Morgunblaðið - 17.01.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.01.2007, Qupperneq 27
ferilinn á alþýðlegu blaði, sem hét Scottish Daily Express. Á Skotlands- árum mínum var hann orðinn aðstoð- arritstjóri á Scotsman, sem var virðu- legt blað, en frekar dauflynt og íhaldssamt. Vikulegir pistlar Magn- úsar, „Magnusson on Monday“, hristu gjarnan upp í þeirri vanaföstu íhaldssemi, sem að öðru leyti ein- kenndi blaðið. Einu sinni lentum við Magnús meira að segja í ritdeilu á síðum þessa blaðs. Magnús hafði skrifað ádrepu um menningarlegt metnaðar- leysi Skota (þeir voru þá að loka leik- húsum og breyta þeim í bingósali) og ögraði Skotum með því að hin örfá- menna og fátæka grannþjóð þeirra, Íslendingar, væru sýnu metnaðar- fyllri í sinni menningarpólitík en Skotar. Mér fannst Magnús skjalla landa vora um of og að hann byggi til glansmynd af bókaþjóðinni, sem hún risi tæpast undir. Ég benti á, að blómi íslenskra námsmanna sækti menntun sína erlendis, og að aðrar þjóðir (þ.m.t. Skotar) greiddu hana niður fyrir okkur. Vísindi og rannsóknir væru í fjársvelti. Sá hluti þjóðarinnar, sem lyki háskólaprófum, væri lítill í alþjóðlegum samanburði, Og þótt út- gefnir titlar væru margir miðað við höfðatölu, væri fæst af því merkileg- ar bókmenntir, enda þættust Íslend- ingar ekki lengur hafa efni á að þýða sígildar bókmenntir á íslensku. End- urómur af þessum orðahnippingum barst til Íslands og varð ekki til að auka hróður undirritaðs. Um stund hélt ég að slest hefði upp á vinskap okkar Magnúsar. En þegar ég hitti hann næst í félagsskap Hermanns, sagði hann vingjarnlega og blátt áfram: „Hermann segir mér, að þú hafir mikið til þíns máls. En þá segi ég bara: Oft má satt kyrrt liggja.“ – Kannski var Ísland honum draum- sýn. Mér var klakinn bláköld alvara. Eftir á að hyggja finnst mér, að hann hafi haft rétt fyrir sér. Þótt Magnús hafi orðið þjóðkunnur meðal Skota á ungum aldri, reis frægðarsól hans fyrst sem fjölmiðla- manns, þegar hann tók við stjórn „Mastermind“, hins alræmda sjón- varpsþáttar hjá BBC. Undir stjórn Magnúsar varð þetta einhver vinsæl- asti sjónvarpsþáttur allra tíma meðal Breta. Magnús stýrði honum hvorki meira né minna en í aldarfjórðung með meistaralegum tilþrifum. Nafn hans var á hvers manns vörum, og hann var undir lokin kominn í dýr- lingatölu hjá breskum gáfnaljósum. Það var fyllilega verðskuldað. Sjálfur bjó Magnús yfir djúpri alfræðiþekk- ingu á breiðu sviði, fyrir utan það að þekkingin var honum aldrei dauður bókstafur, heldur andlegur innblást- ur, sem hreif og heillaði aðra. Á ráðherraárum mínum lágu leiðir okkar Magnúsar stundum saman, þegar mikið lá við að auka hróður Ís- lands í augum útlendinga. Þá var gott að eiga hauk í horni, þar sem Magnús var. Einhverju sinni í fjármálaráð- herratíð minni þótti brýnt að heilaþvo lánardrottna Íslands úr fjármála- heiminum með málþingi um bjartar framtíðarhorfur smáþjóðarinnar í samkeppnissólkerfi hagvaxtarins. Bankastjórunum var boðið til kvöld- verðar í stofu Skúla fógeta í Viðey og Magnús var beðinn að messa. Hann fór með víkingaöldina, landnámið, þjóðveldið, landafundi Ameríku, bók- menntirnar, miðaldirnar, endurreisn- ina og Einar Ben í fáeinum dæmisög- um og með skáldlegum tilvitnunum á innan við stundarfjórðungi. Þetta er það sem Frakkar kalla tour de force, en ég útlegg það sem náðarkraft. Þetta hefði enginn getað leikið eftir honum. Meira að segja