús var afreksmaður í verk- um, vandvirkur og ætíð afar vel und- irbúinn í hverju og einu sem hann tók sér fyrir hendur. Honum var ekkert óviðkomandi og hann miðlaði þekk- ingu sinni af örlæti hugans og hjart- ans, hvort sem það var í bókum og greinum, til milljóna sjónvarpsáhorf- enda í Bretlandi eða í góðra vina hópi. Orðavalsvandinn er eitt umfjöllun- arefna Þorsteins Gylfasonar, vinar okkar beggja, í bókinni Sál og mál, sem nýkomin er út, að honum látnum. Sá vandi er mér á höndum um Magn- ús Magnússon. Hvert stakt orð er fá- tæklegt um mann sem á ekki sinn líka. Þótt nokkur orð séu sett saman duga þau skammt til að lýsa því sem helst einkenndi hann út á við: fágæt útgeislun, orðheppni, hlýja og um- hyggja, glaðlegt yfirbragð og virðing við fólk. Á þessari stundu, sem er vissulega kveðjustund, er mér þó ekki efst í huga að Magnús Magnússon sé horf- inn, heldur það að minning hans og sú nærvera sem í henni felst, lýsir áfram, mér og öðrum sem vorum svo heppin að þekkja hann lengi og vel. Vigdís Finnbogadóttir. Ein bernskuminning mín frá heim- sóknum Magnúsar er öðrum ljósari. Hann stendur í kontórnum heima og dregur uppúr þykkri skjalatösku kilju með mörgæsarmerki á kilinum, Njáls sögu, sem hann er nýbúinn að þýða ásamt Hermanni Pálssyni pró- fessor. Hann gefur sér tíma til að árita handa mér eintak, stendur svo fyrr en varir á útidyratröppunum og kveður okkur, hleypur niður, veifar glaðlega frá bílnum með vindinn í hárinu, byr í vængjum. Magnús segir frá því í bók Sallyar dóttur sinnar, Drauminum um Ís- land, að auðvitað hafi sig dreymt um að verða skáld eins og Jóhann Sig- urjónsson, ömmubróðir okkar, frægt skáld í útlöndum – auðvitað! Og það varð hann, að breyttu breytanda. Með ritverkum sínum og sjónvarps- þáttum miðlaði hann og endurskap- aði menningararf okkar, ekki síður en Jóhann í Lyga-Merði. Magnús notaði nýtt form sem hæfði nýjum tíma, rétt eins og Jóhann hefði gert, og anda- giftin leyndi sér ekki. Aðspurður um fræðaiðkun sína sagðist hann bara segja frá uppgötv- unum annarra, en einmitt slíka miðl- un þekkingar færði hann á hærra plan í sjónvarpinu. Æfingu hlaut Magnús við blaðamennsku og síðar við að endursegja breskum ferða- mönnum Íslendingasögur í rútuferð- um um Ísland og kalla fram tár þeirra á Bergþórshvoli. Varla var hægt að hugsa sér betri leiðsögumann en þennan hámenntaða og flugmælska eldhuga sem hafði sögurnar í blóðinu. Í menningar- og fjölmiðlun sinni gætti hann smekkvísi og hafði bæði vitrænt inntak og afþreyingargildi í hávegum, hann gat verið svolítið til- finningasamur en var alltaf fágaður og skarpur. Magnús naut þess að segja sögu og gerði það jafnan af listfengi. Ísland sá hann í hillingum eins og móðir hans ættardjásnið Laxamýri, og er gaman að lesa áðurnefnda ferðasögu dóttur hans til að kynnast því. Bókin ber skýrt og fagurt vitni bæði um hug Magnúsar til Íslands og hug hinnar góðu dóttur til föður síns. Ég var svo heppinn að vera kall- aður til ráða þegar Sally var að semja þessa bók, til viðbótar við aðalyfirles- arann og fékk svo það verkefni að ís- lenska hana. Las Magnús yfir þýð- inguna og færði þar æði margt til betri vegar. Hefði ég viljað sitja leng- ur við fótskör hans en auðið varð. Á ættarmóti okkar á Laxamýri nú í sumar sáum við Magnús í essinu sínu, umvafinn fjölskyldu sinni og Íslandi í allri sinni dýrð, staddan í miðjum draumi sínum og móður sinnar – það var ógleymanleg sjón, hamingju- stund. Síðustu dagana fyrir lát hans leit- uðu minningar á hugann; móðir mín rifjaði þá upp fyrstu ferð þeirra Ma- mie til Íslands, þau voru þá nýgift og svo dásamlega glöð og falleg saman – önnur mynd sem seint fyrnist. Magnús var afar vel gefinn og vinnusamur, hrífandi maður, gæddur hlýlegri kímnigáfu eins og faðir minn, móðurbróðir hans. Fjölskyldan í Glasgow var öll afar söngvin og hafði góða nærveru. Hjá þeim er hugurinn nú, þegar sorgin knýr dyra. Ég ber þeim samúðarkveðju móður minnar og systkina um leið og við þökkum góðar samverustundir. Íslandi sem Magnús unni reyndist hann afburðavel. Árni Sigurjónsson. „Lítillátur, ljúfur og kátur.“ Þessi lína úr heilræðavísum Hallgríms Pét- urssonar kom mér í hug er ég velti fyrir mér eðliseinkennum Magnúsar Magnússonar. Hann var einkar hlýr og alúðlegur maður. Útgeislun hans og lífsgleði var einstök, ekki síst þeg- ar hann hafði góða sögu að segja. Einföld frásögn, hvort heldur sönn eða tilhæfulaus, varð að kjarnyrtri og kynngimagnaðri sögu í hans munni. Þótt Magnús væri aðeins hvítvoð- ungur er hann fluttist með foreldrum sínum til Skotlands sagðist hann allt- af „eiga heima“ á Íslandi, þar væru ræturnar þótt hann byggi á skoskri grundu. Hann hélt því stoltur á lofti íslensku vegabréfi sínu og vildi alls ekki skipta á íslenskum ríkisborgara- rétti og breskum. „Ég er Íslendingur að atvinnu,“ sagði Magnús þegar ég sat að snæð- ingi með honum og Sally, dóttur hans, á veitingahúsi í Reykjavík fyrir fáein- um árum og tal barst að ótrúlegu framlagi Magnúsar til kynningar á Ís- landi og íslenskri menningu í Bret- landi og víðar. „Ég geri þetta af því að ég hef gaman af því og vegna þess hve ég er stoltur af að vera Íslendingur,“ bætti hann við. Samskipti okkar Magnúsar og kynni á ýmsum sviðum í áranna rás voru mér eilíft ánægjuefni enda mað- urinn hreinn öðlingur og einkar vel kostum búinn. Kunnátta hans eftir fjölþætt starf við sjónvarp í Bretlandi leyndi sér ekki er hann var fenginn til þess að miðla reynslu sinni til okkar nýliðanna á þessu sviði á upphafsdögum Sjón- varpsins fyrir tæpum fjörutíu árum. Ég gleymi aldrei því grundvallaratriði sem hann brýndi fyrir okkur varðandi störf fréttaþula, „að lesa“ ekki upp fréttatextana heldur „að segja“ frétt- ir. Á því væri grundvallarmunur. Við sem flyttum fréttir værum að tala við hvern og einn áhorfanda en ekki að messa yfir heilum herskara manna. Þekking hans og einlægur áhugi á sögu Íslands, fornmenningu, bók- menntum og sögustöðum kom ber- lega í ljós þau þrjú ár sem við unnum að mótun, vinnslu og útgáfu glæstrar bókar hans Landið, sagan og sögurn- ar, sem kom út hjá Vöku-Helgafelli fyrir tveimur áratugum. Alþýðlegur heimsborgarabragur hans naut sín vel þegar við heimsótt- um saman allmörg bókaforlög í Lond- on seint á níunda áratuginum. Erindið