bankastjór- arnir brugðust við eins og unglingar á bítlablóti. Ég hef heyrt marga snjalla samkvæmisræðumenn um dagana, ekki síst breska, en þar í landi hefur þessi listgrein risið hæst. En engan hef ég heyrt Magnúsi fremri – hingað til. Að liðnu æviskeiði einnar kynslóð- ar frá því að ég kvaddi Edinborg, leit- aði hugurinn aftur á fornar slóðir. Við Bryndís eyddum tveimur vikum á Edinborgarhátíð þar sem við lögðum við hlustir og létum sjón nema, það sem fyrir augu bar: á leiksviði, tón- leikum, myndlistarsýningum og á breiðtjaldinu. Síðan ókum við um skosku hálöndin og sigldum út í eyjar blár með Skotlandsströndum með Víkinga- og Skotlandssögu Magnús- ar í farteskinu. Þetta heitir að ferðast með veisluna í farangrinum. Á heimleiðinni þóttumst við ekki geta gengið hjá garði þessa farand- sendiherra norrænnar menningar meðal Skota. Og tókum því hús á Magnúsi og Mamie í Ol’Glasgie. Það varð samfelld síðdegisveisla í ógleym- anlegum félagsskap. Stundin varð hraðfleyg við upprifjun gamalla minninga, sem spannaði að vísu ellefu hundruð ár og gervallt sögusvið Vík- ingaaldar, frá nýja heiminum til vær- ingja í austurvegi að innrásinni í litla England 1066 og allt það. Þá var Her- manns Pálssonar sárt saknað. Nú er röðin komin að okkur að sakna sagna- meistarans, sem veitti svo mörgum svo mikið og af svo miklu örlæti, að lengi verður í minnum haft. Jón Baldvin Hannibalsson. Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, æskan er horfin, engir draumar lita ókomna tímans gráu sinuhaga. Þannig hefst Sonnetta Jóhanns Sigurjónssonar, og þannig verður manni innanbrjósts þegar vinir kveðja sem maður hefði helst viljað eiga að alla ævi, og allt eins þó slíkir vinir séu árum og jafnvel áratugum eldri en maður sjálfur. Magnús Magnússon í Blairskaith var mun eldri að árum en við hjónin. En hann var alla tíð ungur í anda, með sífellda drauma í farteskinu sem lituðu sinuhaga framtíðarinnar. Fyrir nokkrum árum þegar Magn- ús var á ferðinni og heimsótti okkur hjónin, átti undirritaður, Kjartan Gunnar, tal við hann um skáldsöguna Þar sem Djöflaeyjan rís, eftir Einar Kárason. Magnús vildi ólmur fá að vita allt um þetta skáldverk og örfá- um vikum síðar kom tölvupóstur frá Blairskaith: ,,Gunni minn! – Búinn að þýða Djöflaeyjuna, fyrstu yfirferð. Frábært verk. Bestu kveðjur! Þinn Magnús.“ Svona var hann í einu og öllu. Stöðugt að læra, sífellt vinnandi og óþrjótandi í því að miðla öðrum af reynslu sinni með leiftrandi andagift. Hann átti ekki langt að sækja róm- antík og andagift, náfrændi Jóhanns Sigurjónssonar af Laxamýrarætt og af Hvassafellsætt Jónasar Hallgríms- sonar. Slíkir vinir færa okkur vorið í mannlífinu og óneitanlega haustar að er þeir hverfa á braut. Magnús var einhver víðfrægastur Íslendinga, lifandi goðsögn og ötull málsvari lands og þjóðar. Málsvörn hans í Þorskastríðunum var t.d. svo eindregin að manni fannst stundum nóg um þegar hann rifjaði upp þá orrahríð mörgum árum síðar. Hann var ætíð til varnar fyrir land og þjóð, glaður og vígreifur, og stóð í stafni að víkinga sið. En hann var einnig ein- staklingur af holdi og blóði – einstak- lega aðlaðandi, hjartahlýr, glaðsinna og elskulegur – öllum mönnum gest- risnari og yfirgengilega skemmtileg- ur. Undirrituð, Marta, kynntist Sally, dóttur Magnúsar, fyrir þrjátíu árum, og skömmu síðar Magnúsi og allri fjölskyldu hans, fyrir tilstilli sameig- inlegs vinar okkar, Vigdísar