var að kanna möguleika á endurút- gáfu á skáldverkum Halldórs Laxness sem Magnús hafði þýtt. Það var engu líkara en ég væri í fylgd þjóðhöfð- ingja. Slíka virðingu báru menn fyrir Magnúsi. Hugkvæmni hans og orðsnilld við þýðingar birtist glöggt þegar hann þýddi fyrir okkur Söguna af brauðinu dýra eftir Halldór Laxness vegna myndskreyttrar útgáfu hennar á ensku og nefndi The Bread of Life. Hógværðin skein af honum er hann svaraði spurningum okkar Sveins Einarssonar í Háskólabíói á samkomu þar sem farið var yfir feril hans í að- draganda þess að honum voru veitt Edduverðlaunin fyrir afrek hans á sviði sjónvarps. Vandvirkni rithöfundarins og fróð- leiksfýsn gamla blaðamannsins fóru svo ekki milli mála í tengslum við síð- asta samstarfsverkefni okkar, bók um Halldór Laxness fyrir enskumælandi lesendur, sem Magnús upplýsti í sjón- varpsþættinum Sjálfstæðu fólki fyrir tveimur árum, að við ynnum að. Þar lá til grundvallar bók mín um Halldór, Líf í skáldskap, auk margvíslegs ann- ars efnis og upplýsinga sem við bjugg- um báðir yfir eftir löng kynni af skáld- inu. Það voru forréttindi að fá að kynnast Magnúsi Magnússyni og eiga samleið með honum um árabil. Hann var hvers manns hugljúfi, mikilvirkur fræðimaður, stílfimur höfundur og sjónvarpsmaður í sérflokki. Ég sendi Maimie og börnum þeirra Magnúsar innilegar samúðarkveðjur. Sárt er að sjá á bak slíkum hæfileika- manni héðan af heimi – en eins og skrifað stendur á einum stað á minn- ingarsíðum vefs BBC vegna andláts Magnúsar: „Heaven will be all the ric- her.“ Ólafur Ragnarsson. Að áliðnu hausti árið 1958 – fyrir hartnær hálfri öld – strukum við Bryndís einn góðan veðurdag í dag- renningu um borð í gamla Gullfoss. Við stungum af frá foreldrum og að- standendum á vit frelsisins. Ég var á leið til Edinborgar að læra til for- sætisráðherra. Hún var á leið til Par- ísar að nema frönsku og lífskúnst. Leiðir okkar skildi í Leith, hinni lág- reistu hafnarborg höfuðborgar Skot- lands. Þegar við gengum frá borði niður landganginn, beið þar mikilúðlegur maður og dreif okkur inn í amríska límúsínu, eins og um opinbera heim- sókn væri að ræða. Þessi höfðingi hét Sigursteinn Magnússon, umboðsmað- ur SÍS í Evrópu og ræðismaður ís- lenska lýðveldisins á Skotlandi. Hannibal hafði þá haft spurnir af lau- mufarþegum um borð í Gullfossi og beðið gamlan glímufélaga sinn frá Ak- ureyri að líta til með þeim. Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegsráðherra vinstristjórnarinnar á Íslandi (1956– 58), hafði fært út fiskveiðilögsögu Ís- lendinga í tólf mílur hinn 1. september þá um haustið. Fyrsta þorskastríð ís- lenska lýðveldisins við breska heims- veldið var því á forsíðum blaðanna þessi misserin. Í krafti kenningarinn- ar um að óvinur óvinar míns væri vin- ur minn, virtist mér skoskt almenn- ingsálit fremur hliðhollt Íslendingum. Ég hafði verið þá um sumarið háseti á flaggskipi íslenska togaraflotans, Gerpi frá Neskaupstað, útgerðar- félagi Lúðvíks og þeirra Norðfjarðar- komma. Ég afhenti ræðismanninum sumarhýruna mína, sem hann tók að sér að varðveita og ávaxta, og úthlut- aði síðan eyðslueyri