Finn- bogadóttur. Sally starfaði þá hér sumarlangt, kornung stúlka, en Vig- dís leit til með henni og fræddi hana um land og þjóð eins og Vigdísi er einni lagið, með ógleymanlegum fróð- leiksferðum vítt og breitt um landið. Ég naut þá, eins og endranær, vel- vilja Vigdísar, að fá að vera með í þessum ferðum, og eins er ég skömmu síðar fór á enskunámskeið í Cambridge, og dvaldi að því loknu á heimili Magnúsar í Blairskaith um nokkurt skeið. Það var ánægjuleg dvöl hjá elskulegri fjölskyldu sem ég hef haldið vináttu við allar götur síð- an. Dætur Magnúsar, ekki síst Sally og Topsy, hafa verið frábærar vin- konur og þau eru ófá ferðalögin sem við höfum lagt í saman. Það verður skrýtið að koma í Blairskaith hér eftir með harðfisk og flatkökur, og mæta ekki útbreiddum armi þessa glaðbeitta Íslendings og heimsborgara. Eftir sitja minning- arnar um vorin sem hann vakti í brjóstum okkar, allan ársins hring. Marta Guðjónsdóttir og Kjartan Gunnar Kjartansson. Magnús Magnússon fjölmiðla- og fræðimaður er nú fallinn frá. Þegar ég var ungur kynntist ég löndum mínum í Vesturheimi og veit því hve taugin er sterk sem tengir Íslendinga við upprunaland sitt. Í marga ættliði halda þeir ákveðinni tryggð við ætt- jörð sem þeir hafa ekki einu sinni séð. Líklega ræður sagnahefð hér miklu um. Það voru svo margar merkilegar sögur frá „Gamla landinu“. Hitt er jafn augljóst að við heima á Fróni er- um stolt af samlöndum okkar sem geta sér gott orð erlendis. Fjölmargir Íslendingar þekkja feril Magnúsar og vita hver afreksmaður hann var. Þekktastur er Magnús fyrir þættina „Mastermind“ sem hann stýrði hjá BBC 1, í 25 ár við fádæma vinsældir, en hann gerði líka rómaða þætti byggða á fornleifafræði og sögurann- sóknum sem halda munu nafni hans á lofti. Hann var stórvirkur rithöfund- ur og þýðandi. Þýðingar hans á Ís- lendingasögum og Laxness þykja af- burða góðar. Orðstír Magnúsar verður okkur hvatning. Ég var svo heppinn að leið- ir okkar lágu saman í kvikmynda- gerðinni. Vitandi um þá útgeislun sem Magnúsi var gefin og hve frábær sögumaður hann var, nefndi ég við hann möguleikann á því að hann leiddi kvikmynd, sem mig langaði að gera um íslenska hálendið og virkj- anaframkvæmdir fyrir norðan Vatnajökul. Hann fór gætilega í að lofa nokkru fyrr en hann hafði kynnt sér málið til hlítar, en þegar hann hafði gert upp hug sinn sinnti hann verkefninu af slíkri alúð að hann sást ekki fyrir. Þetta átti sérstaklega við um óaðgengilega staði sem valdir voru sem baksvið við pistla hans. Þegar leið á uppgötvuðum við að hann gekk ekki heill til skógar hvað fótastyrk varðaði. Reyndum við þá að sneiða hjá torfærum en hann lagði lít- ið upp úr því. „Ei skal haltur ganga“ sagði Magnús minn og hlífði sér aldr- ei. Afstaða hans til málefnisins var líka afar skýr. „Við höfum ekkert leyfi til að fara þannig með landið sem okkur er trúað fyrir.“ Myndin fékk „Grand pris“ og fyrstu verðlaun á tveimur alþjóðlegum kvikmyndahá- tíðum í Evrópu og mér er fyllilega ljóst að þar réði þáttur Magnúsar úr- slitum. Það er merkileg upplifun að sitja með snillingum eins og Magnúsi og ræða hugðarmál eða lífsgátuna. Hann átti svo dýra reynslu og hafði svo margt að miðla. Sannfæringar- krafturinn var einstakur og studdur rökum gáfumanns. Í þessum spuna okkar komumst við að ýmsu. „Blind efnishyggja leiðir aldrei til farsæld- ar fyrir fjöldann.“ „Íslendingar eru það nánir og stutt á milli þeirra að þeir gætu jafnvel verið góðir hver við annan.