eftir þörfum, eins og nánar segir frá í Tilhugalífi (bls. 94–95). Við Bryndís vorum að byrja nýtt líf. Næstu fjögur árin var Edinborg mitt annað heimili. Tveir Íslendingar settu á þessum árum sterkan svip á háskólasamfélagið í Edinborg. Það voru þeir Hermann Pálsson, lektor í íslenskum fræðum og Páll Árdal, lekt- or í heimspeki við Edinborgarháskóla. Heimili þessara landa okkar stóðu ís- lenskum námsmönnum í borginni allt- af opin. Ég held það hafi verið á heim- ili Hermanns og Stellu, sem ég hitti fyrst Magnús Magnússon, son Sigur- steins ræðismanns og Ingibjargar, sem var lafði af Laxamýrarkyni. Þeir Hermann hittust þá reglulega á síðkvöldum og um helgar til þess að vinna að þýðingum sínum á hinum helstu Íslendingasagna yfir á ensku. Hermann gætti fræðilegrar ná- kvæmni, en Magnús léði þýðingunni litbrigði hins listræna stíls. Hann átti ekki langt að sækja það. Lífskúnst- nerinn og listaskáldið, Jóhann Sigur- jónsson, var ömmubróðir Magnúsar (sem þýðir, að hann var systursonur hins annálaða lögreglustjóra Reyk- víkinga, Sigurjóns Sigurðssonar, sem er önnur saga). Þegar fundum okkar bar fyrst sam- an, var Magnús þegar orðinn þjóð- kunnur blaðamaður með Skotum, þótt hann væri innan við þrítugt. Hann hafði lokið prófum í ensku og enskum bókmenntum frá Jesus College í Ox- ford. Áhugasvið hans var vítt: Saga og bókmenntir, fornleifafræði og óspjöll- uð náttúra, auk þess sem fuglaskoðun var hans eftirlætistómstundaiðja. Fjórtán ára gamall hafði hann unnið ritgerðarsamkeppni á vegum The Ro- yal Society for the Protection of Birds um tilhugalíf svartþrasta. Fjörutíu ár- um síðar var hann kjörinn forseti þessa félagsskapar. Snemma beygist krókur til þess, sem verða vill. Magnús var eins og samstarfsmað- ur hans, Hermann Pálsson, rammur Íslendingur. Íslendingseðlið var hon- um runnið í merg og blóð, þótt hann væri á öðru ári, þegar fjölskyldan fluttist til Skotlands. Þegar hann óx að visku og þroska, varð hann smám saman helsti sendiherra íslenskrar menningar meðal Breta. En hann lét ekki þar staðar numið. Hann tók ást- fóstri við sitt annað fósturland, Skot- land. Fyrir utan þýðingar á Íslend- ingasögum yfir á nútímaensku, birtust ekki færri en átján bækur frá hendi Magnúsar. Framlag hans til að kynna Skotum sameiginlegan menningararf þeirra og norrænna manna frá Víkingaöld var meira en flestra annarra. En hann var einnig mikilvirkur höfundur um sögu, menningu og náttúrufar Skot- lands og skosku eyjanna og þeirra þjóða, sem þau lönd byggja. Seinasta stórvirkið, sem ég hef lesið eftir Magnús, er „Scotland – the Story of a Nation“, sem kom út í kilju árið 2001. Þetta er sagnfræði eins og hún gerist best. Allt sem Magnús fór höndum um sem rithöfundur glæddi hann lífi og lit. Hann var andlegur fjörkálfur, sem lék sér að því að hrífa aðra með sér. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að maður, sem kom jafnmiklu í verk og Magnús, skyldi allan tímann hafa haft fyrir lifibrauð jafn lýjandi starf og blaðamennskan er. En það gerði hann með tilþrifum. Hann byrjaði fjölmiðla- Magnús Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.