“ Ég kann ekki að greina hvernig samband okkar þróaðist en menn á okkar aldri koma sér ekki upp vinum eftir hendinni. Þegar ég lít til baka finnst mér að tengsl okk- ar hafi orðið af sjálfu sér. Hann kall- aði mig snemma vin sinn og mér varð hlýtt til hans um leið og ég sá hann. Magnús hafði orð fyrir að tala fág- aða og dýra ensku. Hann var bókmenntamaður og naut þess að móta setningar. Það merkja kunnáttumenn á þýðingum hans. Ekki réðst hann á garðinn þar sem hann var lægstur þegar hann tók að þýða Íslendingasögurnar og Lax- ness. Eins gerði hann snilldarþýðing- ar á ljóðum frænda síns Jóhanns Sig- urjónssonar. Hann las fyrir okkur Friðþjóf Helgason þýðingu sína á kvæðinu „Einn sit ég við drykkju“ þegar við vorum gestir hans í Blairskaith House, að loknum tökum úti á St. Kilda, í verkefni sem var okkur báð- um hugleikið. Kvikmyndinni sem við unnum að er nú lokið og er ég þakk- látur forsjóninni fyrir að leyfa okkur að ljúka því verki. Myndin nefnist Ginklofinn – Tet- anus Infantum og verður sýnd í Rík- issjónvarpinu á næstunni. Magnús var orðinn veikur þegar hann las síðasta textann við myndina, en útilokað er að merkja það á áferð- inni. Ljóðið sem hann las okkur á heim- ili sínu verður mér kveðja frá vini. Páll Steingrímsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 27 ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GRÓA AÐALBJÖRNSDÓTTIR, Mýrarvegi 111, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 8. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 18. janúar kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Eygló Sigurliðadóttir, Birgir Pálsson, Una Sigurliðadóttir, Þórir Haraldsson, Björn Sigurliðason, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GÍSLÍNA KJARTANSDÓTTIR, Meðalholti 17, lést laugardaginn 13. janúar. Útför hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 22. janúar kl. 13.00. Kjartan Bjargmundsson, Anna Ágústsdóttir, Árni Eiríkur Bergsteinsson, Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir og barnabörn. ✝ Systir okkar, HULDA MARGRÉT PÁLSDÓTTIR, Hátúni, Reykjavík, áður til heimilis í Skaftafelli, Hveragerði, lést á dvalarheimilinu Grund sunnudaginn 14. janúar. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Pálsdóttir, Guðjón Pálsson. ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, SIGURÐUR KRISTJÁN VILHELMSSON, Sævarlandi, sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks sunnu- daginn 7. janúar, verður jarðsunginn frá Hvamms- kirkju, Laxárdal, laugardaginn 20. janúar kl. 11.00. Systkini hins látna og aðrir vandamenn. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, ARI HUYNH veitingamaður, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 15. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Huynh og börn hins látna. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁSTA JÓSEFSDÓTTIR, Efstasundi 92, Reykjavík, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugar- daginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Guðlaugur Þorsteinsson, Ásgeir Hannes Aðalsteinsson, Hulda Gunnarsdóttir, Ólafur Birgir Vigfússon, Karen Rut Konráðsdóttir, Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir, Þórður Sigurður Björnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Eyþór Örn Eyjólfsson, Ásta Birna Björnsdóttir, Þórður Sigmarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.